Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Side 14
14 l FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991. [ Spumirigin Fylgdist þú með Fordkeppninni? Sigrún Stefánsdóttir sjúkraliði: Já, ég sá úrslitin daginn eftir. Soffia Hilmarsdóttir viðskiptafr.: Nei, ekkert. Hugborg Erlendsdóttir nemi: Nei, Aðalheiður Birgisdóttir nemi: Ég missti af henni. Guðrún Stefánsdóttir afgreiðslu- mær: Já, ég sá eitthvað af henni í fréttum en fylgdist að öðru leyti voðalega lítið með henni. Sigurður örn Jónsson plötusali: Já, ég kannaðist við eina í keppninni. Lesendur______________ dv Búvörasamningurinn og virðing Alþingis Ámundi Loftssonn bóndi, Lautum, skrifar: í mars á síðasta ári skipaði land- búnaðarráðherra nefnd til að setja fram tillögur um stefnumörkun í landbúnaöi, svokallaða 7-manna- nefnd. í skipuninni eru engin fyrir- mæli um að meta beri samfélagslegar aíleiðingar af tillögum hennar, og er það ábyrgðarleysi af hálfu ráðherra. Þá eru tiúögur nefndarinnar byggöar á röngum staðhæfingum í fjölmörgum atriðum svo sem að lambakjötsneysla muni halda áfram að dragast saman næstu ár, þó að neyslan hafi staðið í stað undanfarin þijú ár, og sé nú aftur á uppleið. Þá Sigurveig Jónsdóttir fréttastjóri skrifar: í kjallaragrein í DV 11. þ.m. ritar einn frambjóðenda Þjóðarflokks- Flokks mannsins ádeilu á fjölmiðla, m.a. á Stöð 2, vegna kynninga á fram- boðum. Það getur hver haft sína skoðun á því hve miklum tíma á að verja til að upplýsa kjósendur um framboð og kosningamál. Hins vegar er lágmark í greinaskrifum af þessu tagi að menn afli sér upplýsinga um Jórunn Jónsdóttir skrifar: Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta bréf er sú að hjónin Páll Pétursson alþm. og Sigrún Magn- úsdóttir borgarfulltrúi fá að hafa lögheimili hvort á sínum stað. Rökin eru þau, aö sögn, að þau vilji bæði halda þeirri þjóðfélags- stöðu sem þau hafa. - Ef þau þurfa að flytja lögheimili á sama stað myndi annað þeirra hjóna sennilega missa sina stöðu. En hvers vegna geta þá ekki öli hjón, sem eftir því leita, fengiö að hafa sitt lögheimilið hvort? Sagt er að á íslandi séu allir jafn- réttháir. Þegar horft er á þetta mál kemur í fjós að svo er ekki um hinn almenna Pétur og Pál. Ég þekki dæmi þess að hjón, sem fluttu að hluta til frá einum stað á annan, þannig að konan fór en maðurinn hélt áfram að vinna á sínum fyrri stað og fór heim til sín þegar hann var í nokkurra daga frii. Þau gátu ekki fengiö aö hafa lögheimili hvort á sínum stað. - Er nokkuð réttlæti í því aö þau hjón sem gegna opin- berum störfum fái svona undan- þágur en ekki annað fólk? er ekkert sem tryggir efnalegan og félagslegan rétt sveitarfélaganna í landinu gagnvart þeim niðurskurð- aráformum sem felast í drögum þess búvörusamnings sem nú liggur fyrir. - Þó keyrir um þverbak að til skuli standa að hrinda þessum óskapnaði í framkvæmd nú í vor, án þess áð lagalegar forsendur séu fyrir hendi, enda eru drög þessi undirrituð með fyrirvara um samþykki Alþingis. Þegar landbúnaðarráðherra kynnti drög þessi sem hann kallaði samning nú á dögunum, kom fram, að ný ríkisstjórn myndi ekki fá ráð- rúm til að koma í veg fyrir að samn- ingurinn, (sem hann ávallt nefnir það sem þeir eru að fjalla um, vilji þeir að tekið sé mark á þeim. Mér finnst ástæða til að leiðrétta þá fullyrðingu frambjóðandans að Stöð 2 hafi staðið að framboðsfundi í Háskólabíói fimmtud. 4. apríl. Hvaðan þær upplýsingar eru komn- ar veit ég ekki en hitt veit ég, aö þrí- vegis hefur fréttastofa Stöðvar 2 leiö- rétt þann misskilning við fulltrúa Þjóðarflokks-Flokks mannsins, að þó að Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Halldór Guðmundsson skrifar. Ég var að fletta Alþýðublaðinu í morgun og rakst þá m.á. á leiðarann sem hafði yfirskriftina „Já, það er hægt“. Þar voru lesendur fræddir um um hvað kosningar snerust og þær breytingar sem hægt væri að framkvæma til hagsbóta fyrir íslend- inga. - Síðan spurðí greinarhöfundur ýmissa spuminga. Til dæmis þess- ara: Er hægt að lækka verð á lífs- nauðsynjum? Er hægt að lækka skattbyrði hinna lægstlaunuðu? Er hægt að hækka skattleysismörk? Er hægt að auka vöruúrval og lækka matvælaverö? - Þessum og fleiri spurningum er svo svarað með setn- ingunni „Já, það er hægt“. „En ef þetta allt er hægt - hvers vegna er ekki búið að framkvæma þessar breytingar og aðgerðir fyrir löngu?“ spyr svo greinarhöfundur. - svo) myndi ná fram að ganga, og að Alþingi væri því nauðugur sá kostur að samþykkja þær lagabreytingar sem þar væri gert ráð fyrir. Ég býð því fólk að hugleiða þá stjórnarhætti sem hér eru að eiga sér stað og hvort hægt sé að ætlast til þess að borin sé mikil virðing fyrir þeim stjórnmálamönnum sem lítils- virða Alþingi með þessum hætti. Þaö er kannski tímanna tákn að borgar- stjórinn í Reykjavík skuii vera eini stjórnmálaforinginn sem gjalda vill varhug við þessum áformum vegna þeirrar samfélagsröskunar sem þau hljóta að hafa í för með sér. hafi tekið að sér fundarstjórn sem einstaklingur, hafi Stöð 2 ekki staðið að fundinum. - Minna ætti nú að duga! Stöð 2 tók engan þátt í undirbún- ingi né framkvæmd þessa fundar í Háskólabíói. Hann var haldinn af J.C. í Reykjavík og einu afskipti fréttastofu Stöðvar 2 voru þau að flutt var frétt af fundinum i 19.19. Hann svarar sjálfur og segir að það sé vegna þess að sérhagsmunaaðilar stjórni Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki! Þetta er hið algilda svar í íslenskum stjórnmálum: Það eru hinir - ekki við! En Alþýöuflokkurinn hefur nú ver- ið í ríkisstjórn í fjögur ár. Ekki breytti hann neinu af þessum atrið- um. Alþýðubandalagið valtaði yfir stefnu Alþýðuflokks um byggingu varaflugvallar á Austurlandi. Ekki var það Framsóknarflokkur eða Sjálfstæðisflokkur. - Og svona er þetta. í lok kjörtímabils eru það allt- af „hinir“ sem eyðileggja. Og síðan er farið af staö aö nýju með „skýra valkosti" og „nýja stefnumörkun", sem hinir flokkarnir valta svo yfir. Þess vegna þurfa kjósendur ekki að ómaka sig við að spyija neinna spuminga. - Það er ekkert hægt. Hræddur um afföll Þorleifui- Guðmundsson hringdi: Það er nokkur eftirvænting fyr- ir þessar kosningar. Margir telja að nú muni riðiast sarastaða um sama stjórnarmynstur að kosn- ingum loknum. Mjög líklegt. Hins vegar er þung undiralda í þjóð- félaginu vegna hríðversnandi af- komu láglaunafólks, og það svo að sumir hóta að mæta ekki einu sinm á kjörstað. Á hvaða flokkum það bitnar helst er alis ekki útséð. Og eins og ég las í ktallaragrein eftir Brynjólf Jónsson í DV nýlega held ég að mikið verði af auðum atkvæðaseðlum í kjörkössunum þrátt fyrir öll framboðin. - Ég er því hræddur um að afFóllin í heíld verði umtalsverð. ÆUarfólk að gleyma? Þorgrímur skrifar: Nú virðist afturkippur kominn í kjörfyigi Alþýöubandalagsins, ef eitthvað er að marka skoðana- kannanir. Það væri líka einkenn- iiegt ef nýliðnir atburöir, t.d. í Austur-Evrópu, fengju fólk ekki til að hugsa hvort Alþýðubanda- lagið á ekki eitthvað óuppgert við islenska kjósendur. - Flokkur- inn, Alþýðubandalag, hét áður Sameiningarflokkur Alþýðu - Sóíalistaflokkurinn, og þar áður Kommúnistaflokkur íslands. Forystumenn þessara flokka voru talsmenn þeirra kommún- ista sem héldu mörgum þjóðum Evrópu í klemmu. - Hvaða fylgi fær slíkur flokkur á íslandi í dag? Eða ætlar fólli að glejnna? Lestu textann, Egill Austfirðingur skrifar: Þættirnir í röðinni Alþingis- kosningar 1991 eru dæmigeröir fyrir auman og lágkúrulegan málflutning íslenskra stjórn- málamanna. Ef þetta er mann- valið sem á að stjórna fyrir okkur iandsmenn, þá er ekki von á góðu. Egill á Seljavöllum vitnaði t.d. í orð Jóns Baldvins um að koma ætti upp eins konar „litlum Reykjavikum" hvarvetna á Aust- urlandi. Þá brá hart við kennimaðurinn og kratinn Gunnlaugur Stefáns- son og vildi verja formann sinn og sagði að þetta hefði Jón aldrei sagt, og mælti: Lestu textann, EgiU. Þaö gat Egill ekki því hann var ekki meö hann, og bað guðs- manninn sjálfan að lesa textann. Kvennalistakonan Sigríður sagði laun fiskvinnslufólks of lág. Brá þá á leik sjávarútvegsráöherra og spurði kvennaiistakonuna hvort hún vildi að flskvinnslu- húsin væru rekin með tapi. - Ne, hei, sagði þá Kristín kvennalista- kona. Það vildi hún ekki. - Þar með var útrædd staða láglauna- fólks á Austurlandi. Ég hætti smám saman að horfa á þessa umræðu sem var einn allsherjar skrípaleikur - einungis til að hlægja að ef menn eru í skapi til að gera grín að pólitík- inni sem á að vera kjölfesta í lífi og stjóm hverrar þjóðar. Albertþorði Anna Ólafsdóttir skrifar: Eins og kunnugt er lagði Davíð Oddsson ekki í kappræður við Jón Baldvin Hannibalsson. - Öðru vísi brást efsti maður D- listans við sams konar áskorun Jóns Baldvins árið 1983. Þá var Albert Guðmundsson efsti maöur á lista sjálfstæðismanna og tók hann þeirri áskorun þegar í staö. Hér hygg ég aö Davið hafi leikið af sér. Þaö má mikiö vera ef þetta þýðir ekki atkvæðatap hjá D-Ust- anum í Reykjavik. „Alþýðubandalagið valtaði yfir stefnu Alþýðuflokks um varaflugvöll." - Séð yfir Egilstaðaflugvöll-.' Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra. - „Eng- Davíð Oddsson, borgarstjóri og formaður Sjálfstæðis- in fyrirmæli ráðherra um mat á samfélagslegri ábyrgð". flokksins. - „Eini stjórnmálaforinginn sem vill gjalda varhug við áformum um samfélagsröskun." Athugasemd frá Stöð 2: JC hélt fundinn - ekki Stöð 2 Það eru hinir - ekki við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.