Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
Fullyrðing Júlíusar
og Kvennalistinn
Júlíus umhverfisráðherra fuU-
yrðir að mengun af ferðamönnum
sé slík að nokkur stóriðjuver séu
sem dropi í hafið hjá henni. Þetta
lætur hann hafa eftir sér, án nokk-
urra raka, til að hefna sín á
Kvennalistakonum sem eru á móti
stóriðju en með auknum ferða-
mannaiðnaði og vilja að tekið sé á
þeim málum af skynsemi og fyrir-
hyggju.
Útlendingar okkur fremri
Við hjónin hættum fyrir nokkr-
um árum hefðbundnum búskap og
snerum okkur alfarið að ferðaþjón-
ustu, svo ég veit heilmikið um
ferðamenn, en kannast ekkert við
þessa mengun hans Júlíusar.
Á sl. ári voum við með 2-3000
gistinætur, bæði íslendinga og út-
lendinga. Margir ferðamenn ferð-
ast í hópum með rútum svo meng-
un af útblæstri frá bifreiðinni dreif-
ist á 20-50 manns.
Fólk er afar hrifið af íslandi eins
og það er núna, af hreinni og ó-
spifftri náttúrunni og gerir sitt til
að skemma hana ekki. Það spyr
hvar það megi fara og hvar ekki
og útlendingar eru yfirleitt okkur
fremri með sorphirðingu og um-
hverfisvemd. Auðvitað kemur
töfuvert af rusfi frá svona mörgu
fólki, en við brennum þaö og urð-
um það sem ekki brennur til agna,
sama og engin mengun.
Kjallariim
Svava S. Guðmundsdóttir
húsmóðir og gistihússtýra
Gestirnir okkar fara mikið í fjör-
una hérna og kveikja þá gjarna
varðefda í sandinum með sprekum
og drash sem þeir finna í fjörunni,
af þessu er mikifl þrifnaður. Ég
man eftir fréttamynd af ráðherram
að hreinsa fjörur, þar var Júlíus
umhverfisráðherra iðinn við að
tína þangið og þarann. Það er dáht-
ið erfitt að átta sig á hvað Júlíusi
finnst mengun. Getur veriö að hon-
um þyki það mengun á ísfandi ef
þeldökkt fólk sækir okkur heim?
í fámennu landi verða útfendir
ferðamenn mjög áberandi í sam-
félaginu, en er það ekki allt í lagi
í tvo til þrjá mánuði á sumrin?
Júfíus ætti að hugsa um fjármagnið
sem þessir „mengunaraðifar“
skilja eftir í landinu og dreifast tif
svo margra. Ferðamaður sem kem-
ur til okkar borðar t.d. fambakjöt
og skyr og fer svo í sundlaugina
og hestaleiguna síðan á HóteUö (aflt
hér í sveitinni), hann ekur hring
um Snæfellsnesið og kemuf við á
bensínsölu, sjoppu, banka og í búð-
um, fer á Jökulinn eða í Eyjaferðir
o.s.frv. Hann skilur eftir sig pen-
inga hvar sem hann kemur og ótaf
margir njóta góðs af. Hvaða at-
vinnuvegur gefur okkur íslending-
um jafnmikið með jafnlítilli meng-
un?
Þangið, þarinn og ferðamenn. Ég
held að það hljóti að vera kominn
tími til að fá alvöru umhverflsráð-
herra.
Fórnuðu ríkisstjórnaraðild
Þegar þessi orö era skrifuð er
fiskverkafólk í verkfalU .vegna
megnrar óánægju með kaup og
kjör, enda ekki að furða eins lúsar-
leg og launin þeirra era fyrir erfiða
og slítandi vinnu. Það er svo sann-
arlega kominn tími til að umbuna
þessu fólki svo sem vert er þar sem
það vinnur við undirstöðuatvinnu-
veg okkar.
Fyrir tveimur til þremur dögum
var þetta verkfall til umræðu í
Þjóðarsálinni á rás 2. Þar voru Stef-
án Jón og viðmælandi hans hjart-
anlega sammála um að enginn
stjórnmálaílokkur léti launamál
láglaunafólks sig nokkru varða.
En það er nú öðru nær, sannleik-
urinn er sá að KvennaUstinn lætur
sig launamál miklu varða (ekki síst
þeirra lægst launuðu). Svo miklu
að haustið 1988 fómuðu þær
kvennalistakonur aðild að ríkis-
stjórn, vegna þess að þær vildu
virkilega taka á þessum málum en
stjórn sú sem nú er að fara frá
treysti sér hins vegar engan veginn
til þess, heldur stóð hún saman um
launafrystingu og heftan samn-
ingsrétt launafólks.
Svo er fólk enn að klifa á því að
kvennalistakonur þori ekki að fara
í ríkisstjóm. Ég hins vegar dáist
að þeim, þær stóðu við það sem þær
sögðu fyrir kosningar og til þess
þarf þor.
Þó að Kvennalistinn sé ungt
stjórnmálaafl finnst mér fólk ætti
að vera búið að átta sig á þeim reg-
inmun sem er á þeim og hinum
flokkunum. Heiðarleiki og orð-
heldni era nefnilega í heiðri höfð
hjá frambjóðendum Kvennahst-
ans, en það virðist því miður ekki
vera metið sem skyldi nú til dags
enda kannski ekki í tísku lengur
eða hvað?
Oft hef ég undrast fádæma
hundstryggð sumra kjósenda sem
í áratugi kjósa æ ofan í æ sama
gamla flokkinn sinn í blindri vissu
um að hann sé sá eini rétti. Þó svo
ekkert af góðum loforðum fram-
bjóðendanna standi þegar til kast-
anna kemur enda er þá embætt-
isgleðin og framapotið það eina
sem kemst að í hugum þeirra
flestra því miöur. Loforðin skipta
ekki svo miklu máli þegar eru fjög-
ur ár til næstu kosninga.
Kjósandi góður, hvaö ætlar þú að
gera í kosningunum? Með því aö
skila auðu eða kjósa ekki styður
þú þann sterkasta. - Ef það er ekki
vilji þinn verður þú að velja. í vor
er valið X-V.
Svava Guðmundsdóttir
„ Júlíus ætti að hugsa um fjármagnið
sem þessir „mengunaraðilar“ skilja
eftir í landinu og dreifist til svo
margra.“
Hvers vegna Frjálslyndir?
Þessi spuming hefur dunið á mér
frá vinum og vandamönnum und-
anfama daga. Svarið er einfalt. Ég
tel Frjálslynda besta kostinn í kom-
andi kosningum. Ég tel þá ekki
aðeins besta kostinn heldur með
því að styrkja þá með ráðum og dáð
eygi ég nýja framtíð fyrir ísland og
íslendinga. Stefnuskrá þeirra end-
urvekur hjá manni þá trú að í okk-
ar fallega landi sé hægt að lifa
áfram góðu mannsæmandi lífi með
reisn og jafnvel glæsibrag.
Valkostimir við kosningaborðið
undanfamar kosningar hafa verið
slæmir og hefur vahð gjarnan veriö
um þann skásta af mörgum léleg-
um. Fjórhöfða þursinn, sem ráðið
hefur hér ríkjum í hartnær hálfa
öld, fjórflokkakerfið, er orðiö úr sér
gengið, fast í stefnuskrám sem
gerðar vora við aht aðrar aðstæöur
en nú á tímum tækni og vísinda.
Rangt væri að segja aö „þursinn"
hafi verið alvondur en hjá því getur
ekki farið að einhver, þar á meðal
ég, spyrji sem svo hvort ástæða sé
th að láta tregðulögmálið ráða ferð-
inni öllu lengur.
Enginn bitlingabýtir
Frjálslyndir eru sprottnir upp af
rótum Borgaraflokksins sem varð
til við það að Þorsteinn Pálsson
sparkaði Albert Guðmundssyni úr
Sjálfstæðisflokknum en eins og al-
þjóð veit þá era Albert og flestir
fylgifiskar hans komnir aftur heim
til fóðurhúsanna. Eftir stendur
hópur hugsjónamanna ásamt fólki
sem gengið hefur til liðs við þá og
vill berjast við hhð þeirra. Sjá
stefnu þeirra hrint í framkvæmd.
Borgaraflokkurinn sannaði
SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN
UTANKJÖRSTAÐARKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT1, 3. HÆÐ.
SÍMAR: 679902 - 679903 - 679904
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá
borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð
6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12, 14-18 og
20-22 nejna sunnudaga kl. 14-18.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá
og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð
við kjörskrárkærur.
Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstof-
una ef þið verðið ekki heima á kjördag, 20.
apríl nk.
KjaUariim
Ragnheiður G.
Haraldsdóttir
fóstra. Skipar 6. sæti F-listans,
Lista frjálslyndra
raunar þegnskap sinn á sl. kjör-
tímabili. Hann var enginn bitlinga-
býtir og skipti þá engu máh hvort
maðurinn var „lítih“ eða „stór“.
Hann tók að sér umhverfismálin,
sem öll voru hér í ólestri, og byggði
upp ráðuneyti til að fara með þau.
Því ráðuneyti fylgir engin póhtísk
gróðavon heldur þrotlaus vinna.
Sé til lengri tíma litið getur slík
vinna skipt sköpum í heimi sem
halda mætti að sé að kafna í eigin
óþrifum. Við fólk sem styðjum og
bjóðum okkur fram undir merki
Frjálslyndra í komandi kosningum
eram ekki að bjóða okkur fram
fyrir klofinn klofningsflokk úr
Sjálfstæðisflokknum. Langt þar í
frá. Við erum að ganga til liðs við
nýjan flokk, „borgaralegan" að
vísu en frjálslyndan og einlægan.
Fylgjandi álveri
Ég nefndi í upphafi þessarar
greinar að spurningin hvers vegna
„Frjálslyndir" hefði dunið á mér
og í framhaldi af því hafa spurning-
ar um einstök mál fylgt í kjölfarið,
Hvað um álver? Hvað um E.B.?
Hvað um Nató? o.s.frv. Við Frjáls-
lyndir erum fylgjandi álveri við
Keihsnes, enda undirbúningur fyr-
ir það langt á veg kominn og krafa
liggur fyrir um að fyhstu mengun-
arvarna sé gætt. Álver fyrri tíma
og álver framtíðarinnar era tveir
gjörólíkir hlutir hvað umhverfis-
vernd varðar.
Þrátt fyrir það að Frjálslyndir séu
fylgjandi álveri við Keihsnes þá era
þeir engir sérstakir stóriðjuaðdá-
endur, þótt þeir útiloki ekki shka
möguleika, heldur sjá fyrir sér,
eins og kemur fram í stefnuskrá
þeirra, lítil framleiðslufyrirtæki,
sem henta til rekstrar hvar sem er
á landinu, svo að jafnvægi haldist
í byggð landsins:
Endurskoðun
varnarsamnings
Varðandi aðild íslands að Evr-
ópubandalaginu er stefna Frjáls-
lyndra ótvíræð. Aðild kemur ekki
til greina miðað við haröneskjulega
stefnu þess í sjávarútvegsmálum,
en við teljum eðlhegt að eiga við
það vinsamleg samskipti og freista
þess að bæta þá viðskiptasamninga
sem við höfum, ef samningur
EFTA-ríkjanna og EB um stofnun
hins evrópska efnahagssvæðis
tekst ekki.
ísland er í Nató, það er stað-
reynd, en Frjálslýndir vilja að
varnarsamningur við Bandaríkin
sé endurskoðaður. Athuga beri
hvort íslendingar geti ekki tekiö
yfir stóran hluta af þeim eftirhts-
og friðargæsluverkefnum sem nú
er sinnt af herliðinu. Það er skýlaus
krafa Frjálslyndra að íslendingar
vinni öll þau störf sem ekki þarf
sérstaklega hernaðarlega þjálfun
til að vinna.
Einnig er það stefna Frjálslyndra
að íslendingar eigi frumkvæðið að
því að fá kjarnorkuveldin til að við-
urkenna nauðsyn afvopnunar á
höfum ekki síður en á landi og í
lofti. Hvað sjálfa mig varðar þá vil
ég taka það fram að ég hef ætíð
verið hemámsandstæöingur og tel
þær skoðanir rúmast vel innan
ramma frálslyndra og skírskota til
þess að „í húsi föður míns eru
margar vistarverar".
Ég hef hér leitast viö að svara
„Hvers vegna Frjálslyndir?" að
nokkru leyti en svörin eru ótal
fleiri. Eins og ævinlega í kosning-
abaráttu flæðir nú áróðurinn yfir
þjóðina. „Alhr þykjast „vissir“
vera vitlausir að agitera". Haldi því
hver vöku sinni en væri ekki rétt
að ígrunda ögn þau gömlu sannindi
að „nýir vendir sópa best“.
Ragnheiður G. Haraldsdóttir
„Þaö er skýlaus krafa Frjálslyndra aö
Islendingar vinni öll þau störf sem ekki
þarf sérstaklega hernaðarlega þjálfun
til að vinna.“