Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Síða 20
.„20 FIMMTUDAGUR. 18. AERÍL 1991. Sljómmál_____________________________________________________________________pv Reykjavlk: Nokkur hreyf ing virðist vera á fylgi f lokkanna Menn þykjast sjá nokkuö hreinar línur í alþingiskosningunum í Reykjavík um 16 þingsæti en erfiðara sé aö spá um hvaða flokkar fái 17. og 18. sætiö. Fróðir menn og áhuga- samir um pólitík halda því fram að spumingin sé hvort Sjálfstæðis- flokkurinn fái 9 eða 10 þingmenn og Framsóknarflokkurinn einn eða tvo. Þingmannafjöldi Alþýðuflokksins og Kvennalista fari eftir þessu. Fái Sjálf- stæðisflokkurinn 10 þingmenn og Framsókn tvo þá missa Alþýöuflokk- ur og Kvennalistinn sinn manninn hvor en báöir listarnir eiga nú 3 þing- menn. G-lista er spáð tveimur þing- mönnum. Önnur framboð komist ekki á blaö. Úrslitin 1987 Þingmenn Reykjavíkur eru 18. Af þeim eru 14 kjörnir í fyrstu lotu en síðan koma fjögur svokölluð jöfnun- arsæti. Lítum á úrsht alþingiskosninganna í Reykjavík 1987. Þá fékk Alþýðu- flokkurinn 9.527 atkvæði og 3 þing- menn. Framsóknarflokkurinn fékk 5.738 atkvæði og 1 þingmann, Sjálf- stæðisflokkurinn 17.333 atkvæði og 6 þingmenn, Alþýðubandalag 8.226 at- kvæði og 2 þingmenn, Borgaraflokk- urinn 8.965 atkvæði og 3 þingmenn og Kvennalistinn 8.353 atkvæði og 3 þingmenn. Sigurdór Sigurdórsson Þá voru á kjörskrá í Reykjavík 67.387 manns. Þar af kusu 59.682 sem er 88,5 prósent kjörsókn. Nú eru á kjörskrá í Reykjavík 73.411 og hefur því fjölgað um 8,9 prósent. Hvaða breytingar eru líklegastar? Persónufylgi Davíðs Oddssonar í borgarstjómarkosningunum 1986 og 1990 varð til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn vann stærri sigra en dæmi er um áður. Þetta voru borgarstjórnar- kosningar. Nú eru það alþingiskosn- ingar og Davíð orðinn formaður Sjálfstæðisflokksins og í efsta sæti hstans. Þá er það stóra spurningin hvort hann heldur því persónufylgi sem hann hefur sem borgarstjóri. Flestir efast um að hann haldi því öllu. Hluta þess mun hann halda. Síðan e^ önnur spuming sem margir velta fyrir sér: Hvert fer fylgi Borgaraflokksins frá kosningunum 1987? Ef megnið af fylgi Borgaraflokksins fer yfir á Sjálfstæðisflokkinn væri hann kom- inn með um 45 prósent atkvæða og fengi að öllum líkindum 10 þing- menn. Þar með myndi Alþýðuflokk- urinn eða Kvennalistinn missa einn af þremur þingmönnum sínum. Þá er því haldið fram að Framsókn- arflokkurinn sé í sókn um allt land síðustu dagana. Nýjustu skoðana- Fréttaljós er ávísun á vinstrí stjóm Sjálfstæðisflokkurinn — gegn glundroða " ji, ......... Menn þykjast sjá nokkuð hreinar línur í alþingiskosningunum í Reykjavík um 16 þingsæti en erfiðara sé að spá hvaða fiokkar fái 17. og 18. sætið. kannanir benda til þess. Fylgi hans í Reykjavík mælist í sumum skoð- anakönnunum um 11 prósent og hann gæti því farið langt í að bæta við sig manni. Það væri þá líka á kostnað annaöhvort Kvennalista eða Alþýðuflokks. 011 þessi skipting, hvort D-hstinn fær 9 eða 10 þingmenn, hvort A-hst- inn fær 2 eða 3 og hvort Kvennalist- inn fær 2 eða 3, Alþýðubandalagið fær 2 eöa 3 og B-listinn 1 eða 2, getur oltið á örfáum atkvæðum. Uppsveifla - niðursveifla Flestir af þeim sem DV ræddi við um úrsht kosninganna í Reykjavík fuhyrtu aö strax eftir landsfundinn í mars hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið með um 50 prósent fylgi á landsvísu og heldur meira í Reykja- vík. Síðan þá hafi fylgi hans verið að dala. Gallup mældi hann fyrir tvgim vikum með um 53 prósent at- kvæða. í skoðanakönnun Morgun- blaðsins, sem birt var í gær, var hann kominn niður í 40 prósent á lands- vísu. Gera má ráð fyrir að fylgið í Reykjavík sé heldur meira. A sama tíma mælir skoðanakönn- un Morgunblaðsins mikla uppsveiflu hjá Alþýðubandalaginu sem er kom- ið með 15,1 prósent í þeirri könnun en var með 10,1 prósent í mars. Svona hreyfingar upp og niður hjá flokkun- um geta haldið áfram fram á kjördag og því erfitt að spá hver lendingin verður. Að ná til fólksins Margir viðmælenda DV sögðu að Steingrími Hermannssyni hefði tek- ist með umræðunni um EB og þjóð- aratkvæðagreiðsluna að ná til margra kjósenda. Honum hafi tekist að vekja þar upp mál en fram að því hafi málefnaskortur verið alger í kosningabaráttunni. Þeir telja aö á þessu muni flokkurinn hagnast, jafnt I Reykjavík sem annars staðar. Þá telja þeir einnig að Sjálfstæðis- flokkurinn gjaldi þess nú og komi fram í minnkandi fylgi í skoðana- könnunum nú hve stefna hans í sjáv- arútvegs-, landbúnaðar- og byggðar- málum hefur verið óljós. Þeir benda á að enda þótt margir haldi því fram að óljós málflutningur fyrir kosning- ar sé heppilegur sé það samt ótrúlega stór hópur kjósenda sem vill mál- efnalegar umræður og skýrar hnur fyrir kosningar. Þeir benda einnig á aö Davíð Oddssyni hafi tekist að afla sér vinsælda fyrir borgarstjórnar- kosningar með gamanmálum og fyndnum ræðum. Þetta hafi honum aftur á móti ekki tekist í fundar- herferð sinni um landið að undan- fornu. Þeir telja samt að þetta dugi honum áfram í Reykjavík þar sem hann á ótrúlega mikið persónufylgi. Þeir halda því líka fram að mál- flutningur og gerðir þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar fiármálaráð- herra og Svavars Gestssonar menntamálaráðherra hafi náð eyr- um og athygh kjósenda. Undirritun um byggingu skóla hér og flugskýlis þar hafi náð athygli kjósenda. Nú sé flokkurinn að uppskera vegna þessa í skoðanakönnunum. Menn tala um að einhverra hluta vegna hafi málflutningur og athafnir ráðherra Alþýðuflokksins ekki náð í gegn á sama hátt og ráöherra Al- þýðubandalagsins í kosningabarátt- unni. Svo virðist sem fylgi Kvennahstans sé svipað á landsvísu og það var í síðustu kosningiun; einnig í Reykja- vík. Konurnar hafa haldið því fram að málflutningur þeirra komist ekki til skila í fiölmiðlum til jafns við málflutning fiórflokkanna. Þær hafa þó haft alveg jafnan aðgang og aðrir flokkar að DV og Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og útvarpi, og hinir flokk- amir sem bjóða fram í þessum kosn- ingum. Samt mæla skoðanakannanir að lítil breyting verði á fylgi þeirra í þessum kosningum miðað við síð- ustu kosningar. Margir halda því fram að Kvennalistinn eigi orðið fastan stokk kjósenda sem muni ekki breytast mikið nema eitthvað alveg sérstakt gerist í þjóðfélaginu. Það er því niðurstaða þeirra sem DV ræddi viö að Sjálfstæðisflokkur- inn nái til sín þingsætum Borgara- flokksins í Reykjavík. Síðan sé það spuming um skiptingu, sem velta muni á fáum atkvæðum, hvar tvö þingsæti, sem Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn áttu, lendi. Halda þessir flokkar þeim? Fær Sjálfstæðis- flokkurinn 10 þingmenn? Bætir Framsóknarflokkurinn við sig manni? Allt þetta kemur í ljós á kosn- inganóttina. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.