Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Side 31
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
43
Stjómmál
Reykjaneskjördæmi:
Frekar erf itt púsluspil
Töluverð óvissa ríkir um úrslit al-
þingiskosninganna í Reykjanes-
kjördæmi en að sama skapi ríkir
um þau allnokkur spenna. EÍIefu
framboðslistar bjóða fram í
Reykjanesi, fleiri en í nokkru öðru
kjördæmi. Fyrir utan fjórflokkinn
og Kvennalistann bjóða Fijálslynd-
ir, Heimastjórnarsamtök, Verka-
mannaflokkur, Grænt framboð,
Þjóðarflokkur-Flokkur mannsins
og Öfgasinnarðir jafnaðarmenn
fram lista. Flestir Reyknesingar,
sem talað var við vegna kosning-
anna, voru á þeirri skoðun að ein-
ungis fjórflokkurinn og Kvenna-
listinn ættu möguleika á að fá
menn á þing þannig að hér á eftir
verður aðeins fjallað um þá flokka.
í Reykjaneskjördæmi eru 9 kjör-
dæmakjörnir þingmenn og 2 jöfn-
unarmenn. í síðustu kosningum
fékk Alþýðuílokkur 18,2 prósent
atkvæðanna og 2 menn, Framsókn
19,8 prósent og 2 menn, Sjálfstæðis-
flokkur 28,9 prósent og 3 menn,
Alþýðubandalag 11,7 prósent og 1
mann, Borgaraflokkur 10,9 prósent
og 2 menn (annan sem jöfnunar-
þingmann) og Kvennalisti 9,1 pró-
sent og 1 mann sem var jöfnunar-
þingmaður. í þeim kosningum tap-
aði Sjálfstæðisflokkur miklu fylgi
og Alþýðubandalag nokkru. Aðrir
flokkar unnu á, Framsókn og Al-
þýðuflokkur mest. Borgaraflokkur
var nýr.
Nokkrar útgáfur
Þegar menn spá um úrslitin í
kosningunum um helgina koma út
úr þeim spádómum nokkrar ólíkar
útgáfur sem allar eiga það þó sam-
merkt að einungis ijórflokkurinn
og Kvennalistinn eiga möguleika á
að fá mann kjörinn. Fylgi Borgara-
flokksins virðist farið aftur til fóð-
urhúsana að mestu og njóti Fijáls-
lyndir þess ekki nema í mjög tak-
mörkuðum mæli.
Það ræður nokkru um útkomuna
hvort Kvennalistanum tekst að
halda sínum manni. Ef svo fer þyk-
ir ýmislegt benda til þess að sá
verði annar tveggja jöfnunar-
manna kjördæmisins. Ef gengið er
út frá því að Kvennalistinn sé með
mann inni leiða samtöl við Reyk-
nesinga að eftirfarandi niðurstöðu:
Alþýðflokkur fær 3 menn, einn
jöfnunarmann, Framsókn 1 mann,
Sjálfstæðisflokkur 5 menn og Al-
þýðubandalag 1.
Þykjast menn jafnvel sjá baráttu
milli 3. manns Alþýðuflokks, Rann-
veigar Guðmundsdóttur, og 6.
manns Sjálfstæðisflokks, Maríu E.
Keilisnes er ósjaldan uppi á teningnum i kosningaslagnum í Reykjanesi.
Fréttaljós
Haukur L. Hauksson
Ingvadóttur, um annað jöfnunar-
þingsætið. Bent er á að möguleikar
Rannveigar tengist því nokkuð
hvort Sighvatur fari inn sem kjör-
dæmakjörinn eða jöfnunarmaður á
Vestfjörðum og eins kratar í öðrum
kjördæmum. Fari Sighvatur inn
sem jöfnunarmaður „steli“ hann
töluvert miklu af jöfnunaratkvæð-
um frá Rannveigu. Þannig hangir
þetta allt saman, hjá öllum flokk-
um.
Sóló Steingríms og Ólafs
Framsók'n virðist missa Jóhann
Einvarðsson út í kuldann. Stein-
grímur Hermannsson er atkvæða-
segull, eins og fylgisaukning Fram-
sóknar 1987 sýndi. Þá flutti Stein-
grímur sig um set frá Vestfjörðum.
Hann getur þó ekki dregið hlassið
einn og reynir því mjög á Jóhann
sem dráttarhest í öðru sætinu. Þar
þykjast sumir Reyknesingar, sem
DV ræddi við, sjá ákveðið kraft-
leysi.
Ólafur Ragnar er talinn öruggur
inni og ekki mikið meira um það
að segja.
Spumingin virðist vera hvort
Sjálfstæðisflokkur fái virkilega
jafnmikið fylgi og honum hefur
verið spáð undanfarið. Velta menn
því meðal annars fyrir sér hvort
5. maður á listanum, Sigríður A.
Þórðardóttir, verði kjödæmakjörin
eða fari inn sem jöfnunarþingmað-
ur. Allflestir viðmælendur DV telja
þó að inn fari hún og það án meiri-
háttar baráttu. Bjartsýnir sjálf-
stæðismenn leyfa sér að spá 6
mönnum en þeir hófsamari halda
sig við 5.
Ef Kvennalisti fær ekki mann
kjörinn skiptast 11 þingmenn kjör-
dæmisins á milli fjórflokkanna.
Fær Sjálfstæðisflokkurinn þá
kvennalistaþingsætið og fagnar 6
þingmönnum eða heldur Jóhann
sínu þingsæti eftir allt saman? Lík-
ur þykja benda til að kratar fái alls
ekki fleiri en 3 menn og Alþýðu-
bandalag aðeins 1 mann.
Reykjaneskjördæmi er mjög erf-
itt viðureignar þegar spáð er í úr-
sht alþingiskosninganna enda kom
það fram í samtölum við fólk í
kosningabaráttunni. Fjölgun kjós-
enda um heil 12,8 prósent, þar sem
nýir kjósendur eru í meirihluta,
gerir þetta púsluspil síðan enn erf-
iðara viðfangs.
FAMILY
FRESH
FJÖLSKYLDU-
LlNAN
SHAMPOO • HÁRNÆRING •
FREYÐIBAÐ • STURTUSÁPA •
ROLL ON • SVITASPRAY • GEL-
SPRAY • HÁRGEL • HÁRFROÐA •
VARA Á GÓÐU VERÐI
Heildsala:
Kaupsel
Laugavegi 25
S: 2 77 70 og 2 7740
Furugrund 3, Kópavogi.
IS-SHAKE
OTRULEGA ODYR
1/1 lltri aðeins kr. .......259,
ís í brauðformi kr. .........99,-
ís í brauðformi
með súkkulaðiídýfu kr. .....109,-
ís í brauðformi
með súkkulaðiídýfú og rís kr.119, -
Shake aðeins kr.. ..........185,-
V - ÍSinrt HJÁ OKKUR
Söluturn - ísbúð - videoleiga - bakari
Lurugrund 3 - Kópavogi - Sími 41817
Opið: mán.-laugardaga kl. 9-23.30, sunnudaga kl. 10-23.30.
FERÐAVINNINGUR NR. 1 DREGINN ÚT 19. APRÍL
VIÐ DRÖGUM EFTIR1 DAG!
ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ORÐINN ÁSKRIFANDI?
SÍMI27022 OG 99-6270 (GRÆNISÍMINN)