Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
45
G-samtökin
Þrátt fyrir forundran margra og
efasemdir um stofnun G-samtak-
anna á sínum tíma eru þau nú kom-
in talsvert á þriðja áriö og enn
starfandi. Eins og fram hefur kom-
ið í ræðu og riti var ekki um vand-
legan undirbúning eða samantekin
ráð frumherjanna að ræða, heldur
aðeins stofnun samtaka fólks með
bitra reynslu sem vildi eitthvað
gera til að hjálpa hvað öðru og að-
stoða aðra við að lenda ekki í sömu
gröfinni.
Síðan hefur margt gerst.
í dag tel ég að samtökin standi á
tímamótum. í farvatninu er viss
bernska með ótal mistökum og
skakkafóllum. Fram undan er
ákvörðunartaka um markmið og
leiðir. Eitt þaö markverðasta sem
sannast hefur af reynslunni er það
að þjóðinni er nauðsyn að eiga slík
samtök.
Markmið
Mér er ljúft að geta þess að það
sem ég rita hér er mín persónulega
skoðun sem ég veit þó að á sér
marga fylgjendur innan G-samtak-
anna. Ég tel að ein mistökin sem
gerð hafa verið séu sú mikla
áhersla sem lögð hefur verið á upp-
gjörsvinnu og beina samninga fyrir
fólk. Ástandið í þjóðfélaginu er ein-
faldlega með þeim hætti að samtök
með litla fjármuni úr að spila ráða
ekki við það verkefni enda er nú
svo komiö að ýmsir aðrir eru í
auknum mæh að taka það hlutverk
að sér.
Þar má nefna Húsnæðisstofnun
og bankana.
Einnig eru dæmi um verkalýðs-
félög sem veita slíka þjónustu. Síð-
KjaUarinn
Grétar Kristjónsson
stofnandi G-samtakanna
an ber að nefna eitt lykilatriði sem
reynslan hefur kennt mér ræki-
lega:
Það gagnar ekkert að gera þessa
hluti algjörlega fyrir fólk. Svo lengi
sem einstaklingurinn er ekki
reiðubúinn til að takast sjálfur á
við raunveruleikann, er borin von
að hann komist á réttan kjöl og
verði fær um að „akta“ í þessum
harða heimi. Það þarf að virkja
viija þessa fólks og það á að vera
eitt aðalmarkmið G-samtakanna.
Enginn aðili er betur til þess fallinn
en samtök þeirra sem sjálfir hafa
lent í greiðsluerfiðleikum og gjald-
þroti. Og fólk leitar frekar og fyrr
til slíkra vegna þess að „sælt er
sameiginlegt skipbrot". Og það þarf
einfaldlega aö kenna íslen'dingum
að meðhöndia peninga.
Leiðir
Það sem G-samtökin hafa helst
komið til leiðar hingaö til er sú
umræða sem skapast hefur í þjóð-
félaginu.
Henni þarf að viðhalda.
Ekkert vandamál leysist nema
allir séu tilbúnir að ræða þaö ræki-
lega og óttalaust. Við stöndum
frammi fyrir því að þjóðfélags-
breytingin, sem átt hefur sér stað,
hefur komið slíku róti á hugi fólks
að margir vita ekki sitt rjúkandi
ráð. Örstutt er síðan lántakendur
þurftu ekki að greiða lán sín aftur
því verðbólgan „át þau“. Og við
höfum daglega fyrir augum dæmi
um aðila sem komast upp með að
einfaldlega skipta um nafn á „hf-
inu“ sínu og byrja síðan sama leik-
inn í lántökum og röngum fjárfest-
ingum. Einstaklingum lána bank-
arnir ekki út á viðskiptavild eða
raunhæfar áætlanir, heldur það að
einhver annar einstaklingur, sem
á eignir, sé tilbúinn að setja veð í
sjálfum sér - lífi sínu og framtíð.
Þetta gengur ekki.
En það þarf að bregðast við raun-
veruleikanum. Það tel ég aö G-
samtökin geri best með því að við-
halda umræðunni, efla fræðslu og
veita fólki í vanda félagslegan
stuðning. t
„Greiningarstöð“
í dag er uppi sú hugmynd þess
efnis að samtökin reki það sem
nefnt hefur verið „greiningarstöð".
Þar mundi fólk geta komið og feng-
ið vanda sinn greindan. Viður-
kennt er að fólk kemur frekar til
G-samtakanna en annarra. Á sllkri
greiningarstöð ættu að liggja fyrir
upplýsingar um hina ýmsu aðila
sem unnt er að leita tÚ með Ijár-
hagsvanda.
A skrifstofu samtakanna væri
aöili eða aðilar sem hafa náö ár-
angri í fjárhagsvanda sínum. Það-
an væri stjómað öllu fræðslustarfi,
sem bæði væri fyrirbyggjandi starf
og einnig vopn til að aðstoða fólk
við aö hefla nýtt líf því ólíkt hluta-
félögum þá þarf lifandi fólk að
halda lífinu áfram þrátt fyrir
skakkafóll. Nú er kominn tími til
að gleyma mistökum G-samtak-
anna, sem vissulega em næg, og
hefja skipulega og markvissa bar-
áttu fyrir betra mannlífi. Verkefnin
em næg.
Grétar Kristjónsson
„Svo lengi sem einstaklingurinn er
ekki reiðubúinn til að takast sjálfur á
við raunveruleikann er borin von að
hann komist á réttan kjöl..
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6272
-talandi dæmi um þjónustu!
KAUTTUfiin KAUTT
LJOS
UOS/
DÖMUBINDIN
jSöf^VE
KVENLEGU
llibresse
Tilboð um áskrift
Úrval er froðfullt af áhugaverðu efni, sjáðu bara . . .
iSi
Áskrift að Úrvali kostar krónur 2.125- fyrir
allt árið 1991, alls 6 hefti.
Pantir þú áskrift núna, færðu 6 eldri hefti
að gjöf, og send með fyrsta heftinu.
Tekið er við áskrift frá kl.9 til 20 alla virka daga
Pantaðu áskrift
síma 626010
ð út af Frjálsri Fjölmiðlun sem einnig gefur út DV og Urvalsbækur.
Nú er annað hefti ársins komið út,
-troðfullt af vönduðu efni til fróðleiks
og skemmtunar fyrir alla.
Eins og þú séró er allt efnisyfirlitið á
forsíðunni, sem auðveldar þér
að skoða innihaldið..
Úrval er 160 síður að stærð og kemur út
annan hvern mánuð.