Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Side 2
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991. Fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins bjartsýnn um myndun viðreisnarstjómar: „Þetta var ágætur fundur þar sem við köfuðum dýpra í málin en áður, án niðurstöðu þó. Það er engin ástæða til annars en að vera bjart- sýnn, ekki síst á sumardaginn fyrsta. Ég býst frekar við því að fá stjórnar- myndunarumboðið frá forseta ís- lands á morgun,“ sagði Davíð Odds- son í samtali við DV eftir fund með Jóni Baldvini í gær. Var Davíö spurð- ur um næstu skref í stjórnarmynd- unarviðræðunum. Davíð Oddsson var þá á leið til þingflokksfundar sjálfstæöismanna þar sem hann skýrði frá stöðu mála. Veitti þingflokkurinn honum umboð til að hefja stjórnarmyndunarvið- ræður við Alþýðuflokkinn fengi hann umboð til stjórnarmyndunar frá forseta íslands í dag. Formenn til forseta Formenn flokkanna ganga á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta í dag og gera henni grein fyrir stöðu mála eftir nokkurra daga óformlegar stjórnarmyndunarviðræður. Að þeim fundum loknum mun forseti veita einum formannanna umboð til stjórnarmyndunar. Eins og staðan í óformlégum stjórnarmyndunarvið- ræðum flokksforingjanna er í dag og eftir viðtölum við Davið Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson að dæma þykir nokkuð víst að Davíð fái stjóm- armyndunarumboöið frá forseta. Vart hefur orðið við kurr meöal ýmissa fylgismanna Alþýðuflokks- ins, einkum meðal Austfirðinga og fyrrum alþýðubandalagsmanna sem nýverið hafa gengið til liðs við flokk- inn vegna mögulegrar myr.dunar viðreisnarstjórnar. Fundur í nafni „kjósenda Alþýðuflokksins" var haldinn á Hótel Borg í hádeginu í gær. Þar var myndun viðreisnar- stjórnar mótmælt og samþykkt ályktun þar um. Sú ályktun var lesin upp á lokuðum flokksstjórnarfundi krata í Rúgbrauðsgerðinni í gær- kvöld. Á löngum fundi flokksstjórnar Alþýðufiokksins í gær var ákveðið að styðja þá ákvörðun sem þingflokkurinn mun taka um stjórnarmyndunarviöræður. DV-mynd Hanna Viðreisnartónn Á fundi flokksstjórnarinnar, sem í eiga sæti um 200 manns, gerði Jón Baldvin Hannibalsson grein fyrir stjórnmálaástandinu og verkefnum nýrrar ríkisstjórnar í langri ræðu. Almennt var það mat þeirra fundar- manna sem DV ræddi við að tölu- verðs viðreisnartóns hefði gætt í ræðunni sem var vel tekið. Stóðu fundarmenn upp í lok ræðunnar og klöppuðu. Eiginleg niðurstaða fund- arins var sú að styðja bæri forystu- sveit flokksins, sama hvaða skref yrðu stigin til stjórnarmyndunar. „Ég er ánægð með þá samheldni sem ríkti á fundinum þó engin bein niðurstaöa hafi fengist á honum. Við munun boða til nýs flokksstjórnar- fundar áður en endanleg ákvörðun verður tekin um stjórnarmyndun," sagði Jóhanna Sigurðardóttir við DV að afloknum fundinum laust eftir miðnætti. í samtölum viö nokkra fundar- menn kom sú skoðun fram að við- ræður Jóns Baldvins við formenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks væru nánast ekki annað en „leikara- skapur", beinn og breiöur vegur lægi nú aö viðreisnarsljórn. Auk funda hjá forseta íslands í dag var búist við að Davíð og Jón Bald- vin hittust í morgun og einnig að Jón Baldvin ræddi við Halldór Ásgríms- son sem var austur á fjörðum í gær- dag. -hlh/kaa Davíð býst við að fáumboðídag - flokksstjóm Alþýðuflokksins sameinuð að baki forystunni Viðreisnarhugmyndum krata mótmælt á Hótel Borg: Slík stjóm er andvana fædd - sagði Svanur Kristjánsson stjómmálafræðingur Efnt var til fundar i nafni kjósenda Alþýðuflokksins á Hótel Borg í gær. Á annað hundrað manns mættu á fundinn. Meðal fundargesta bar mik- ið á fólki úr öðrum stjórnmálaflokk- um, einkum Alþýðubandalagi. At- hygli vakti að enginn úr þingflokki AÍþýðuflokks mætti á fundinn. í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem forysta Alþýðuflokks er vöruð við myndun ríkisstjórnar með Sjálf- stæðisflokki. Fundarstjóri var Reyn- ir Ingibjartsson. Fram kom í máli Reynis þaö mat að kjósendur Alþýðuflokks hefðu fyrst og fremst verið að lýsa vel- þóknun sinni á ríkisstjómarsetu Al- þýðuflokks með atkvæðum sínum. Hann sagði að ef forystan gengi nú til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálf- stæöisflokk væri hún að koma aftan að kjósendum og því myndu þeir ekki una. Aðrir fundarmenn, sem töluöu á fundinum, tóku í sama streng, meðal annarra Svanur Kristjánsson stjóm- málafræðingur og Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi þingmaður Meöal kjósenda Alþýðuflokksins, sem mættu á fundinum á Hótel Borg í gær, var Ásgeir Hannes Eiriksson, fyrrum þingmaður Borgaraflokksins. DV-mynd Hanna Borgaraflokksins. Svanur fullyrti að ef af viðreisn yrði myndu allir jafnað- armenn, jafnt í Alþýöuflokki sem öðrum flokkum, fylkja sér í harða stj órnarandstöðu. „Flokkur frjálslyndra jafnaðar- manna, sem ætlar sér þann hlut ein- an að ganga til liðs við fundarstjóra kolkrabbans, Davíð Oddsson, er dauður og á sér ekki viðreisnar von. Slík stjórn er andvana fædd,“ sagði Svanur. Ásgeir Hannes kvaðst einungis hafa kosið Alþýöuflokkinn nú til að tryggja vini sínum, Össuri Skarphéð- inssyni, kosningu og áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarflokkanna. „Ég hef einungis lánað honum þingsæti mitt þetta kjörtímabil og treysti því að hann haldi áfram því verki sem stjórnin hófst handa við á kjörtímabilinu, það að halda verö- bólgunni niðri og stuðla að því að gjaldþrotum í þjóðfélaginu megi fækka. Þetta eru stóru málin í mín- um huga,“ sagði Ásgeir Hannes. -kaa Jón Baldvin: á stöðugum fund- um. Stjóraarmyndun: Atburðarásin á miðvikudag 8.00 - Frambjóðendur Alþýðu- flokks í F.eykjavík hittast á flokksskrifstofunni á Hverfis- götu. 10.00 - Kvennalístakonur ganga á fund Jóns Baldvins í utanríkis- ráðuneytinu. Hugsanleg stjóm- arþátttaka þeirra rædd. 11.00 - Kvennalistakonur ganga á fund Jóhönnu Sigurðardóttur í félagsmálaráðuneytinu. 11.00 - Halldór Ásgrimsson hitt- ir Jón Baldvin að máli 1 utanríkis- ráðuneytinu. Áframhaldandi samstarf Alþýöuflokks, Fram- sóknar og Alþýðubandalags uppi á teningnum. 12.00 - Ólafur Ragnar Grímsson gengur á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar í utanríkisráöu- neytinu. Enn eru möguleikar á félagshyggjustjórn ræddir. 12.00 - Framkvæmdastjórn Al- þýðuflokksins kemur saman til fundar á flokksskrifstofunni. Engir ráðherrar á fundinum. 13.00 - Þingflokkur Alþýðu- bandalags fundar og fer yfir áherslumál Alþýðubandalags sem umræðugrundvöll ef tU viö- ræðna kemur við AÍþýðuflokk. 17.45 - Stjórn Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur fundar á flokks- skrifstofunni við Hverfisgötu. 21.00 - Kjördæmisráð Alþýöu- flokksins á Austurlandi fundar á Egilsstöðum. Atburðarásin áfimmtudag 12.00 - „Kjósendur Alþýöu- flokks" efna til fundar á Hótel Borg þar sem viðreisnarhug- myndum er mótmælt og sam- þykkt er ályktun þess efnis. 13.00 - Jón Baldvin gengur á fund Davíðs Oddssonar á skrif- stofu hans í Pósthússtræti, Fer bakdyramegin á brott. Davíö fer á þingflokksfund, bjartsýnn um aö fá formlegt umboð til stjórnar- myndunar. 14.00 - Þingflokkssfundur Sjálf- stæðisflokks. Davið gerir grein fyrir stöðu mála. Þingflokkurinn veitir Davið umboð til að hefja formlegar viðræður við Alþýðu- flokk um stjórnarmyndun fái hann stjórnarmyndunarumboð frá forseta íslands. 14.30 - Jón Baldvin hittir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur og Kristínu Einarsdóttur frá Kvennalista að máli og síöar Ólaf Ragnar Grímsson. 17.00 - Jón Baldvin og fleiri kratar í sextugsafmæli Harðar Zóphaníassonar, stórkrata í Hafnarfirði. 18.30 - Flokksstjórn Alþýðu- flokks fundar aö Borgartúni 6. Jón Baldvin gerir fundarmönn- um grein íyrir stöðunni í stjórn- málunum. Umræður á eftir. Skiptar skoðanir voru um hvort gerlegt væri að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram eða hvort rétt væri aö fara beint í stjórnarmyndunarviðræður viö Sjálfstæðisflokkinn. Fundar- menn sammála um að standa aö baki forystunni hvaða skref sem hún tekur. Boðaður nýr fundur þegar línur hafa skýrst frekar. 11.30 - Þingflokksfundur hjá Al- þýðuflokknum strax aö afloknum flokksstjórriárfundi. Báða dagana áttu sér stað ýms- ir fundir flokkanna á bak við tjöldin og viöræður milli ein- stakraforystumanna. -hlh/kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.