Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Page 12
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991. 12‘' Spumingin Hver verður næsti forsætisráðherra? Jakob Guðnason sjóm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Gunnhildur Gestsdóttir sjúkral.: Jón Baldvin. Elín Hjálmsdóttir nemi: Jón Baldvin. Una Sigurðardóttir húsm.: Ég vona Jón Baldvin. Sigurður Gunnarsson verkam.: Dav- íð Oddsson. Hafsteinn Ólafsson simam.: Jón Baldvin. Lesendur Þaðáaðgefa Framsókn frí Páll Jóhannsson skrifar: Ég hefði talið að nú væri komið kjörið tækifæri til að flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, mynduðu hér rík- isstjórn. Það yrði góð, sterk og hugs- anlega langlíf ríkisstjórn sem gæti unnið gott starf fyrir þjóðina. Flestir þjóðhollir íslendingar munu telja að Framsókn sé löngu búin að renna sitt skeið á enda og eigi því að gefa henni frí og losa hana úr stólunum. Bolabrögð Framsóknar hafa ber- lega komið í ljós í sambandi viö þess- ar kosningar, t.d. varðandi prófkjör, og viðbrögð flokksformannsins er hann taldi að hann þyrfti ekki að segja af sér nema fram á það væri farið af samstjórnarflokkum hans. Það hefur raunar ekki verið margt sem er eðlilegt við Framsóknarflokk- inn, þegar málin eru skoðuð, og m.a. það hvernig flokkurinn hefur haldið á mikilvægum málum, bæði í land- búnaði, sjávarútvegsmálum, afstöðu til samvinnu við erlenda aðila og margt, margt fleira. Margt af því sem við íslendingar búum við og okkur fmnst vera úrelt og staðnað má rekja til stefnu Fram- sóknarflokksins og lykilaðstöðu hans í ríkisstjórnum hér á landi. Hvernig væri borgarmálum í Reykjavík komið ef þar hefði t.d. verið samsteypustjórn með eins miklum áhrifum Framsóknar og hún hefur haft í ríkisstjómum? Það væri ekki vænlegt um að litast hér í borg. - Líklega svipað og nú í landsmálum. Ég skora á formann Sjálfstæðis- flokksins, og formann flokkanna tveggja, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, að taka saman höndum og gefa landsmönnum raunhæfa og sterka ríkisstjóm sem hugsar um heill landsins og íbúa þess. Ég tel að stjórn flokkanna tveggja, Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, verði varla nógu sterk til að ráða við þau vanda- mál sem nú eru í sjónmálir Bréfritari höfðar til formanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks um stjórnarmyndun. Fiskmarkaðir færast vestur um haf Hólmsteinn skrifar: Það kann að fara svo að fljótlega verði afdrifarík breyting á fisksölu- fyrirkomulagi hjá okkur. Nú er að koma að því að Bandaríkjadollar styrkist með hverjum degi en þýska markið veikist. Enska pundið gæti einnig orðið illa úti hvað líður. Þetta allt veldur því að smám saman förum við íslendingar að hugsa til verulegr- ar hreyfingar með fisk til Bandaríkj- anna. Við höfum að undanfórnu lagt talsvert undir í Evrópu við að kynna og selja fisk þangað og í ýmsu ástandi, þó mestmegnis óunninn. Þetta var aldrei góð viöskiptapólitík. En hvað áttum við að gera? Hér er fiskur fyrst og fremst hráefni og í flestum tilvikum verður hann aldrei meira en þaö. Hann er fluttur út til vinnslu að mestu leyti. Segja má að saltfiskurinn sé eina fiskafurðin sem staðist hefur tímans tönn hvað varð- ar verulega eftirspurn. Hann hefur verið okkar besta og traustasta afurð áratugum saman. - Þetta er ekki hægt að segja um ferskfiskinn svo- kallaða sem er ýmist frosinn eöa ýs- aður. Hann lýtur lögmálum markað- ar sem er síbreytilegur og vandmeð- farinn. Það sem mestu máli skiptir hins vegar fyrir okkur er að fá verðmætan gjaldeyri fyrir fiskinn. Ef þýska markið á undir högg að sækja, sem allar líkur eru á, þá er vá fyrir dyrum annars staðar í Evrópu líka. Aðrir gjaldmiðlar á meginlandinu eru líka í hættu. Það má svo rekja til óvissu- ástands sem ríkir í hinum „ný- frjálsu“ Austur-Evrópuríkjum. Þau munu ekki reynast það mikla mark- aðstorg viðskipta og sumir bjuggust við, a.m.k. ekki í bráð. Allt bendir því til þess að við Ís- lendingar munum sækja fast í að senda og selja meira af fiski til Bandaríkjanna. Þar vantar fisk og hann er að verða í enn meiri metum þar en nokkru sinni fyrr. Ekki síst þorskur. Nú er illt að hafa ekki hafið viðræður um fríverslunarsamning við Bandaríkin samhliða hinum gangslausu viðræðum um aðild að evrópsku markaðssvæði. Islandsmeistaramótiö 1 dansi: Nánast sniðgengið af fjölmiðlum Aldís Gunnarsdóttir skrifar: íslandsmeistaramótið í dansi var haldið hér á landi dagana 13. og 14 apríl sl. Þaö stóð í heila tvo daga, byrjaði kl. 11 f.h. og stóð til kl. 23.00 báða dagana. Mótið var haldið í Ás- garði í íþróttahúsinu í Garðabæ og varla er hægt að halda því fram að þaö hafi verið úr alfaraleið, þannig að fjölmiðlar hafi ekki getað komið því við að afla góðra og nákvæmra frétta. En þannig fór að fjölmiðlar nánast sniðgengu fréttir af þessu vel heppnaða móti og þess var lítið og stundum alls ekki getið í fréttum. Hér var um mót að ræða sem var einkar glæsilegt í alla staði eins og svona mót eru reyndar oftast. Margt var um áhorfendur og því tel ég að hér hafi verið um alveg kjörið tæki- færi til að sýna frá í sjónvarpi og jafnvel til þess að sýna sem viðbótar- eða aukafrétt í þeim fjölmiðli. Á mótinu var keppt í ýmsum ald- ursflokkum, t.d. 7 ára og yngri, síðan 8-9 ára, 9-10 ára og allt til 14-15 ára. Þá komu 16-24 ára aldurshópur, og 25-34 ára, 35-49 ára og loks 50-66 ára aldurshópur. Þetta var mjög hörð keppni eins og gefur að skilja þar sem íslandsmeistararnir I suður-amerískum (Latin-American) dönsum, þau Hild- ur Ýr Arnars og Þröstur Jóhannsson. - Þröstur var einnig íslandsmeistari í „Ballroom“-dansi. dansarar höfðu góða þjálfun eftir að hafa æft sleitulaust í marga mánuði, sumir árum saman. - Ég vil fullyrða að hér er um einhverja bestu skemmtun að ræða sem við höfum upp á að bjóða hér á landi og því er skaði að tækifærið var ekki vel nýtt til að kynna þessa sígildu íþrótt fyrir almenningi. Eitthvaðmeira en170þúsundin Halldóra lmngdi: Nú eru okkur sýndir í sjón- varpsfréttum nýir þingmenn með sælubros á vör, kyssandi og faömandi hver annan. Það er eins og þeir haíi himin höndum tekið í bókstaflegri merkingu. Þeir sem féllu í kosningunum eru hins veg- ar allir undrandi á útkomunni og skilja ekki hvers vegna þeir féllu. En hvað um það. Mér finnst þessi gleöi yfir að ná þingsæti vera óeðhleg ef miðað er við laun- in ein, kr. 170 þúsund á mánuðí. Ég tnii því ekki aö þetta fólk sé aö sækjast svona ofboðslega eftir þessum launum einum. Það hlýt- ur að vera eitthvað annað og meira að sækjast eftir á Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að þing- mannsstarfið gefi af sér mun meira en upp er geíið? Því má ekki minnast á launuð nefnda- störf, fríðindin, ferðalögin ogdag- peningana? Gáum vel að þessu öllu. Vlljiþjóðar vinstri stjórn Bárður R. Jónsson skrifar: Sjálfstæöisflokkurinn bauð fram gegn glundroða vmstri- stjórnarstefnu I landinu. Þjóðin lúýtur að hafa tekið tillit til þeirra skilaboða flokksins. Hún kvað upp úrskurð sinn í nýafstöðnum kosningum. Þá kom í ljós að Sjálfstæðis- flokkurínn hlaut 38,6% atkvæða i landmu, „Vinstri glundroðinn" fékk 61,3%. Vilji þjóðarinnar er skýr, þjóðin vill áfram vinstri stjórn í landinu. Endasleppthjá Félagsmaður skrifar: Mér finnst það lítilmótleg og niðurlægjandi endalok hjá einu elsta kaupfélagi landsins að veröa gjaldþrota. Það sýnir ekki mikla reisn eöa stjórnvisku hjá þeim mönnum sem hafa farið með völd i KRON að draga allt á langinn þar tíl þurftj aö óska eftir gjald- þrotaskiptum. Fyrrum var KRON öflug versl- unareining með marga félags- menn. Síöan tók að halla undan fæti. Allir vissu hvert stefndi. En aö bíða eftir því að þurfa að láta félagið enda sem gjaldþrota ves- aling er meira en margir vilja kyngja. Ég gagnrýni stjórnar- menn KRON harðlega undanfar- in ár og get ekki séð að þeir eigi neins staðar innlúaup þar sem verslun og viðskipti eru stunduö. Konuríráðherra- stóla fyrir Sjálf- stæðisflokk Guðmundur Kristinsson skrifar: Það ætti reyndar að vera óþarfl að vera að skrifa um það sem mér hggur á hjarta, en læt samt flakka, þótt ég þykist vita að forusta Sjáli- stæðisflokksins muni ekkí snið- ganga konu eða jafnvel konur þeg- ar skipað verður í ráðherrastóla ef til kemur að sá flokkur taki að sér stjórnarmyndun. Nefna má Sólveigu Pétursdótt- ur og Láru Margréti Ragnars- dóttur. Þær eru báðar vel hæfar til ráðherraembættis. Lára Margrét gæh gegnt embætti heil- brigðisráðherra og Sólveig t.d. ráðherraembætti dóms- og kirkjumála. - Þriðja þingkona þeirra sjálfstæðismanna, Salome Þorkelsdóttir, ætti svo að fá emb- ætti forseta Sameinaðs þings. Það væri aigjört hneyksh ef ekki a.m.k. annaðhvort Lára Margrét eöa Sólveig skipuöu ráðherrasæti hjá Sjálfstæðisflokknum. Sjálf- stæðismenn ættu þó að geta staö- ið jafnfætis krötum með sinn ágæta kvenráðherra sem þeir hafa haft um árabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.