Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991. 25 lavangs- flokki og sigraði í nas Har- i og eldri ■mynd GS Rúmeni í mark KA-manna? - Viggó og Baumruk áfram í herbúðum Haukanna Svo kann að fara aö rúmenski landsliðsmarkvörðurinn í hand- knattleik, Vasely Cocuoz sem er 24 ára gamall og leikur með Dynamo Búkarest, leiki með KA í 1. deild- inni næsta vetur „Það er auðvitað númer eitt að halda því sem við höfum og reyna að byggja ofan á það,“ sagði Alfreð Gíslason er DV ræddi við hann um komandi keppnistímabil. Alfreð mun sem kunnugt er þjálfa lið KA næsta vetur og leika með því en hann er nú að ljúka síðasta tíma- bili sínu sem atvinnumaður með Bidasoa á Spáni. Alfreð sagði að Cocuoz hefði áhuga á að koma til íslands og leika meö KA, spurningin væri hvort hægt væri að koma því heim og saman. „Þetta er geysilega sterkur leikmaður sem væri mikill fengur fyrir okkur aö fá, bæði til þess að leika við hlið Axels og ekki síður til sjá um markmannsþjálfun og stuðla að því að viö eignumst fleiri góða markmenn." Gunnar Gíslason, bróðir Alfreðs, er væntanlegur heim í haust og spilar með KA næsta vetur, en hann leikur nú knattspymu með Hácken í Svíþjóð. Gunnar lék með landsliðinu í handknattleik fyrir nokkrum árum en einbeitti sér síð- an að knattspyrnunni. Viggó og Baumruk áfram hjá Haukum Viggó Sigurðsson hefur verið end- urráðinn þjálfari 1. deildarliðs Hauka og er húinn að skrifa undir eins árs samning. „Við erum ánægðir með störf Viggós og fögn- um því að hann verði áfram þjálf- ari,“ sagði Þorgeir Haraldsson, for- maður handknattleiksdeildar Hauka, í samtali við DV. Tékkneski landsliðsmaöurinn Petr Baumruk, sem lék með Hauk- um í vetur, verður einnig áfram hjá liðinu en hann gerði á síðasta hausti tveggja ára samning við Hauka. Þegar keppnistímabilinu lýkur fer Baumruk í þriggja mán- aða frí og æfir með tékkneska landsliðinu í tvo mánuði. -gk/JKS/VS i skíðaíþróttum hófust í Hlíðarfjalli við Akureyri í gærmorgun en setningarathöfnin fór (kar á aldrinum 6-12 ára en alls tengjast um eitt þúsund manns leikunum á einn og i leikana í máli og myndum í DV á mánudaginn en myndin hér að ofan var tekin af DV-mynd gk Metfé f yrir Ólaf Ólafur Þórðarson frá Akranesi er orðinn annar tveggja dýrustu knatt- spymumanna í norskri knattspymu. Norska hlaðið Verdens Gang skýrði frá því í gær að dómstóll norska knatt- spymusambandsins hefði úrskurðað að Lyn bæri að greiða Brann 2,7 millj- ónir íslenskra króna fyrir Ólaf. Áður hafði verið greidd sama upphæð þegar Rosenborg keypti Rune Tangen frá Moss. Blaðið sagði ennfremur að Brann hefði fariö framá mun hærri upphæð fyrir Ólaf, eða um 4,5 milljónir ís- lenskra króna. Félögin gátu ekki komið sér saman um kaupverðið og því kom til kasta dómstólsins. Með þessu hefur Lyn nú varið um 7 milljónum íslenskra króna til kaupa á nýjum leikmönnum fyrir tímabilið en félagið kom uppúr 2. deild. Teitur Þórð- arson, bróðir Ölafs, var sem kunnugt er ráðinn þjálfari Lyn í vetur, eftir að hafa stýrt Brann undanfarin ár, og eitt hans fyrsta verk var að sjá til þess að Ólafur yrði fenginn til félagsins. -VS Evrópukeppnin heist 1. maí - kemst ísland 1 aöalkeppnina? Á miðvikudaginn kemur hefst keppni í öðrum riðli forkeppni 28. Evrópumótsins í körfuknattleik. Þetta er A-riðill C-keppninnar og fara allir leikirnir fram í Laugardalshöll- inni. í A-riðlinum eru Islendingar, Finnar, Norðmenn, Danir og Portúg- alar. \ Einu sinni áður hefur forkeppni farið fram hér á landi en það var árið 1986 og náði ísland þá þeim merka áfanga að vinna sér sæti í B-keppninni. Til mikils er að vinna að þessu sinni en tvær efstu þjóðim- ar komast í aðalkeppnina og þar keppa 20 þjóðir. Þá myndi íslenskum körfuknattleiksáhugamönnum gef- ast tækifæri á að sjá bestu þjóðirnar í Evrópu keppa hér á landi. Leikjum héðan yrði sjónvarpað beint til Evr- ópu sem um leið færði KKÍ peninga í kassann. Það er því mikið kapps- mál fyrir körfuknattleikshreyfmg- una að ísland verði meðal tveggja efstu þjóðanna en þegar sjónvarps- tekjur eru annars vegar eru miklir peningar í spiliou. Fyrsti leikur keppninnar er á milli íslendinga og Dana 1. mai klukkan 16. ísland mætir Portúgölum 2. maí klukkan 20 en á fóstudeginum á liðið frí. Laugardaginn 4. maí mætir ís- land liði Noregs klukkan 15 og sunnudaginn 5. maí verður síðasti leikur liðsins gegn Finnum klukkan 15. Ef allt gengur að óskum gæti það orðið úrslitaleikur keppninnar. íslenska liðið hefur undirbúið sig ágætlega fyrir keppnina, leikið sjö vináttulandsleiki, gegn Skotum og Austurríkismönnum, og unnið þá alla. Um helgina dvaldist liðið í æf- ingabúðum í Borgarnesi. Torfi Magnússon landsliðsþjálfari sagðist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska liðsins í keppninni: „Okkar leikur mun byggjast upp á sterkum varnarleik en við höfum æft hann stíft fyrir mótið. Viö eigum nóg af skyttum en þaö sem kemur einna helst til að há okkur er hæðin. Það er bara vonandi að Pétur Guð- mundsson geti leikið með í keppn- inni en hann myndi óneitanlega styrkja liðið mikið,“ sagði Torfi. Ekki verður ljóst fyrr en rétt fyrir keppn- ina hvort Pétur getur leikið með en hann kom til landsins fyrir helgina og æfði með liðinu í Borgarnesi. -JKS • Valsmenn sigruðu i meistarakeppni KSÍ i knattspyrnu í fyrrakvöld þegar þeir lögðu Framara, 2-1, á gervigrasvellinum i Laugardal. Öll mörkin komu i framlengingu, Jón Erling Ragnarsson skoraði fyrst fyrir Fram en síðan Steinar Adolfsson (víti) og Jón Grétar Jónsson fyrir Val. DV-mynd Brynjar Gauti Íþróttír Sport- stúfar ísland tapaði þremur fyrstu leikjum sínum i riðlakeppni heims- meistaramótsins í borðtennis sem nú stendur yfir í Chiba í Japan. íslenska liðið beið lægri hlut, 3-0, gegn Pakistan, Danmörku og Skotlandi í gær og fyrradag en átti í morgun að mæta Kúbu og Egyptalandi. Ólafur og Grétar til Bretlands Tvær breytingar voru gerðar á landshðs- hópnum í knattspyrnu sem fór til Bretlands í gær. Kristján Jónsson úr Fram og Eyjólfur Sverrisson frá Stutt- gart heltust úr lestinni vegna meiðsla og í þeirra stað fóru utan þeir Ólafur Kristjánsson úr FH og Grétar Einarsson úr Víði. Þeir höíðu áður verið valdrr í hópinn sem fer tíl Möltu í næstu viku. ísland mætir B-liði Englands í Watford á morgun og Wales í Cardiff á miðvikudag en spilar síðan viö Möltu í Valletta 7. maí. Úrslitaleikurinn í litla bikarnum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunu Órslitaleikurinn í litlu bikar- keppninni i knattspymu fer fram á morgun, laugardag, í Kefiavík. Þar mætast heimamenn og Akur- nesingar klukkan 14 en þessi liö, sem bæði leika í 2. deild í sumar, unnu riðlana í keppninni. -V Þór vann Leiftur Gylfi KristjánsscHi, DV, Akureyri: Þór sigraði Leiftur, 4-1,1 fyrsta leik Tactic-mótsins í knattspymu sem fram fór á Akureyri í gær. Ásmundur Arnarsson gerði tvö marka Þórs og Árni Þór Árnason og Axel Vatnsdal eitt hvor. KA og Tindastóll taka einnig þátt í mótinu sem lýkur á sunnudag- inn. Stórsigur Forest gegn Norwich Nottingham Forest malaði Nor- wich, 5-0, í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar í fyrrakvöld. Glover, Clough, Pearce, Crosby og Woan skoruöu fyrir Forest. Tottenham og Everton skildu jöfn, 3-3. Allen, Mabbutt og Nayim skoruðu fyrir Tottenham en Nevin og Cottee fyrir Everton og eitt marka liðs- ins var sjálfsmark. í 2. deild gerðu Sheffield Wed. og Leicester jafn- tefii, 0-0, West Ham og Newcastle skildu jöfn, l-l, og Ipswich vann Barnsley, 2-0. Batty fyrir Gascoigne Paul Gascoigne frá Tottenham getur ekki leikið með enska landsliðinu í knattspymu þegar það mætir Tyrkjum í Evrópu- keppninni á miðvikudag. Hann :, þarf að hvíla sig í nokkra daga þar sem hann er ekki búinn að jaffia sig eftir uppskurð á nára. David Batty frá Leeds hefur verið valinn í hans stað og þaö vakti athygli aö Graham Taylor, lands- liðseinvaldur, skyldi taka hann fram yfir Bryan Robson og Chris Waddle. Norðurlandamót íStykkishólmi Ingibjörg Hínriksd., DV, Stylddshóliw: Norðurlandamót ungl-' inga 17-19 ára í körfu- knattleik hófst í Stykk- ishólmi í morgun og því lýkur þar á sunnudagskvöld- ið. Þar keppa ísland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Finnland, bæði í pilta- og stúlknaflokkL Aðgangur á mótið er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.