Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Side 25
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991. 33 LífsstíU PAPRIKA ,+16% s c 'O OQ I 746 339 / . - ffn ii Jl\ œ] GURKUR -12% 3 _ 'O I í 402 271 SVEPPIR +5% o c 'O li 549 487 DV kannar grænmetismarkaðinn: Paprika hækkar stöðugt í verði - yfir tvöföldun á einum mánuði Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum; Bónusi í Skútuvogi, Fjarðarkaupum í Hafnarflrði, Hag- kaupi, Skeifunni, Kjötstöðinni, Glæsibæ og Miklagarði í Mjódd. Bónusbúðirnar selja grænmetið í stykkjatali en hinar samanburðar- verslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir i kílóverð. Meðalverð á tómötum er nánast það sama og í síðustu viku en það er nú 333 krónur. Tómatar voru á lægsta verði í Bónusi á 182 en þar á eftir kom verðið í Fjarðarkaupum 294, Hagkaupi 369, Kjötstöðinni 399 og Miklagarði 423. Kjötstöðin og Hag- kaup seldu einnig íslenska tómata á 599 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á erlendum tómötum er 132 %. Meðalverð á gúrkum var eina með- alverðið sem lækkaði eitthvað að ráði milli vikna. Lækkunin nam 12 af hundraði og er meðalverðið nú 313 krónur. Gúrkur voru ódýrastar í Bónusi á 271 krónu. Næst kom Hag- kaup 295, Fjarðarkaup og Kjötstöðin 298 og Mikligarður 402. Munur á hæsta og lægsta verði var 48 af hundraði. Fimm prósent hækkun varð á með- alverði á sveppum frá síðustu könn- un og er það nú 516 krónur. Lægsta verið á sveppum var í Bónusi 487, en á eftir kom verðið í Kjötstöðinni 498, Fjarðarkaupi 499, Miklagarði 545 og Hagkaupi 549 krónur. Munur á hæsta og lægsta veröi á sveppum var óvenjulítill eða 13%. Hækkun um 13% varð á meðal- verði á grænum vínberjum milli vikna og er meðalverðið nú 307 krón- ur kílóið. Græn vínber fengust að þessu sinni ekki í Bónusi en lægst var verðið í Fiarðarkaupi, 198 krón- ur. Næstlægst var verðið í Hag- kaupi, 299, en síðan kom 356 í Mikla- garði og 376 í Kjötstöðinni. Múnur á hæsta og lægsta verði á grænum vín- berjum var 90%. Sextán prósent hækkun varð á meðalverði á grænni papriku og er það nú 544 krónur. Græn paprika var ódýrust í Bónusi þar sem kílóverðið var 339 krónur. Síðan kom Kjötstöðin með 480, Hagkaup 559, Fjarðarkaup 594 og Mikligarður 746 krónur. Fjarð- arkaup var einnig meö íslenska papriku á 660 kg verð. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni pa- priku er 120%. Hækkun varð á meðalverði á kart- öflum um 3 af hundraði og meðal- verðið er nú 72 krónur á hvert kg. Kartöflur voru á lægsta verðinu í Bónusi á 55 en á eftir fylgdu Hagkaup 64, Kjötstöðin 74,50, Fjaröarkaup 75,50 og Mikligarður 89 krónur. Mun- ur á hæsta og lægsta verði er 62 af hundraði. Meðalverð á blómkáli lækkaði að þessu sinni um 3% og er það nú 201 króna. Blómkál fékkst ekki í Bónusi en lægsta verðið er í Fjarðarkaupi 135. Næst kemur verðið í Miklagarði 206, Hagkaupi 225 og Kjötstöðinni 237 kr. kg. Munur á hæsta og lægsta verði er 76%. Eins prósent hækkun varð á með- alverði á hvítkáli frá í síðustu könn- un og er það nú 95 krónur á hvert kíló að jafnaði. Hvítkál var ódýrast í Bónusi á 67, næst kom Fjarðarkaup og Hagkaup 79, Mikligarður 119 og Kjötstöðin 132 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáli er 97%. Meðalverð á gulrótum lækkaöi um 2% milli vikna og það er nú 149 krón- ur. Gulrætur voru á hagstæðasta verðinu í Bónusi á 98 krónur en á eftir fylgdu Fjarðarkaup 136, Hag- kaup 139, Mikligarður 165 og Kjöt- stöðin 208 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum er 112%. ÍS Meðalverð á grænni papriku hefur meira en tvöfaldast á rúmum mánuði. Sértilboð og afsláttur: Unghænur og örbylgjupopp í Bónusi gat að líta umhverfisvænt Bluevit compact þvottaefni, 1,3 kg á 414 krónur á tilboðsverði. Einnig CampbeUs sveppasúpu í dós, 295 g á 72, íscola, 1 'A 1 á 86 krónur stykkið og Papco eldhúsrúllur, 4 stk. í pakka, á 158 krónur. Fjarðarkaup var með niðursoðið rauðkál, 570 g á 99 krónur og 1070 g á 174 krónur á tilboðsverði. Club salt- kex var á sértilboði, 100 g á 66 krón- ur, Bold þvottaefni, 4 kg á 779 sömu- leiðis og Olof bruður, 200 g á 117 krónur. í Hagkaupi, Skeifunni, var hálfur lambaskrokkur á sértilboðsverðinu 486 krónur kílóið, Home McVities súkkulaðikex, 400 g á 99, Krakus jarðarber, 850 g á 89 krónur, og Lotus dömubindi, Scipella og Futura á 259 krónur. í Kjötstöðinni Glæsibæ gat að líta á tilboðsverði Brink kremkex, 250 g á 85, Arlex salernispappír, 12 rúllur á 239 krónur, og Blutex þvottaefni, 2 x 1,2 kg, á 299 krónur. Á tilboðsvegg þar voru Gité hreinsi- og þvottaefni á kynningarverði. Mikligarður, Kaupstaður í Mjódd er með tilboðsverð á unghænum á 198 krónur kílóiö, framhryggur þar var á 20% afsláttarverði á 689 krónur kgverð, Hy Top örbylgjupopp á 99 og Rynkeby appelsínusafl á 74 og epla- safi á 69 krónur lítrinn. ÍS Paprika 6001 Verð í krónum 544 Sepf. Okt Nóv. Des. Jan. Feb. Mars April Tómatar Verð f krónum 333 Sept. Okt. Nóv. Des Jan. Feb. Mars April <Q) Sveppir Verð í krónum 516 Sept Okt Nov Des Jan. Feb Mars April

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.