Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUB 30. APRÍU1991,, Fréttir Afar snöggri stj ómarmyndun Sjálfstæöisflokks og Alþýðuflokks lokiö: Ný viðreisnarstjórn tekur við völdum í dag - verkaskipting og stefnuyfirlýsing samþykkt 1 báöum flokkum í gærkvöldi Ný stjórn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks tekur viö völdum í dag. Fráfarandi starfsstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar mætti til síöasta ríkisráðsfundar síns á Bessa- stöðum klukkan 11 í morgun. Snæddur var hádegisverður í boði forseta íslands. Eftir hádegi verður fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkis- stjórnar haldinn að Bessastöðum og tekur ný ríkisstjórn þá formlega við völdum. Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson luku formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks síð- degis í gær. Gengið var frá stefnu- yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar og verkefnaskiptingu flokkanna innan ríkisstj ómarinnar. Verkaskiptingin í hlut Sjálfstæðisflokks komu eftir- talin ráðuneyti: Forsætisráðuneyti og ráðuneyti Hagstofu, fjármála- ráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, mennta- málaráðuneyti, samgönguráöuneyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Þá fær Sjálfstæðisflokkur forseta Al- þingis einnig í sinn hlut og formann utanríkismálanefndar Alþingis. í hlut Alþýðuflokks komu eftirtalin ráðuneyti: Utanríkisráöuneyti, iðn- aðarráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti, félgasmálaráðuneyti og um- hverfismálaráðuneyti. Þá fær Al- þýðuflokkurinn samstarfsráðherra Norðurlanda í sinn hlut og formann fjárveitinganefndar Alþingis. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í stefnuyflrlýsingu ríkisstjórnar- innar kemur meðal annars fram að hún ætli að beita sér fyrir aðhaldi í ríkisfjármálum, stöðugu gengi ís- lensku krónunnar og aðhaldi í skattamálum. Stefnt er að því að opna íslenskt samfélag og beita markaðslausnum í efnahags- og at- vinnumálum. Meðal meginverkefna nýrrar ríkisstjórnar. Er talað um sáttagjörð um sanngjörn kjör, endur- skoðun sjávarútvegsstefnunnar þar sem tekið verður tillit til byggðasjón- armiða. Þá er talað um mótun land- búnaðarstefnu þar sem beitt verði sértækum jöfnunargjöldum gagn- vart innflutningi á unnum búvörum ef sá innflutningur verður leyfður. Stefnt er að því að ljúka samningum um nýtt álver sem fyrst. Stefnt er að endurskipulagningu ríkisfjármála og i því sambandi er talaö um að skatt- leggja fjármagnstekjur. í húsnæðis- málum er meiningin að efla eigna- stefnu samhliða því sem uppbygging félagslegra íbúða fer fram. Taka á upp nýja stefnu i lífeyrismálum þar sem lífeyrisréttindi verða samræmd. Auk þessa er stefna ríkisstjómarinn- ar um ýmsa aðra málaflokka talin upp eins og á sviði Evrópumála, menningarmála, umhverfismála og heilbrigðismála. Flokksráð og flokksstjórn samþykkja Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar var lögð fyrir flokksráðsfund sjálf- stæðismanna í Valhöll í gærkvöldi þar sem hún var einróma samþykkt. Á flokksstjórnarfundi krata á Hótel Sögu, sem einnig var haldinn í gær- kvöldi, var stefnuyfirlýsingin einnig samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. í upphafi flokksráðsfundar sjálf- stæðismanna, sem stóð í rúma klukkustund, sagði Davíð Oddsson meðal annars að þessi stjómarmynd- un hefði verið sú stysta í sögu lýð- veldisins en forseti fól Davíð umboð til stjórnarmyndunar undir kvöld á föstudag. Meginlínurnar og mesta vinnan var unnin á tveimur fundum í Viðey um helgina en lokasprettur- inn, þar sem meðal annars var tekist á um sjávarútvegsráðuneytið, fór fram á borgarskrifstofunum í gær- dag. A flokksstjórnarfundi krata sagði Jón Baldvin meðal annars í upphafi fundar að sér þætti undrun sæta að niðurstöðu í stjórnarmyndunarvið- ræðunum skyldi náð á einungis þremur dögum. Á fundinum, sem stóð í tæpar fjórar klukkustundir, urðu skoðanaskipti um stefnuyfir- lýsingu ríkisstjómarinnar. Jón Bald- vin sagði að þó yfirlýsingin væri jafn- vel ekki nógu ítarleg mætti vinna slíka vankanta upp á grundvelli gangkvæms trausts. -hlh/kaa Skiptar skoðanir voru meðal krata á flokksstjórnarfundinum í gærkvöldi um hverjir skyldu verma ráðherrasætin í næstu ríkisstjórn. Eftir leynilega atkvæða- greiðslu kom hins vegar i Ijós að mikill meirihluti fundarmanna var samþykkur tillögu formanns flokksins. Þegar niðurstaðan varð Ijós ríkti fögnuður og gleði meðal krata, nema ef vera skyldi meðal Suðurnesjamanna og verkalýðsfrömuða sem gjarnan vildu sjá Karl Steinar Guðnason meðal hinna útvöldu. Á myndunum má sjá krata samfagna með nýbökuðum ráðherrum, þeim Jóni Baldvin, Jóni Sigurðssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur, Sighvati Björgvinssyni og Eiði Guðnasyni. DV-myndir GVA Ráöherralisti Alþúðuflokksins samþykktur í gærkvöldi: Sighvatur og Eiður eru nýir ráðherrar - Reyknesingar vildu Karl Steinar í ráðherrastól Tillaga Jóns Baldvins Hannibals- sonar, formanns Alþýðuflokksins, um ráðherrahsta flokksins var sam- þykkt með miklum meirihluta á flokksstjórnarfundi krata í gær- kvöldi. Áður hafði tillaga Jóns Bald- vins verið samþykkt samhljóða í þingflokknum skömmu fyrir flokks- stjómarfundinn. Þrír núverandi ráðherrar flokksins verða áfram ráðherrar í þeim ráðu- neytum sem þeir sitja nú í, Jón Bald- vin í utanríkisráðuneyti, Jón Sig- urðsson í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti og Jóhanna Sigurðardóttir í félagsmálaráðuneyti. Sighvatur Björgvinsson verður heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og Eiöur Guðnason umhverfis- ráðherra auk þess sem hann verður samstarfsráðherra Norðurlanda. Töluverður þrýstingur um að Karl Steinar Guðnason fengi ráðherra- embætti kom frá fulltrúum Reykja- ness sem töldu sig eiga kröfu á tveim- ur ráðherrum. Þá var einnig tölu- verður þrýstingur af hálfu fulltrúa verkalýðshreyfmgarinnar í sömu veru. Töluverðs taugatitrings gætti með- al fundarmanna fyrir fundinn í gær- kvöldi og var loftið lævi blandið við komu þingflokksins á fundinn. Var aö sjá að þar væri ágreiningur um skipan ráðherrastóla flokksins í nýrri ríkisstjórn. Höfðu sumir við- mælendur DV á fundinum haft af því spurnir að til stæði að færa Jóhönnu Sigurðardóttur úr félagsmálaráðu- neytinu í heilbrigðisráðuneytið. Jó- hanna mun hins vegar hafa þvertek- iö fyrir slíkar hrókeringar. Aðspurð vildu hvorki Jón Baldvin né Jóhanna kannast við að ágreiningur hefði orð- ið um þetta. -hlh/kaa Jón Baldvin um flokksstjornarfxmdmn: Vonbrigði að ná ekki atvinnuráðuneytunum „Hér urðu menn fyrir vonbrigðum með þaö að ná ekki öðru hvoru at- vinnuráðuneytanna sem kennd eru við sjó og land við verkefnaskiptingu flokkanna,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson eftir flokksstjórnar- fundinn í gærkvöldi. Jón Baldvin kvaðst skilja þá óánægju og þau skoðanaskipti sem einkum hefðu komið upp meðal Reyknesinga á fundinum vegna ráð- herralistans. Þar hefðu komið til byggðasjónarmið Reyknesinga sem töldu sig eiga heimtingu á tveimur ráðherrum, ekki síst vegna góðrar útkomu í kosningunum í kjördæm- inu. „Stuðningur Reyknesinga var einkum bundinn Karli Steinari Guðnasyni. Þama fara saman sjón- armið Reyknesinga og hins vegar það sjónarmiö að æskilegt væri að hafa einn af forystumönnum okkar úr verkalýðshreyflngunni í ríkisstjóm- inni,“ sagði Jón Baldvin. Eiður Guðnason kvaöst ánægður með ráðherraembættið. „Þetta er það ráðuneyti þar sem mikið er að vinna og mikiö aö vernd- a,“ ssgði Eiður. Þá var Sighvatur Björgvinsson einnig mjög ánægður meö að vera kominn í ráðherrahópinn. í samtali við DV sagði Gunnlaugur Stefánsson þinglokkinn standa heil- an að þvi aö tryggja lífskjör og bú- setu í landinu. „Alþýðuflokkurinn ætlar að gera þetta á grundvelli stjórnarsáttmál- ans en síðan verður reynslan að skera úr um hver árangurinn verð- ur,“ sagöi Gunnlaugur. -hlh/kaa Stjórnarmyndun: Atburðarásin á mánudag 9.00 - Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson fá um- beöna skýrslu Rikisendurskoð- unar um ríkisgármálin. í skýrsl- unni kemur fram að halli ríkis- sjóðs við næstu áramót veröi 12,2 milljarðar. 10.00 - Þingflokksfundur Sjálf- stæðisflokks þar sem endasprett- ur stjórnarmyndunarviðræðn- anna er til umræðu, verkaskipt- ing og stefnuyfirlýsing. Skýrsla ríkisendurskoðunar er til um- (jölhtnar. 11.00 - Friðrik Sophusson fær skýrslu úr flármálaráðuneytinu þar sem halli rikissjóðs er sagður verða.8 milljarðar á árinu verði ekkert aðhafst í ríkisflármálum. 11.45 - Kratar boðaðir á flokks- stjórnarfund á Hótel Sögu um kvöldið. 12.15 - Þingflokksfundi sjálf- stæöismanna lýkur og Davíð heldur á borgarskrifstofurnar. 12.30 - Jón Baldvin mætir á borgarskrifstofurnar og síöasta samningalota flokkanna um stjórnarmyndun fer i gang. 12.30 - Þingflokksfundi Alþýðu- flokks frestaö fram eftir degi. Þingmenn krata ganga margir um miöbæinn meðan beðiö er eftir Jóni. 13.00 - Ólafur Ragnar Grímsson stefnir blaðamönnum í Rúg- brauðsgerðina þar sem hann kynnir þriðju skýrluna um stöðu ríkisflármála. Samkvæmt henni verður halli ríkissjóös á árinu 6,4 miHjarðar, 15.30 - Jón Baldvin þeysir á t'und þingflokks síns þar sem niður- stöður viðræðna hans við Davíð eru ræddar. 15.30 - 25 þingmenn Sjálfstæðis- flokks koma hver á fætur öðrum á fund Davíðs þar sem hann ræð- ir einslega við hvern og einn þeirra um skipan í ráðherrastóla. 15.45 - Formlegum stjórnar- myndunarviðræðum Daviðs og Jóns Baldvins er iokið. Fyrir ligg- ur stefnuyflriýsing nýrrar ríkis- stjórnar og verkefnaskipting flokkanna innan hennar. 16.30 - Jón Baldvin hefur að ræða einslega við sína þingmenn um mönnun ráðherrastóla flokksins. 21.15 - Flokksráðsfundur Sjálf- stæöisflokksins hefst í Valhöll, Fundurínn samþykkir stefnu- yflrlýsingu nýrrar ríkissflórnar og veitir þingflokknum umboö til að skipa í ráðherrastóla að fengn- um tillögum formanns. Þing- flokksfundur boðaður klukkan 8.30 þriöjudag þar sem tillaga Davíðs um ráðerralista verður borin undir atkvæði. 21.25 - Jón Baldvin ber ráð- herralista undir þingflokk sinn. Uistinn samþykktur samhljóða. Frekar þungt yfir fólki aö aflokn- um fundinum þar sem „einn fékk að iifa en öðrum var fórnað" eins og einn þingmannanna orðaði það. 21.50 - Þingmenn krata mæta til flokksstjómarfundar á Hótel Sögu. Þar fer fram umræða um stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar- innar og ráðhen-aiista. 22.60 ~ Jón Baldvin lýkur ræöu sinni á flokksstjórnarfundi. Um- ræöur heljast með harðri gagn- rýni Reyknesinga á að Karl Stein- ar Guðnason skyidi ekki gerður að ráðherra. 23.20 - Mikiar umræður og skörp skoðanaskipti fyrirsjáan- leg. Fundarstjóri takmarkar ræðutíma. 02.10 - Flokksstjórnarfundi iýk- ur. Stefnuyfiriýsing ríkisstjórnar og ráöherralisti samþykktur. Glaðlegt yfir krötum. Ráðherra- hópurinn myndaöur af DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.