Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991.1
5
Fréttir
Sex milljarða munur á niðurstöðum þriggja skýrslna um halla ríkissjóðs:
Davíð byggir á skýrslu
Ríkisendurskoðunar
- Ólafur Ragnar segir bókhaldsaðferðir Ríkisendurskoðunar geta endað í 100 milljarða halla
Mat Ríkisendurskoðunar á af-
komuhorfum A-hluta ríkisins í árs-
lok 1991 sýnir rekstrarhalla að fjár-
hæð 12,2 milljaröa króna. Þar með
taldar eru íjárskuldbindingar vegna
búvörusamnings að fjárhæð 2 millj-
arðar króna sem falla til á þessu ári.
Fjárþörf ríkisins er talin nema 22,3
milljörðum króna. Óleyst fjárþörf er
4,7 milljarðar króna þar sem lán-
tökuheimildir ríkisins nema aðeins
17,6 milljörðum.
Þetta eru helstu niöurstöður í sér-
stakri greinargerð Ríkisendurskoð-
unar um afkomu A-hluta ríkissjóðs
fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar kem-
ur einnig fram mat á afkomuhorfum
í árslok 1991. Þessi greinargerð barst
inn á horð til Davíðs Oddssonar og
Jóns Baldvins Hannibalssonar
snemma í gærmorgun.
Önnur skýrsla um ríkisfjármálin,
sem Friðrik Sophusson fékk frá fjár-
málaráðuneytinu seinna í gærmorg-
un, boöar halla upp á 8 milljarða, ef
ekkert verður aðhafst í ríkisfjármál-
rnn á þessu ári.
Þriðja skýrslan, einnig frá fjármála-
ráðuneytinu, leit síðan dagsins ljós á
blaðamannafundi hjá Ólaf Ragnari
Grímssyni, fráfarandi fjármálaráð-
herra, eftir hádegi. Niðurstöðutala
þeirrar skýrslu var halli upp á 6,4
milljarða. í markmiöum fjárlaga er
gert ráð fyrir 4 milljarða króna halla.
Til að mætaþeim markmiðum kallar
niðurstaða Olafs Ragnars á fjárauka-
lög sem fela í sér tekjuöflun og niður-
skurð upp á samtals 2,4 milljarða.
Mun meiri halli
„Það kemur fram í þessari skýrslu
sem við báðum um í gær að hallinn
í ríkisfjármálum er miklu meiri en
um var talað. Við gerð fjárlaga var
gert ráð fyrir að hann yrði 4 milljarð-
ar. Daginn fyrir kjördag var talað um
að hann kynni að vera 6 milljarðar
sem er helmingi lægri tala en Ríkis-
Olafur Ragnar rýnir í skýrslu sina um ríkisfjármálin fyrstu þrjá mánuðu ársins. Niðurstöðutölur Ríkisendurskoðun
ar virtust hafa sett Ólaf eilítið út af laginu. DV-mynd GV/
endurskoðun kom með. Þar til annað
reynist rétt mun ég byggja á því sem
Ríkisendurskoðun segir,“ sagði Dav-
íð Oddsson eftir þingflokksfund sjálf-
stæðismanna í hádeginu í gær.
Bókfærsluatriði?
„Samkvæmt þessari bókfærsluað-
ferð, sem þeir hafa greinilega vit á
sem vinna hjá Ríkisendurskoðun, er
tveggja milljarða lán bókfært allt á
árinu sem það er tekið þó ekki sé
borgað af því fyrr en á næstu árum
á eftir. Með þess konar aðferðum
geta menn alveg fengið út 100 millj-
arða halla. Ef þessir 12,2 milljarðar
Ríksendurskoðunar eru fundnir með
þessum hætti skil ég ekki hvers
vegna verið er að rugla menn sem
eru að mynda ríkisstjórn,“ sagði Ól-
afur Ragnar Grímsson, fráfarandi
fjármálaráðherra, á fundi eftir há-
degi í gær.
Sömu menn gerðu
skýrslurnar
Olafur sagði að nákvæmlega sömu
menn hefðu unnið skýrsluna til Frið-
riks og skýrsluna fyrir sig. Hann
skýrði 2 milljarða mismun á niður-
stöðum skýrslna fjármálaráuneytis-
ins meðal annars með mismunandi
forsendum er menn gæfu sér. í
skýrslunni til Friðriks Sophussonar
væri miðað við að ekkert yrði að
gert í ríkisfjármálum. Þannig væri
til dæmis ekki miðað við 500 milljóna
króna tekjuöflun og gert ráð fyrir að
láta allar en ekki aðeins óumílýjan-
legar heimildir í lánsfjárlögunum
koma til framkvæmda.
„Allt annaö er spurning um póli-
tískt val þeirra sem stjórna ríkis-
fjármálunum," sagði Ólafur Ragnar.
Um muninn á sinni skýrslu og
skýrslu Ríkisendurskoðunar, tæpa
sex milljarða, tjáði Ólafur sig htið
um, sagðist ekki hafa séð skýrslu
Ríksendurskoðunar. -hlh
Kaup Tímahússins:
Ekki komið til fjár-
málaráðuneytis
- heilbrigðisráðherra hættir sennilega við kaupin
Erindi um hugsanleg kaup ríkis-
ins á húseign dagblaðsins Tímans
við Lyngháls 9 hefur ekki komið
inn á borð fjármálaráðherra að
sögn Marðar Árnasonar, upplýs-
ingafulltrúa fjármálaráðherra.
Guðmundur Bjarnason heilbrigð-
isráðherra hugðist kaupa húseign-
ina undir starfsemi heilsugæslu-
stöðvarinnar í Árbæ en hefur nú
samkvæmt heimildum DV vísað
málinu til næsta heilbrigðisráð-
herra.
Hin hugsanlegu kaup voru hverf-
issamtökum í Árbæ mjög á móti
skapi, svo og starfsfólki heilsu-
gæslunnar. Bent hefur verið á að
Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, situr bæði í
stjórn heilsugæslunnar og í stjórn
Tímans og því sé um óeölileg tengsl
að ræða.
Mörður Ámason segir aö fjár-
málaráðherra hafi ekki tekið af-
stöðu til þessa máls og muni ekki
gera það.
-ns
Ekki hagsmunir heilsugæslunnar
- segir yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar
„Þetta kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti síðastliðinn laugar-
dag. Þetta tiltekna hús hefur aldrei
komið til umræðu í stjórninni og
þegar máhð er skoðað í heild, mið-
að við þá stöðu sem ríkir í pólitík-
inni í dag, verðum við að draga þá
ályktun að hér sé á ferðinni mál
sem snýst ekki endilega um hags-
muni heilsugæslunnar. Þetta kem-
ur á elleftu stundu fyrir stjórnar-
skipti,“ segir Gunnar Ingi Gunn-
arsson, yfirlæknir heilsugæslu-
stöðvarinnar í Árbæ um hugsanleg
kaup ríkisins á húseign dagblaðs-
ins Tímans fyrir starfsemi heilsu-
gæslunnar.
„Ég veit ekki hvaða persónur
liggja að baki þessu máh og ég vil
ekki trúa því aö þessi kaup fari í
gegn og ég vil heldur ekki trúa því
að ráðuneytismenn séu á bak við
þetta. Menn hljóta að virða vilja
starfsfólks stöðvarinnar og íbúa
hverfisins og ég held að ég geti full-
yrt að heilsugæslan fari aldrei í
þetta hús,“ segir Gunnar Ingi. -ns
Vinningstölur laugardaginn I aPri* 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.694.968
2.4 TM 3 155.838
3. 4af 5 129 6.251
4. 3af 5 4.690 401
Heildarvinningsupphaeð þessa viku:
5.849.551 kr.
1 Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustöðum.