Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Side 34
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍLi 19911
34
Sviðsljós
Bruce Willis
Larry Hagman
Michael Douglas
Ted Danson
Patrick Swayze
Michael J. Fox
Kyntákn og konur þeirra - hver á hverja?
Hér á síðunni er að finna öll helstu
karlkyns kyntáknin í henni Holly-
wood í dag, allt andht sem flestir
kannast við.
Þeir eru hinsvegar ekki margir sem
kannast við kvenandlitin á síðunni,
þ.e.a.s. sambýhs- eða eiginkonur
kappanna.
Þær hafa allar verið merktar
með bókstöfum og er því lítið
mál að líta á svörin og
finna út hver á hveija.
Bruce WiUis: A (Demi Moore)
Larry Hagman: E (Maj Axelsson)
Michael Douglas: I (Diandra Luker)
Ted Danson: G (Casey Coates)
Patrick Swayze: C (Lisa Niemi)
Michael J. Fox: H (Tracy Poilan)
Tony Danza: B (Tracy Robinson)
Kevin Costner: J (Cindy Silva)
Tom Cruise: F (Nicole Kidman)
Harrison Ford: D (Melissa Mathison)
Rolling
Stones
ennað
Meðlimir hljómsveitarinnar The
RolUng Stones segja að samstarf
þeirra hafi sjaldan verið betra en ein-
mitt núna og því til sönnunar hafa
þeir sent frá sér hljómplötu sem er
ein sú líflegasta sem þeir hafa gert í
langan tíma.
Platan heitir Flashpoint og á henni
er lag sem þeir kaUa Highwire og er
ádeUa á nýafstaðið stríð fyrir botni
Persaflóa. Mick Jagger segist vera
sérstaklega ánægður meö textann
við það lag sem hann samdi sjálfur
en þar er hæðst að deUunni og full-
yrt að hún eigi upptök sín að rekja
tU þess aö enginn hafi haft afskipti
af stöðugri hemaðaruppbyggingu.
Það vildi svo til að hljómsveitin var
að hljóðrita lagið á sama augnabUki
og Persaflóastyrjöldin hófst þann 17.
janúar síðastliðinn. Jagger hafði þá
nýlokiö við aö semja lagið eftir að
hafa unniö viö það í tvö ár. „Það tókst
Hljómsveitarmeðlimir The Rolling Stones eru aldeilis ekki dauðir úr öllum æðum og fullyrða að samstarf þeirra
hafi aldrei verið betra. Á myndinni eru f.v. Charlie Watts, Bill Wyman, Keith Richard, Mick Jagger og Ron Wood.
Simamynd Reuter
um leiö og stríðsóttinn fór að gera
vart við sig“ sagöi Jagger.
Keith Richard segir nýju plötuna
vera sönnun þess að hljómsveitin sé
enn fersk þvi aðhún skipti sér af því
sem er að gerast í heiminum en leiki
ekki bara gömlu lögin aftur. Hann
segir þá þegar vera farna aö semja
um útgáfu annarrar hljómplötu og
langt komna með að skipuleggja tón-
leikaferð áriö 1992.
Á Flashpoint-plötunni eru bæði
gömul lög, eins og Satisfaction,
Jumping Jack Flash og Honky Tonk
Women, og ný lög, eins og Sad Sad
Sad, Rock and a Hard Place og Can’t
Be Seen, sem hljóðrituð voru á tón-
leikaferð þeirra í fyrra.
Ólyginn
sagði...
Roseanne
Barr
leikkonan umtalaöa og hinn nýi
eiginmaður hennar, skemmti-
krafturinn Tom Arnold, eiga sér
þá ósk heitasta aö eignast saman
barn. En eina vandamálið er að
Roseanne lét taka sig úr sam-
bandi í fyrra hjónabandi sínu.
„Það er ekkert vandamál, við
fáum okkur bara glasabarn,”
sagði eiginmaðurinn kampakát-
ur. Já það er af sem áður var...
lisa Bonet
hin 23 ára gamla leikkona í Fyrir-
myndarfóöurnum hefur nú feng-
ið sjónvarpspabbann Bill Cosby
upp á móti sér. Hún mætti ekki
í tökur einn daginn og lét ekkert
vita af sér og heyrst hefur að það
hafi komið til tals að reka hana.
Enn hefur það þó ekki gerst en
hún er í tímabundnu banni frá
þáttunum. Einkalífiö hefur held-
ur ekki gengið sem skyldi og
skilnaður vofir yfir. Eiginmaður-
inn, Lenny Kravitz, hefur engan
tíma fyrir hana því hann er upp-
tekinn viö aö gera plötusamning
við Yoko Ono. Lisa ber því heldur
enga virðingu fyrir hjónabandi
annarra því nýlega hneykslaði
hún gesti í einkasamkvæmi þar
sem hún var að kela viö fyrrver-
andi kærasta sinn sem nú er
harðgiftur.
Harry
Hamlin
úr Lagakrókum í sjónvarpinu
varð æfur út í nýju eiginkonuna,
Nicolette Sheridan, þegar hún
spókaði sig á ströndinni í örlitlu
pjötlu-bikini. Hann hótaöi henni
öllu illu og sagðist aldrei munu
sætta sig við að eiginkona hans
klæddi sig eins og ódýr vændis-
kona.
Hann fyrirgaf Nicolette þó þegar
gömul kona gekk að honum og
sagði: „Ungi maður, ef ég heföi
hennar vöxt myndi ég líka ganga
í einu slíku.“