Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Page 16
16
ÞR1ÐJUDAGUR 30. 'APRÍL' 1991'.
AÐALFUNDUR
Málarafélags Reykjavíkur
verður haldinn miðvikudaginn 8. maí að Lágmúla 5
kl. 20.30.
1) Venjuleg aðalfundarstörf
2) Önnur mál
Stjórnin
SKIPSTJÓRA- OG STÝRIMANNAFÉLAGIÐ
ALDAN
AÐALFUNDUR
félagsins verður haldinn að Borgartúni 18 laugardag-
inn 4. maí nk. kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
BILDSHOFÐI 16
TIL LEIGU
160 m2
jarðhæð í fremra húsi við Bíldshöfða til leigu
strax. Upplýsingar hjá
ÍSLEMZKA VERZLUrfARFÉLAGINU HF.
UMBOÐS- & HEILDVERZLUN
BÍLDSHÖFÐA 16 • P.O. BOX 8016
128 REYKJAVÍK ■ SÍMI 687550
VÖRUBÍLSTJÓRAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR
ALMENNUR FÉLAGSFUNDUR
verður haldinn í Borgartúni 33 fimmtudaginn 2. maí
kl. 20.00. Dagskrá:
1. Aukaþing L.V. 4. maí nk.
2. atvinnumál.
3. önnur mál.
Stjórnin
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Heiðarás 3, þingl. eig. Júlíus Þor-
bergsson, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtud. 2. maí ’91 kl. 15.30. Uppboðs-
beiðendur eru íslandsbanki hf. og
Gjaldheimtan í Reykjavík.
Hólmasel 4, hluti, þingl. eig. Skúli
Jóhannesson, fer fram á eigninni
sjálfri fimmtud. 2. maí ’91 kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru Steingrímur
Þormóðsson hdl., Hróbjartur Jónat-
ansson hrl., Guðríður Guðmundsdótt>
ir hdl., Gústaf Þór Tiyggvason hdl.,
Ævar Guðmundsson hdl. og Ásgeir
Thoroddsen hrl.
Kleifarsel 18, 2. hæð, norðvesturhl.,
þingl. eig. Fjárskipti, fer fram á eign-
inni sjálfri fimmtud. 2. maí ’91 kl.
16.30. Uppboðsbeiðendur eru Þórunn
Guðmundsdóttir hrl., Gjaldheimtan í
Reykjavík og Sigurmai- Albertsson
hrl.
Kríuhólar 4, hluti, talinn eig. Jón
Hinrik Garðarsson, fer fram a eígn-
inni sjálfri fimmtud. 2. maí ’91 kl.
14.00. Uppboðsbeiðendur eru Valgarð-
ur Sigurðsson hdl. og tollstjórinn í
Reykjavík.
Rjúpufell 27, 3. hasð t.v., þingl. eig.
Einar Erlendsson, fer fram á eigninni
sjálfri fimmtud. 2. maí ’91 kl. 17.30.
Uppboðsbeiðendur eru Ari ísberg hdl.,
Þórunn Guðmundsdóttir hrl., Ævar
Guðmundsson hdl., Gjaldheimtan í
Reykjavík og Veðdeild Landsbanka
Islands.
Yíkurás 6, íb. 01-03, þingl. eig. Kristján
Olafsson, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtud. 2. maí ’91 kl. 15.00. Uppboðs-
beiðendur eru Ólafúr Gústafsson hrl.,
Gjaldheimtan í Reykjavík, Eggert B.
Ólafsson hdl., Veðdeild Landsbanka
Islands og Sigurmar Albertsson hrl.
BORGMFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK
Mörgum kemur því á óvart hvaða reglur gilda þegar skipta þarf búi látins manns.
Erfðaréttur:
Ert þú búinn
undir dauðann?
„Maki og niðjar eru skylduerfingjar og
séu þeir til staðar þá er eingöngu heim-
ilt að ráðstafa 1/3 hluta eigna með
erfðaskrá..
Dauðinn er óumflýjanlegur en
fæstir hugsa þó mikið um hann.
Mörgum kemur því á óvart hvaða
reglur gilda þegar skipta þarf búi
látins manns. Hér mun verða íjall-
að um helstu réttarreglurnar sem
gilda á sviði erfðaréttar en um
hann gilda erfðalögin nr. 8/1962.
Tilgangur reglna um lögerfðir er
að tilgreina hverjir skuli taka við
arfi ef engin erfðaskrá liggur til
grundvallar, í hvaða röð og í hvaða
hlutfalli.
Lögerfðir
Helstu lögerfðareglumar eru á
þá leið að ef maki og böm eru á
lífi þá hlýtur makinn 1/3 hluta af
búshluta arfleifanda en börnin 2/3
hluta. Búshluti er sá hluti af eign-
um hjónanna sem talinn er tilheyra
hinum látna. Sé maki hins vegar
ekki á lífi eða ekki til að dreifa þá
hljóta börnin allan arf. Á sama
hátt tekur maki allan arf eigi hinn
látni enga niðja. Við ættleiðingu
öðlast ættleidd börn erfðarétt eftir
kjörforeldra sína en missa um leið
erfðarétt eftir kynforeldra sína.
Ef hins vegar hvorki maki né
böm em til staðar þá fellur arfur-
inn til foreldra hins látna að jöfnu.
Sé annað foreldri látið þá hverfur
hluti þess til systkina arfleifanda
eöa niðja þeirra. Þegar báðir for-
eldrar eru látnir þá hljóta niðjar
þeirra allan arf.
Séu framangreindir erfingjar
ekki til staðar þá hljóta móður- og
fóðurforeldrar arfleifanda arfinn.
Skiptist hann jafnt á milli móöur-
og fóöurforeldra en séu þau látin
þá taka börn þeirra allan arfinn,
þ.e. móöur- og fóöursystkini arfleif-
anda. Eigi arfleifandi enga erfingja
þá renna allar eigur hans til erfða-
fjársjóðs.
Maki og niðjar em skylduerfmgj-
ar og séu þeir til staðar þá er ein-
göngu heimilt aö ráðstafa 1/3 hluta
eigna með erfðaskrá. En heimilt er
að mæla svo fyrir í erfðaskrá að
skylduerfmgi fái ákveðinn hlut t.d.
gamla píanóið.
Erfðaskrá
Til að gera gilda erfðaskrá verður
arfleifandinn að vera 18 ára (eða
hafa stofnað til hjúskapar) og vera
andlega heill, þ.e. þannig að hann
skilji þýðingu erfðaskrárinnar.
Erfðaskrá skal vera skrifleg og
undirrituð af arfleifanda sjálfum.
Tveir menn þurfa að votta undir-
ritun hans og andlegt hæfi til að
erfðaskráin sé gild. Einnig er hægt
að láta lögbókanda votta erfðaskrá
og geyma eintak af henni. Munnleg
arfleiðsla getur verið heimil í und-
antekningartilfellum, þ.e. ef arfleif-
andi er í lífshættu. Þurfa þá tveir
vottar að hlusta á hana eða lög-
bókandi. Skulu þeir svo skrá erföa-
Umsjón:
ORATOR
- félag laganema
skrána eins fljótt og unnt er og
undirrita hana sjálfir. Ef arfleif-
andinn kemst lifandi af þá verður
hann að endurnýja erfðaskrána
innan fjögurra vikna ef hann vill
að hún gildi áfram en ella fellur
hún niður.
Arfleifandi getur hvenær sem
hann vill breytt eða afturkallað
erfðaskrá. Ef hann ætlar að aftur-
kalla hana þá er nægiiegt að rita
það á hana. Einnig er hægt að aft-
urkalla hluta hennar t.d. með því
að strika yfir. Hafi hins vegar ein-
tak af henni verið geymt hjá lög-
bókanda þá þarf að tilkynna hon-
um um afturköllunina. Vilji arfleif-
andi breyta erfðaskránni, t.d. til-
nefna nýja erfingja, þá verður hann
að gæta sömu formreglna og við
upphaílega gerð hennar. í fiestum
tilvikum er öruggara að gera nýja
erfðaskrá ef gera á miklar breyt-
ingar.
Gagnkvæmar erfðaskrár
Hægt er að gera sameiginlegar
og gagnkvæmar erfðaskrár. Þá
standa tveir eða fleiri saman að
gerð einnar erfðaskrár og yfirleitt
er efni hennar á þá leið að sá er
lengur lifir skuli erfa allar eignir
hins. Líka er hægt aö ákveða hvert
eignirnar skuli renna þegar báðir
eru látnir. Kostir þess að gera slíka
erfðaskrá umfram þaö, t.d. að fá
leyfi til setu í óskiptu búi, er að þá
fara skipti samkvæmt erfða-
skránni strax fram. En vilji annar
hvor aðilanna afturkalla eða
breyta erfðaskránni þá veröur
hann að tilkynna hinum um það.
Seta í óskiptu búi
Langlífari maki getur að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum fengið
leyfi til setu í óskiptu búi. Tilgang-
urinn með því að veita slíkt leyfi
er að tryggja hag langlífari maka.
Til að leyfi verði veitt verður maki
að sækja um það ekki síðar en 3
mánuðum eftir lát arfleifánda.
Maki er eini erfinginn sem getur
setið í óskiptu búi en ef leyfi til
skilnaöar hefur verið veitt getur
hann ekki fengið slíkt leyfi.
Maki getur aðeins setiö í óskiptu
búi með niðjum og stjúpniðjum.
Stjúpniðjar hans þurfa að sam-
þykkja setu í óskiptu búi en séu
þeir ófjárráða þá þarf samþykki
lögráðamanns þeirra. Samþykkis
er þó ekki þörf ef arfleifandi hefur
sagt í erfðaskrá að langlífari maki
eigi rétt til setu í óskiptu búi.
Til að leyfi verði veitt verða eign-
ir búsins að hrökkva fyrir skuldum
og langlífari maki að vera lögráða
og gjaldfær. Þegar leyfi hefur veriö
veitt fær langlífari makinn óskert
afnot og ráðstöfunarheimild yfir
öllum eignum búsins. Ef hann hins
vegar vanrækir framfærsluskyldu
sína eða rýrir efni búsins á óhæfi-
legan hátt geta samerfingjar hans
krafist skipta. Þeir geta líka krafist
riftunar á óhæfilegri gjöf úr búinu
miðað við efni þess.
Það sem annars getur leitt til loka
á setu í óskiptu búi er einkum lát
langlífari maka eða samerfingja,
að langlífari maki óski skipta, aö
hann gangi í hjúskap eða sé sviptur
lögræði. Einnig ef búið verður
eignalaust.
Erfðafjárskattur
Erföafjárskatt ber að greiða af
öllum fjárverðmætum sem renna
til erfingja við skipti á búi látins
manns. Tilteknir erfingjar eru þó
undanþegnir skattskyldu. Ber þar
helst að nefna maka og sambýlis-
mann/konu. En til aö sambýlisfólk
njóti þessarar undanþágu verður
að vera getið um sambúðina í
erfðaskrá. Aðrir sem njóta skatt-
frelsis eru ýmis líknar- og menn-
ingarfélög.
Sú prósentutala, sem greiða skal
í'erföaíjárskatt, er mismunandi eft-
ir því hversu nákomnir erfíngjarn-
ir eru arfleifanda. Ef verömæti
arfsins er undir tiltekinn lág-
marksfjárhæð (sem breytist í sam-
ræmi viö byggingavísitölu 1. des.
ár hvert) þarf ekki að greiða neinn
skatt. Á sama hátt hækkar skatt-
prósentan þegar verðmæti arfsins
fer yfir ákveðna fjárhæð. Lægstan
skatt greiða niðjar hans, þ.e. frá 5
til 10%. Foreldrar og niðjar þeirra
greiða 15 til 25% og aðrir erfingjar
greiöa 30 til 45%.