Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Page 35
ÞRIÐJUD'ÁGUR 30. APRIL 1991.
35,
Skák
Þessi staða, frá stórmótinu í Linares í
síðasta mánuði, þykir sýna vel styrkleika
Vassilys Ivanstjúks - sigurvegara móts-
ins og líklegs áskoranda Kasparovs. Stað-
an er úr skák Ivantsjúks (hvítt) við Mik-
hail Gurevits:
Leiknir hafa veriö 60 leikir í skákinni
og hvítur, sem á peði meira, á næsta leik.
Flestir hefðu tekið sér góðan tíma til
umhugsunar, leikið biðleik, t.d. 61 Kb2
og skoðað stöðuna í ró og næði heima.
Ivantsjúk hugsaði sig hins vegar lítt um,
lék að bragði 61. b4!! og það kom í hlut
svarts að leika biðleik.
Biðleikurinn var 61. - cxb4 en Gurevits
kaus að tefla skákina ekki áfram. Fram-
haldið heföi getað orðið 62. Hb3 bxa3 63.
Hb7+ Kd8 64. Hh7 og vinnur h-peðið og
síðan rennur hvíta peðið upp í borð. Tak-
ið eftir að 64. - Ha4 er svarað með 65.
Hh8+ Kd7 66. Hxc8! Kxc8 67. Rb6+ og
vinnur. Þama var Ivantsjúk fljótur aö
gera út um taflið. Eitthvað kann hann
fyrir sér, strákurmn.
Bridge
Slemmuspil settu ríkan svip á Is-
landsbankamótið um síðustu helgi.
Fá pör náðu besta samningnum í
spili 121 undir lok mótsins. Norður
gefur, AV á hættu.
* K87532
V 32
♦ 854
4» D8
* Á9
V G109865
♦ G972
+ 6
N
V A
S
* 10
V ÁKD4
♦ ÁKD10
* ÁKG4
* DG64
V 7
♦ 63
+ 1097532
Eins og sjá má standa sjö grönd í AV.
Algengast var að spiluð væri hálf-
slemma, ýmist í hjarta eða grandi. Á sum-
um borðum spiluðu NS sex eða sjö spaða
doblaða sem er mjög góð fórn. AV á einu
borðinu fóru illa með gullið tækifæri til
að ná sjö gröndum. Norður opnaði á veik-
um tveimur spöðum, austur doblaöi, suð-
ur sagði 4 spaða, vestur 5 hjörtu og norð-
ur 5 spaða. Austur vissi að sennilega
væri spaðaásbm í vestur vegna 5 hjarta
sagnarinnar og sagði því sjö hjörtu. Það
kom austri ekki á óvart þegar suður fórn-
aði í sjö spaða og nú voru AV lentir í
óskastöðu. Þar sem það er ljóst aö 7 spað-
ar verða aldrei spilaðir ódoblaðir getur
vestur valið milli þess að passa og dobla.
í þessari stöðu er venja að passið sýni
fyrstu fyrirstöðu í Ut andstæðinganna og
við passinu yröi auðveld ákvörðun fyrir
austur að segja sjö grönd. Vestri fannst
hins vegar rétt að gefa aðvörunarmerki
og doblaði. Austur treysti síðan dobUnu
og passaði. Sjö spaðar voru aðeins sex
niður sem gaf AV 1400. Það var einum
of Utið þar sem þeir sem fengu að spUa
slemmu í AV fengu í það minnsta 1460.
Krossgáta
J— r~ 3 V ,| 4 1 !
A J ■■1
/O II
/3 TT 1
7T* n
IC, J 2!
22 J r
Lárétt: 1 drolla, 6 þegar, 7 háski, 8 auð,
10 duglegir, 13 mjúk, 15 dyggi, 16 rúm-
mál, 17 ólykt, 19 spírir, 20 eyri, 22 saur-
inn, 23 stöng.
Lóðrétt: 1 köld, 2 gagn, 3 kvæði, 4 svein-
ar, 5 óhreinkir, 6 samt, 9 skaði, 11 snúið,
12 stafir, 14 vonda, 16 glöð, 18 grjót, 21
öðlast.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 mýkt, 5 sía, 7 æsa, 8 akka, 11
út, 13 trekkur, 15 ugga, 17 tak, 18 sin, 19
risi, 21 snauðan.
Lóðrétt: 1 mæltu, 2 ýsur, 3 kar, 4 takk-
ar, 5 skautið, 6 AA, 9 kúra, 12 tækin, 14
egna, 16 gin, 18 ss, 20 sa.
©KFS/Distr. BULLS
Og.S| £>í<Elt'lE'R
S-Z4-
Ég get ekki beöiö eftir því að sjá hvernig þetta kemur út.
Þetta er hamborgari í úðabrúsa.
Lalli og Lína
Slökkvilifr-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvílið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafiörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 26. apríl til 2. maí, að báðum
dögum meðtöldum, verður í Háaleit-
isapóteki. Auk þess verður varsla í Vest-
urbæjarapóteki kl. 18 til 22 virka daga
og kl. 9 til 22 á laugardag.
Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn-
ar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnaríjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvern helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfiafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnarnes, sími 11000,
Hafnarfjörður, sími 51100,
Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
simaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfiaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi-
móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími
620064.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfiörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. J4-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kiri5-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 Og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15-17.
Vísir fyrir 50 árum
Þriðjudagur 30. apríl:
Bandaríkjaherskip byrjuð eftirlitið á
vesturhluta Atlantshafs
Hátt í norðri og langt suður á bóginn. Þjóðverjar hafa í
hótunum - Rússar banna hergagnaflutninga um Rúss-
landagur
Spakmæli
Mannshöfuð er nokkuð þungt en samt
skulum við standa uppréttir.
Sigfús Daðason.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið þriðjud., fimmtud., laugard. og
sunnud. kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi
fyrir hópa i okt.- maí. Safnkennari tek-
ur á móti skólabörnum. Upplýsingar i
síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla laugar- og sunnudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-16.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga
nema mánudaga 11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfiörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjarnarnes, sími 615766.
V atnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjarnarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Kefiavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfiörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyrmingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15,
Rvík., sími 23266.
Liflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími
91-676111 allan sólarhringinn.
Stjömuspá
di)
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 1. maí
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Það gæti borgað sig að vera dálítið áræðinn í skipulagningu dags-
ins. Ferðaáætlanir eru spennandi en reiknaðu með seinkunum.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Breytingar á skipulagi dagsins eru af hinu góða og þú átt nægan
tíma fyrir sjálfan þig. Það ríkir mikil spenna í kringum þig og
því skaltu fara gætilega.
Hrúturinn (21. mars 19. april):
Þú átt annríkt í dag. Anaðu ekki út í neitt vanhugsað, taktu þér
tíma til að vega og meta ákveðna möguleika áður en þú gerir
eitthvað.
Nautið (20. april-20. maí):
Það gæti komið upp hjá þér mál sem er bæði óvænt og óþekkt
sem þú þarft að spá vandlega í. Samvinna auðveldar þér ný mál-
efni.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Athyglisverðar fréttir lífga upp á daginn hjá þér. Þér gengur best
með skapandi verkefni. Óvænt uppákoma verður afar skemmti-
leg.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þér hálíleiðist og ættir því að reyna eitthvað nýtt. Þér gengur
best með það sem þú tekur þér fyrir hendur um miðjan dag.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þú ert sérstaklega viðkvæmur gagnvart öðrum. Gríptu tækifæri
til þess að endurlífga gamla vináttu.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Vinátta er þér mikils virði. Gríptu hvert tækifæri sem þér býðst
til heimsókna. Reyndu að halda þér frá deilumálum.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Vandamálin virðast stundum stærri en þau eru. Taktu á málum
með bjartsýni og jákvæðni. Happatölur eru 2, 17 og 26.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Hlutimir smella saman hjá þér. Reyndu að taka til hendinni heima
fyrir og vera með vinum þínum eins mikið og þú getur í dag.
Happatölur eru 10,13 og 35.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Nýttu þér tækifæri til að gera góð kaup. Þú átt til að vera kænn
í viðskiptum. Það verður mikið um að vera þjá þér. Rómantíkin
blómstrar.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Spáðu vel í gildi upplýsinga sem þú færð til að framkvæma. Þú
ert undir mikilli pressu heima fyrir um að breyta einhverju.