Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1991, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUÐAGUR '30. • APRÍ'L 1991. Viðskipti Víðtækt samstarf ferðaskrifstofa í sólarlandaferðum: Þetta er samvinna en ekki ólöglegt samráð - segir Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar Minna er bókað í sólarferðir en í fyrra. Allar helstu ferðaskrifstofur lands- ins ákváðu í síðustu viku að taka upp víðtækt samstarf um að draga úr framboði sæta í sólarlandaferðir sumarsins með því að slá saman ferðum. Sameina flug. Áður hefur þekkst að sumar ferðaskrifstofanna felli saman ferðir ef illa er bókað en það hefur engan veginn veriö jafn- víðtækt og núna. Afleiðingin af þess- ari samvinnu er sú að litlar líkur eru á að ferðaskrifstofurnar bjóði sértil- boð í sólarferðir þegar líður fram á sumar. „Ekki ólögleg samráð" „Þetta eru ekki ólögleg samráð ferðaskrifstofanna. Þær eru áfram í bullandi samkeppni og bjóða mis- munandi verð til mismunandi staða. Hins vegar er samvinna af þessu tagi skynsamleg fyrir ferðaskrifstofum- ar. Með henni næst betri sætanýt- ing,“ segir Helgi. „Þetta samstarf skilar sér til neyt- andans vegna þess að í ár höfum við boðið verð sem er svipað og boðið var árið 1988 í krónum talið.“ Helgi segir ennfremur að fyrstu þrjár vikurnar eftir að ferðaskrifstof- urnar kynntu sumaráætlun sína í febrúar hafi ávallt bókast um 40 pró- sent allra sólarferða yfir sumarið. Að þessu sinni hafi hins vegar bók- ast mun minna og telur hann ástæð- una vera Persaflóastríðið. Samdráttur í sólarferðum „Það er merkjanlegur samdráttur í sólarlandaferðum, fyrst og fremst vegna minni bókana fyrstu þrjár kynningarvikurnar. Hugsanlega kann fjöldi bókana fyrir sumarið eitthvað að aukast á næstum vikum. Viö töldum hins vegar enga ástæðu til að bíöa lengur og sjá til, heldur ákváðum við að draga úr sætafram- boðinu í takt við þá eftirspurn sem þegar er komin fram.“ Að sögn Helga bjóða ferðaskrifstof- urnar um 10 til 20 prósent lægra verð í krónum talið en í fyrra þrátt fyrir að flugfélög hafi hækkað verð á flug- miðum. „Ástæðan fyrir því að menn ákváðu að lækka var aö um síðustu áramót var hugmyndin um að sam- eina flug ferðaskrifstofanna komin fram. Menn töldu víst að hún næði fram að ganga og aö þar með væri búið að tryggja góða sætanýtingu þó bakslag kæmi í bókanir. Þetta hefur nú tekist." Sértilboð í sumar virðast úr sögunni - Nú er alltaf ákveðinn hópur sól- arlandaferða sem bíður fram á sum- ar eftir sértilboðum um verulegan afslátt hjá ferðaskrifstofunum á sól- arlandaferðum. Það virðist lítið eftir handa þessum hópi? „Þessi samvinna núna kemur í veg fyrir að það þurfi að henda á markað- inn einhveijum neyðarverðum og refsa þannig þeim sem hafa bókað snemma. Einhverjir hafa eflaust reiknað með að fara út á svona kjör- um en nú blasir við að það verður ekki boðið upp nein slík kjör.“ Helgi segir að auk betri sætanýt- ingar stafi verðlækkunin á milli ára af hagstæðari hótelsamningum ferðaskrifstofanna ytra. Helstu sólarstaðir íslendinga eru Mallorka, Costa del Sol og sólar- strendur á Ítalíu. Það er fyrst og Þetta er frá Sorpu í gær. Ruslið er byrjað að streyma inn. Þetta er ekki skipulagt kaos heldur skipulagt rusl. Nú gengur allt út á að hver og einn í þjóðfélaginu flokki ruslið sitt. DV-mynd S Sorpa byijaði í gær: 9 þúsund ffyrir farminn Sorpa, nýtt fyrirtæki sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu sem flokkar rusl, tók til starfa í gær. Ein- staklingar geta ekki farið í Sorpu heldur verða að losa rusl í sérstökum gámum í íbúðahverfum. Hins vegar er tekið á móti sorpi frá fyrirtækjum gegn sérstöku gjaldi. Gjaldið, sem fyrirtæki verða aö greiöa, er 3,47 krónur á kíló á farm af óflokkuðum iönaðarúrgangi yfir 2,5 tonnum. Einstakir farmar yfir 4 tonnum af óflokkuðu eru 3,16 krónur á kíló. Einstakir farmar af óflokkuð- um iðnaðarúrgangi undir 2,5 tonnum kosta 9.054 krónur á farm. Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að fyrir- tæki eigi nú tvímælalaust að skipta við iönsöfnunarfyrirtæki, gámaþjón- ustur og slík fyrirtæki og ná hag- kvæmninni þar fram við losun rusl. Þau fyrirtæki, sem koma með flokkað rusl, greiða mun minna. Verðið fyrir losun pappa er 2 krónur á kíló umfram 100 kíló og 1,26 á kíló umfram 100 kíló. Eftir aö sorpið hefur verið flokkað í Sorpu í Gufunesi er ruslið flutt og urðað í landi Álfsness á Kjalarnesi. Þess má geta aö öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nema Reykja- vík hafa lagt sérstakt sorpgjald á ein- staklinga og er gjaldið 5 þúsund krónur á hveija íbúð. -JGH Sjávarútvegsfyrirtækin á hlutabréfamarkaði: Hagnaður Granda og Ú A mestur Hagnaður Granda og UA, Utgerð- arfélags Akureyringa, var mestur af þeim fjórum sjávarútvegsfyrirtækj- um sem eru með skráð gengi hluta- bréfa á hlutabréfamarkaðnum. Hagnaður Granda var 190 milljónir eftir skatta og hagnaður ÚA var svo til sá sami eða 187 milljónir eftir skatta. Sjávarútvegsfyrirtækin íjögur á hlutabréfamarkaði eru Grandi, ÚA, Síldarvinnslan á Neskaupstað og út- gerðarfyrirtækiö Skagstrendingur á Skagaströnd. Fyrstu þrjú fyrirtækin eru bæði með útgerð og fiskvinnslu og eru á meöal þeirra stærstu og öflugustu í greininni. Öll skiluðu þau hagnaði á síðasta ári. Skagstrendingur rekur hins vegar tvo togara, ísfisktogarann Arnar og frystitogarann Örvar. Hagnaður þess var 94 milljónir eftir skatta. Eiginíjárhlutfall fyrirtækjanna Eiginfjárhlutfall sjávarútvegs- fyrirtœkja á hlutabréfamarkaði Grandi UA Síldarv. Skagstr. Hagnaður sömu fyrirtœkja á hlutabréfamarkaði ári 1990 200 2160 1 R 120 ieo 40 0 Grandi UA Síldarv. Skagstr. Eiginfjárhlutfallið er hæst hjá Skagstrendingi, 49 prc- sent, og Útgerðarfélagi Akureyringa, 48 prósent. Hagnaður Granda var um 190 milljónir eftir skatta í fyrra. Hagnaður Útgerðarfélags Akureyringa var litlu minni eða 187 milljónir. íjögurra er mismunandi. Það er hæst ÚA, 48 prósent. Grandi er með 40 vinnslan á Neskaupstað rekur lest- hjá Skagstrendingi, 49 prósent, og prósent eiginfjárhlutfall en Síldar- ina með 8 prósent hlutfall. -JGH fremst til þessara staða sem ferða- skrifstofurnar slá saman ferðum. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN Overotr. Sparisjóösbækur ób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4.5-5 Lb VlSITÖLUB. REIKN. 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib 15-24 mán. 6-6,5 lb,Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar i SDR7.4-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,1 -9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIRSKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandarikjadalir 5-5,25 Bb Sterlingspund 11-11,1 SP Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Sp Danskarkrónur 8-8,6 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN överðtr. Almennirvixlar(forv.) 15,25 Allir Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb 7.75-8.25 Lb AFURÐALÁN Isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 9.75-9,9 Nema Sp Bandaríkjadalir 8-8,5 Lb Sterlingspund 14-14.25 Lb Vestur-þýskmörk 10,75-10,8 Lb.ib.Bb Húsnæðislán 4,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. mars 91 15,5 Verðtr. apríl 91 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala april 3035 stig Lánskjaravisitala mars 3009 stig Byggingavísitala april 580 stig Byggingavísitala april 181,2 stig Framfærsluvísitala april 151 stig Húsaleiguvisitala 3% hækkun . april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Einingabréf 1 5,557 Einingabréf 2 2,996 Einingabréf 3 3,644 Skammtímabréf 1.860 Kjarabréf 5,448 Markbréf 2,906 Tekjubréf 2,087 Skyndibréf 1,620 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,667 Sjóðsbréf 2 1,865 Sjóðsbréf 3 1,847 Sjóðsbréf 4 1,604 Sjóðsbréf 5 1,113 Vaxtarbréf 1,8852 Valbréf 1,7613 Islandsbréf 1,151 Fjóröungsbréf 1,082 Þingbréf 1,150 öndvegisbréf 1,137 Sýslubréf 1,162 Reiðubréf 1,126 Heimsbréf 1,060 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6.10 6,40 Eimskip 5,40 5,62 Flugleiðir 2,30 2,39 Hampiðjan 1.72 1,80 Hlutabréfasjóðurinn 1,84 1.93 Eignfél. Iðnaðarb. 2,32 2,40 Eignfél. Alþýðub. 1,62 1.70 Skagstrendingur hf. 4,40 4,60 Islandsbanki hf. 1,50 1.57 Eignfél. Verslb. 1.73 1,80 Olíufélagið hf. 5,40 5,65 Grandi hf. 2,48 2,65 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 5,75 6,00 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Útgerðarfélag Ak. 4,05 4,20 Olís 2,25 2,35 Hlutabréfasjóður VlB 0,99 1,04 Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09 Auðlindarbréf 0.990 1,042 Islenski hlutabréfasj. 1,06 1.11 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,18 2,60 (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðaö við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb= islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast f DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.