Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 11. -MAL1991. dv Fréttir Sigurður Sæmundsson seldi meintan son Hrafhs 802 til útlanda: Tapaðistórfé er blóðprafa af ■ sannaði faðernið „Mágur minn og annar maöur keyptu Val 1008 frá Bræðratungu sem var bókfæröur sonur Hrafns 802 frá Holtsmúla. Þeir báöu mig síðan að selja fyrir sig hestinn. Rétt eftir það bað mig kona frá Svíþjóð að út- vega sér hest og þar sem Valur var hér heima hjá mér var samið um að hún keypti þennan klár. Svíar tóku blóðpnifu úr hestinum, vegna blóð- flokkarannsókna á afkvæmum hans seinna meir. Það var ekki verið að því til að athuga ætterni hans endi- lega en á rannsóknastofunni var til blóð úr Hrafni. Mönnunum datt í hug að bera blóðið saman og þá kom í ljós að Valur er ekki undan Hrafni," segir Sigurður Sæmundsson, bóndi á Holtsmúla. Sigurður tapaði hundruðum þús- unda á því að selja Val fyrir þremur árum. Þegar upp komst að faðernið var rangt var Valur geltur. Sigurður þurfti því að greiða muninn á verði ættbókarfærðs stóðhests og venju- legs geldings. Þetta er annað dæmið þar sem stóð- hestur er skráður sonur Hrafns frá Holtsmúla en við blóðprufu reynist það ekki rétt. Eins og DV hefur greint frá er stóðhesturinn Asi 1122 frá Brimnesi ekki sonur Hrafns eins og haldið hefur veriö. „Ég varð að gera svo vel og taka á mig tapið. Það virtist enginn vera tilbúinn til að gera það, hvorki bónd- inn sem seldi hrossiö né Búnaðarfé- lagið sem þó var búið að leggja gjöld á klárinn sem graðhest," segir Sig- urður. Eftir að þetta mál með Val kom upp er farið að taka blóðprufu úr öllum þeim hestum sem seldir eru til Sví- þjóðar. „Það er kannski ágætt að hafa komið því til leiðar að menn fari að huga að því að hafa meira öryggi í ættarskráningunni. Ég held að í framtíðinni verði að fara þá leið að taka blóðprufu úr dæmdum hestum til að koma í veg fyrir svona. Hins vegar er ég viss um að bændumir sem selja þessa hesta eru sjálfir viss- ir um að þeir séu rétt feðraðir. En það verður að koma ætterni stóð- hesta á hreint, bæði fyrir íslenska hrossaræktun og sölu þessara hesta til útlanda," segir Sigurður. -ns Valur 1008 frá Bræðratungu sýndur af Einari Öder Magnússyni á fjórðungs- mótinu á Hellu 1981. DV-myndE.J. Skilvísar stúlkur: Fundu tugþúsundir og afhentu lögreglu Öldruð kona af rússneskum upp- runa en með íslenskan ríkisborgara- rétt kom alveg miður sín á lögreglu- stöðina í Reykjavík á þriðjudag þar sem hún hafði tapað plastpoka sem í var umslag með tugþúsundum króna í erlendum gjaldeyri. Grunaði konuna að hún heföi verið rænd í verslun og var máiið því sett í rann- sókn. Konan ætlaöi til útlanda daginn eftir en frestaði för sinni um einn dag. Á miðvikudag hafði féð ekki fundist og fór konan. í gær komu hins vegar tvær unglingsstúlkur á lögreglustöðina með plastpokann og umslagið með öllum peningum gömlu konunnar. Þær fundu pokann á Frakkastígnum, skoðuðu í hann og ákváðu að skila honum til lögregl- unnar. Gömlu konunni er enn ókunnugt um afdrif peningcmna. -hlh AÐ GEFNU TILEFNI Cöte d*Or SÆLQÆTI EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI MAGNÚSTH.S. BLÖNDAHLH/F S. 12358, 13358, FAX 25044 7, Petta er óneitanlega óvenjulegur og nýstárlegur bíll, - APPLAUSE frá Daihatsu. Hann sameinar ótal kosti sem nútíma bíleigandi krefst: Undurgóð fjöðrun ásamt sítengdu aldrifi eða framhjóladrifi valda því að hann liggur / einstaklega vel og er því mun öruggari í akstri. Kraftmikil, sparneytin vél, vökvastýri og ótrúlega mikið rými fyrir farþega og farangur gera hann ólýsanlega þægilegan, beinlínis skemmtilegan. En þetta eru bara orð, við getum haldið lengi áfram. Þú verður einfaldlega að prófa, þar liggur sannleikurinn. □AIHATSU APPLAUSE - prófaðu bara! Applause með framhjóladrifi kostar frá kr. 929.000 stgr. á götuna. Applause með sítengdu aldrifi kostar kr. 1.245.000 stgr. á götuna. FAXAFENl 8 • SÍMt 91 -68 58 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.