Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 18
Veiðivon „Hin siðari ár hefur þeim stórfjölgað sem hafa byrjað að hnýta flugur hérlendis og það koma nýir hnýtingamenn á hverjum degi,“ sagði Kristján Kristj- ánsson þegar þessi mynd af verðlaunahöfunum í fluguhnýtingakeppninni var tekin. 106 flugur voru sendar og 18 hnýtarar fengu verðlaun. 12 þeirra mættu til að taka við þeim. DV-mynd G.Bender Veiðivötnin að vakna „Flugan er komin á kreik og flskur- inn er farinn að vaka, þá er sumarið komið. Svoleiðis var það við Elliða- vatnið eitt kvöldið fyrir skömmu, þá var gaman að vera við vatnið,“ sagði einn af veiðidelluköllunum við und- irritaðan í vikunni. Hann hefur dval- ið öllum stundum við vatniö en kannski ekki veitt mjög mikið ennþá. „Þetta er að koma og það að vera bara úti og reyna felur ýmislegt í sér,“ sagði þessi veiðidellukall og ætlaði að Elhðavatni í kvöld, annað kvöld og kannski... „Veiðin er að byrja í Kleifarvatni og þar er sumarkortið selt á 3000 kr. en heill dagur á 700 kr. og hálfur á 500,“ sagði Sigurður Bergsson, for- maður Stangaveiðifélags Hafnar- íjarðar, um Kleifarvatnið. Það er hægt að reyna í mörgum vötnum þessa dagana, eins og Meðal- fellsvatni, Eyrarvatni, Þórisstaða- vatniogGeitabergsvatni. Spurningin Einar Einarsson með einn af fyrstu er bara: Tekur silugurinn agnið hjá silungunum úr Elliðavatni á maðk-. veiðimönnum? -G.Bender inn' DV-mynd G.Bender Ármann Sigurðsson og Sigurður Bergsson með tvo laxa og fimm bleikjur úr Hlíðarvatni. DV-mynd Hilmar LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. Þjóðarspaug DV Ekki veit ég trúverðugleika eftir- farandi sögu en læt hana þó flakka engu að síður. Þannig var mál með vexti að Steingrímur Hormannsson hjálp- aði eitt sinn gamalh konu, sem dottið hafði á hálkubletti, að standa á fætur aftur. Er hún var staðin upp krafðist hún þess að fá að borga Steingrimi 100 krónm- fyrir hjálpina en hann neitaðí að taka við þeim. Konan spuröi þá hvort hún gæti ckki gert citthvað fyrir liann fyrir hjálpina. „Ja, þú getur t.d. kosið Fram- sóknarflokkmn í næstu kosning- um,“ svaraði Steingrímur. „Ég datt nú ekki á höfuðiö, væni minn," heyrðist gamla kon- an tuldra um leið og hún hélt leið- ar siimar. Nancy Gleymska SteingrímsTíermanns- sonar er orðin landsfræg og er hér ein saga tengd hcnni. Þannig bar við að Steingrímur var i opin- berri heimsókn í Bandaríkjunum skömmu eftir að George Bush varð forscti. Steingrími var að sjálfsögðu boðið aö hitta hinn nýkjörna forseta og konu hans. Er Steingrímur mættí í veisluna gekk hann rakleiðis að konu Bush og sagði: „Hi, Nancy, how are you?“ Boðoröið Maður nokkur í smáþorpi úti á landi tapaði reiðhjólinu sínu og taldi víst að því hefði verið stolið. Einhvcrn veginn datt honum í hug að leita á náöir sóknai*prests- ins tii að hafa uppi á hjólinu. „Komdu til kirkju á sunnudag- inn,“ sagöi presturinn, „og veittií kirkjugestum vel athygh, scr- stakiega þegar ég fer með boðorð- ið: Þú skalt ekki stela. Það er ekki ólíklegt að þjófnum bregði þegar hann heyrir það, ef hann mætir til messu.“ Daghm eftir messuna kemur maðurinn alsæll til prestsins og er þá með reiðhjólið. „Jæja, þetta hefur þá heppnast hjá okkur,“ sagði presturinn hróðugur. „Já, en ekki alveg eins og þú heldur," svaraði maðurinn, „því um leið og þú fórst með boðorðið: Þú skalt ekki girnast konu ná- unga þíns, þá mundi ég allt í einu hvað ég hafði skilið hjólið mitt eftir.“ Finnur þú fimm breytingai? 104 Q ((| [)) ■ Q 0 ’ o □ Q 11! □ D '©PIB-^C_..„, CBPINHACtM ..QX& ..//..QJjSé- <9 V) Má ég sýna þér nýjan bursta sem hægt er aö þrífa meö upp eftir öllum Nafn:.. veggjum ... ? Heimilisfang:. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kemur í ljós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurveg- ara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verð- mæti kr. 3.743,- 2. Fimm Úrvalsbækur að verö- mæti kr. 3.743,- Bækurnar sem eru í verölaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum haturs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 104 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Guðrún S. Guðmundsd., Grandavegi 47, íbúð 802 107 Reykjavík 2. Guðný Gigja Benediksd., Austurbraut 19, 780 Höfn Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.