Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 21
.leei ÍAM .11 HUÐAQHAOUAJ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. 'Sviösljós dv Júlía Roberts segist ætla að halda áfram að leika til áttræðisaldurs. Júlía Roberts: Vill ekki leika saetar stelpur - held áfram til áttræðs ar að hún fékk lítið hlutverk í kvik- mynd þar sem hann lék sjálfur aöalhlutverkið. „Það hjálpaði mér mikið að eiga hann að,“ viðurkennir Júlía. „En það dugar þó skammt. Ef bróðir þinn er frægur leikari þá getur það auðveldað þér að fá áheyrn hjá leikstjórum og þeim sem skipa í hlutverk. Það var það sannarlega í mínu tilfelli. En ef þú hefur ekki þá hæfileika sem til þarf þá dygði ekki einu sinni að vera dóttir Mari- lyn Monroe." Það var síðan 1988 sem ferill Júl- íu hófst en það ár lék hún í þremur kvikmyndum. Fyrst Satisfaction, þá Baja Oklahoma og loks Mystic Pizza sem naut mikilla vinsælda. Það tryggði henni hlutverk í Steel Magnolias þar sem hún lék við hlið fjölda frægra leikkvenna eins og Shirley McLaine, Olympiu Dukak- is, Dolly Parton. Júlía fékk tilnefn- ingu til óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sina í þessum félags- skap og átti það vissulega skilið þó hún fengi síðan ekki verðlaunin þegar til kom. Nýjasta kvikmynd Júlíu er Sleep- ing With The Enemy sem um þess- ar mundir er sýnd í Bíóhöllinni. Þar leikur hún eiginkonu sem svið- setur dauða sinn til þess að flýja frá grimmum og ofbeldisfullum eiginmanni. Hlutverkið hreppti Júlía eftir að Kim Basinger hafði gefið það frá sér. Myndin hefur fengið góða aðsókn einkum vegna þess að Júlía leikur í henni. En hver skyldu vera næstu verkefni hennar? Júlía er um þessar mundir að hefla tökur eftir langt frí í kvik- mynd sem heitir Beond A. Rea- sonable Doubt. Þar leikur hún konu sem sæti á í kviðdómi og verður ástfangin af sakborningn- um sem er fyrir rétti ákærður fyrir morð. Þá er fyrirhugað framhcdd af Mystic Pizza, síðan kvikmynd sem heitir Renegades og er gaman- samur vestri þar sem Mel Gibson leikur aðalhlutverkið og síðan er áætluð kvikmynd sem heitir Dying Young. Það er Joel Schumacher sem gerir þá kvikmynd eins og Flatliners og fjallar að þessu sinni um ástarsamband hjúkrunarkonu við dauðvona sjúkling. Gæti verið að minnsta kosti þriggja vasaklúta mynd. Af þessu má ráða að Júlía Roberts er komin á hvíta tjaldið til þess að vera. „Ef Hollywood gleymir mér þá hef ég örugglega einhver ráð með að minna á mig. Ég ætla að halda áfram að leika þangað til ég verð áttræðaðminnstakosti.“ -Pá „Ég vil alls ekki láta líta á mig sem bara sæta stelpu. Ég er leik- kona sem er í þessu fagi af fullri alvöru og ætla mér þetta sem ævi- starf. Þess vegna get ég alveg verið vandfýsin á hlutverk því ég er kom- in til þess að vera,“ segir banda- ríska nýstirnið Júlía Roberts í við- tah við tímaritið Prevue. Júlía er nú þegar orðin meðal þeirra leikkvenna í Hollywood sem hvað mestar vonir eru bundna# við. Þó hún hafl aðeins leikið í 8 kvikmyndum nema laun hennar nú meira en 1 milljón dollara fyrir hveija mynd. Júha á einkum frægð sína að þakka kvikmyndinni Pretty Woman þar sem hún lék vændis- konu sem kemst í kynni við ofur- ríkan viðskiptajöfur og þau verða ástfangin og hann ber hana á brott, ekki á hvítum hesti heldur á einka- þotunni sinni. „Ég skammast mín ekkert fyrir að hafa leikið vændiskonu. Það hafa flestar góðar leikkonur ein- hvern tímann gert. Hún endar hka á því að hætta sem vændiskona og þar sem þetta er fyrst og fremst gamanmynd fannst mér þetta ekk- ert gyha hlutskipti þessara kvenna.“ Júlía, sem reyndar er trúlofuð ungstirninu Kiefer Sutherland, hefur fengið á sig orð fyrir að vera siðprúð og vilja helst ekki leika í myndum þar sem hún þarf að fara úr fotunum. „Mér er reyndar meinilla við það. Oftast eru þessar nektarsenur að- eins ómerkileg afsökun til þess að sýna áhorfendum leikkonuna hálf- eða allsnakta og hafa ekkert list- rænt gildi eða nauðsyn. Svo er það óréttlátt að sýna ástaratriði þar sem leikkonan er allsber en karl- leikarinn á móti henni í jakkaföt- um, eins og oft er gert. Það þoli ég ekki.“ Júlía Roberts fæddist í borginni Smyrna í Georgiu og ólst upp fyrstu fjögur árin á heimili sem var gegn- sýrt leikhst en foreldrar hennar kenndu leiklist inni á heimilinu. Síðan skildu þeir og Júlía varð um kyrrt hjá móður sinni ásamt Lísu, eldri systur sinni, en bróðir þeirra, Eric, fluttist til Atlanta með foður þeirra. Eric Roberts varð þekktur leikari löngu á undan litlu systur sinni og hefur leikið í fjölda kvik- mynda. Nægir að nefna The Runaway Train og The Pope Of Greenwich Village. Þegar Júlía ákvað aö leggja leiklistina fyrir sig og fluttist búferlum til New York eftir að hún lauk menntaskóla þá var það Eric sem hjálpaði henni á framabrautinni og kom því til leið- FORSALA AÐGONGUMIÐA: Reykjavík: Skifan, Kringlunni. Laugavegi 33 og Laugavegi 96; Bónus Videó. Hraunbergi; Bónus Videó Strandgötu 28, Videóhöllin Þönglabakka 6. Videóhöllin Hamraborg 11, Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirdinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Ólafsvik: Gistiheimilið Höfði Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavik: Hljómval. Allar upplýsingar i sima 91 - 67 49 15. LISTAHATID I HAFNARFIROI 1 JUNI-13. JUU1991 6UNNUDAGINN 16. JÚNÍ KAPLAKRIKAVELLI HAFNARFIRÐI VIDEÓ ÁLFHÓLSVEGI 32 SI'MI 46522 Hann er friðarsinni en var mikill bardagamaður áður fyrr. Hann er víða þekktur fyrir leikní sina með sverð. Nú hefur Hann tekið að sér nýtt verkefni. Hann ætlar að hefna vin- ar síns sem var myrtur á hroðaleg- an hátt af skæruliðanum Sho. Þannig hefst krossferð ótta og einnig vináttu. Það er aðeins einn sem getur staðið uppi sem hetja, það er aðeins einn sigurvegari. Lokabardaginn ræður úrslitum. Hér er mynd fyrir ykkur sem viljið myndirnar með ailt á hreinu, fullar af undirferli og ævintýrum, leiftr- andi rómantík og sexí konum. The Secret Life of lan Fleming er hinn endanlegi Bond. Byggt á sannsögulegum atburð- um um skapara 007 innan raða Bresku leyníþjónustunnar. Hann er fenginn i óvanalcgt verkefni þar sem hann verður að leika tveimur skjöldum í miskunnar- lausum háskaleik. SIMI 65 12 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.