Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991.
Leki kom að línubát:
Sjór fossaði
inn í lestina
„Það hefur sennilega ekki lokast
fyrir lensingu og því hefur sjórinn
fossað viðstöðulaust í lestina. Við
uppgötvuðum þetta þegar báturinn
var farinn að þyngjast verulega en
ástæðuna fyrir lekanum uppgötvuð-
um við ekki fyrr en við vorum búnir
að þurrlensa bátinn,“ sagði Ástþór
Gunnarsson, skipstjóri á Guðmundi
Kristni SU 404, í samtali við DV.
Guðmundur Kristinn, um 200 lesta
línubátur, var að veiðum suðvestur
af Ingólfshöföa eftir hádegi í gær
þegar sjórinn fór að leka í lestina.
Kraftmiklar dælur höfðu þurrlensað
bátinn svo hægt væri að stöðva lek-
ann. Sjómælingabáturinn Baldur var
staddur rétt hjá og var við hliðina á
Guðmundi Kristni meðan gengið
væri úr skugga um að allt væri í lagi.
Engin slagsíða kom á bátinn og veður
var gott þannig aö 7 manna áhöfn
var aldrei í hættu. Þegar DV ræddi
við Ástþór seinnipartinn í gær var
allt í stakasta lagi um borð. -hlh
Bílslysið 1 Exeter:
Fjórireru
komnirheim
Sexmenningunum, sem lifðu af hið
hörmulega bílslys í Exeter á Eng-
landi í síðustu viku, líður öllum vel
eftir atvikum. Fjórir þeirra eru
komnir heim og þurfti einn þeirra,
Jens Jensson, að fara beint á sjúkra-
hús.
Róbert Jónsson, sem lengi var með-
vitundarlaus, er kominn til meðvit-
undar og er allur aö braggast. Það
er samt ekki þorandi að senda hann
heim fyrr en eftir helgi. Hjá honum
er bróðir hans, Karl Omar Jónsson,
sem meiddist á andliti en er útskrif-
aðurafsjúkrahúsinu. -HK
NiYÐARHNAPPUR
FRÁ vara
fyrir heimabúandi sjúklinga
og aldraSa
VARI
® 91-29399
Alhliða
öryggisþjónusta
síðan 1 9ó9
LOKI
Þetta eru ansi dýrir
eyrnatappar!
Hljoðmur fyrir
iimm nus icosfSi
sjö milljónir
Verið er að byggja hljóðmúr frá íbúar húsanna óskuðu eftir að á hverjum stað. Fyrir húsin við
Reykjanesbraut fyrir 5 hús viö þessihljóðmúryrðireistur.Sigurð- Bleikargrófhefðivarlaannaðkom- .
Bleikargróf i Reykjavlk. Að sögn ur sagði að sams konar hþóðmúr ið til greina en steyptur veggur.
Sigurðar Skarphéðinssonar, að- hefði ekki áður verið reistur og því En ekki veröur bæði sieppt og
stoðargatnamálastjóra, kostar værífróðlegtaðsjáhvernigútkom- haldið. Múrimt mun að sjálfsögðu
verkið 7 milljónir króna. anyrði.Hannsagðiaðþettavanda- takmarka útsýni úr húsunum
Hávaðinn vegna umferðar um rnál með hávaða frá umferð væri flmm og nú eru íbúarnir með ein-
Reykjanesbrautina var kominn til staðar víðar og myndi verða í hverja bakþanka þess vegna.
upp í 70 desibil og því kominn framtíðinni. Fleiri en ein tegund -S.dór
nærri hættumörkum sem eru 85 af hljóðmúrum kæmu til greina,
desibil. allt eftir þvi hvernig aöstæður eru
Starfsmenn ístaks unnu að þvi i gær að reisa hljóðmúr frá Reykjanesbraut fyrir fimm hús við Bleikargróf i
Reykjavík. Kostnaðurinn við múrinn er 7 milljónir króna. DV-mynd GVA
Bankar breyta
ekki vöxtum
Engar almennar vaxtabreytingar
verða hjá bönkum og sparisjóðum
eftir helgi. Þetta er þvert á það sem
margir reiknuðu með. Þannig sagði
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, fyrr í vikunni við DV
að hann ætti von á að vextir þokuð-
ust nokkuð upp á við í dag, 11. maí.
Þrátt fyrir að almennar vaxta-
breytingar séu ekki á dagskrá bank-
anna hreyfir einn þeirra, íslands-
banki, vexti lítillega á innlendum
gjaldeyrisreikningum og gengis-
bundnum afurðalánum. Bæði er um
vaxtahækkun og vaxtalækkun að
ræða. Aðrir bankar breyttu vöxtum
á gengisbundnum reikningum 1. maí
en þá hreyfði íslandsbanki sig ekki.
Bankamaður sagði við DV í gær
að bankarnir biðu rólegir eftir að rík-
isstjórnin hækkaði vexti á spariskír-
teinum ríkissjóðs eftir helgi og létu
þannig ríkið ryðja brautina fyrir
vaxtahækkunum. -JGH
Framfærsluvísitala:
H ækkanir yf ir
rauða strikið
Vísitala framfærslukostnaðar var
birt í gær og reyndist hún vera um
1,2 prósentum hærri en í apríl. Sam-
kvæmt Hagstofunni er vísitala fram-
færslukostnaðar nú um 0,56 prósent-
um yfir viðmiðunarmörkum kjara-
samninga, rauða strikið svonefnda.
Af 1,2 prósenta hækkun vísitölunn-
ar frá fyrri mánuði stafa um 0,5 pró-
sent af árshækkun iðgjalda bifreiða-
trygginga. Verðhækkun matvöru olli
0,2 prósentum og verðhækkun
ýmissa vöru- og þjónustuliða olli um
0,5 prósenta hækkun.
Síðustu þrjá mánuði hefur vísitala
framfærslukostnaðar hækkað um 1,9
prósent og jafngildir sú hækkunn 7,7
prósentaverðbólguáári. -JGH
Bamið frá Akranesi:
Á batavegi
Litli drengurinn, sem tvísýnt var
um eftir að hann fannst meðvitund-
arlaus í gosbrunni á Akranesi fyrr í
vikunni, er á batavegi. Hann hefur
verið færöur af gjörgæsludeild yfir á
almenna deild. -hlh
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Fremur svalt og slydduél um sunnan- og vestanvert landið
Á sunnudag verður hæg suövestanátt. Skúrir eða slydduél um allt sunnan- og vestanvert landið én þurrt norðaustanland.
Freniur svalt verður i veðri og hiti; á bilinu 3-10 stig og hlýjast fyrir austan.
Á mánudag vecöur vestan- og norðvéstanátt, snjó- eða slydduél norðanlands og vestan en léttskýjað suöaustantil.
Áfram verður svalt en þó sæmilega hlýtt aö deginum á.Suðausturlandi og hiti þár allt að 10 stig.