Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991.
Skák
r>v
Er þremur umferðum var ólokið
á minningarmótinu um Max Euwe
í Amsterdam, eða „5. Verenigde
spaarbank schaaktoumooi", eins
og mótið heitir upp á hollensku, sat
Englendingurinn knái, Nigel Short,
í efsta sætinu. Short hafði 4,5 vinn-
inga úr sex skákum og Valery Salov
kom næstur með 4 v. Sjöunda um-
ferð var tefld í gær en mótinu lýkur
á mánudag.
Neðan við S-in koma svo K-in í
hnapp: Karpov og Kortsnoj, sem
hafa 3,5 vinninga, og sjálfur heims-
meistarinn Kasparov með 3 vinn-
inga en hann hefur gert jafntefli í
öllum skákum sínum til þessa.
Ljubojevic, van der Wiel og Tim-
man hafa 2,5 v. og lestina reka
Mikhail Gurevits og Jóhann Hjart-
arson með 2 vinninga.
Tafl Kasparovs og Karpovs í
sjöttu umferð vakti óskipta athygli
því að ekki varð betur séð en að
heimsmeistarinn væri þar að tapa
sinni fyrstu skák á mótinu. Karpov
átti manni meira - tvo biskupa og
hrók gegn riddara og hrók - en átti
aðeins eitt peð eftir á borðinu. Svo
fór að Kasparov tókst að krækja
sér í peðið og halda jafntefli.
Þar hafði heimsmeistarinn
heppnina með sér og getur því sjálf-
sagt tekið gleði sína á ný. í um-
ferðinni á undan átti hann vinn-
ingsstöðu gegn Jóhanni en glutraði
henni niður. Það var heimsmeist-
arinn óhress meö - barði í borðið
aö skákinni lokinni og neitaði að
taka í hönd Jóhanns. Eins og fram
kom í DV fyrir viku fór Kasparov
fram á það að keppendum mótsins
yrði fækkað um tvo vegna þess hve
Jóhann og van der Wiel væru lágir
á stigum. En nú hefur heimsmeist-
arinn gert jafntefli við þá báða og
Júgósfavneski stórmeistarinn Ljubojevic tapar alltaf fyrir Short og gildir einu hvort hann leikur c-peði sínu fram um einn eða tvo reiti í byrjun.
Euwe-mótið í Amsterdam:
Skákar Short K-unum?
- Kasparov óhress með jafnteflið við Jóhann
sannast þar enn hið fornkveðna að
ekki er nóg að eiga mörg stig held-
ur verður líka aö tefla vel.
Jóhann hefur enn ekki unnið
skák, tapað fyrir Timman og Short
en haldiö sínu gegn van der Wiel,
Karpov, Kasparov og Kortsnoj.
Hann átti að tefla við Ljubojevic í
gær og sovésku stórmeistaramir
Gurevits og Salov bíða hans í loka-
umferðunum.
„Skyldupunktur"
Hér í skákþætti fyrir fáum \tikum
var fjallað um Short og fórnarlömb
hans í Sikileyjarvörn - einkum þó
Júgóslavann „sókndjarfa",
Ljubojevic. Þrátt fyrir þaö sem þar
stóð afréð Jóhann að tefla Sikileyj-
arvöm gegn Short en Ljubojevic
tók hins vegar þann kostinn að
þoka c-peði sínu aðeins fram um
einn reit að þessu sinni - bauð upp
á Caro-Kann vöm. Eftir þeirri skák
að dæma mætti breyta boðorðinu
„teflið ekki Sikileyjarvörn gegn
Short“ í „leikið ekki c-peðinu fram
í fyrsta leik gegn Short“! Ljubojevic
reið ekki feitum hesti frá viður-
eigninni við enska stórmeistarann
fremur en fyrri daginn. Júgóslav-
inn er sannarlega góður viðskipta-
vinur Shorts, eða „skyldupunkt-
ur“, eins og ísienskir skákmenn
orða það gjaman.
Hér er þá nýjasta dæmið um
meðferð Shorts á aumingja
Ljubojeyic:
Hvítt: Nigel Short
Svart: Ljubomir Ljubojevic
Caro-Kann vörn.
1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6
5. Be2
Svona teflir Short gjarnan gegn
Caro-Kann vörninni en leikjaröð
hans er þó með ýmsu móti. Hann
er ekkert að angra biskup svarts á
f5, eins og áður tíðkaðist í þessu
afbrigði. Hann reynir að sýna fram
á að biskupinn standi ekkert betur
á f5 en innilokaður á c8, eins og í
franskri vörn.
5. - c5 6. 6-0 Rge7 7. c3 Rec6 8. Be3
Rd7 9. a3 c4
Skák
Jón L. Árnason
Dæmigert svar áður en hvítur
nær að leika b2-b4. Eftir að mið-
borðsstaðan lokast undirbýr svart-
ur peöasókn á drottningarvæng en
hvítur beinir sjónum sínum að
kóngsvængnum.
10. Rbd2 b5 11. Rel h5 12. g3 Bh3?!
13. Rg2 g6 14. Hel Bxg2
Nauösynlegt því að riddarinn var
á leið til f4. En nú linar svartur
tökin á hvítu reitunum á kóngs-
vængnum. Líklega orkar áætlun
hans, sem hófst með 12. leik, tví-
mæhs.
15. Kxg2 Hb8 16. h3! a5 17. Rf3 Be7
18. Dd2 Rb6 19. Rg5 Kf8 20. g4! hxg4
21. hxg4 Kg7
Svo virðist sem svartur megi nú
vel við una en brátt kemur í Ijós
að Short hefur séð einum leik
lengra.
22. Hhl Dd7 23. Bf4! Hcf8 24. De3 Dd8
Svartur er nú reiðubúinn að létta
á stöðunni með 25. - Hxhl 26. Hxhl
Hh8 o.s.frv.
25. Rh7!
Sannarlega óvæntur leikur!
Riddarann verður að drepa eins og
eftirfarandi afbrigði gefa til kynna:
i) 25. - Hfg8 26. Bh6 + Kxh7 27. Bf8 +
Bh4 28. Dh6 mát, og ii) 25. - Hfe8
26. Rf6 BxfB 27. exf6+ Dxf6 28. Bg5
og drottningin fellur.
25. - Hxh7 26. Hxh7 + Kxh7 27. Hhl +
Kg8 28. Dh3 Bh4
Eini leikurinn vegna máthótun-
arinnar eftir h-línunni. Nú leiðir
29. Dxh4 Dxh4 30. Hxh4 Ra4 ekki
til neins og heldur ekki 29. g5 Kg7
30. Dxh4 Hh8 o.s.frv. Enn lumar
Short á trompi.
29. Bh6! g5
Ef 29. - He8 er 30. f4! með hótun-
inni 31. Bg5 einfaldast.
30. f4 gxf4
Enn virðist svartur Ufa atlöguna
af. Ef nú 31. BxfB KxfB 32. Dxh4
Dxh4 33. Hxh4 Ra4 nær svartur
gagnfærum.
31. Bdl!!
Frábær leikur sem undirstrikar
vanmátt svarts.
31. Rd7 32. Bc2 Rdxe5
Örvænting en hvað var til ráða?
33. dxe5 Rxe5 34. Bxf8 f3+ 35. Kfl
Dg5 36. Dxh4 Dcl+ 37. Del Dxel +
Ef 37. - Dxc2 kæmi 38. Hh8 + !
Kxh8 39. Dxe5+ og mátar.
38. Kxel Kxf8 39. g5 Kg7 40. Kf2 f5
41. Hel Rd3 + 42. Bxd3 cxd3 43. Kxf3
Og Ljubojevic gafst upp. Enn ein
glæsiskák Shorts.
Skoðum þá viðureign „risanna"
þar sem heimsmeistarinn bjargaði
sér ævintýralega.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
RÍ6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8.
c3 (M) 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2
Bf8 12. a4 h6 13. Bc2 exd4 14. cxd4
Rb4 15. Bbl c5 16. d5 Rd7 17. Ha3 f5
18. Hael Rf6 19. Rh2 Dd7 20. exf5
Hxe3 21. fxe3 Bxd5 22. Rg4 Be7 23.
e4 Bf7 24. Rf3 Hd8 25. De2 Bc4 26.
De3 Rxg4 27. hxg4 Bf6 28. Bd2 He8
29. b3 Bn 30. Df2 De7 31. axb5 axb5
32. Dfl Hb8 33. Bd3 Rxd3 34. Dxd3
c4 35. bxc4 bxc4 36. Da3 Hb3 37.
Da8+ De8 38. Dxe8+ Bxe8 39. g5
hxg5 40. Bxg5 Bb2 41. Hdl Ba3 42.
e5 c3 43. exd6 c2 44. Hd5 Hbl+ 45.
Kf2 Hdl 46. Ha5 cl = D 47. Bxcl Bxcl
48. Ha6 Hd5 49. f6 g6 50. g4 g5 51.
Ha7 Bf4 52. f7+ Bxf7 53. d7 Kf8 54.
Rgl
54. -Hd2+??
Eftir 54. - Be6 vinnur svartur létt.
T.d. 55. Rh3 Bd2, eöa 55. Ha5 Ke7.
55. Kel Hd5 56. Rh3 Bd2+ 57. Ke2
Kg7
Hvítur hótaði 58. Ha8+ Ke7 59.
d8 = D+ Hxd8 60. Hxd8 Kxd8 61.
Kxd2 o.s.frv.
58. Ha2! Bcl 59. Hc2 Ba3 60. Rxg5
Bg8 61. Hc7 Kg6
Og Karpov bauð jafntefli um leið,
enda leikur hvítur 62. Hc8. Þar
slapp Kasparov með skrekkinn.
-JLÁ