Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1991, Blaðsíða 10
10 .1861 IAM .II HUOAQflAOUAJ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991. Myndbönd Ekki verða miklar breytingar' á listanum milli vikna. Bird On a Wire situr sem fastast í efsta sæti listans og fuglinn sá virðist ekki vera neinn farfugl. Darkman eftir hrollvekjumeistarann Sam Raimi kemur inn á listann með látum og treðst beint í þriðja sætið. Þetta er hrollur og spenna í bland og hand- ntið mun vera í ætt við söguna af Óvættinum í Óperunni. Kvik- myndin Blue Heat, sem er hefð- bundin lögreglu-glæpamanna áta- kamynd með gamla jaxlinum Brian Dennehy í broddi fylkingar, kemst inn á listann í 10. sætið. Annaö er með kyrrum kjörum. 1 (1) Bird On a Wire 2 (6) Young Guns il 3 (-) Darkman 4 (2) Another 48 Hours 5 (4) Impulse 6(3) Wild at Heart 7 (5) Freshman 8 (-) Breaking In 9 (-) Heart Condition 10 (-) Blue Heat ★★ Vt Seinheppinn lífvörður THAT SUMMER OF WHITE ROSES Úlgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Rajko Grlic. Aðalhlutverk: Tom Contl, Susan George og Rod Steiger. Bresk/júgóslavnesk, 1990 - sýningartimi 99 mín. Bönnuö börnum yngri en 12 ára. Tom Conti leikur í Sumri hvítra rósa (That Summer of White Roses) júgóslavneskan lífvörð á baðströnd sem þráir það heitast að bjarga manni frá drukknun. Myndin ger- ist í seinni heimsstyrjöldinni þegar nasistar réðu yfir Júgóslavíu. Sögð er á einkar nærfærinn hátt saga um mannlegan kærleika, grimmd TOM CONTI SUSAN GEORGE og hvernig aðstæður geta breytt lífi fólks. Baðvörðurinn Andrija er kannski ekki alveg eins skarpur og meðbræður hans en hann vinnur það upp með hlýju í garð samferða- manna sinna og sú hlýja hefur gef- ið af sér trygga vini sem styðja hann í blíðu og stríðu. Andrija hefur búið sér til háf einn sem hann ætlar að nota til að bjarga fyrsta manninum sem hann sér að er að drukkna. Það er svo kaldhæðni örlaganna að þegar stóra stundin rennur loks upp er það grimmur nasistaforingi sem hann bjargar og það reynist Andrj- ia erfitt að útskýra fyrir löndum sínum að hann hafi alls ekki vitað hver það var sem hann var að bjarga. Tom Conti fer snilldarlega með hlutverk baðvarðarins. Hann nær að sýna okkur á mjög sannfærandi hátt mann sem er seinni aö hugsa en aðrir en býr yfir lífsgleði sem aðrir öfunda hann af. Verður Andrjia mjög eftirminnilegur í meðförum hans. Aðrir leikarar sýna einnig ágætan leik, má þar nefna Rod Steiger i hlutverki besta vinar Andijia og Önu sem er á flótta og Andrjia tekur undir sinn verndarvæng. Sumar hvítra rósa er fyrst og fremst hugljúf kvikmynd um manniegar tilfinningar sem skilur eitthvað eftir þegar sýningu lýkur. -HK ★y2 Afturgenginn morðingi HOUSE III Útgefandi: Kvikmynd. Leikstjórn: Jim Isaac. Handrlt: Leslle Bohem. Aóalhlutverk: Lance Henrlksen, Brion James, Rita Taggart og Deedee Pfeiffer. Amerisk - 1989. Sýningartimi - 90 minútur. Bönnuð innan 16 ára. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar á gelgjuskeiði hafa afar gaman af hrollvekjum í kvikmyndaformi þar sem blóðið flæðir og einhvers kon- ar yfirnáttúruleg skrímsli leika lausum hala. Um þessa aðdáun hafa verið skrifaðar lærðar greinar ■ ■* SKAN'CUNMNíiUAM n *•« HQUSE ; mJmImÍ THE HORKOK SHOW sem setja aödáunina í samband við vaknandi kynhvöt og leitina að kynhlutverki. Flestir vaxa upp úr þessu en sumir staðna á þessu stigi og heillast af hrollvekjum alla ævi. Fyrir vikið er þarna traustur neyt- endahópur sem endurnýjast reglu- lega og kvikmyndaframleiðendur svara þörfinni með endalausum seríum um afturgengna fiölda- morðingja og fleiri skrímsl sem rísa aftur í hverri myndinni eftir aðra. House III er ein slík og vafamál hvort eyða á mörgum orðum á hana. Sagan er fengin að láni úr frekar fátæklegum alþjóðlegum hugmyndabanka hrollvekjufram- leiðenda. Dæmdur fiöldamorðingi tvíeflist í rafmagnsstólnum og gengur síðan aftur og ásækir lög- reglumanninn sem handsamaöi hann. Bæði lögreglumaðurinn og fiölskylda hans eru því í talsverðri hættu nema takist að stöðva fianda þennan í tæka tíð. Allt sýnist þetta frekar kunnug- legt og af vanefnum og metnaðari leysi gert. Ekki er að efa aö nægt blóð er í kúnni til þess að gera nokkrar myndir í viðbót um óféti þetta við mikinn fógnuð þeirra sem það kunna að meta. Hinir verða bara að yppta öxlum og horfa á eitthvað annað. -Pá ★★ Einstæð og einstök móðir STELLA Útgefandi: Kvikmynd Leikstjórn: John Erman eftir handriti Roberts Getchell Aðalhlutverk: Bette Midler, John Good- man, Trini Alvarado, Stephen Collins og Marsha Mason Amerisk - 1990 Sýningartími 104 mínútur Leyfö öllum aldurshópum Stella er kjaftfor, lífsglöð barstúlka sem lætur karlmenn ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. Hún fellur fyrir lækninum Stephen Dallas og verður ófrísk eftir stutt ástarævin- týri. Stéttaskipting og stolt koma í veg fyrir að þau giftist syo Stella elur dóttur þeirra upp ein. Þegar sú stutta kemst til vits og ára verð- ur móðurinni ljóst að faðir hennar getur í krafti peninga og ættarveld- is veitt henni mun betri tækifæri í lífinu en hún sjálf mun nokkurn Myndasöguhetja THE FLASH Útgefandl: Stelnar hf. Lelkstjórl: Robert Iscove. Aðalhlutverk: John Weslery Shipp og Amanda Pays. Bandarísk, 1990 - sýningartími 90 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Það hefur verið vinsælt á undan- förnum árum að gera kvikmyndir eftir hetjum teiknimyndasagna. Nærtæk dæmi eru Superman, Bat- man, Dick Tracy og The Punisher. Nýjasta persónan, sem fær slíka yfirhalningu, er Flash sem mundi likast til vera sá sami og við þekkj- um undir nafninu Hvellur. Kvik- myndin, sem ber einfaldlega nafnið The Flash, er undanfari sjónvarps- myndaflokks sem ég hef engar fréttir af hvemig hefur gengið. The Flash ber það með sér að vera sjónvarpsmynd. Ekki er eins mikið lagt í hana og fyrmefndar myndir en hún sleppur samt fyrir hom tæknilega séð og í heild er hér um ágæta afþreyingu að ræða fyrir unnendur slíkra mynda. Aðstand- endur hafa gert rétt í að um leið og sýndir eru yfirburðir hetjunnar þá er gert góðlátlegt grín að henni. Það sem Flash hefur sér til ágæt- is er að þegar hann vill það við hafa getur hann auðveldlega sprengt hljóðmúrinn aðeins með því að spretta úr spori. Þetta kemur sér vel þegar hann þarf að hefna dauða bróður síns. Vandamálið er hins vegar að það fer svo mikil orka í þetta að honum veitir ekki af fimm 16 tommu pitsum til að metta hungur sitt eftir hlaupin. Það er óþekktur leikari, John Wesley Shipp, sem leikur aðal- hlutverkið og gerir það nokkuð vel. Þá er Amanda Pays sama augnayndið og hún var í þáttaröð- inni um aðra súperhetju, Max He- adroom. -HK tíma geta. Þetta er margþvælt drama, end- urunnið upp úr eldri kvikmyndum. Sagan hefur verið kvikmynduð tvisvar áöur, árin 1925 og 1937, en þá þótti Barbara Stanwyck fara sérlega vel með aðalhlutverkið. Hér er söguþræðinum lítillega hnikað til í takt við tíðarandann. Bette Midler leikur titilhlutverkið og tekst það á köflum býsna vel. John Goodman er harla góður sem vinur hennar sem er tilbúinn til þess að giftast henm hvenær sem er en hefur annars lag á að ryðjast pöddufullur inn í líf hennar á óþægilegum stundum. Þrátt fyrir góðan vilja og ágætt efni verður sagan yfirborðskennd og væmin þegar síst Skyldi en þó er myndin vel þess virði að horfa á hana vegna góðrar frammistöðu leikaranna og meinfyndins texta á köflum. Stella er að upplagi góð en sagan hefur ekki staðist tímans tönnsemskyldi. -Pá ★ J/2 Hitabeltisglæpir NjGHT OF THE CYCLONE Útgefandl: Bergvík hf. Leikstjóri: David Irving. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Jeff Meek og Marisa Berenson. Bandarísk, 1990-sýningartimi 94 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Kris Kristofferson leikur í Night of the Cyclone lögreglumanninn Stan Wozniak sem hefur helgað sig starfinu. Dag einn lendir hann í aðstöðu sem hann hefur aöeins þurft að horfa upp á með augum lögreglumannsins, eiginkona hans fremur sjálfsmorð. Þessi atburður verður til þess að einkadóttir hans, sem er sýningardama, lætur sig hverfa á sýningarferð um Kyrra- hafseyjarnar. Átburðir þessir verða til þess að Wozniak lítur í eigin barm og sér að hann hefur hvorki verið góður eiginmaður né góður faðir. Hann fer því að leita að dóttur sinni sem hann finnur fljótt en í vafasömum félagsskap. Night of the Cyclone byrjar ágæt- lega og heldur dampi fram yfir miðja mynd en heldur slakur leik- stjóri missir tökin í löngum loka- kafla sem gerist í fellibyl miklum. Kris Kristofferson hefur ávallt talað frekar hægt en þegar hann einnig hægir á hreyfingum eins og hér þá er ekki við góðu að búast. Myndin er aftur á móti tekin á fall- egum stað og sumar tökur gleðja augað. -HK ★ !/2 Morðóðir unglingar YOUNG GUNS II Lelkstjórn: Geoff Murphy. Handrit: John Fusco. Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Kiefer Sutherland, Lou Diamond Phillips, Christian Slater og William Petersen. Amerisk - 1990. Sýningartími - 99 minútur. Bönnuö innan 16 ára. Sagan gerist í Nýju-Mexíkó árið 1878. Morðóðir unglingar með skammbyssur að vopni sem síðar voru hafnir upp til skýjanna sem hetjur villta vestursins leika laus- um hala en eiga undir högg að sækja vegna vaxandi tilrauna yfir- valda til þess að koma einhverjum skikk á lög og reglu. Þessir kappar ríöa um héruð og særa menn til fylgis við sig og fella menn þegar þeir liggja vel við höggi að hætti Þorgeirs Hávarssonar. Hér er ekkert til sparað en myndin tilraun til þess að fylgja eftir fyrri myndinni sem malaði gull og gerði flesta ríka og fræga sem þar komu við sögu. Myndin er svo sem hvorki fugl né fiskur. Ungar karlhetjur í aðal- hlutverkum reyna eftir megni að lifa sig inn í hlutverkin en tími kúrekamynda af þessu tagi er því miður liðinn. Áferðarfallegt iðnað- arhandbragö á kvikmyndatöku og ýmsum glæfraatriðum dugar þar sorglega skammt. Esteves er einna skástur í hlutverki Billy The Kid og Kiefer Sutherland líkist föður sínum meira og meira og verður trúlega á endanum nothæfur leik- ari. Hér er ekkert nýtt á ferð en hafi menn gaman af kúrekamyndum með tilheyrandi linnulítilli skot- hríð í 99 mínútur þá geta þeir hér fengið talsvert fyrir sinr. snúð og óhætt aö óska þeim góðrar skemmtunar. .pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.