Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1991. Afmæli Friðbjöm Ingvar Bjömsson Friðbjörn Ingvar Björnsson verka- maður, Nóatúni 30, Reykjavík, er sjötugurídag. Starfsferill Ingvar fæddist að Ytri-Fagradal í Skarðshreppi í Dalasýslu og ólst upp í Reykjavík og á Skarðsströndinni. Hann lauk hinu minna mótorprófl hjá Fiskifélagi íslands og lauk síðan námskeiði og meiraprófi bifreiða. Ingvar starfaði m.a. við bensínaf- greiðslu hjá Agli Vilhjálmssyni og hjá Skeljungi hf. um árabil auk þess sem hann stundaði ökukennslu af og til á árunum 1947-68. Þá var hann um tíma bifreiðaeftirlitsmaður í Reykjavík og erindreki Hægri- nefndar og Slysavarnafélags íslands vegna umferöarbreytinga 1968. Hann var um skeið ritari og síðan varaformaður og starfsmaður Bygg- ingarfélags verkamanna í Reykja- vík. Ingvar lauk sínum starfsferli sem húsvörður á Hpltabakka og í Holtagörðum hjá SÍS. Fjölskylda Ingvarkvæntist4.12.1943 Þóru Helgu Magnúsdóttur, f. 27.1.1925, húsfrú en hún er dóttir Magnúsar Jónssonar, f. 7.8.1900, d. 9.11.1955, vörubílstjóra í Reykjavík, og konu hans, Þórunnar Einarsdóttur, f. 11.1.1884, d. 20.2.1967, húsmóður. Ingvar og Þóra Helga eiga tvö börn. Þau eru Agnes, f. 30.9.1944, húsmóðir í Danmörku, gift Eiríki Má Péturssyni, f. 6.8.1942, tækni- fræðingi og eiga þau tvo syni, Hin- rik Thór, f. 4.2.1973, og Níels Ing- var, f. 16.3.1963; Björn, f. 14.10.1946, vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni, búsettur í Kópavogi, kvæntur Erlu Maríu Sverrisdóttur, f. 23.12.1945, en börn Björns frá fyrra hjónabandi eru Ingvar, f. 11.6.1972, búsettur í Reykjavík, og Arnbjörg Helga, f. 24.6.1969, búsett á ísaflrði, gift Kristni Guðbjömssyni. Systkini Ingvars: Haraldur, f. 16.5. 1917, d. 16.9.1988, sjómaður, verka- maöur og afgreiðslumaður í Reykja- vík, faðir Ingibjargar rithöfundar; Björn, dó á öðru ári; Ragnar, f. 24.8. 1923, klæðskerameistari í Reykja- vík; Jósef, f. 15.12.1927, d. 11.11.1965, fulltrúi í Reykjavík. Foreldrar Ingvars: Björn Friðriks- son, f. 4.11.1891, d. 22.5.1931, húsa- smíðameistari í Ytri-Fagradal og í Reykjavík, og kona hans, Ingibjörg Haraldsdóttir, f. 13.6.1892, hús- freyja. Ætt Björn var sonur Friðriks, b. á Gestsstöðum í Tungusveit, Magnús- sonar, b. á Skáldsstööum í Reyk- hólahreppi, Jónssonar, bróður Sig- urðar, langafa Geirs Hallgrímsson- ar forsætisráðherra. Móðir Magn- úsar var Guðrún, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds. Guðrún var dóttir Ara, b. á Reykhólum, Jónssonar og konu hans, Helgu Árnadóttur, prests í Gufudal, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, langafa Jóns for- seta. Móðir Bjöms var Ingibjörg Björnsdóttir, b. á Klúku í Miðfirði, bróður Sæmundar, langafa Jó- hönnu, móður Huldu Jensdóttur, forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Systir Bjöms á Klúku var Ólöf, langamma Gríms, langafa Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Ingibjörg var dóttir Björns, prests í Tröllatungu, Hjálmarssonar og konu hans, Valgerðar Björnsdóttur, systur Finnboga, langafa Finnboga Rúts, föður Vigdísar forseta. Móðir Ingibjargar var Helga, systir Guð- laugar, ömmu Snorra Hjartarsonar skálds. Helga var dóttir Sakaríasar, b. á Heydalsá, Jóhannssonar, prests á Brjánslæk, Bergsveinssonar, föð- ur Guörúnar, langömmu Ólínu, ömmu Jóns Atla Kristjánssonar fulltrúa. Ingibjörg, móðir Ingvars, var dótt- ir Haralds, b. á Hvalgröfum á Skarðsströnd, Brynjólfssonar, b. í Kjörvogi, Jónssonar. Móðir Brynj- ólfs var Hólmfríður Jónsdóttir, syst- ir Steinunnar, langömmu Þórhalls, föður Ólafs Gauks. Bróðir Hólm- fríðar var Þóröur, langafi Friðjóns Friðbjörn Ingvar Björnsson. Þórðarsonar alþingismanns og Gests, föður Svavars alþingis- manns. Móðir Ingibjargar var Sept- emborg Loftsdóttir, b. á Víghóls- stöðum, Jónssonar, bróður Saura- Gísla og Jóhönnu, langömmu Jó- hannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna. Ingvar verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju með afmælið 14. maí 90 ára 60ára Björn Sigtryggsson, Framnesi, Akrahreppi. Engilbert Sigurðsson, Fjólugötu 7, Vestmannaeyjum. Helga Guðrún Berndsen, Háaleitisbraut 17, Reykjavík. Þórir Hrafn Pálsson, 85 ára Friðrik Jesson, Hrauntúni 32, Vestmannaeyjum. Árkvörn, Fljótshlíðarhr. Sæmundur Bjarnason, Skipholti 49, Reykjavik. Ingigerður Marteinsdóttir, Noröurbrún 1, Reykjavík. 50 ára Bjarni Guðmundsson, Fossheiði 48, Selfossi. 80 ára 40 ára Anna Jónsdóttir, Sunnuhvoli 1, Grenivík. Guðbrandur Ingimundarson, Hoitsgötu 16, Hafnarfirði. Hilmar Helgason, Hrafnhólum 8, Reykjavík. 75 ára Lísbet Friðriksdóttir,. Munkaþverárstræti 44, Akureyri. Ársæll Jóhannenson, Ytra-Lágafelli, Miklaholtshreppi. Kristín Jóhannsdóttir, Aðalgötu ll, Árskógshreppi. 70 ára Jens Elísson, Klapparbraut 12, Garði. Marel Ingi Þorbjörnsson, Andrésíjósi, Skeiöahreppi. Jenný Sigurbjartsdóttir, Hátúni 10A, Reykjavík. Guðbjörg Sigurbjartsdóttir, írabakka 2, Reykjavík. Lúðvík Eckardt Gústafsson, Týsgötu 8, Reykjavík. Guðrún Skúladóttir, Keílufelli 39, Reykjavík. IngvarBjörnsson, Nóatúni 30, Reykjavík. Hilmar Helgason Hilmar Helgaspn, deildarstjóri hjá Sjómælingum íslands, til heimilis að Hrafnhólum 8, Reykjavík, er fer- tugur í dag. Starfsferill Hilmar fæddist í Borgarnesi og ólst þar upp. Hann lauk prófi úr Gagnfræðaskóla Borgarness og síð- an úr Stýrimannaskóla íslands 1979. Hilmar var verkamaður í Borgar- nesi og Reykjavík á árunum 1967- 1971. Hann var á vetrarvertíð í Ól- afsvík 1971 og 1972. Hann vann hjá skipadeild SíS veturinn 1972-1973, Hafskip frá maí 1973 og var stýri- maður árin 1978-1985 og 1986. Hilm- ar hefur síðan unnið hjá Sjómæhng- um íslands og verður skipstjóri á nýja sjómælingabátnum Baldri. Fjölskylda Eiginkona Hilmars er Vilhelmína Ólafsson, f. 4.2.1954, húsmóðir og verslunarmaður. Foreldrar hennar eru Roy Ólafsson og Svanhvít Sig- urlinnadóttir. Börn Hilmars og Vilhelmínu eru Edda Hilmarsdóttir og Hlynur Hilmarsson. Stjúpbörn hans eru Halla Svan- hvít Heimisdóttir, Sara Heimisdótt- ir og Sandra Heimisdóttir. Systkini Hilmars eru: Kristján raf- magnstæknifræðingur, kvæntur Sigríði Yngvadóttur, Sigríður Sveina, starfsmaður hjá Flugleið- um, gift Ólafi Pétri Péturssyni stýri- manni, Helgi Örn listmálari, búsett- ur í Svíþjóð, kvæntur Öldu Páls- dóttur kennara og Þuríður Helga- dóttir húsmóðir, búsett í Ólafsvík, gift Sigurði Ólafi Kristóferssyni pípulagningamanni. Foreldrar Hilmars eru Helgi Kristmundur Ormsson, f. 15.8.1929, deildarfulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og Hulda Sveinsdóttir, f.25.8.1930. Ætt Helgi er sonur Orms, rafveitu- stjóra í Borgarnesi, bróður Jóns og Eiríks, stofnenda fyrirtækisins Bræðurnir Omsson, og Ólafs, föður Orms, formanns Kvæðamannafé- lagsins Iðunnar, föður Ólafs, rithöf- undar í Rvík, Ormur var sonur Orms, b. á Kaldrananesi í Mýrdal, Sverrissonar, b. á Grímsstöðum, Bjarnasonar. Móðir Sverris var Vil- borg Sverrisdóttir, systir Þorsteins, afa Jóhannesar Kjárv'als. Móðir Orms Sverrissonar var Vilborg Stígsdóttir, b. í Langholti, Jónsson- ar, bróður Jóns, prests í Miðmörk. Móðir Orms Ormssonar var Guðrún Ólafsdóttir, systir Sveins, föður Ein- ars Ólafs prófessors, föður Sveins, dagskrársstjóraríkissjónvarpsins. Guðrún var dóttir Ólafs, b. á Eystri Lyngum, Sveinssonar, Ingimundar- Hilmar Helgason. sonar. Móðir Helga var Helga Krist- mundardóttir, sjómanns í Vest- mannaeyjum, Árnasonar í Berja- nesi undir Eyjafjöllum, Einarsson- ar. Móðir Helgu var Þóra Einars- dóttir, b. í Ormskoti undir Eyjafjöll- um Höskuldssonar, og konu hans, Gyðríðar Jónsdóttur, prests í Mið- mörk undir Eyjaíjöllum, Jónssonar. Móðir Gyðríðar Jónsdóttur var Ragnhildur Jónsdóttir, lögréttu- manns i Selkoti undir Eyjafjöllum, ísleifssonar, ættföður Selkotsættar- innar. Hulda er dóttir Sveins Skarphéð- inssonar, b. á Hvítsstöðum og verkamanns í Borgarnesi, og Sigríð- ar saumakonu Kristjánsdóttur, b. í Grímstungu, Kristjánssonar, og konu hans, Þuríðar Helgadóttur. Guðbrandur Ingimundarson Guðbrandur Ingimundarson múr- ari til heimilis að að Holtsgötu 16, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Guðbrandur fæddist að Hafnar- hólmi í Kaldrananeshreppi í ; Strandasýslu. Hann var í fóstri hjá hjónunum Indiönu Jónsdóttur og Jóhanni Einari Guðmundssyni á Drangsnesi allt frá unga aldri fram á unglingsár en fluttist 15 ára til Reykjavíkur. Síðastliðin 10 ár hefur Guðbrandur verið búsettur í Hafn- arfirði. Guðbrandur lærði múraraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík 1973-1978. Fjölskylda Guðbrandur kvæntist 5.5.1973, Pálínu Kristínu Árnadóttur, f. 29.3. 1953, klæðskera. Foreldrar hennar eru Árni J. Konráðsson sjómaður og Helga Helgadóttir húsmóðir sem eru búsett í Reykjavík. Böm Guðbrands og Pálínu eru Helgi Kristinn f. 10.6.1977, Jóhann Indriði 13.2.1985 og Helga f. 26.11.1986. Systkini Guðbrands era: Guðrún Lúðvík Eckardt Gústafsson Guðbrandur Ingimundarson. f. 19.4.1947; Hermann f. 9.6.1948; Árni f. 2.3.1950; Svanur Hólm f. 27.12. 1952; Loftur f. 12.6.1954, d. 17.12.1977; Hannaf. 8.11.1955;Hafdís 17.04.1958; Erling f. 15.9.1960 og Gunnar Ingi f. 21.1.1969. Hálfbróðir Guðbrands, samfeðra, var Sigurður Jón f. 3.2.1944 d. 11.5.1978. Faðir Guöbrands var Ingimundur Loftsson, bóndi, f. 22.071921, d. 15.8. 1983, bóndi og er móðir hans Ragna Kristín Ámadóttir, f. 9.6.31, hús- Lúðvík Eckardt Gústafsson, verk- efnisstjóri loftmengunarmælinga HeilbrigðiseftirlitsReykjavíkur, Týsgötu 8, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Lúðvík fæddist i Potsdam í Þýska- landi en ólst upp í Berlín. Hann var í barnaskóla í Berlín 1958-62, í menntaskóla þar 1962-71, stundaði nám í jarðfræði við Frei Universitát í Berlín frá 1971 og lauk þar Dipl. geol. prófi 1979, og stundaði nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta við HÍ1978-79. Lúðvík var kennari við ME í jarð- fræði, efnafræði og þýsku 1979-84, móðir, búsett á Hafnarhólmi í Strandasýslu. Fósturforeldrar voru Indíana Jónsdóttir og Jóhann Einar Guð- mundsson á Drangsnesi. Guðbrandur veröur að heiman á afmælisdaginn. kennari við FV á Akranesi í jarð- fræði, eðlisfræði og tölvufræði 1984-87 og kennari viö VÍ í eðlis- fræði, efnafræði, tölvufræði og stærðfræði 1987-91. Lúðvík hefur svo verið verkefnisstjóri loftmeng- unarmælinga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, fyrst í hlutastarfi en síðan í fullu starfi frá 1.5.1990. Fjölskylda Lúðvíkkvæntist5.1.1980Regínu Eiríksdóttur, f. 14.5.1955, bókasafns- fræðingi við Landsbókasafn íslands en hún er dóttir Eiríks Gíslasonar bílstjóra sem er látinn, og Maríu Haraldsdóttur húsmóður. Böm Lúðvíks og Regínu em Mar- íanna Hallgrímsdóttir, f. 23.5.1974, nemi við MR, og Ásdís Berghnd, f. 9.8.1980, nemi. Bræður Lúðvíks eru Michael Eck- ardt, f. 26.10.1936, ráðuneytisstjóri í Berlín, kvæntur Ruth Eckardt og eiga þau tvö böm, Daniel og Rakel; Matthias Eckardt, f. 21.3.1942, veð- urfræðingur í Berlín, kvæntur Lúðvfk Eckardt Gústafsson. Heidi Eckardt og eiga þau tvær dætur, Susanne og Stefanie. Foreldrar Lúðvíks: GústafEck- ardt, f. 16.10.1910, d. 20.1.1977, próf- essor í grasafræði við Frei Univers- itat í Berlín, og Dse Eckardt, f. 7.11. 1913, húsmóðir. Lúðvík verður erlendis á afmælis- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.