Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991.
íþróttir_______________
Sport-
stúfar
Gautaborg og AIK
efst í sænska boltanum
• Gautaborg og AIK
eru efst í sænsku úr-
valsdeildinni í knatt-
spyrnu eftir leiki 7.
umferðar á sunnudaginn. Gauta-
borg vann Sundsvall, 3-0, og AIK
sigraði Öster, 2-1. Norrköping
vann GAIS, 2-1, Malmö FF vann
Halmstad, 2-0, og Örebro og
Djurgárden skildu jöfn, 1-1.
Gautaborg og AIK era með 15
stig, Malmö FF og Örebro 14,
Norrköping 10, Öster 7, GAIS og
Sundsvall 5 og Djurgárden og
Halmstad era með 4 stig.
Bröndby fallið niður
i 4. sætið í Danmörku
• Bröndby heíúr ekki tekist að
fylgja eftir góðu gengi í UEFA-
bikarnum í vetur og er nú í 4.
sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í
knattspymu eftir jafntefli, 1-1,
við OB á sunnudaginn. Önnur
úrslit uröu þessi:
Frem-AaB..........1-2
Lyngby-AGF........2-1
Silkeborg - Ikast.1-0
Vejle - B1903... 1-0
Lyngby er með 15 stig, AaB 11,
Frem 11, Bröndby 11, Silkeborg
9, AGF 9, OB 8, Vejle 8, Ikast 5 og
B 1903 er með 3 stig.
Björn vann tvöfalt hjá
Skotféiagi Reykjavíkur
• Björn Birgísson vann tvöfald-
an sigur á meistaramóti Skot-
félags Reykjavíkur á sunnudag-
inn. í keppni með staðlaðrí
skammbyssu hlaut hann 537 stig,
Karl Kristinsson varð annar með
513 stigog Carl J. Eiríksson þriðji
með 511 stig. í keppni með loft-
skammbyssu voru sömu menn í
verðlaunasætum, Björn sigraði
með 549 stig, Carl varð annar með
543 og Karl þriðji með 523 stig.
Bjöm Birgisson hefur verið i
mikilli framfór sem skotmaður
og árangur hans á meistaramóti
SR staðfestir að hér fer framtíðar-
maður í skotfiminni.
Milljónamæringurinn
hreyfir ekki veskið
• Milljónamæringur-
inn franski, Bernard
Tapie, eigandi franska
meistaraliðsins Mar-
seille, hefur veríð þekktur fyrir
þaö síðustu fimm árin að eyða
stórfé í nýja leikmenn á milli
keppnistímabila í frönsku knatt-
spyrnunni. Skýrt var frá þessu i
gær og var það varaforseti félags-
ins sem það gerði í nafni Tapies.
Hann hyggst ekki selja einn ein-
asta Ieikmann fyrir næsta tíma-
bil og kom þessi yfirlýsing nokk-
uö á óvart þar sem nokkrir leik-
menn Marseille, þar á meðal Eric
Cantona og Philippe Vercruysse
hafa verið sterklega orðaðir við
önnur frönsk félög. En nú hefur
milljónamæringurinn sem sagt
lýst því yfir að hann hyggist ekki
hreyfa veskið fyrir næsta tímabil.
Fyrsta stigamótið til landsliðs í golfi:
Haglél og rigning
settu svip á mótið
Kylfmgar era komnir á fulla ferð
og um liðna helgi fór fram fyrsta
opna mótið á þessu tímabili. Hér
var um að ræða Flugleiðamótið og
fór það fram á golfvelli Golfklúbbs-
ins Keilis í Hafnarfirði. Leikiö var
á sumarflötum og er það frekar
óvenjulegt á þessum árstíma.
Flugleiðamótið var fyrsta stiga-
mót sumarsins og sigurvegari í
keppni án forgjafar varð Hjalti
Pálmason, GR. Hann lék fyrri 18
holurnar á 77 höggum en tók sig
heldur betur á í síðari hringnum,
lék þá á 69 höggum og samtals á
146 höggum. Sigur Hjalta var væg-
ast sagt naumur því Guðmundur
Sveinbjörnsson, GK, varð annar á
147 höggum. Guðmundur lék fyrri
hringinn á 74 höggum og þann síð-
ari á 73 höggum. Þrír kylfmgar
urðu jafnir í 3.-5. sæti; Björgvin
Sigurbergsson, GK, Ragnar Ólafs-
son, GR, og Örn Arnarsson, GA.
Þeir léku allir á 148 höggum.
Rok, rigning og haglél
í keppni með forgjöf sigraði Viðar
Þorkelsson, GK, Hann lék á 135
höggum nettó. Annar varð Krist-
mann ísleifsson, GK, á 137 höggum
og jafnir í 3.^4. sæti urðu þeir Öm
Arnarsson, GA, og Hjalti Pálma-
son, GR, á 138 höggum nettó.
• Hjalti Pálmason náði bestu
skori keppenda á mótinu á Hval-
eyrarholtsvelli er hann lék á 69
höggum. Örn Arnarsson, GA, lék
síðari hring sinn á 70 höggum og
þriðja besta skorinu náðu Sveinn
Sigurbergsson, GK, og Tómas
Jónsson, GKj. með 72 högg. Tómas
var einnig með hæsta skorið, 83
högg.
• Leikið var í stinningskalda
báða dagana og þurftu kylfingar
um tíma að berjast um golfvöllinn
gegn hagléli og rigningu. Þrátt fyr-
ir óhagstætt veðurlag var skor
keppenda mjög gott og lofar mjög
góðu fyrir komandi golfmót. Og
ljóst er að hart verður barist um
landsliðssætin í golfinu í sumar.
-SK
Knattspyrna:
U-18 ára liðinu boðið til Tékkó
- leikur þar á sterku, alþjóðlegu móti
Tékkneska knattspyrnusamband-
ið er 80 ára um þessar mundir og
bauð íslenska 18 ára landsliðinu til
þátttöku í þessu mjög svo sterka al-
þjóðlega móti, sem það heldur í til-
efni afmælisins. ísland leikur í riðli
með Rúmenum, Þjóðverjum, Grikkj-
um og úrvalsliði Slóvakíu.
Gylfi Orrason, u-18 ára landsliðs-
nefndarmaður, sagöi í samtali við
DV að það væri afar mikilvægt að fá
slík boð, eins og þetta frá Tékkum.
„Sú þróun hefur orðið undanfarin
ár að evrópsku knattspyrnuveldin
líta á okkur meira sem jafningja en
oft áður. Þetta góða boð Tékka sann-
ar það.
í sambandi við væntanlegan árang-
ur í þessu móti er meiningin hjá
strákunum að standa sig vel og hver
veit nema að þeir geri hið „ómögu-
lega,“ allavega er markið sett hátt,“
sagði Gylfi.
Hörður Helgason er þjálfari liösins
og þeir sem hann hefur valið til far-
arinnar eru eftirtaldir:
Eggert Sigmundsson, KA, Friðrik
Þorsteinsson, Fram, Arnar Arnars-
son, Fram, Auðunn Helgason, FH,
Bjarki Bragason, KA, Einar Baldvin
Árnason, KR, Flóki Halldórsson, KR,
Hákon Sverrisson, UBK, Helgi Sig-
urðsson, Víkingi, Kári Steinn Reyn-
isson, ÍA, Kári Sturluson, Fylki, Lúð-
vík Arnarson, FH, Óskar Þorvalds-
son, KR, Pálmi Haraldsson, ÍA, Rútur
Snorrason, ÍBV, Hrafnkell Kristjáns-
son, FH, Sigurður Eyjólfsson, KR, og
Sturlaugur Haraldsson, ÍA. -Hson
• Magic Johnson og félagar hans í LA La
gegn Golden State Warrios. Johnson hefu
inu sigri i deildinni.
V
Besta handknattleiksfólkið útnef nt
Seve Ballesteros tók
stórt stökk upp á við
• Spánski kylfingurinn Sever-
iano Ballesteros tók stórt stökk
upp afrekalista atvinnukylfmga
eftir að hann hafnaöi í öðra sæti
á opna spánska meistaramótinu
um liðna helgi. Ballesteros skaust
i 7. sæti listans og er með 9,57
stig. Enn á hann þó langt í land
með að ná efstu mönnum en Ian
Woosnam er efstur með 20,15 stig.
Jose Maria Olazabal er í öðru
sæti með 18,36 stig og þriðji er
Nick Faldo með 16,99 stig. Greg
Norman er fjórði með 14,42 stig,
Paul Azinger fimmti með 11,49
stig og sjötti er Payne Stewart
meö 10,46 stig.
• Bestu leikmennirnir og dómararnir á nýafstöðnu keppnistimabili í handboltanum með verðlaun sín. Efri röð frá vinstri: Hulda Bjarnadóttir, Selfossi, efn-
ilegasta stúlkan, Karl Karlsson, Fram, efnilegasti pilturinn, Sigurður Gunnarsson, ÍBV, þjálfari ársins, Birgir Sigurðsson, Vikingi, besti sóknarmaðurinn,
Alexej Trufan, Víkingi, besti varnarmaðurinn, Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV, besti markvörður karla, Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, besti markvörður
kvenna. Neðri röð frá vinstri: Valdimar Grímsson, Val, handknattleiksmaður ársins, Andrea Atladóttir, Vikingi, besta sóknarkonan, Rögnvald Erlingsson og
Stefán Arnaldsson, bestu dómararnir, og Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH, sem tók við verðlaunum Bjargar Gilsdóttur, bestu hand-
knattleikskonunnar, og Rutar Baldursdóttur, bestu varnarkonunnar. Handknattleiksdeild ÍBV var verðlaunuð fyrir besta unglingastarf á árinu.
DV-mynd GS
Opið bréf til Knattspyrnuráðs Reykjavíkur
Reykjavík 13. maí 1991. mættu til leiks á tilsettum tíma en og línuverðir sig vanta. Reykjavíkur aö haga verkum sínum
Til Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: dómarar og línuveröir hins vegar Framkvæmd móts með slíkum þannig aö öll mót á vegum þess fari
ekki og fór leikurinn því ekki fram. hætti sem hér er lýst hlýtur að vera ávallt fram með þeim hætti sem svo
Sunnudaginn 12. maí klukkan 13 átti Nú er það einnig svo að þessi sömu þeim er að henni standa til mikillar virðulegum félagsskap sæmir.
að fara fram leikur KR og Vals í liðáttuaðleikafyrrileiksinníþessu vansæmdar. F.h. Hagsmunasamtaka knatt-
Reykjavíkurmóti meistaraflokks sama móti fóstudaginn 26. maí síð- Því skora Hagsmunasamtök knatt- spymukvenna,
kvenna í knattspymu. Bæði lið astliðin og einnig þá létu dómarar spymukvenna á Knattspymuráð Elísabet Tómasdóttir, formaður.