Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991. 9 Utlönd Svíþjóð: Morðinginn og hryðjuverka- maðurinn gripnir Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! )) Fangarnir, sem flúðu úr rammgerð- asta fangelsi Svíþjóðar síðastliðinn fimmtudag, voru gripnir í nótt við bæinn Arboga um 150 kílómetra vestan við Stokkhólm. Lögregla við umferðareftirlit gaf bifreið, sem strokufangarnir reyndust vera í, stöðvunarmerki sem þeir virtu að vettugi. Lögreglan hóf eftirfór og eft- ir nokkra kílómetra misstu stroku- fangarnir stjórn á bifreiðinni og keyrðu út af á akur. Lögreglan vissi ekki hverjir voru í bifreiðinni en var viðbúin öllu. Öku- maðurinn reyndist vera Rúmeninn Ursut sem skaut að lögreglunni um leið og hann stökk út úr bifreiðinni. Lögreglan svaraði með viðvörunar- skotum en Ursut tókst að flýja. Pal- estínumaðurinn Amandi reyndi einnig að flýja en var gripinn óvopn- aður eftir að hafa komist nokkur hundruð metra frá bifreiðinni. Ursut var hins vegar gripinn í skógi um fimmtán metra frá hóteli eftir þriggja klukkustunda umfangsmikla leit. Hann var þá vopnlaus. Lögreglan hafði fengið upplýsingar frá verslun í hótelinu um að Ursut hefði komið þar inn til að kaupa mat. Það var venjulegt umferðareftirlit sem skipulagt hafði veriö fyrir fjór- um vikum, sem leiddi til handtöku strokufanganna hættulegu. Umferð- arlögregla stöðvaði í nótt allar bif- reiðar á Evrópuvegi númer 3 í Ar- boga. Hvit Saab-bifreið sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar heldur jók hraðann. Lögreglan hóf þá eftirför. í kjölfar innbrots í sumarbústað í gær á þessu svæði fundu hundar slóð tveggja manna sem stohð höfðu fatn- aði. Greinilegt var á slóðinni að reynt hafði verið að villa um fyrir leitar- mönnum. En það var svo umferðar- lögreglan eins og áður sagði sem hafði hendur í hári strokufanganna. Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, La- ila Freivalds, lýsti í morgun yfir ánægju sinni með lausn málsins en hart hefur verið deilt á yfirvöld fang- elsismála vegna þess. Strokufangarnir eru álitnir stór- hættulegir. Ursut hafði síðast verið dæmdur fyrir morðtilraun á tveimur lögreglumönnum í Stokkhólmi við síðustu flóttatilraun sína. Framselja Um 30 manns eru látnir og yfir 400 særðir eftir eitt versta lestarslys sem orðið hefur í Japan í tæp 30 ár. Simamynd Reuter Hörmulegt lestarslys í Japan: 30 látnir og yfir400særðir Þijátíu farþegar létu lffið og yfir 400 særðust þegar tvær farþegalestir, önnur þeirra yfirfull af ferðamönn- um, skullu saman á járnbrautartein- um á skógivöxnu svæöi í miðhluta Jajians snemma í morgun. I annarri lestinni voru allt að sex hundruð ferðamenn sem voru á leið frá hinni fornu höfuðborg Kyoto til bæjarins Shigaraki þar sem þeir ætl- uðu að skoða margrómaða leirmuni. Flestir þeirra voru á miðjum aldr eða eldri og svo þröngt var í lestinn: að fólkið stóð þétt saman þegar slys- ið varð. Þetta er eitt versta lestarslys sem orðið hefur í Japan í rúm 30 ár en lögreglan telur að ljósin, sem beina lestinni á annað spor þegar önnur kemur á móti, hafi bilað. Reuter á hann síðar meir til Ítaiíu vegna morðs á mafíuforingja. Ursut vill fyr- ir aha muni komast hjá að afplána fangelsisvist á Ítalíu auk þess sem hann óttast hefnd mafíunnar. Hann reynir því stöðugt að flýja og fremja ný afbrot í Svíþjóð, að því að sagt er. Hann hefur meira að segja viður- kennt morð á fimm löndum sínum í Helsingborg til þess að fá að vera um kyrrt í Svíþjóð. Imandi hafði verið dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir sprengjuthræði í Kaupmannahöfn. Flótti þessara hættulega fanga hef- ur leitt til umræðu um hversu örugg sænskfangelsiséu. tt Gabríel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 VIRÐ. ISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðsl- an nær til virðisaukaskatts af: • Vinnu manna við nýbyggingu íbúðar- húsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa hér á landi. • Vinnu manna víð endurbætur og við- hald á íbúðarhúsnæði í eigu umsækj- anda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Sérstakt uppgjörstímabil vegna endurbóta og við- halds á árinu 1990 Beiðni um endurgreiðslu vegna við- halds og endurbóta íbúðarhúsnæðis sem unnið var 1990 skal skilað í einu lagi til skattstjóra í síðasta lagi 20. janúar 1991. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureikninga skal fylgja um- sókn um endurgreiðslu vegna vinnu við endurbætur og viðhald. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilaö á tilskildum tíma fer endur- greiðslan fram eigi síöar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. Launamiðar og húsbyggingarskýrsla Athygli skal vakin á þvf að þeir sem sækja eða hafa sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árinu 1990 skulu fylla út launamiða (RSK 2.01) fyrir 20. janúar 1991 vegna greiddra launa og verktaka- greiðslna. Launamiðann skal senda til skattstjóra. Þeir sem sótt hafa um endurgreiðslu vegna nýbyggingar skulu einnig senda skattstjóra húsbyggingarskýrslu (RSK 3.03) með skattframtali sínu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.