Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1991, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991. Fréttir 1 £ l fc. Forseti íslands, (rú Vigdis Finnbogadóttir, og biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, ganga fyrir ráðherrum og þingmönnum til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. DV-mynd BG Alþingi settígær: Kosið í nef ndir þingsins í dag Alþingi Islendinga, 114. löggjafar- þingið, var sett í gær. Að vanda hófst athöfnin í Dómkirkjunni, þar sem séra Geir Waage messaði. Síðan las forseti íslands u'pp forsetabréf. Þessu næst tók aldursforseti, Matthías Bjarnason, við stjórn þingfundar og frestaði fundi þar til í dag. Þá verður kosið í nefndir, forsetar deilda og sameinaðs þings. Aðeins tvö mál verða tekin fyrir á þessu þingi. í fyrsta lagi breyting á stjómarskrá um að Alþingi verði ein málstofa. Verði það samþykkt, sem öruggt er talið, verður lagt fram frumvarp um breytingar á þingskaparlögum. Síð- an verður þinghaldi frestað til hausts. -S.dór Núverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, og fráfarandi forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson, heilsast við upphaf þings í gær. DV-mynd GVA Það eru margir nýir þingmenn á Alþingi nú. Hér má sjá nýliðana Finn Ingólfsson, Ingibjörgu Pálmadóttur, Sigur- björn Gunnarsson og Kristin H. Gunnarsson koma til Alþingishússins eftir messu í fylgd þeirra eldri og reyndari. DV-mynd GVA Heiðursmannasamkomulag Þeir eru miklir heiðursmenn þeir Davíð forsætisráðherra og Jón Baldvin utanríkisráðherra. Þeir eru svo miklir heiðursmenn aö þeim þótti ekki einu sinni taka því að skrifa niður þau samkomulög sem þeir gerðu úti í Viöey hér um daginn. Sátu bara tveir einir og bræddu með sér hvernig skipa ætti stjórnina og hvernig taka ætti á málum og tókust svo í hendur upp á trúnað og traust. Það var meira að segja ákveðið að hafa stjómar- sáttmálann sem allra stystan til að innsigla trúnaðinn og traustið aö hætti viðurkenndra heiðurs- manna. Svo fóru þeir í land, heiðurs- mennimir tveir, eftir að hafa tekist í hendur hérna megin Viöeyjar- sunds og hinum megin og báru lof á hvern annan að hætti viöur- kenndra heiðursmanna. En svo kom babb í bátinn. Jón Baldvin fór að asnast til að segja frá því í þingflokknum sínum að hann væri heiðursmaður og Davíð væri heiðursmaður og hann sagði frá því hvaða heiðursmannasam- komulag þeir hefðu gert. Þetta tóku þingmenn Alþýðuflokksins alvar- lega og Eiður Guðnason var himin- lifandi yflr þessum tveim heiðurs- mönnum sem höfðu ákveðið að búa til ráðuneyti fyrir Eið sem var byggt á heiðursmannasamkomu- lagi þeirra Jóns Baldvins og Dav- íðs. Og þegar Eiður var spurður að því hvaða mál heyrðu undir ráðu- neyti hans taldi hann aðallega upp mál sem heyröu undir önnur ráðu- neyti og vísaði til heiðursmanna- samkomulagsins. Nú getur það vel verið að Eiður og þeir kratarnir haldi að Jón Bald- vin sé heiðursmaður en öðru máli gegnir um þingflokk Sjálfstæðis- flokksins og þá ráðherra sem Davíð skipaði í stjórnina meö sér. Þeir þekkja enga heiðursmenn á þeim bæ og kannast ekki við nein heið- ursmannasamkomulög. Halldór Blöndal landbúnaðarráöherra hef- ur aldrei lesið, heyrt eða séð nein heiðursmannasamkomulög og ljær þar af leiðandi ekki máls á þvi aö hans verkefni séu flutt yfir í önnur ráðuneyti. Nú voru góð ráð dýr og þeir Jón Baldvin og Davíð hittust á nýjan leik til að ganga úr skugga um það hvort þeir væru ekki lengur heið- ursmenn og Davíð gaf út fréttatil- kynningu til að staðfesta að þeir væru ennþá heiðursmenn. Gallinn var hins vegar sá, að sögn Davíðs, aö Jón Baldvin hafði oftúlkaö að Davíð væri meiri heiðursmaður heldur en hann er og hefur látið þess getið að heiðursmannasam- komulög eigi ekki endilega að túlka þannig að staöið verði við þau. Aðalatriðið í augum Davíðs er að menn takist í hendur og geri með sér samkomulag til aö skapa trún- að og traust en það þýðir ekki um leið að menn þurfi að standa viö samkomulagið eöá túlka það þann- ig að mark sé á því takandi. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en svo að þegar þeir Davíð og Jón Baldvin sömdu um þaö að verkefni landbúnaðarráðherra flyttust til umhverfismálaráðherra þá fer það eftir túlkun hvernig sá verkefna- flutningur á sér stað. Það má flytja verkefnin á ýmsum tímum og til að mynda þegar Halldór er hættur í landbúnaðarráðuneytinu og Eið- ur er hættur í umhverfismálaráðu- neytinu og menn mega ekki gleyma því að ríkisstjórnin telur líklegt að hún sitji fram á næstu öld og heið- ursmannasamkomulög eru ekki bundin við tíma eða aðstæður eða handabönd heldur eru þau háð því að báðir heiðursmennirnir geti túlkað það með sínum hætti hve- nær efndir samkomulagsins eiga sér staö. Þetta er auðvitað heldur óþægi- legt mál fyrir heiðursmennina í ríkisstjórninni og Dagfari leggur til að þeir mæli sér aftur mót úti í Viðey og setji sér reglur um það hvenær heiðursmannasamkomu- lög eiga aö koma til framkvæmda og hvernig þau skulu túlkuð. Þeir þurfa ekki að ákveða það skriflega frekar en stjórnarsamstarflð, enda byggist slíkt heiðursmannasam- komulag á því heiðursmannasam- komulagi að trúnaður og traust liggi að baki því samkomulagi sem gert verður. Það er vissulega fengur að því að fá heiðursmenn til að stjórna landinu. Hins vegar er rétt að vara við því að oftúlka þann skilning sem lagður er í orðið heiðursmað- ur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.