Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Side 3
3 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1991. Fréttir Gerði upp íbúð fyrir milljón en fyrri eigendur töpuðu henni á uppboði: „Mér f innst lífið vera orðið svo vonlaust“ „Ég er orðin svo lífsleið. Um dag- inn fékk ég rukkun um fasteigna- gjöld og hótun um lögtak. Bara svona, og ég skammast mín ekkert fyrir það, það getur bara hreinlega sett mig í þannig stöðu að ég bara hef svo mikla sjálfsmorðstilfinn- ingu. Mér finnst líflð orðið svo von- laust aö geta ekki gert neitt, ég þori ekki að kaupa neitt inn í hús- ið, laga það eða neitt, og ef ég fer eitthvað út þá er ég búin að tapa öllu því sem ég er búin að gera þannig að ég veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í þessu." Kolbrún H. Jónsdóttir gerði í apríl 1989 leigusamning við fyrri eigendur fasteignarinnar að Víkur- braut 15 í Grindavík. Að tveimur árum liðnum, eða í apríl á næsta ári, átti hún svo að eignast húsið sem var algerlega óíbúðarhæft. í millitíðinni fóru eigendurnir á hausinn og Búnaðarbankinn tók eignina upp í veðkröfur á uppboði sl. sumar. Milljón króna endurbæt- ur Kolbrúnar virðast því vera tap- að fé. - áttiaðeignastíbúðinaenlendirágötunni „Húsið lekur í rigningu og það blæs í gegnum það. Eg lagaði húsið bara þannig að ég gæti flutt inn því að ég missti húsið sem ég var í áður. Þetta er allt að eyðileggjast vegna þess að ég geri náttúrlega ekki meira eins og komið er. Af því að það er rigning núna þarf ég að hafa fötin inni á stofugólfi. Þeir vilja ekkert gera viö húsið og ég má ekkert gera nema það sé alger- lega á minn kostnað en þeir eru að bíða eftir að geta hent mér út í apríl á næsta ári. Ég bara hef ekki í ann- að hús að venda, ég er ein með þrjá krakka þannig að þetta er voða erfitt. Ég er heimavinnandi í augnablikinu því það er enga vinnu að fá. Þegar þeir komu hérna til þess að gera uppboð spurði ég þá hvort þeir mundu ekki endurgreiða mér, þó ekki væri nema bara nótumar. Lögfræðingurinn sagði að bankan- um kæmi ekkert við.hvernig húsið var þegar ég tók við því. Það væri bara svona þegar þeir tækju við því. Þetta finnst manni náttúrlega Svona leit ibúðin út áður en Kol- brún flutti inn. Húsið var algerlega óíbúðarhæft. svolítið sárt. Að endurheimta þessa milljón af þessum gaurum, sem ég gerði leigusamning við, virðist vera alveg lokað dæmi.“ Endurbætur Kolbrúnar upp á millj- ón krónur eru hins vegar tapað fé. Friöjón Örn Friðjónsson hdl. seg- ir að Kolbrún haldi réttindum sín- um sem leigutaki og sé í íbúðinni sem slíkur. „Sá samningur, sem hún gerir við fyrri eigendur, er ekki samningur við Búnaðarbankann og það er náttúrlega ljóst að sá samningur er ekki bindandi fyrir Búnaðar- bankann. Við höfum boðið Kol- brúnu eignina til kaups með þeim hætti að falla frá kröfum að vissu marki og að hún yfirtaki skuld- breyttar skuldbindingar til ákveð- ins tíma. Mergurinn málsins er náttúrlega sá að þeir aðilar, sem áttu þessa eign, hafa komið fram gagnvart Kolbrúnu með blekkingum og þar liggur vandinn grafinn. Þeir hafa ekki upplýst hana nægilega um þær veðskuldbindingar sem á eign- inni voru og hún hefur ekki gætt þess að kanna veðbókarvottorð á eigninni áður en hún gerði þennan kaupleigusamning, eða hvað sem við eigum að kalla hann. Þannig að þetta er út af fyrir sig erfið staða sem við erum að reyna að finna einhverja lausn á.“ -PÍ l»ú færð hvergi jafn öfluga tölvu ffyrir eins GOTTVERÐ! Verðsamanburður hefur sannfært tölvunotendur um að erfitt er að gera betri kaup en einmitt í Acrotech tölvunum, þar sem saman fara gæði, góð vinnslugeta og makalaust verð. bað er einnig alkunna að nýja 20MHz Acrotech 286AT er hraðvirkasta AT tölvan á markaðinum. bess vegna kunna tölvunotendur að meta Acrotech tölvurnar. Nú átt þú auðvelt með að bætast í hóp Acrotech eigenda, því verðið er hreint með ólíkindum. Acrotech 286AT 20MHz kostar kr. 117.800,- Acrotech 386SX 16MHz kostar kr. 139.614,- Innifalið í verði: VSK, Super VGA litaskjár, 1 Mb innra minni, 40 Mb harður diskur og MS-DOS 4,01. ms Ótrúlegt verð fyrir óviðjafnanlega tölvu. Opið laugardag frá kl. 10:00 til 16:00. -----=BALTI hf. ÁRMÚLA 1 SÍMI (91) 8 25 55 SÍMI (91)812555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.