Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991.
Almálið í alvarlegri hættu?
Því miður getur
brugðið til beggja vona
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
Ummæli forsætisráðherra um að
afturkippur sé kominn i álmálið
vekja vissulega mikla athygli. Þaö
er ekki bara að Davíð Oddsson sé
forsætisráðherra, hann hefur verið
einn af þremur aðalsamningamönn-
um Landsvirkjunar í þessu máli og
gerþekkir það.
„Eg vildi svo sannarlega að þessir
samningar um álver á Keilisnesi
lendi réttum megin við strikið. En
því miður þá sýnist mér að það geti
Met-
þorskur
úr Beru-
fjarðarál
Ægir Kristinsson, DV, Fáskxúðsfirði:
Gríðarlegur golþorskur veiddist í
síðustu veiðiferð skuttogarans Hof-
fells SU en togarinn landaði á
mánudag, 13. maí, 80 tonnum af
fiski hér. Þorskurinn veiddist í
Berufjarðarál og reyndist 167 sm
langur og var um 46 kg slægður.
Ætla má að hann hafi verið tæpum
10 kg þyngri óslægður.
Að sögn starfsmanna Hafrann-
sóknastofnunar hefur ekki lengri
þorskur veiðst við ísland svo vitað
sé. Einn jafnlangur hefur áður
veiðst í Skjálfandaflóa en áhöld um
þyngdina, þar sem þorskurinn úr
Berufjarðarálnum var ekki vigtað-
ur óslægður.
brugðið til beggja vona. Ég veit hins
vegar að málið hefur verið vel unnið
af iðnaðarráðherra og hef því trú á
að þetta gangi allt saman upp. En
menn verða að gera sér grein fyrir
því að í svona stóru máli er kálið
ekki sopið þótt í ausuna sé komið,
eins og máltækið segir,“ sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra í samtali
við DV í gær um þetta mál.
Jón Sigurösson iðnaöarráðherra
sagði í samtali viö DV að hann vildi
ekki tala um afturkipp í álmálinu.
Aftur á móti væri það staðreynd að
erfiðleikar hefðu verið í því í vetur.
Jón sagði ennfremur að á þeim
samningafundi sem hefst á morgun,
17. maí, verði menn að svara því
hvort þeir vilji eða vilji ekki reisa
álver.
Eins og DV skýrði fyrst fjölmiðla
frá í vetur stafar þessi afturkippur
af nokkrum atriðum. Þar er fyrst að
nefna að kostnaður við byggingu ál-
versins er orðin miklu meiri en áætl-
að var í upphafi. Auk þess sjá þeir
Atlantsálmenn ýmsa aðra vankanta
á byggingu álversins. Þeir vilja fá að
flytja inn erlent vinnuafl. Þeir efast
um getu íslenskra verktaka til að
byggja álverið. Þá er mengunarþátt-
urinn ófrágenginn en hann er erf-
iður. Og síðast en ekki síst er það svo
raforkuverðið sjálft sem ósamið er
um og verður ekki auðvelt.
Það versta er þó að vegna þess að
Mjög forvitnilegt fyrirtæki, ís-
lenska heilsufélagið hf., verður
stofnað í dag. Tilgangur félagsins
verður að kanna til hlítar möguleika
á gjaldeyrisskapandi heilbrigðis-
þjónustu.
Einn helsti hvatamaðurinn að
stofnun fyrirtækisins er Grímur
Sæmundsen læknir. Hann verður
jafnframt framkvæmdastjóri þess.
Hluthafar eru Sjóvá-Almennar
tryggingar hf., Vífilfell hf. og heilsu-
fyrirtækið Máttur hf„ auk nokkurra
einstakhnga. Hlutafé fyrirtækisins
verður til að byrja með á bilinu 8 til
10 milljónir. Þá mun félagið njóta
markaðsstuðnings frá Flugleiðum.
Grímur segist telja möguleika ís-
lendinga á sviði gjaldeyrisskapandi
heilbrigðisþjónustu mikla. Hér á
landi sé hágæða læknisþjónusta og
góöar aðstæður frá náttúrunnar
hendi til að reka heilsuhæli sem not-
erlendu álfyrirtækin þrjú gangast
ekki í ábyrgð fyrir þeim lánum sem
taka þarf til byggingar álversins
heldur ætla að láta dótturfyrirtækið
og álverið sjálft annast þaö mál er
mjög erfitt að fá lán erlendis á viðun-
andi kjörum. Þegar allt þetta kemur
saman eru orð forsætisráðherra
skiljanleg.
-S.dór
ið gætu alþjóðlegrar viðurkenningar
ef rétt væri að málum staðið.
„Það skref, sem nú er veriö að stíga,
er auðvitað fyrst og fremst að stofna
félag um þetta verkefni og fmna út
hvar vænlegast sé aö bera niður er-
lendis við sölu á íslenskri heilbrigðis-
þjónustu."
Grímur segir að sér virðist þrjár
leiðir helst koma til greina við út-
flutning á íslenskri heilsuþjónustu: í
fyrsta lagi aö bjóða upp á almennar
heilsuferðir til íslands þar sem út-
lendingar gætu notið slökunar og
hressingar. í öðru lagi að reka hér
fullkomin heilsuhæli. í þriðja lagi að
bjóða upp á sérhæfðar skurðaðgerðir
fyrir útlendinga.
Ljóst er að íslensk ferðaþjónusta
kemur til með að njóta mjög góðs af
verði útflutningur á íslenskri heil-
brigðisþjónustu að veruleika.
-JGH
íslenska heilsufélagið hf. stofnað í dag:
Útf lutningur á
bættri heilsu
í dag mælir Dagfari
Vandræði með vanda
Ríkisstjórnin hefur upplýst að
vandi ríkissjóös sé mikill. Hún seg-
ir sjálf að vandinn nemi tíu mill-
jörðum króna en fyrrverandi fjár-
málaráðherra hefur blásið á þenn-
an vanda og segir að í rauninni sé
þetta enginn vandi í ljósi þess að
vandinn hafi alltaf verið til staðar
og sé ekki nærri eins stór og ríkis-
stjórnin lætur í veðri vaka. Menn
deila sem sagt um stærð vandans
og eiginlega er það synd að Ólafur
Ragnar skuli ekki vera fjármála-
ráðherra áfram því þá hefði vand-
inn haldið áfram að vera lítill og
enginn þurft að hafa áhyggjur. Nú
eru því miöur komnir nýir menn
með nýjan vanda eða allavega með
stærri vanda en Ólafur hafði og það
getur orðið þjóðinni dýrt spaug.
Ríkisstjórnin er ákveðin í taka á
þessum vanda. Vandinn er hins
vegar sá hvemig á að taka á vand-
anum og bakar það nokkur vand-
ræði. Stjórnin hélt langan fund á
laugardaginn var til að ræða vand-
ann og þar var ákveðið að ræða
vandann við fulltrúa vinnumark-
aðarins, því ríkisstjómin er ákveð-
in í því að leysa ekki þennan vanda
með því að búa til nýjan vanda.
Þess vegna hefur vandinn verið
ræddur við aðila vinnumarkaöar-
ins og þeir segja aö enginn lausn
og engar tillögur hafi verið ræddar
á þeim fundum, heldur hafi ríkis-
stjórnin gert grein fyrir þeim
vanda sem hún stendur frammi
fyrir.
Vandinn við að hafa vanda af
þessu tagi er sá að það skapar
vandamál að hafa vanda sem geng-
ur út á það að leysa vanda án þess
að búa til ný vandamál. Ríkis-
stjórnin er öll af vilja gerð og hefur
ekki hugsað sér að styggja þjóðina
með nýjum vandamálum, eftir öll
vandamálin sem gamla stjórnin
skapaöi. I kosningunum var tekist
á um það hvort þjóðin ætti áfram
að búa við gamla vandann eða kalla
yfir sig nýjan vanda og fyrrverandi
stjórnarandstaða lagöi einmitt
áherslu á það aö koma þyrfti gömlu
stjórninni frá til aö leysa þann
vanda sem hún hafði búiö til. Aldr-
ei var hins vegar tekiö fram að
vandamálin yrðu leyst með nýjum
vandamálum og þar liggur hund-
urinn einmitt grafinn. Vandinn er
sem sagt sá að leysa vandann án
þess að búa til ný vandamál.
Dagfari telur skynsamlegast að
fara að eins og ríkisstjórnin hefur
einmitt fariö að. Vandamálin
hlaupa ekki frá neinum og með því
að halda fundi og hefja viðræöur
við aöila vinnumarkaöarins má
fresta vandanum og þeim vanda
sem fylgir því að leysa vandann.
Ríkisstjórnin á með öðrum orðum
að ræða vandamálið sín í milli og
leggja það síðan fyrir aðra án þess
að gera tillögur um lausn vandans
og halda síðan annan fund i stjórn-
arráðinu til að segja frá því að hún
hafi sagt öðrum frá vandanum og
ákveða síöan aö halda aftur fund
með aðilum vinnumarkaðarins til
að segja þeim frá því að stjórnin
hafi rætt vandann og vilji segja frá
því sem sagt var á fundi ríkisstjórn-
arinnar.
Svo má aftur halda fund til að
segja frá því sem sagt var að sagt
hefði veriö á fyrri fundum og með-
an enginn ákvörðun er tekin um
vandann, skapast ekki nýr vandi á
meðan og allt situr viö það sama
og þegar nær dregur kosningum,
verður ríkisstjórnin að halda því
fram að vandinn hafi minnkað og
sé miklu minni en sá vandi sem
skapast ef ný ríkisstjórn tekur við.
Það veröur aö minnsta kosti eng-
inn leikur fyrir Ólaf Ragnar og
stjórnarandstööuna að halda því
fram að vandinn sé stærri en hann
er, þegar Ólafur er búinn aö halda
því fram að vandinn sé minni en
hann er.
Af því sem að framan er sagt, á
ríkisstjórnin ekki að hafa teljandi
áhyggjur af vandamálum sínum.
Tíu milljaröar eru aö vísu stór
vandi, en geta orðið miklu stærri
vandi ef menn vilja leysa þann
vanda, vegna þess að önnur vanda-
mál verða til þegar tekið er á þeim
vanda sem fyrir er. Ólafur Ragnar
hefur líka sagt að vandinn sé alls
ekki til staðar og þaö er í sjálfu sér
hægt að taka mark á Ólafi þangað
til annað kemur í ljós. Vandi ríkis-
stjórnarinnar er í rauninni sá einn
að ýta vandanum á undan sér
vegna þess aö það getur verið vandi
að hafa vanda sem menn eru að
horfast í augu við. Vonandi er rík-
isstjórnin þeim vanda vaxin að
leysa þennan vanda.
Dagfari