Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 1€. MAÍ’ 1991.
7
Fréttir
Yngvi Örn Kristinsson, formaður Húsnæðismálastofmmar:
Vaxtahækkun nauðsynleg
- til að koma 1 veg fyrir rekstrarhalla Byggingarsjóðs ríkisins
„Ég tel mjög nauðsynlegt að af
vaxtahækkun í gamla húsnæðis-
kerfmu verði. Það er ekki réttlæt-
anlegt að fjármagna rekstrarhalla
Byggingarsjóðs ríkisins með því að
íþyngja hinum almenna skattborg-
ara með tveggja til fjögurra millj-
arða auknum tekjuskatti á næstu
árum. Það er mun eðlilegri leið að
láta lántakenduma sjálfa greiða
hærri vexti,“ segir Yngvi Örn
Kristinsson, formaður stjórnar
Húsnæðisstofnunar ríkisins.
í greinargerð, sem ríkisstjórnin
óskaði eftir frá Seðlabankanum
fyrir skömmu, kemur fram sú
skoðun að hækka verði vexti á eldri
lánum úr Byggingarsjóði ríkisins
upp í allt að 6 prósent. í dag eru
þeir á bilinu 3,5 til 4,5 prósent. Fari
ríkisstjórnin að þessum tilmælum
Seðlabankans mun því hækkunin
nema allt að 70 prósentum.
Yngvi Örn segist telja að innan
stjórnar Húsnæðisstofnunar sé
meirihlutavilji fyrir því að vextirn-
ir verði hækkaðir. Hann segir þó
engar slíkar samþykktir hafa verið
gerðar en væntanlega komi þetta
mál á borð stjórnar innan tíðar,
enda geti ríkisstjórnin ekki tekið
ákvörðun um vaxtahækkun í hús-
næðiskerfmu án þess að umsögn
liggi fyrir frá Húsnæðisstofnun.
Aðspurður kvaðst Yngvi Örn
ekki óttast aukna greiðsluerfið-
leika meðal lántakenda þó að vext-
ir hækki á eldri lánum Byggingar-
sjóðs ríkisins en útilokaði það þó
ekki. Að hans mati þarf hugsanlega
að endurskoða almenna vaxtabóta-
kerflð til að koma til móts við þá
húsnæðiskaupendur sem mest
skulda og minnstar tekjur hafa.
„Ég gæti nú trúað að tillögur
Seðlabankans um vaxtahækkun í
almenna kerfmu séu í hærri kant-
inum. En þó að vextirnir hækki
eitthvað þá yrði hún sjálfkrafa
bætt í gegnum vaxtabótakerfið hjá
lágtekjufólki og þeim sem hafa
miðlungstekjur. Þessar bætur
myndu einfaldlega hækka eftir því
sem vaxtagreiðslurnar yrðu
meiri.“
Yng-A Örn segir að enn sé verið
að vinna tölulegar upplýsingar um
hvaða áhrif vaxtahækkun í al-
menna húsnæðiskerfinu hafi á af-
komu Byggingarsjóðs ríkisins og
útgjöld ríkissjóðs í formi vaxtabóta.
Hann segir þessa útreikninga mjög
flókna, enda verði að taka tillit til
margbreytilegra þátta.
DV hefur hins vegar fyrir því
heimildir að vaxtahækkun upp í
fimm prósent á öllum útlánum
sjóðsins frá 1984 skili sjóðnum ein-
ungis um 600 milljónum í auknar
tekjur á ári. Áætlaður rekstrarhalli
sjóðsins á þessu ári er hins vegar
áætlaður um einn milljarður. Sam-
kvæmt þessu yrði því áfram veru-
legur halli á sjóðnum þrátt fyrir
vaxtahækkun.
Fyrir ríkissjóð myndi hækkun
vaxta upp í flmm prósent auka út-
gjöld ríkissjóðs verulega vegna
greiðslu vaxtabóta. í fjármálaráðu-
neytinu er verið aö kanna hversu
mikið útgjöldin kunni að aukast og
er búist við að niðurstaða liggi fyr-
ir á næstu vikum. Heimildir DV
herma þó að samkvæmt bráða-
birgðaútreikningum sé gert ráð
fyrir að hækkun vaxta upp í fimm
prósent feli sjálfkrafa í sér minnst
200 millj ónir í auknar vaxtabætur.
-kaa
K/ELI 06
A TILB00I!
■ Rúmgóðir
■ Auðveldir íþrifum
■ Sparneytnir
■ Góð ending
■ Margra ára reynsla
Wf' Við hjá Rönning bjóðum nú hina vinsælu
io?o9' Snowcap kæli og frystiskápa á sérstöku
vortilboði meðan birgðir endast.
Notaðu þetta einstaka tækifærið og fáðu þér einn
ískaldann Snowcap fyrir sumarið
Söluaðilar: KEA Akureyri, Póllinn ísafirði, Árvirkinn Selfossi, Neisti Vestm.eyjum
mr
RONNING
Sundaborg 15
Sími: 68 58 68
Úrval er troðfullt af áhugaverðu efni, sjáðu bara
Nú er annað hefti ársins komið út,
-troðfullt af vönduðu efni til fróðleiks
og skemmtunar fyrir aila.
Eins og þú sérð er allt efnisyfirlitið á
forsíðunni, sem auðveldar þér
að skoða innihaldið.,
Úrval er 160 síður að stærð og kemur út
annan hvern mánuð.
Áskrift að Úrvali kostar krónur 2.125- fyrir
allt árið 1991, alls 6 hefti.
Pantir þú áskrift núna, færðu 6 eldri hefti
að gjöf, og send með fyrsta heftinu.
Tekið er við áskrift frá kl.9 til 20 alla virka daga
Pantaðu áskrift
ísíma 626010
út af Frjálsri Fjölmiðlun sem einnig gefur út DV og Urvalsbækur.