Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991.
Útlönd
Sovésku lýðveldunum
boðinn efnahagssamningur
Gorbatsjov Sovétforseti vonast ettir stuöningi lýðveldanna við neyðaráætlun
í efnahagsmálum og hefur boðið þeim að gera eigin áætlanir með vissum
takmörkunum. Símamynd Reuter
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, hefur boðið sovéskum lýð-
veldunum samning í efnahagsmál-
um í þeirri von að geta komið í gegn
áætlun til að bjarga efnahag lands-
ins. Óljóst er þó hversu mikinn
stuðning hann fær.
Drög að endurskoðaðri neyðará-
ætlun, þar sem aðallega er gert ráð
fyrir einkavæðingu og niðurfellingu
niðurgreiöslna ríkisins, voru kynnt
helstu leiðtogum lýðveldanna og for-
ystumönnum iðnaðarins í gær.
Ljóst var að yfirvöld í Kreml voru
að kynna lýðveldunum samning þar
sem kveðið var á um aðgerðir yfir-
valda um leið og reynt var að bjóða
upp á eitthvað hvetjandi. Aðstoðar-
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
Vladimir Shcherbakov, sagði að lýð-
veldunum væri frjálst að gera eigin
áætlanir innan viss ramma. Hvert
lýðveldi myndi fylgja eigin stefnu í
einkavæðingu. Fulltrúar þrettán af
sovésku lýðveldunum fimmtán sátu
fundinn í Kreml í gær. Fulltrúar
Eistlands og Georgíu voru fjarver-
andi.
Samkvæmt neyðaráætluninni á að
reyna að koma í veg fyrir frekara
framleiðsluhrun auk þess sem draga
á úr eyðslu seinni hluta þessa árs.
Gert er ráö fyrir banni við verkfóll-
um á þessu ári. í neyðaráætluninni
er einni ákvæði um að náttúru-
auðæfum verði skipt milli lýðveld-
anna.
Fulltrúar lýðveldanna virtust ekki
ýkja hrifnir. Forsætisráöherra Rúss-
lands, Ivan Silayev, sem barist hefur
fyrir áætlun Rússlands sjálfs um
einkavæðingu, viöurkenndi þó að
fundurinn hefði borið vissan árang-
ur. Hins vegar fæli neyðaráætlunin
mest í sér aðgerðir sovéskra yfir-
valda til að leysa kreppuna. Nauðsyn
væri á aö lýðveldin gætu sjálf gert
eigin ráðstafanir.
Sovéskir ráðherrar lögðu á það
áherslu að síðar yrðu kynntar áætl-
anir sem draga ættu úr áhrifum
verðhækkana og atvinnuleysis sem
myndi fylgja minnkun niður-
greiðslna.
Reuter
Róstur í Sovétríkjunum:
Sévardnadze
vill íhlutun SÞ
Fyrrum utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna, Eduard Sévardnadze,
kvaðst í gær vera þeirrar skoðun-
ar aö Sameinuðu þjóðirnir ættu
að beita sér fyrir því að stöðva
óeirðirnar í Sovétríkjunum. Sé-
vardnadze lýsti þessu yfir á fundi
með fréttamönnum í Bandaríkj-
unum þar sem hann er í þriggja
vikna fyrirlestrarferð.
Sagðist hann gera sér grein fyr-
ir að þetta gæti orðið erfltt í fram-
kvæmd en brýn þörf væri á nýj-
um aðferðum til að binda enda á
þjóðemisrósturnar.
Sévardnadze benti á að for-
dæmi væri fyrir íhlutun erlendra
aðila í málefni Sovétríkjanna eins
og til dæmis eftirlit Bandaríkja-
manna með vopnabúnaði og
framtíðarheimsóknir fulltrúa 22
Evrópuþjóða sem fylgjast eiga
með eyðingu ýmissa hefðbund-
innavopna. Reuter
Albanía:
Verkfall boðað
Hin óháðu verkalýðssamtök í Al-
baníu hafa boðað allsherjarverkfall
í öllum helstu bæjum landsins í dag
til að krefjast hærri launa.
„Albanir vilja þetta verkfall og þeir
munu taka þátt í því,“ er haft eftir
leiðtoga samtakanna, Gizin Shima,
sem sagðist búast við að helstu
stuöningsmenn þess væru kola-
námumenn nálægt Tirana, höfuð-
borg landsins, og bílstjórar sem sjá
um samgöngur í höfuðborginni.
Reuter
Réttarhöld yfir Manuel Noriega hefj-
ast í júlí og er búist við að þá komi
ýmislegt misjafnt upp á yfirborðið
hvað varðar Bush og Reagan.
Simamynd Reuter
Noriega starfs-
maður CIA
Manuel Noriega, fyrrum einræðis-
herra í Panama, segist hafa verið
milliliður bandarísku leyniþjón-
ustunnar, CIA, við að koma hundr-
uðum þúsunda dollara til kontra-
skæruliða í Nigaragua.
Þetta kemur fram í dómskjölum
sem verjandi Noriega hefur útbúið
fyrir réttarhöldin, þar sem Noriega
er sakaður um eiturlyfjasölu og um
að hafa hvítþvegið peninga.
Skjölin voru birt í fyrsta sinn í gær
eftir að embættismenn innan banda-
rísku ríkisstjórnarinnar höfðu farið
yfir þau og strikaö út þá hluta sem
þeim fundust heyra undir trúnaðar-
mál.
Þar kemur einnig fram að Noriega
hafi unnið fyrir CIA i nær þrjá ára-
tugi, á sama tíma og hann vann fyrir
leyniþjónustu Panama. Á þessum
tíma á hann að hafa þegið um ellefu
milljónir dollara frá CIA fyrir störf
sín.
Réttarhöldin yfir Noriega hefjast
svo þann 22. júlí, en búist er við að
þá kunni ýmislegt óvænt að koma
fram á sjónvarsviðið sem e.t.v. gæti
komiö Ronald Reagan, fyrrum
Bandaríkjaforseta, illa og einnig Ge-
orge Bush sem þá var varaforseti
Reagans. Reuter
l\/l
N
I
algjört t>íó...
Einfaldur
samanburður
sýnir
ótvíræð
þægindi
þess að
sjá
kvikmyndir
heimafyrir
í ró og
næði.
Svo er
það líka
ódýrara!
AU/nEGFRABÆRULeðUmSa9'
m,n^*ana
sPennumynd.
Þar sem myndirnar fást!
Ettir me/siara
sPennusagnanna Slephen
King
21- maí.9æÖarnynd sem kemur út
£MYNDIR
myndbandaleigur
KRINGLAN 4, S: 679015
REYKJAVÍKURVEGI 64, S: 651425
ÁLFABAKKA 14, MJÓDD, S: 79050
SKIPHOLT 9, S: 626171