Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Side 9
••* :3t FMMTUDA'GUR 16.’ MJtí*í331‘. ‘' Útlönd Nýr forsætisráðherra í Frakklandi: Steff nir á Evrópumálin Stríðið búið Frá og meö miðnætti í gær hófst formlegt vopnahlé í Angola eftir aö hin vinstri sinnaða ríkisstjórn lands- ins og róttækir uppreisnarmenn samþykktu skilmála friöarsamnings sem binda myndi enda á 16 ára borg- arastyrjöld í landinu. Samkvæmt heimildum innan utan- ríkisráðuneytisins í Portúgal sam- þykktu æöstu menn frá hvorri hlið alla skilmála samningsins sem hafist var handa viö aö útbúa þann 1. maí síðastliðinn eftir margra ára friðar- umræður deiluaðila. Það eru stjórnvöldin í Portúgal sem hafa stjórnað þessum friðarviðræð- um en Angola var áður portúgölsk nýlenda. Reuter Ershad, fyrrum forseti Bangladesh. Forsætisráðherra hans, Ahmed, var handtekinn i morgun. Símamynd Reuter Bangladesh: Fyrrum forsætisráð herra handtekinn Lögregla handtók í morgun fyrrum forsætisráðherra -Bangladesh, Kazi Zafar Ahmed, sem verið hefur í fel- um síðan Hossain Mohammad Ers- had hrökklaðist frá völdum í des- ember síðastliðnum. Ahmed, sem kjörinn var á þing í kosningunum í febrúar, var hand- tekinn er hann reyndi að læðast inn í þinghúsið, að sögn embættismanna. Hann verður í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram vegna ásakana á hendur honum um mis- beitingu valds í starfi. Ahmed gegndi embætti forsætis- ráðherra í tvö ár undir Ershad og fór í felur ásamt sex samstarfsmönnum fljótlega eftir að forsetinn var settur af í uppreisn. Eignir sjö fyrrum ráðherra voru gerðar upptækar eftir að þeir höfðu virt að vettugi boð um að gefa sig fram. Þrír hafa síðan gefið sig fram við lögreglu. Þeir verða allir ákærðir fyrir spillingu. Reuter Sovéskir kaþólikkar til Póllands? Stjórnvöld í Póllandi hafa boðist til að aðstoða sovéska kaþólikka við að komast til Póllands í júní svo að þeir geti hitt Jóhannes Pál páfa þegar hann heimsækir landið. Páfinn, sem fæddur er í Póllandi, ætlar að vera við útimessu í fimm bæjum í Póllandi sem liggja nálægt landamærum Sovétríkjanna. Páfinn er nýkominn frá Portúgal þar sem hann heimsótti borgina Fat- ímu en sagan segir að þar hafi María mey birst þremur stúlkum árið 1917. Systir Lucia de Jesus dos Santos, • sem nú er 84 ára gömul, var ein þess- ara stúlkna og sú eina sem enn lifir. Hún fór með páfa til staðarins þar sem María mey birtist henni en Luc- ia hefur enn engum sagt frá svoköll- uðu þriðja leyndarmáh Fatímu sem er síðasti spádómur Maríu meyjar þennan örlagaríka dag. Sá spádómur, sem er hvað mest þekktur, er spáin um fall kommún- ismanns. Reuter „Innri markaður Evrópubanda- lagsins, sem verða á að veruleika 1993, er það sem máli skiptir. Þess vegna þarf Frakkland nýja stjóm og forsætisráðherra sem getur tek- ist á við verkefnið." Þetta sagði Francois Mitterrand Frakklands- forseti í sjónvarpsræðu í gær- kvöldi. Ástæðuna til þess að hann bað fyrrum forsætisráðherra landsins, Michel Rocard, um að biðjast lausnar og útnefndi í staðinn Edith Cresson sagði Mitterrand vera þá að Frakkland þyrfti að taka betur á ýmsum málum. Aðeins öflugur iðnaður gæti tryggt atvinnu og varðveitt það sem hefði áunnist í nýrri Evrópu. Stefnan væri sett á 1993. Frakkland yrði að búa sig undir það sem þá gerðist. Frakk- landsforseti kvaðst sannfærður um að Edith Cresson væri best til þess faliin að leiða Frakka inn í innri markað Evrópubandalagsins. Cresson hefur áður gegnt ráð- Afsögn Michels Rocard kom ekki á óvart. Hann hafði að undanförnu sætt gagnrýni Mitterrands Frakk- landsforseta. Talið er að Rocard stefni nú að framboði í forseta- kosningunum 1995. herraembættum, meðal annars embætti Evrópumálaráðherra Edith Cresson, hinn nýi forsætis- ráðherra Frakklands. Mitterrand telur hana best fallna til að leiða Frakka inn i innri markað Evrópu- bandalagsins. Simamyndir Reuter Frakklands. Hún sagði af sér í fyrra vegna deilna við stjórn Rocards um stefnuna í Evrópumálum. Hún var einnig óánægð með það sem hún sagði vera ófullnægjandi hags- munagæslu varðandi franskan út- flutning. Gert er ráð fyrir að Cresson myndi stjórn þegar í dag. Sósíalist- ar virðast vera ánægðir með valið á nýja forsætisráðherranum og kommúnistar búast við meiri vinstri sveiflu. Stjórnarandstaðan veltir því hins vegar fyrir sér hvort Cresson verði Thatcher Frakk- lands þó vinstri sinnuð sé. Eða hvort hér sé komin ný frú Pompadour en hún var ástkona Lúðvíks fimmtánda. Franskar kvenréttindakonur fógnuðu ákaft í gær þegar ljóst var hver tæki við af Mitterrand en frá Japan bárust þær fregnir í morgun aö þar væru menn taugaóstyrkir. Japanir vita að Edith Cresson er andvíg fjárfestingum Japana í Evr- ópu. Reuter, TT MU og meira ti I_ Ef þú hefur ekki þegar gert þér ferð í gjörbreytta verslun okkar í Austurstræti er komínn tími á það. Bjóðum mikla og góða þjónustu og leggjum áherslu á : - Tónlistarmyndbönd - Sígildar kvikmyndir - Plaköt - Ýmsa fylgihluti - Dagatöl og eins og tíðkast í öllum músíkverslunum Steina TOPP TÓNLIST Á BOTN VERÐI! Ótrúlegt úrval - ekki bara diskar Kassettur frá kr. 490.- Plötur frá kr. 490.- Geisladiskar frá kr. 590.- Vinsælt efni: Rolling Stones - Flashpoint Roaohford - Get Ready Bob Dylan - Bootleg Series Michael Bolton - Time. Love. Tenderness Leikfélag MH - Rocky Horror Ýmsir - Bandalög 3 Alison Moyet - Hoodoo Doors - Best Of Doors - Úr mynd REM - Out Of Time Enuff'z'Enuff - Strength White Lion - Main Attraction Rod Stewart - My Vagabond Heart C3C Music Factory - Gonna Make You.. Bee Gees - High Civilization Rembrants - Rembrants (0 I Við bjóðum þeim sem kaupa hjá &■ I A I okkur plötuna sem inniheldur s tónlistina úr Doors myndinni á þessa frábæru mynd sem enginn |ö i i má missa af. Þar sem músíkin fæst! u s I K *SðððWmðSSðð S.C: hljómplötuverslanir AUSTURSTRÆTI 22 s: 28319, RAUÐARARSTIGUR 16 s: 11620 ■ GLÆSIBÆR s: 33528 • LAUGAVEGUR 24 s: 18670 • STRANDGATA 37 s: 53762 • ÁLFABAKKA 14 MJÓDD s: 74848 • LAUGAVEGUR 91 s: 29290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.