Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Síða 28
36
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991.
Andlát
Stefán Karlsson rafvirki, Víði-
hvammi 14, Kópavogi, lést á heimili
sínu 12. maí.
Sveinn Steinsson frá Borgarfirði
eystra, andaðist á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund miðvikudaginn 15.
maí.
Halldór Sæmundsson bóndi, Stóra-
Bóli, Hornafirði, andaðist í Land-
spítalanum mánudaginn 13. maí.
Þorbergur Gíslason, Bragagötu 29a,
Reykjavík, andaðist í Landspítalan-
um 14. maí.
Jarðarfarir
Guðni Sigurðsson, Háa-Rima,
Þykkvabæ, verður jarðsunginn frá
Hábæjarkirkju laugardaginn 18. maí
kl. 14.
Útfór Magneu Danielsdóttur, Helga-
magrastræti 38, Akureyri, sem lést í
Fjórðungssjúkrahúsinu þann 7. maí,
fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 17. maí kl. 13.30.
Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 12. maí
sl. Útförin fer fram frá Hrepphóla-
kirkju föstudaginn 17. maí kl. 14.
Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 11.30.
Sigríður Þorgilsdóttir, Eskiholti 10,
Garðabæ, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag-
inn 17. maí kl. 10.30.
Útför Hilmars Árnasonar, Brekku
við Vatnsenda, verður gerð frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 17. maí kl.
10.30.
Guðfmna Lýðsdóttir verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju föstudag-'
inn 17. maí kl. 16.30.
Helgi Ingólfur Sigurgeirsson, Hóla-
götu 39, Njarðvík, verður jarðsung-
inn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstu-
daginn 17. maí kl. 14.
Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir
Schram, Sörlaskjóli 1, Reykjavík,
veröur jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 17. maí kl. 13.30.
Sigurður Óskar Sigurðsson, Háteigs-
vegi 17, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkjuföstudaginn 17. maíkl. 15.
Safnadarstarf
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
hafa opið hús í Breiðholtskirkju í Mjódd-
inni í kvöld kl. 20.30.
Laugarneskirkja Kyrrðarstund í hádeg-
inu í dag. Orgelleikur, fyrirbænir, altaris-
ganga. Léttur hádegisverður eftir stund-
ina.
Tilkyimingar
Nýr útibússtjóri Búnaðar-
bankans í Stykkishólmi
*- Bankaráð Búnaðarbanka íslands ákvað
á fundi sínum 7. maí sl. að ráða Kiartan
JAPAN
VIDEOTÖKUVÉLAR
3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM
GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT
VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MED ALLRA BESTU
MYNDGÆÐUM. - 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU
UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM A MARK-
AÐNUM f DAG. MÐ ER EKKI BARA NÓG AÐ
TALA UM UNSUOPSTÆRÐ, HELDUR VERÐUR
UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. -
MACRO LINSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR
FOCUS - MYNDLF.ITUN [ BÁÐAR ATTIR -
SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING - VINDHUÓÐNEMI
- FADER - RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLl-
STÝKKI o.H. - VEGUR AÐEINS I.I KG.
SÉRTILBQÐ KR. 69.950,- stgr.
Rétt verð KR. 90.400,- stgr.
32 Afborgunarskilmálar Qg]
VÖNDUÐ VERSLUN
HUPÓMCO
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I
Pál Einarsson útibússtjóra við útibú
bankans í Stykkishólmi. Hann útskrifað-
ist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla
íslands 1983 og hefur starfað í Búnaðar-
bankanum síðan. Kjartan hefur veriö
deildarstjóri í ábyrgðardeild erlendra
viðskipta frá uppháfi. Hann hefur starfað
mikið að féiagsmálum bankamanna og
er nú forstöðumaður Eftirlaunasjóðs
starfsmanna Búnaðarbanka íslands. Auk
þess hefur hann starfað að íþróttamálum,
m.a. sem formaður Blaksambands ís-
lands sl. 5 ár. Kjartan Páll er fæddur 16.
apríl 1956 í Þórisholti í Mýrdal. Sambýlis-
kona hans er Dagný Þórisdóttir og eiga
þau eina dóttur.
Inferno 5 og Reptilicus
áTveim vinum
Fimmtudaginn 16. maí heföi heilagur
Henry Ford orðið 128 ára heföi hann lif-
að. í tiiefni þess gengst listmiðlun Inferno
5 fyrir hátíðardagskrá í orðum, hljóðum
og myndum. Dagskráin fer fram á veit-
ingahúsinu Tveim vinum við Frakkastíg.
Þeir sem koma fram eru hljómsveitin
Inferno 5 sem leika mun eigin danstón-
list og kynna þrjú spiunkuný lög, hljóm-
sveitin Reptiiicus sem er sögð flytja „in-
dustriar-tónlist og munu þeir félagar
leika eitt nýtt verk. Síðan eru það skáldin
Sjón og Þorri sem lesa munu upp úr verk-
um sínum. Dagskráin hefst stundvíslega
kl. 22 og er aðgangseyrir kr. 500.
Hjónaband
Gsfin hafa verið saman í hjónaband í
Háteigskirkju af sr. Tómasi Sveinssyni
Anna B. Ingadóttir og Páll B. Guðna-
son. Heimili þeirra er að Gyðufelli 6,
Reykjavík.
Ljósm. Nýja Myndastofan, Laugavegi 18,
Reykjavík.
Prénatal-verslun
opnuð
Nýlega var undirritaður í París samning-
ur milli Prénatal-hlutafélagsins og Hildar
Pálsdóttur um að Hildur gerist einkaum-
boðsmaður Prénatal á Islandi og opni
verslun undir nafninu Prénatal að Vita-
stíg 12, Reykjavík. Verslunin verður opn-
uð fimmtudaginn 16. maí. Christina Bou-
rette frá Prénatal í Frakklandi verður til
aðstoðar og ráðgjafar í versluninni dag-
ana 24. og 25. maí nk. Prénatal-verslun-
arkeðjan hefur frá árinu 1947 starfrækt
verslunarkeðju á sviði ýmiss konar
barnavarnings fyrir verðandi mæður og
börn að átta ára aldri, auk allra fylgi-
hluta fyrir börn. Prénatal er eitt þekkt-
asta og virtasta fyrirtækið á sínu sviði,
enda eru um 600 verslanir í Evrópu und-
ir merki Prénatal. ísland verður fyrst af
Norðurlöndunum til að opna verslun
undir nafni Prénatal.
Kvenfélag Kópavogs
Gestafundur í Félagsheimilinu fimmtu-
daginn 16. maí kl. 20.30. Dagskrá: tísku-
sýning, danssýning, happdrætti og kaffi-
veitingar. Allar konur í Kópavogi vel-
komnar.
Vetrarstarf leikskólans
Hálsaborgar
Vetrarstarfl leikskólans Hálsaborgar við
Hálsasel í Seljahverfi lýkur í dag, 16.
maí. í leikskólanum eru 90 börn á aidrin-
um 1-6 ára. Á því leikskólaári, sem nú
er að ljúka, hefur uppeldisstarfið með
elstu bömunum aö mestu leyti verið
tengt umhverfismennt, m.a. mengun,
umhirðu og umgengni við gróður. Af því
tilefni mun garðyrkjustjóri Reykjavíkur-
borgar alhenda börnunum landsvæði í
Seljabotnum til uppgræðslu (neðan við
Seljakirkju) í dag, 16. maí. Dagskráin
hófst við gróðurreitinn kl. 10.30 í morgun
með lúðrablæstri og gróðursetningu.
Félag eldri borgara
Dansleikur í Risinu í kvöld kl. 20.30.
Göngu-Hrólfar verða meö myndakvöld
nk. laugardag, kl. 20.
Hallgrímskirkja - starf aldr-
aðra
Miðvikudaginn 29. maí verður farið í
Þjóðleikhúsiö aö sjá söngleikinn Söngva-
seið. Nokkrir miðar eru eftir hjá Dóm-
hildi Jónsdóttur í síma 39965 á kvöldin.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Tombóla
Nýlega héldu þessar stúlkur tombólu til
styrktar Rauða krossi isiands. Þær heita
Þóra Kristín, Árný, Hildigunnur, Ólöf og
Ýr. Þær söfnuðu 1.145 krónum.
Spilakvöld veröur að Auðbrekku 25
föstudaginn 17. maí og hefst kl. 20.30.
Dansað á eftir aö venju. Jón Ingi og félag-
ar sjá um fjörið. Aðgangur kr. 450. Allir
velkomnir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Sigríður Þorgilsdóttir,
Eskiholti 10, Garðabæ,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i Reykjavík föstudaginn 17.
maíkl. 10.30f.h.
Agúst Kristmanns
Dóra Kristmanns
Nína Kristmanns
Þorgils Kristmanns
Jónina Guðlaugsdóttir
James Potash
JimmieL. Johns
Anne Kristmanns
barnabörn og barnabarnabörn
Myndgáta dv
Málningarþjónusta
Reykjavíkur hf.
Þann 8. apríl 1991 var hlutafélag stofnað
um almenna viðhaldsþjónustu með að-
aláherslu á almennri málningarþjón-
ustu. Félagiö fékk nafnið Málningar-
þjónusta Reykjavíkur hf. í stjórn félag-
lagsins eru Arnar Óskarsson málara-
meistari, Jón Björnsson málarameistari
og Samúel Kárason málari. Málningar-
þjónustan tekur aö sér smæm sem
stærri verk og gerir tilboö í verk. Áhersla
er lögð á utanhússmálun yfir sumartím-
ann. Málningarþjónustan býöur upp á
sandspörslun og ýmis gólfefni, auk við-
haldsþjónustu. Eitt af þvi sem fyrirtækið
leggur áherslu á er aö byggja upp þjón-
ustu við húsfélög og fyrirtæki. Fyrirtæk-
iö er með múrara, smiði, pípulagninga-
menn og rafvirkja á sínum snærum svo
öll viðhaldsþjónusta er á einni hendi sem
er hagræðing_ fyrir viöskiptavininn.
Ferðafélag íslands
Fimmtudagskvöld 16. maí, kl. 20:
Fuglaskoðun og sólarlagsganga á
Álftanesi.
Létt og ljúf kvöldferð um strönd Álfta-
ness. Þeir sem huga að fuglum fara hæg-
ar yfir (rútan fylgir hópnum) en hinir
lalla um ströndina. Leiðbeinandi í fugla-
skoðun verður með. Tilvalið að bjrja í
Ferðafélagsferöum með þessari göngu.
Brottför frá BSÍ austanmegin. (Stansað á
Kópavogshálsi og við Engidal.)
Ferðalög
Hvítasunnuferðir
Ferðafélagsins
Um hvítasunnu býður Ferðafélagið upp
á lengri og styttri ferðir. Fyrst ber að
geta ferðar á Snæfellsnes. í þeirri ferð
verður gengiö á Snæfellsjökul og er áætl-
að að breyta út af vananum og koma nið-
ur af jöklinum hjá Bárðarkistu, en gang-
an hefst austan við Stapafellið. Nýjung í
þessari ferð verður gönguferð frá Önd-
verðarnesi í Beruvík. Á þessarri leið er
margt að skoða. Gisting veröur í gisti-
heimilinu að Langholti í Staðarsveit.
Stutt í sundlaug á Lýsuhóli. Þá verður
ferð á Öræfajökul (Hvannadalshnúk),
Örugg fararstjórn og kennt verður að
nota brodda og ísaxir. Spennandi leið upp
virkisjökul. Einnig er boðið upp á göngu-
og ökuferð um Öræfasveit. Ný göngubrú
á Morsá gerir kleift að ganga í Bæjar-
staðaskóg og líta inn í Kjós sem er eitt
litríkasta svæðið á þessum slóðum. Ekið
verður að Jökulsárlóni. Gist í svefnpoka-
plássi á Hofi eða tjöldum. Ferð til Þórs-
merkur er einnig í boði. Þar verður gist
í Skagfjörðsskála, eins besta gisting í
óbyggðum sem völ er á. Hægt er að velja
um að fara föstudagskvöld 17. maí eða
laugardagsmorgun kl. 0818. maí. Göngu-
ferðir við allra hæfi og óvíöa er hægt að
njóta útiveru á auðveldari hátt en í Þórs-
mörk.
Útivistarferðir um hvítasunnu
17.-20. maí
Básar - Goðaland. Skipulagðar veröa
gönguferðir viö allra hæfi, jafnt fjallageit-
ur og þá sem eru að byrja í gönguferðum.
M.a. verður gengið í Hamraskóga og að
sjálfsögðu á Utigönguhöfða. Gist íÚtivist-
arskálunum í Básum. Boðið verður upp
á kvöldvökur, kveiktur varðeldur og á
laugardagskvöld verður stiginn dans á
pallinum. Fararstjóri verður Björn
Finnsson.
Skaftafell - Öræfasveit. Farið að Jökuls-
árlóni og í Múlagljúfur, gengið í Morsár-
dal og Bæjarstaðaskóg. Einnig verður
boðið upp á gönguferðir um þjóðgarðinn.
Gist að Hofgörðum. Fararstjóri Egill Pét-
ursson.
Öræfajökull Hvannadalshnúkur
Gengin verður Sandfellsleið á jökulinn
sem er einna greiðfærasta leiðin. Ekkert
klifur, enginn sérstakur útbúnaður
nauðsynlegur, aðeins góðir gönguskór og
hlý föt. Gist að Hofgörðum. Fararstjóri
Reynir Sigurðsson.
Námskeið
Látið draumana hjálpa ykkur
Bandaríski sálfræðíngurinn Sarah
Biondani heldur námskeið um þaö
livernig hægt er að muna drauma og
skilja merkingu þeirra, láta þá m.a.
hjálpa til í daglegu lífi, auka innsæi og
framtíðarsýn og leysa vandamálin. Nám-
skeiöið hefst 23.. maí og eru aðeins 9
manns í hópi. Upplýsingar í símum 13076
Og 612127.
Tórúeikar
Hljómsveit Eddu Borg
í Berlín
í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22, mun
Hljómsveit Eddu Borg leika og skemmta
á veitingastaðnum Berlín. í hljómsveit
Eddu Borg eru margir landskunnir tón-
listarmenn. Þeir eru Þórir Baidursson,
píanó, Bjarni Sveinbj., bassi, Friðrik
Karlsson, gítar, Gulli Briem, trommur,
og Edda Borg syngur á einstakan hátt lög
sem mörg hver hafa aðeins orðið fræg í
ílutningi karlmanna. Boðið verður upp á
djass, blús og rokkblöndu í Berlín í kvöld.
Fyrirlestrar
Skordýrarannsóknir
í fornleifafræði
Breski fornvistfræðingurinn dr. Paul C.
Buckland heldur fyrirlestur í dag, 16.
maí, kl. 17.15, í Þjóðminjasafni íslands
um notkun og niðurstöður skordýra-
rannsókna í fornleifafræði.