Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Side 32
T A S K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem þirtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Þýðingarmiklar álviðræðurhafn- ar í Sviss í dag hefjast þýðingarmestu við- ræður til þessa um byggingu álvers á Keilisnesi. Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra sagði i samtali við DV í gær að nú væri komið aö þeim punkti að menn yrðu að gera það upp við sig hvort þeir vildu eöa vildu ekki byggja álver á Keilisnesi. Jóhannes Nordal, formaður álvið- ræðunefndar íslands, og Halldór Kristinsson frá iðnaðarráðuneytinu taka þátt í viðræðunum en þær snú- ast um fjármögnunarþáttinn og ábyrgðir honum tengdar. Þá er Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, einnig í Sviss. Hans hlutverk er raforkuverðið. Menn eru allt annað en bjartsýnir á að samningar um byggingu álvers takist. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, tekur undir með forstjóra Alumax um að ekki séu nema helm- ingslíkur á að svo sé. Iðnaðarráð- herra segir mikla erfiðleika hafa ver- ið við að glíma í álmálinu í allan vetur. -S.dór Utanríkismálanefnd: Eyjólfur Konráð verðurformaður Eyjólfur Konráð Jónsson verður formaður utanríkismálanefndar Al- þingis sem kjörin verður í dag. Hann sigraði Björn Bjarnason í kjöri innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það hvor þeirra yrði formaður nefnd- arinnar. Eyjólfur hlaut 15 atkvæði en Björn 11. Davíð Oddsson lagði mikla áherslu á að Björn yrði kjörinn en meirihluti þingflokksins var á öðru máli. Eyjólf- ur hefur á annan áratug verið for- maður eða varaformaður utanríkis- málanefndar þegar Sjálfstæöisflokk- urinn hefur átt aðild að ríkisstjórn. -S.dór Uppsögn Guðjóns kærð Ríkissaksóknara hefur borist kæra vegna uppsagnar Guðjóns Andrés- sonar sem forstöðumanns Bifreiða- prófa ríkisins. Jón Oddsson, lögmað- ur Guðjóns, fer fram á opinbera rannsókn á málinu og áskilur sér rétt, fyrir hönd skjólstæðings síns, að leggja fram skaðabótakröfur. í erindi Jóns er því haldið fram að Guðjón hafi orðið fyrir ærumeiðandi aðdróttunum og röngum sakargift- um í kjölfar brottvikningarinnar. Jón kærir tilgreinda embættismenn og krefst þess að þeir verði látnir sæta refsingum lögum samkvæmt. Hernaðarlegt mikilvægi kann að ráða úrslitum - í lokasamningum um evrópska efnahagssvæðið Jón Baldvin Hannibalsson utan- Atlantshafsbandalagsins,“ sagði vík. hver verði þróun mála í Sovétríkj- ríkisráðherra segir að hann telji að Jón Baldvin við DV í morgun. „Hann lagði á það áherslu aö þrjú unum. Verður hún jákvæð cða fer hernaöarlegt mikilvægi íslands „Nú eru miklar breytingar fram- evrópsk ríki væru út frá sjónar- þar allt á verri veg og hversu lengi fyrir Evrópu kunni að ráða úrslit- undan á þessum áratug. Það sem miðum þeirra eftirsóknarverð í muni Bandaríkjamemi hafa þolin- um um að Evrópubandalagið veití er að gerast er fyrst og fremst mik- samstarfínu í Vestur-Evrópu- mæði og fjármuni til aö halda úti okkur tollaívilnanir á sjávarafurð- il styrking evrópska þáttarins í því bandalaginu; Tyrkland, Noregur vamarliði í Evrópu." um í Evrópu á lokaspretti samn- öryggissamstarfi. Það gerist utan og ísland. Hugsunin er auðvitað að - Hvaðalikurtelurþúáþvínúna ingaviðræðnanna um evrópskt um svokallað Western European suður og noröur vængurinn verði að ísland verði ekki með í evrópska efnahagssvæði. Union, Vestur-Evrópubandalagið einnig innan Vestur-Evrópubanda- samstarfinu, detti út á lokasprett- „Að sjálfsögöu hefur þetta ekki sem er að verða Evrópubandalags- lagsins.“ inum vegna flsksins? komið fram við samningaborðið stofnun í varnar- og öryggismál- Þá segir Jón að hann hafi orðið „Égtelnúlikumaráþviaöísland enda Uggur það ekki þar á borðum um.“ þess varíviðræðumviðþjóðarleið- verði aöili að evrópska efnhags- manna sem neitt skilgreinanlegt Jón segir aö einn maður hafi toga sem ekki hafi komið að þessu svæði meiri heldm- en minni en mál. Ég hef hins vegar lýst þessu raunar hreyft þessu sjónarmiði og samningaborði i Brussel að hugsmr neita því ekki að ég byggi það meira mati minu áður og styðst þar við reifað það við sig, Giamn De Mic- þeirrasnúistekkifisk.matvælieða á pólitískum viðhorfum heldur en samstarf Evrópubandalagsríkja, helis, utanríkisráðherra ítalíu, í tolla. bjartsýniásamningsstöðunaísjáv- Bandaríkjanna og Kanada innan tvíhliða viðræðum þeirra í Reykja- „Hugsun þeirra snýst meira um arútvegsmálum.“ -JGH Eiður flutti landgræðsluræðuna Þeir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Eiður Guðnason umhverfisráðherra mættu báðir á blaðamannafund I húsakynnum ÁTVR i gær þar sem bandariska fyrirtækið Anhauser-Busch, sem framleiðir meðal annars Bud- weiser, gaf Landgræðslunni fyrsta hlutann af 9 milljóna króna gjöf til landgræðslumála á íslandi. Halldór tók ekki til máls en Eiður flutti þakkarávarp. Spurningin er samt ennþá sú hvort landgræðslumál heyra undir Halldór eða Eið. Best hefði auðvitað verið að þeir Eiður og Halldór hefðu báðir talað samtímis i gær og þakkað fyrir gjöfina. DV-mynd Brynjar Gauti Engin ákvörðun um eftirmann Daviðs „Það hefði verið æskilegast að leysa þetta mál á fundinum. Mönn- um fannst hins vegar að þeir væru þrúgaðir af tímaleysi og þeirri hörku sem óneitanlega var komin í slaginn um borgarstjórastólinn. Við trúum því að vinda lægi þegar menn fara að tala betur saman,“ segir Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar. Engin ákvörðun var tekin um eftir- mann Davíðs Oddssonar sem borgar- stjóra á fundi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks í gær. Ákveðið var, án andmæla, að fresta slíkri ákvörð- un um nokkurra vikna skeið eða þar til Davíð Oddsson hefur tekið út or- lofsdaga sína. Því mun Jón G. Tóm- asson borgarritari, sem jafnframt gegnir stöðu aðstoðarborgarstjóra, leysa Davíð af út júnímánuð. Engar formlegar tillögur voru bornar upp á fundinum né atkvæði greidd. Eftir fundinn í gær sagði Davíð Oddsson að tímaleysi og ónóg um- ræöa væru helsta ástæðan fyrir því að fresta þessari ákvörðun. Þeir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem DV hefur rætt við eftir fundinn, virðast mjög sáttir við þessa niður- stöðu. Ljóst er að undir niðri kraumar ágreiningurinn meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Flestir virðast þeir á þeirri skoðun að verið sé að frestaóþægileguvandamáli. -kaa i i i i i i i i i i i i i i í i i i i i i LOKI Heiðursmenn sem hvergi slóra handsala í nýjum stíl. Út um land mun elta Dóra Eiður á sínum gamla bíl. Veðrið á morgun: Vætusamt vestanlands Á morgun veröur suðvestanátt, gola eöa kaldi, skúrir um vestan- vert landið en víða léttskýjaö austantil. Fremur svalt verður í veðri, hitinn 3-8 stig, heitast á Austurlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.