Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991.
9
Chile:
Aurskriða verður
64 að aldurtila
Sextíu og íjórir létu lífið og íjörutíu
og átta manns er saknað eftir að aur-
skriða rann yfir fátækrahverfi í
borginni Antofagasta í Chile. Mörg
tonn af aur og grjótí, sem höfðu losn-
að í úrhellisrigningu, féllu yfir timb-
urhús fyrir dögun á þriöjudag og
hrifu með sér fólk, bíla og húsgögn
niður göturnar inn í miðborgina.
Antofagasta er á Kyrrahafsströnd
Chile, tæpa 1400 kílómetra fyrir
norðan höfuðborgina, Santiago.
Enrique Krauss, innanríkisráð-
herra Chile, sagði að helmingur
hinna látnu væri börn.
Mikii aurskriða (éll i gegnum borg-
ina Antofagasta í Chile í gær og
varð 64 að bana.
Aurskriðan eyðilagði 600 hús og
skemmdi 6000. Um það bil 20 þúsund
af 220 þúsund íbúum borgarinnar
misstu heimili sín.
Veöurfræðingar telja að svokallað-
ur „Nino“ straumur hafi valdið hinu
óvænta regni sem hafði í för með sér
gífurlegan vindhraöa og snjókomu í
Atacamaeyðimörkinni, einum þurr-
asta stað á hnettinum.
„Þetta er verra en jarðskjálfti af
því að við öfum engin tök á að fjar-
lægja allan aurinn," sagði Blas Esp-
inoza, fylkisstjóri í Antofagasta.
Leðjan fór yfir sex fátækrahverfi á
hæðunum og sandöldunum í útjaðri
borgarinnar. Hópar grátandi fólks
biðu fyrir utan líkhús borgarinnar
eftir fréttum af ættingjum sínum sem
var saknað.
„Ég er að bíða eftir líkum systur
minnar og tveggja frænda, 12 og 13
ára,“ sagði kona ein í samtali við
Reutersfréttastofuna. „Við grófum
eftir þeim í alla nótt. Við fundum
hana í dögun og piltana síðdegis."
Vatnslaust varð í Antofagasa, trufl-
anir urðu á símasambandi og hlutar
borgarinnar urðu rafmagnslausir
Vegir til borgarinnar lokuðust og
sömuleiðis höfnin. Flugvélar hersins
flugu þangað með tjöld, ábreiður,
matvæli og lyf og herskip voru á leiö-
inni með um eina milljón lítra af
fersku vatni.
Patricio Aylwyn Chileforseti var
væntanlegur til borgarinnar í dag.
Reuter
írak:
Sérfræðingar
leita að kjarna-
sprengjum
Hópur sérfræðinga frá Alþjóða- eru frá íröskum vísindamamú sem
kjaniorkumálastofnuninni kom til á að hafa flúið til Bandaríkjanna
Bahrain í dag á leið sinni til íraks fyrr í mánuðinum. Hann skýröi frá
til að leita að kjarnorkuvinnslu- þvi að írakar væru að vinna úran-
stöðvum sem þeim kann að hafa íum fyrir kjamasprengjur í verk-
sést yfir í eftirlitsferð tíl landsins í smiðju nærri borginni Mosul í
síðasta mánuði. norðurhluta landsins.
Vopnahlésskilmálar Persaflóa- Heimildarmenn innan kiarn-
stríðsins heimila sérstakri nefnd orkumálastofnunarinnar sögðu aö
frá Sameinuðu þj óðunum að heim- áformuð heföi verið önnur eftirlits-
'sækja bæði yfirlýst kjamorkuver ferð en henni hefði verið flýtt í
íraks sem og aðra staði þar sem kjölfar fréttanna um flóttamann-
grunur leikur á að hlutar í kjarna- inn.
sprengjur séu framleiddir. Hans Blix, forstöðumaður Al-
í yfirlýsingu frá stofnunimú segir þjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
að sérfræðingar hennar muni ar, sagði að gera mætti mörrnum
starfa með sérstakri nefnd sem hans auðveldara fyrir við að finna
Sameinuðu þjóðirnar settu á fót til efni sem nota má í kjarnavopn ef
að gera að engu möguleika íraka stofnunin fengi betri upplýsingar
tO að framleiða óhefðbundin vopn. um leynileg kjarnorkuver í írak frá
Gert er ráð fyrir aö nefndarmenn leyniþjónustumönnum.
búi yfir nýjum upplýsingum um Router
kjarnorkuver í írak sem komnar
Fleiri dauða-
dómar í Kúveit
Herlagadómstóll í Kúveit dæmdi i
gær til dauða sjö araba án ríkisfangs
og einn íraka vegna meints sam-
starfs við íraska hernámsliðið. Sex
hinna dæmdu voru fjarverandi er
dauðadómarnir voru kveðnir upp.
Alls hefur nú tuttugu og einn verið
dæmdur til hengingar frá því aö rétt-
arhöldin yfir samstarfsmönnum ír-
aka hófust 24. maí síðastliðinn. Þeir
sem voru fjarverandi dómsupp-
kvaðninguna í gær eru hirðingjar.
Hundruð Jórdana af palestínskum
uppruna, írakar, hirðingjar og
nokkrir Kúveitar, verða leiddir fyrir
herlagadómstóhnn í Kúveit vegna
stuðnings við íraka á meðan á sjö
mánaða hernámi þeirra í Kúveit
stóð.
Reuter
Útlönd
Boris Jeltsín, forseti Rússlands, við komuna til Bandaríkjanna í gær. Simamynd Reuter
Jeltsín 1 Washington:
Hverfandi
hætfa á einræði
„Ef Gorbatsjov forseti óskar eftir
umbótum, lýðræði og frjálsum mark-
aði styð ég hann. Ef hann hikar eða
þrýstir á lýðveldin mun hann ffiæta
andstöðu minni.“ Þetta sagði nýkjör-
inn forseti Rússlands, Boris Jeltsín,
í opinskáu sjónvarpsviðtali í Banda-
ríkjunum í gærkvöldi.
Jeltsín, sem kom til Washington í
gær í fyrstu utanlandsferð sinni eftir
kosningasigurinn í síðustu viku,
kvaðst vera þeirrar skoðunar að
Gorbatsjov væri ekki jafnvaltur í
sessi og áður og að hættan á einræði
í Sovétríkjunum væri ekki lengur
mikil. Jeltsín sagðist ekki búast við
miklum pólitískum sveiflum í náinni
framtíð.
Er gengið var á Jeltsín sagðist hann
ekki vera ýkja hrifinn af Gorbatsjov.
„Hann getur verið sjálfum sér ósam-
- kvæmur og reikar oft á milli hægri
og vinstri." Gorbatsjov gæti verið
sterkur um tíma en hann gæti einnig
látið undan miklum þrýstíngi. Jelts-
ín tók það hins vegar fram að frá því
að náðst heföi samkomulag um skipt-
ingu starfs milli ríkjasambandsins
og lýðveldanna í apríl síðastliðnum
hefði Gorbatsjov haldið loforð sín og
hafið umræður. Jeltsín lagði á það
áherslu að hann óskaði ekki eftir
starfi Gorbatsjovs.
Rússlandsforsetinn fékk tækifæri
til að koma á framfæri boðskap sín-
um til Bandaríkjamanna sem er boð
um fjárfestingu í Rússlandi og loforð
um að stefnt yrði að markaðsbúskap.
Sagðist Jeltsín óska eftir nánu sam-
starfi við Bandaríkin.
NTB
Heillandi áfangastaður
á ótrúlega hagstæðu verði
FLUG AÐEINS FRÁ KR.
19800,-
Engin aukagjöld
/7Á EIGIW VEGUM"
Bændagisting • Sveitahótel • Herragarðar • Kastalar
Stórkostleg náttúrufegurð og heillandi menning biða þín á irlandi i sumar.
immnniöfliN
AUSTURSTRÆTI 17 - SÍMI 622200
Brottför: 21.júní-5.júli
19.júli-2.ágúst
og 16. ágúst (vikuferð)
VERÐ FRÁ KR.
TVÆR VIKUR
31.850,
• Verð m. v. hjón og 2 böm, 2-15 ára, 21. Júni