Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 18
4«r*<gr*w»í*s$: ■**+%&*? 18 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. i | k. í. íþróttir unglinga íslandsmótið: ÚrslH 2. flokkur kvenna - A-riðill: Breiöablik-Seifoss 15-0 Hér var um einstefnu að ræða eins og mörk- in segja til um. Mörk Breiöabliks geröu þær Margrét Ólafsdóttir 4, Ásthildur Helga- dóttir 3, Erla Hendriksdóttir 3, Elísabet Sveinsdóttir 2, Katrín Jónsdóttir 2 og Unnur M. Þor- valdsdóttir 1 mark. 3. flokkur kvenna B-riðill: PH-Þór,V...............0-5 Áheitahlaup stúlkna i 2. flokki í Breiðabliki Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari í 2. flokki kvenna hjá Breiðabliki, vildi koma því á framfæri aö 25. júni ætli 2. flokkur Breiðabliks að hlaupa áheitahlaup - þannig að stelpumar sækja bolta hjá Adidas-umboðinu og hlaupa meö hann út í KR-heimili og síðan þaðan í Kópavog og afhenda sem keppnisbolta í leik Breiðabliks og KR í meistaraflokki karla. Gengiö verður í hús í Kópavogi og safnað áheitum til styrktar ferö 2. flokks Breiðabliks á Dana- Cup 22. júh. Þess má geta að Breiðabliks- stelpurnar era margfaldir ís- landsmeistarar gegnum árin og 5 stelpnanna skipa unglingalandsl- iðið undir 16 ára. En það lið mun taka þátt í Norðurlandamótinu í sumar. 'Vonandi fá stúlkurnar góðar móttökur hjá Kópavogsbúum - þær eiga það skilið. -Hson Umsjón: Halldór Halldórsson frá vinstri: Agúst Bent Sigbertsson, Björn Bragi Arnarson, Jónas Guö- mundsson fyririiði, Þórir Bjöm Sigurðarson og Andri Már Ótiarsson. - Aftari röð frá vinstri: Smári Björgvinsson þjálfari, Ásbjörn Elmar Ás- björnsson, Bogi Hauksson, Björn Ingi Árnason, Þoriákur Hilmarsson, Ólafur Ingi Skúlason og Erlendur Þór Guðmundsson aðstoðarþjátfari. Reykjavíkurmeistarar Framara i A-liði 6. flokks. Liðið er þannig skipað. Markverðir: Stefán Baldvin Stefánsson og Albert Ásvaldsson. Varnarmenn: Níels P. Benediktsson og Kristinn Ingimundarson. Miðjumenn: Hafþór og Eyþór Theódórssynir og Trausti Jósteinsson. Framherji er Daði Guðmundsson og leikur hann senter. Skiptimenn: Tryggvi Jósteinsson, Svanur Pétursson, Ólafur Höskuldsson og Kristján P. Pálsson. Þjálfari A- og B-liðs er Magnús Ein- arsson. DV-mynd Hson Keppni um sæti - B-lið: 1.-2. sæti: Fylkir-Fram.......0-3 3.-4. sæti: ÍR-Valur..........0-2 (Mörk Vals: Árni Henrý Gunnarsson og Styrmir Hansson.) 5.-6. sæti: KR-Fjölnir........4-0 7.-8. sæti: Víkingur-Leiknir..1-1 B-lið: Fylkir-Fram, 0-3 Fylkir sótti mun meira í upphafi leiks en Framstrákarnir vörðust vel og komust meira og meira inn í leik- inn. í einni skyndisókninni náði Fram forystu með fallegu marki Haf- steins Ingasonar og var þetta eina mark fyrri hálfleiks. - í síðari hálf- leik bættu Framarar við tveim lag- legum mörkum og var það Guð- mundur Stephensen sem gerði hið fyrra en hann er einnig margfaldur íslandsmeistari í borðtennis og að- spurður sagðist hann ekki ennþá hafa gert upp á milli fótbolta og borð- tennis: „Báðar þessar íþróttir eru alveg frábærar," voru orð hans. Þriðja mark Fram var mjög lag- legt. Kristinn Vilhjálmur Jóhanns- son vippaði snyrtilega yfir mark- mann og vörn Fylkis og hafnaði bolt- inn í auðu markinu. Kristinn er son- ur Jóhanns G. Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra knattspyrnudeildar Fram. Framstrákarnir voru mjög vel að Pepsí-mót Víkings í 7. flokki: Fylkisstrákamir unnu í A-liði - og FH meö besta B-liðið Reykjavikurmót 16. flokki: Fram vann tvöfalt Markaskorarar Framara í úrslitaleiknum gegn Fylki í B-liði 6. flokks. Frá vinstri: Hafsteinn Ingason, Guðmundur Stephensen og Kristinn Vilhjálmur Jóhannsson. DV-mynd Hson Hornspyrna að marki Fylkis i úrslitaleik B-liða í Reykjavíkurmótinu. Mark- vörður Fylkis náði með snarræði aö bægja hættunni frá. DV-mynd Hson Reykjavíkurmótinu í 6. flokki A- og B-hða lauk sl. sunnudag og sigr- uðu Framarar bæði í A- og B-liði. Þeir léku báða úrslitaleikina gegn Fylki og unnu í A-hði, 5-1, og í B- liði, 3-0. Þessi sömu félög léku einnig til úrslita í fyrra en þá sigraði Fylkir í A-liði. Þessi tvö félög leggja greini- lega meiri rækt við þennan aldurs- flokk en önnur félög í Reykjavik gera. Athygli vakti 2-1 sigur A-hðs Fjöln- Frammistaða Fjölnis hefur reyndar ávallt verið góð í yngstu flokkunum. Keppni um sæti - A-lið: 1.-2. sæti: Fram-Fylkir.......5-1 3.-4. sæti: Valur-Leiknir.....8-0 5.-6. sæti: KR-Fjölnir........1-2 7.-8. sæti: Víkingur-ÍR.......5-1 A-lið: Fram-Fylkir, 5-1 Leikurinn var spennandi í byrjun. Framarar komust þó í 2-0 um miðbik hálfleiks með mörkum þeirra Haf- þórs Theódórssonar og Daða Guö- mundssonar en Fylkisdrengurinn Viðar Ásbjörnsson náði að minnka muninn í 2-1 meö fallegu marki og lifnaði heldur betur yfir leiknum. En síðan gerðu Framarar að engu allar vonir Fylkisstrákanna með þrumu- marki Eyþórs Theódórssonar í blá- vinkilinn eftir mjög vel útfært upp- hlaup þar sem boltinn gekk viðstöðu- laust milli manna. Það var síðan Daði Guðmundsson sem skoraði 2 síðustu mörk Fram með miklum til- þrifum. Daði var í miklum ham og gerði 3 mörk í leiknum. báðum þessum sigrum komnir. En í B-leiknum gat þó allt gerst og var leikurinn mjög tvísýnn framan af. Bæði þessi félög geta verið hreykin af framgangi strákanna og er ljóst að vel er unnið að málefnum þeirra yngri á báðum stöðum. -Hson Pepsí-mót Víkings í 7. flokki var haldiö 25. maí sl. Alls tóku 20 hð þátt í mótinu, þ.e. A- og B-hö. Fylk- isstrákarnir unnu í keppni A-hða er þeir sigraðu Fjölni, 5-0, í úrslita- leik. Mörk Fylkis í úrslitaleiknum gerðu þeir Ólafur Ingi Skúlason 2, Þórir Björn Sigurðsson 2 og Jónas Guðmannsson 1 mark. Fylkisstrákamir unnu alla 5 leiki sína í mótinu í keppni A-liða og var markatalan glæsileg, eða 25-1. Þetta er 4. mótið sem A-lið 7. flokks Fylkis vinnur á árinu en þeir hafa áður tekið þátt í 3 innanhússmót- um og unnið þau öfl. 7. flokkur Fylkis vami ein'nig Pepsí-mótið í fyrra. Markahæstu leikmenn Fylkis i mótinu voru þeir Ólafur Ingi Skúlason með 7 mörk og Þórir Björn Sigurðsson með 6 mörk. í keppni B-liða vann FH hð Breiðabliks í úrslitaleiknum. Kveðja, Foreldraráð 7. flokks Kemur næst Næsta mánudag og þriðjudag verður sagt frá þremur mótum sem háð voru um síðastliöna helgi. Það eru Trölla-Tópas mót Fylkis í 6. ílokki, Búnaöarbanka- mót Aftureldingar í 6. flokki og Gróttumót í 7. flokki. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.