Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. 31 Veiðivon Sá stærsti á þessu sumri: 22 punda lax í Laxá í Aðaldal Jón Þ. Jónsson með 11 punda lax úr Norðurá i Borgarfirði sem hann veiddi fyrir fáum dögum á maðkinn. Áin hafði gefið 158 laxa í gærkveldi. DV-mynd ÁGG „Veiðin hefur verið róleg síðan við opnuðum hérna á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal og eru komnir aðeins tveir laxar en hann er 22 pund sá stærsti," sagði Völundur Hermóðsson í Nesi í Aðaldal í gærkveldi. „Það var Sveinn Trausti Haralds- son sem veiddi 22 punda fiskinn á maðk og Sveinn veiddi hinn fiskinn { líka, 8 punda lax sem tók einnig maðkinn. Veðurfariö hefur batnað hérna í Aðaldalnum síðustu daga og { úr Laxá í Aðaldal eru komnir um 50 laxar,“ sagði Völundur í lokin. ' Flókadalsá gaf tvo laxa fyrsta hálfa daginn „Þeir voru tveir laxarnir sem komu þennan fyrsta hálfa dag og það er bara allt í lagi, 14 og 10 pund á maðk- inn,“ sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum í gærkveldi en Flóka- dalsá í Borgarfirði var opnuð eftir hádegi í gær. „Við sáum töluvert af laxi á svæði tvö en það var ekki gott veiðiveður þennan fyrsta hálfa dag. Ég hef aldr- ei séð svona mikiö af fiski í Flóku í opnun og margir af þessum fiskum eru vænir. Ég veiddi þennan 14 punda á Pokabreiöunni og þar sá ég 20-30 laxa torfu. Fyrri laxinn kom | um fimmleytið. Við erum hress með þessa opnun í Flóku og laxinn verður jafnvel í meira tökustuði í fyrramál- . ið, viö skulum vona það,“ sagði Ing- ' varsemætlaðiaðrennastraxímorg- unsárið fyrir lax í Flóku. Tveir stórlaxar fóru af á sama tíma í Norðurá „Þetta er allt saman að koma til í Norðurá og 158 laxar eru komnir á land á þessari stundu," sagði Halldór Nikulásson veiðivörður í gærkveldi. „Veðurfarið var dýrðlegt hérna í dag og var 29 stiga hiti í forsælu. Þetta er kannski ekki mikið veiðiveð- ur. Hollið sem hætti á hádegi í dag veiddi 19 laxa og hann var 15 pund sá stærsti. Það var Gunnar Petersen yngri sem veiddi fiskinn á maðk í Klettskvörn. í fyrrinótt fóru 45 laxar í gegnum Laxfoss svo þetta er allt að koma þótt það væri ekki verra þótt færi að rigna. Það eru komnir 158 laxar á land með Munaðarnessvæð- inu. í kvöld var fjör í Norðurá því næstum á sama stað var sett í stór- fisk á tveimur stöðum. Þetta gerðist á Eyrinni og í Myrkhyl en þeir fór báðir af,“ sagði Halldór ennfremur. Fyrsti laxinn var maríulax í Haukadalsá „Það kom einn lax á land þennan fyrsta hálfa veiðidag og það var mar- íulax,“ sagði Torfi Asgeirsson í veiði- húsinu við Haukadalsá í gærkveldi. „Veiðimaðurinn, sem veiddi þenn- an maríulax, heitir Bergþór Berg- þórsson og veiðistaðurinn heitir Dallur, fiskurinn tók maðk hjá hon- um. Hann setti í annan lax en missti hann eftir snarpa baráttu. Það eru nokkrir laxar í Kvörninni en þeir eru ljónstyggir, blessaðir,“ sagöi Torfi í lokin. -G.Bender í iHgling 1 borbeldavél 20 lítra ofn meb undir- og yfirhita oq grillelementi. 2 heilur, 15 og 18 cm. HxBxD: 32x58x34 cm. VERÐ AÐEINS KR. 18.840,- stgr. /rQnix ^ÁTÚN^^ÍMK^1^442^| GMC Jimmy '84, 6,2, dísil, sjálfsk., gullfallegur bill, ek. 76.000 m. Ford Econolino '90, 250, 7,3, dls- II, furbo, m/spili, köslurum og öllum aukahlutum. Geitabergsvatn í Svínadal: Þrír sjö punda urriðar á land „Það hefur verið fjör á bökkum Geitabergsvatns síðustu vikurnar og vænir urriðar hafa komið á land, þrír 7 punda hafa veiðst með stuttu millibili," sagði veiðimaður sem renndi um helgina í Geitabergsvatni en hafði ekki árangur sem erfiði. „Þessir stórfiskar tóku Devon, ís- landsspún og tóbý. Það eru til rosa- lega vænir fiskar í vatninu og mér kæmi ekki á óvart þótt stærri fiskur veiddist næstu daga,“ sagði veiði- maðurinn í lokin. -G.Bender Fjölmiðlar Sólskin í fréttum Veöurfréttir og sólarmyndir voru skemmtilegasta og athyglisverðasta sjónvarpsefhi gærdagsins. Skæl- brosandi veðurfræðingar sóðandi sólum út um allt kort sanna áhorf- andanum að þrátt fyrir allt sé von í þessu landi. Það er ekki oft sem veöurfræðingarair fá tækifæri til að vera boðberar góðra tíðinda á skjánum og slá í gegn. Eftir tvo fréttatíma í beit dag eftir dag, sem fjalla að mestu um útlendar nátt- úruhamfarir og íslenskar peninga- hamfarir, er ekki óeðlilegt að brúnin lyftist á landanum þegar gott veður er til umfjöllunar eftir hamfariraar. Þaö hefúr stundum hvar flað að manni að setja ætti hörmungar- kvóta á fréttír. Taka til dæmis að- eins fyrir eitt gjaldþrot á dag og síö- an ljúka fréttatímanum með ein- hverju bjartsýnistali til sáluhjálpar. Hálfrar klukkustundar fréttatími, sem fjallar að mestu um hrun í fisk- eldi, loðdýraeldi, fiskvinnslu og ull- arvinnslu, er of stór skammtur ofan í fólk sem berst á heimavigstöð vum við vaxtahækkanir húsnæöislána og hækkandi framfærslukostnaö. Reyndar er þaö svo aö peningar, eða öllu heldur peningaleysi, viröist vera aðalmálefhi þessarar litlu þjóð- ar þegar litið er yfir fféttamatiö. Ráöherrar og fjármálasérfræðingar þjóðarinnar fylla út í skjáinn aftur og aftur ogtalaí tölum sem enga merkingu hafa fy rir fólk sem veit ekki einu sinni hvað miUjaröur er enda hefur það enga viðmiöun úr sínu daglega lifi. Milljarðahrun í einni atvinnugreininni gleymist eft- ir viku þegar næsta atvinnugrein hrynur og svo koll af kolli. Svona gengur þetta árið út og ekkert breyt- ist. Þá er fátt eins upplífgandi og heiðbjart veðurkort og brosandi veðurfræðingur. Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir AMC Jeep Comanche pickup, m/húsi, 4.01 - 6 cyl., eínn m/öllu, álfelgur, stór dekk. M. Benz 500 SE ’80, ek. 139.000, með öllu, ABS. Oskum eftir hjólhýsum og tjaldvögnum til sölu Frúin hlær i betri bíl... Veður Breytileg átt, sums staðar verður gola eða kaldi sið- degis en annars hægari og víðast léttskýjað. Hiti verður viðast 15-20 stig i dag. Akureyri léttskýjað 6 Egilsstaöir léttskýjað 11 Keflavíkurflugvöllur léttskýjað 9 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 13 Raufarhöfn hálfskýjað 6 Reykjavik þokumóða 10 Vestmannaeyjar léttskýjað 8 Bergen alskýjað 11 Helsinki skýjað 11 Kaupmannahöfn skúr 12 Úsló rigning 9 Stokkhólmur skýjað 10 Þórshöfn skýjað 8 Amsterdam rigning 10 Barcelona léttskýjað 14 Berlin léttskýjað 11 Feneyjar þrumuveður 13 Frankfurt rigning 9 Glasgow skýjað 10 Hamborg þokumóða 10 London rigning 10 LosAngeles alskýjað 17 Lúxemborg súld 8 Madrid heiðskírt 11 Malaga alskýjað 20 Mallorka skýjað 12 Montreal léttskýjað 19 Nuuk þoka 3 París alskýjaó ‘ 9 Róm léttskýjað 19 Valencia skýjað 14. Vín alskýjað 11 Winnipeg léttskýjað 15 Gengið Gengisskráning nr. 113. -19. júní 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Doliar 63,170 63,330 60.370 Pund 101,893 102,151 104,531 Kan. dollar 55,264 55,404 52,631 Dönsk kr. 9,0424 9,0653 9,2238 Norsk kr. 8,9135 8,9361 9,0578 Sænsk kr. 9,6465 9.6709 9,8555 Fi. mark 14,7010 14,7382 14,8275 Fra. franki. 10,2640 10,2900 10.3979 Belg. franki 1,6945 1,6988 1.7168 Sviss. franki 40,5456 40,6483 41,5199 Holl. gyllini 30,9649 31,0434 31.3700 Vþ. mark 34,8842 34,9725 35,3341 It. líra 0,04687 0,04699 0,04751 Aust.sch. 4,9559 4.9684 5,0239 Port. escudo 0,3964 0,3974 0,4045 Spá. peseti 0,5546 0,5560 0,5697 Jap. yen 0,44844 0,44958 0,43701 irskt pund 93,302 93,538 94,591 SDR 82,6820 82,8914 81,2411 ECU 71,6221 71,8036 72,5225 Fiskmarkaðinúr Faxamarkaður 18. júní seldust alls 85,783 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,128 32,25 24.00 46,00 Karfi 6,560 35,74 33,00 40,00 Keila 0,389 35,00 35,00 35,00 Langa 0,127 49,00 49,00 49,00 Lúða 0,809 205,91 100.00 250,00 Steinbitur 0,038 58,00 58.00 58,00 Þorskur.sl. 63,756 81.68 78,00 84,00 Ufsi 0,658 39,99 38,00 78,00 Undirmál 3,671 56,81 38,00 78,00 Ýsa, sl. 9,647 112,47 85,00 118,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 18. júni seldust alls 216,596 tonn. Smáufsi 0,385 37,00 37,00 37,00 Lúða 0,443 131,93 100,00 175,00 Grálúða 23,847 78,22 76,00 80,00 Ýsa 34.571 95,19 91,00 98,00 Ufsi 70,072 52,93 51,00 53,50 Þorskur 80,153 83,93 69,00 89,00 Koli 2,299 62,90 35,00 72,00 Karfi 4.824 37,32 36,00 38,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 18. júni seldust alls 46,148 tonn. Undirmál 0.142 76,00 76,00 76,00 Langlúra 0,053 55,00 55,00 55,00 Langa 0,407 25,68 20,00 50,00 Keila 0,404 28,16 24.00 30,00 Steinbítur 0.556 43,33 38,00 58,00 Lýsa 0,109 15,00 15,00 15,00 Öfugkjafta 0,599 28,00 28,00 28,00 Karfi 4.803 37,06 15,00 41,06 Ýsa 1,538 91,38 70,00 110,00 Náskata 0,045 5,00 5,00 5,00 Lúða 0,063 295,00 295,00 295,00 Koli 0,444 60,00 60,00 60,00 Ufsi 12,552 48.44 44,00 55,00 Skata 0,073 87,52 86.00 89,00 Þorskur 23,536 85,82 76,00 100,00 Skötuselur 0,235 270,21 185.00 425,00 Skarkoli 0,589 49,00 49,00 49,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.