Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. 5 Fréttir Sveinn Sveinsson hreinsar grásleppunetin eftir lélega vertið. DV-mynd GVA * Hríseyjarferjan Sævar: Við þurf um oft að skilja f ólk eftir - segir Smári Thorarensen skipstjóri Gylfi Kiistjánsson, DV, Aknreyri: Farþegar með Hríseyjarferjunni Sævari voru tæplega 50 þúsund á síðasta ári og vanþað metár. Ekki er víst að það met verði langlíft og sem dæmi um aukninguna má nefna að í maí á síðasta ári voru farþegar 3800 en í sama mánuði á þessu ári urðu farþegar 5300 talsins. „Það stefnir í enn eitt metið,“ sagði Smári Thorarensen skipstjóri er DV ræddi við hann á dögunum. Smári sagði að fjórir menn væru í áhöfn ferjunnar og eru tveir þeirra að störfum hverju sinni. Langmest er að gera yfir sumartímann og ferðamenn eru þá oft fjölmennir um borð. „Við þurfum að fá nýjan bát því að það hefur komið fyrir að við höfum ekki komið öllum fyrir og orðið að skilja fólk eftir,“ sagði Smári. Hríseyjarferjan Sævar er 29 tonna skip og er í forum milli Árskógssands og Hríseyjar á tveggja tíma fresti alla daga. Siglingin út í eyjuna tekur ekki nema um 15 mínútur og fer vel um farþegana. Grenivlk: Fengu björgunarbát að gjöf Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er góð gjöf enda er nauðsyn- legt fyrir okkur að eiga svona tæki,“ segir Ásgeir Kristinsson, varaform- aður björgunarsveitarinnar Ægis á Grenivík um björgunarbát sem sveit- in fékk að gjöf fyrir skömmu. Það voru aðstandendur Þorsteins Þórhallssonar og vinir hans sem gáfu bátinn en Þorsteinn fórst í sjóslysi í janúar sl. Báturinn ber nafnið Steini Þórhalls og tekur 10 menn. Hann er búinn 30 hestafla vél og honum fylgdu fjórir björgunargallar. Strandir: Ferðafólk teppist vegna snjóa Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Á Ströndum er nú kalt og nýfallinn snjór niður í miðjar hlíðar. Ferða- fólk, sem kom til Gjögurs fyrir nokkrum dögum komst ekki vegna snjóa í Veiðileysukleif og víðar. En síðan var mokað svo að fólkið komst leiðar sinnar. Barnaskóhnn á Finnbogastöðum verður gististaður fyrir ferðamenn í sumar eins og undanfarin ár. Þar er góð aðstaða, sjónvarp, eldunarað- staða og svefnpokapláss fyrir 20-30 manns. „Afspyrnuléleg grásleppuvertíð" „Þetta var afspyrnu léleg grá- sleppuvertíð. Við höfðum tæpar níu tunnur af hrognum upp úr krafsinu sem er mjög slappt," sagði Sveinn Sveinsson, grásleppukarl á Vopna- firði, í samtali við DV. Sveinn var búinn að taka upp net sín og var að hreinsa þau við gamalt íbúðarhús, sem hann notar sem veið- arfærageymslu, þegar DV bar að garði. Sveinn sagði hins vegar að hand- færavertíðin, sem nú gengur í garð, legðist vel í hann og fiskurinn gæfi sig örugglega þegar norðanáttinni slotaði. -Pá Panasonic VHS MOVIE VIDEOTOKUVEL Nýja Panasonic NV-Gl videotökuvélin færir þig nær raunveruleikanum bæöi hvaö varðar myndgæði og verð, hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum fókus og vegur aðeins um 900 grömm. Komið og kynnist þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu ríkari. &XZO0M DIGITÁL /\\ AF LIGHTWEIGHT & COMPACT 3Lux JAPISð BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI SÍMI 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.