Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. m Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Saddam er enn að Persaflóastríðið stóð stutt. Það tók bandamenn hundrað klukkustundir að knýja íraka til uppgjafar. Hersveitir Saddams Hussein máttu flýja sem fætur tog- uðu, þær sem ekki lögðu niður vopn og gáfust upp. Þetta stutta stríð var ójafn leikur og sigri bandamanna var vel fagnað um heim allan. Manntjón varð með minnsta móti, Kúveit hlaut aftur frelsi og yfirgangur einræðisins var kveðinn í kútinn. Þegar ljóst var að mótspyrnan var engin og uppgjöfm algjör í liði Saddams Hussein lýsti Bush Bandaríkjaforseti yfir vopnahléi til að afstýra frekara mannfalli. Þessa sögu þekkja allir og muna. Sigurinn fór ekki á milli mála. Bandamenn settu skilyrði og að þeim var gengið. írakar áttu ekki annarra kosta völ en gegna því sem þeim var sagt að gera. Það var aðeins eitt sem gleymdist. Saddam Hussein var hlíft. Bandamenn létu ekki kné fylgja kviði. Þeim láðist að setja það að skil- yrði að þessi maður færi frá völdum. Maðurinn sem kveikti ófriðarbálið, maðurinn sem einn bar ábyrgð á hernámi Kúveit og margra mánaða stríðs- og hættu- ástandi, maðurinn sem fórnaði tugþúsundum mannslífa var látinn í friði. Afleiðingarnar af þessum mistökum geta orðið dýr- keyptar áður en yfir lýkur. Umheimurinn hefur fylgst með því hvernig úrvalssveitir Saddams hafa náð vopn- um sínum og gengið milli bols og höfuðs á Kúrdum. Þær hafa staðið vörð um ógnarstjórn Saddams Hussein og tryggt hann á valdastóli. Það virðist enginn bilbugur á einræðisherranum í írak. Hann hefur haft hljótt um sig en hann er langt frá því dauður úr öllum æðum og hyggur sjálfsagt á hefndir. Ein alvarlegustu tíðindin frá írak eru þau að Saddam Hussein sé með mikilli leynd að láta smíða kjarnorku- sprengjur. íraskur kjarneðlisfræðingur, sem komist hefur undan á flótta frá írak, hefur sagt frá því að hann hafi unnið að þessari sprengjusmíði. Hann álítur að ír- akar hafi úraníum til að smíða allt að fjórar kjarnorku- sprengjur og að því er unnið í neðanjarðarbyrgjum sem hafa farið fram hjá bandamönnum. Hér er auðvitað um skýlaust brot á þeim samningum og skilyrðum sem írakar undirrituðu í styrjaldarlok. Enda þarf enginn að halda að einræðisherra á borð við Saddam Hussein standi við samninga, frekar en að hann virði alþjóðasamskipti og ályktanir Sameinuðu þjóð- anna. Hann svífst einskis. Menn geta rétt ímyndað sér stöðu hans ef ætlunar- verkið um kjarnorkusprengjurnar tekst. Þá mun þessi maður aftur bjóða umheiminum birginn og þá duga hvorki Patriot-flaugar né Tomahawk til að bægja hætt- unni frá. Það hefur verið til lítils barist í Persaflóanum ef ógn- valdurinn leikur lausum hala og fær tíma og ráðrúm til að koma sér upp gereyðingarvopnum. Það hlýtur að vera keppikefli þeirra sem lögðu allt í sölurnar til að endurheimta frelsi Kúveit og leggja íraksher að velli að áform Saddams Hussein verði stöðvuð. Helst ætti að gera nýja innrás, handtaka Saddam Hussein og láta hann svara til saka fyrir stríðsglæpi. Hvað er verið að hlífa þessum manni? Hvers konar sigur er það í stríði ef allir eru lagðir að velli nema sá sem ábyrgð ber á ■ stríðinu? j Meðan Sadddam Hussein gengur laus er enginn frið- ur tryggður í þessum heimshluta. Menn eiga að taka það alvarlega þegar fréttir berast um að hann smíði nú ' kjarnorkusprengjur á laun. Ellert B. Schram ,Það er því ekki ofmælt að fiskistofnarnir og sjávarútvegurinn séu undirstaða lífskjara á íslandi." Markmið sjávar- útvegsstefnu Sjávarútvegsstefnan, og þá eink- um stjórnun fiskveiða og úthlutun aflakvóta, er mikilvægasta málið sem tekist veröur um á nýbyijuðu kjörtímabili. Samningarnir við Evrópu eru léttvægir í samanburði við kvótamáliö, enda eru albr stjórnmálaflokkar sammála um aö veiðiréttur sé ekki falur fyrir markaðsaðgang. Mikilvægið er ekki að ófyrirsynju því sjávaraf- urðir voru 55% af útflutningi vöru og þjónustu á síöasta ári. Ef erlendur kostnaður við út- flutningsframleiösluna er dreginn frá og farmgjöldum af sjávarafurð- um bætt við er hlutfallið trúlega milli 60 og 65%. Vegna legu Is- lands, fámennis og gagnkvæms búseturéttar við ríkustu þjóðir Evrópu yrði stutt í landauðn ef þjóðin hefði ekki gjaldeyristekjur til að kaupa fyrir vörur frá útlönd- um. Þaö er því ekki ofmælt að fiski- stofnarnir og sjávarútvegurinn séu undirstaöa lífskjara á íslandi. Um þetta ereining Nú styttist óðum í endurskoöun laga um fiskveiðistjómun. Henni á að ljúka fyrir árslok 1992. Þótt menn greini á um margt hygg ég að flestir séu sammála um grund- vallarmarkmið en ágreiningurinn standi um útfærslu. Því er hentugt að hefja umræðuna meö því að til- greina og skýra grundvöllinn. Á honum ber svo að byggja framhald- ið. í þessum línum verður fjallað um ýmis skilyrði sem endurskoðuð sjávarútvegsstefna þarf að uppfylla og ætla má að nokkur eining sé um. Það atriði, sem mikilvægast er og undirstaða allra hinna, er að sjávarútvegsstefnan og stjórnun fiskveiða á að stuðla að sem bestum lífskjörum á íslandi. Um þetta er eining. Þetta vakir augljóslega fyrir okkur sem aðhyllumst virka al- menningseign á fiskimiðunum en þeir sem vilja aö útgerðarmenn eigi kvótana fullyrða líka að það sé í þágu almennings. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Morgunblaðið 4. apríl og byijaöi svona: „Til þess að standa undir þeim lífskjörum, sem við óskum okkur, þarf sjávarútveg sem rekinn er með hagnaði." Þarna fer ekki á milli mála hvor er til- gangurinn, gróðinn eöa lífskjörin. Þaö er því ekki deilt um að höfuð- markmið sjávarútvegsstefnunnar, sem og stefnunnar í öðrum höfuö- málum, er aö efla almenn lífskjör á íslandi. Hagkvæmni í rekstri Annað markmið, náskylt, er að sjávarútvegsstefnan stuðli aö hag- KiaUarinn Markús Möller hagfræðingur útvegsins að vera þannig að sám- búð hans við aðrar atvinnugreinar sé með eðlilegum hætti. Því hefur oft verið haldið fram að sjávarút- vegurinn þoli mun hærra raun- gengi á krónunni en samkeppnis- og útflutningsiðnaður og að gengis- skráning hafi miðast of mikið við afkomu sjávarútvegsins og of lítið við afkomu annarra greina. Upp á síðkastið hefur einnig borið á hagsmunaárekstrum veiða og vinnslu. Opinberar fiskverðsá- kvarðanir voru til skamms tíma beinlínis ætlaðar til þess að halda niðri fiskverði, styrkja með því fiskvinnsluna í landinu og gera henni kleift að greiða há laun sem þrengdu að öðrum iðnaði. Aukið frelsi í verðlagningu afla hefur þó trúlega dregiö úr möguleikum á „Það er því ekki deilt um að höfuð- markmið sjávarútvegsstefnunnar, sem og stefnunnar í öðrum höfuðmálum, er að efla almenn lífskjör á íslandi.“ kvæmni í rekstri. Þetta þýðir meðal annars að stjórnun, sem kallar á stærri flota en nauðsyn krefur, er varla ásættanleg. Þetta þýðir líka að hvers kyns hömlum á hag- kvæmri ráðstöfun afla ber að taka með tortryggni þótt þar geti orðið árekstrar við önnur lífskjara- markmið, svo sem byggöasjónar- mið. Hagkvæmni í rekstri er þó ekki markmið í sjálfu sér. Hag- kvæmur rekstur getur einfaldlega staðið undir betri lífskjörum en óhagkvæmur. Þriöja atriðið, sem nefna mætti, er aö í sjávarútvegi eiga að vera eðlileg tækifæri til hagnaðar. Það er mikilvægt að hagkvæmur rekst- ur blómgist og óarðbær hverfi. Stjórnvöld verða að gæta þess að spilla ekki eölilegum hagnaöarfær- um. Hærri hagnaðarskattur í sjáv- arútvegi en í öðrum greinum myndi beina fjármunum um of frá greininni. Tilfærslur frá vel reknum fyrir- tækjum til slakra vinna beinlínis gegn rekstrarhagkvæmni. Eðlileg hagnaöartækifæri eru því forsenda þess að viðhalda rekstrarhag- kvæmni og breiða hana út. (En eitt er að hagnast á dugnaöi og hug- viti, annað að fá milljaröa á silfur- fati.) Hagsmunaárekstrar í fjóröa lagi þarf umhverfi sjávar- slíkum millifærslum og leitt til vax- andi munar á afkomu veiða og vinnslu. Ekki má heldur gleyma því að það er ekki markmið í sjálfu sér að hér þróist fjölbreytt starfsemi í útflutnings- og samkeppnisgrein- um öðrum en sjávarútvegi. Það er þá og því aðeins æskilegt ef það bætir lífskjörin, til dæmis með því að draga úr hættunni af áfóllum sem sjávarútvegurinn kann að verða fyrir. í fimmta lagi á sjávarútvegsstefn- an ekki að bregða fæti fyrir lífvæn- leg byggðarlög. Það væri til dæmis að bregða fæti fyrir lífvænleg byggðarlög ef lánakerfið gerði að þarflausu kröfur um stærð fyrir- tækja og þjappaði þannig sjávarút- veginum saman í örfáum stórum bæjum. Það væri hins vegar tæplega ámælisvert þótt þrengt yrði að rekstri sem ekki getur staðiö undir kostnaði við hafnargerð og aöra þjónustu sem nú er á hendi hins opinbera. Þessi atriði, eins og flest það sem tengist byggðastefnu, eru vandmeðfarin og viðkvæm og þess þarf aö gæta að byggðimar eru ekki markmið heldur hagsæld fólksins sem býr þar nú. Markús Möller

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.