Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 32
w Fyrir besta fráttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 2/Ö22 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Frjálst, óháð dagblað MIOVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. Jón Baldvin Hannibalsson: EB gafst upp á kröf um um veiðiheimildir Jón G. Hauksson, DV, Lúxemborg: „Mesti árangurinn af þessum fundi var sá aö hann fór ekki út um þúfur. Ég hef samt alla fyrirvara á hinni endanlegu niöurstöðu þar sem enn geta mál hlaupið í baklás. En takist þetta eins og nú stefnir í er ég ekki í nokkrum vafa um að þegar menn líta til baka að nokkkrum árum liðn- um verður þetta talinn einhver mesti samningsárangur sem íslendingar hafa náð í alþjóðlegum samningum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra við DV eftir ráð- herrafund EFTA og Evrópubanda- lagsins um evrópska efnahagssvæð- ið, EES, í Lúxemborg í gærkvöld. „Það komu fram tillögur varðandi öll hin stóru ágreiningsmál sem eftir voru, þar á meðal sjávarútvegsmál. Þessum tillögum, sem liggja fyrir núna og eru settar fram með skilyrð- um, hefur almennt verið vel tekið en þó með fyrirvörum um nánari út- færslu.“ - í hverju fólst sú lausn sem skyndi- lega kom upp á borðið í gærkvöld? „Norðmenn komu með tillögu í sjávarútvegsmálum sem þótti nógu athyglisverð af hálfu EB til að henni væri tekið jákvætt meö fyrirvörum. Hún er skilyrt því að EFTA-ríkin fái tollfrjálsan aðgang með sjávarafurð- ir að mörkum EES og sameiginlega hafa Norðmenn og íslendingar fyrir- vara gegn fjárfestingarrétti í fisk- veiðum og frumvinnslu. Að því er okkur íslendinga varðar hafa EB- ríkin gefist upp á kröfum um einhliða veiðiheimildir.“ Eldur við Hvalstöðina: Björguðu rosknum mannifrátjóni Eldur kviknaði í íbúðarskála við Hvalstöðina í Hvalfiröi laust eftir miðnættið í gærkvöldi. Roskinn maður, sem er matsvein á staðnum, svaf innandyra þegar mikill reykur breiddist út um íbúðina frá raf- magnstöflu. Tvær konur voru á ferð í bíl á þjóðveginum skammt frá og sáu þær reyk leggja frá húsinu. Fóru þær á staöinn og knúðu dyra. Þegar ekkert svar fékkst börðu þær af krafti á gluggana. Við það vaknaði íbúinn og kom út. Hann sakaði ekki. Slökkviliðsmenn voru við störf skammt frá og var strax kallað í þá. Um hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins sem átti upptök sín í raf- magnsinntaki. Að sögn Eyjólfs Jóns- sonar slökkviliðsstjóra er mjög sennilegt konurnar tvær hafi komið í veg fyrir mikið tjón - aö minnsta kosti sé ljóst að þær hafi bjargað manninum frá því að hljóta skaða af. -ÓTT LOKI Það er svo sem allt í lagi að hleypa Spánverjum í marhnútana! Skipta kvóta við EB „Islendingar skipta á veiðiheim- ildum við Evrópubandalagið. Þeir láta Spánverja og Portúgala fá kvóta í íslenskri fiskveiðilögsögu en fá jafnmikinn kvóta í staöinn ur grænlenskri fiskveiðilögsögu... íslendingar munu af sinni hálfu gera samkomulag við EB í sjávar- útvegsmálum, nokkuð sem þeir hafa ekki gert, sem grundvallast á gagnkvæmum kvótaskiptum upp á 3 þúsund tonn. í staðinn leyfa Evr- ópubandalagsríkin tollfrjálsan inn- ílutning á fiski og fiskafurðum frá 1. janúar 1993,“ segir i fréttaskeyt- um fá Reuters- og Ritzau-fréttastof- unum í morgun þar sem fjallaö er urn ráðherrafund EFTA og- Evr- ópubandalagsins sem lauk í Lúx- emborg í gærkvöld. Hvorki Jón Baldvin Hannibais- son utanríkisráðherra né Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra vildu tjá sig um tillögur þær í sjávarútvegsmálum, sem bornar voru fram á fundinum en Evrópu- bandalagið hefur nú til skoðunar. | skeytum fréttastofanna segir aö íslendingar og Norðmenn hafi komið hvorir með sína tillöguna í sjávarútvegsmálum. Það er einnig haft eftir utanríkisráðherra Lúx- emborgar að samningsvilji íslend- inga og Norðmanna í þeim málum hafi bjargað fundinum frá því að leysast upp. DV spurði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðaherra í nótt um tvíhliða samninga við EB um gagnkvæmar veiðiheimildir við Is- land. „Evrópubandalagið hefur sagt aö það vilji taka slikar viðræður upp án skilyröa. Við höfum ekki hafhað slíkum viðræðum en þær áttu sér stað milli aðalsamningamannanna fyrir nokkrum dögum. Þeim er ekki lokið og ekki hægt að slá því föstu hver útkoman verður. íslend- ingar hafa aldrei hafnað þeim möguleika að ræða einhverjar minniháttar veiðiheimildir á gagn- kvæmnisgrundvelli ef það þjónar hagsmunum beggja aðila,“ sagði Jón Baldvin við DV í nótt. -JGH Lúxemborg/Reuter/Ritz- au/hlh Þorsteinn Pálsson: Ekki niður- staða í f isk- veiðimálið I Jón G. Hauksson, DV, Lúxemborg: „Á þessum fundi fengum við ekki niðurstöðu í fiskveiðimálið og að því leyti fór fundurinn á annan veg en við höfðum vænst. Um tíma leit út fyrir að fundurinn færi út um þúfur en á lokastigi hans varð hreyfmg þar sem Norðmenn opnuðu fiskveiði- málið af sinni hálfu. EB tekur þá til- lögu nú til skoðunar. Þetta gerir að verkum að meiri líkur en áður eru á því að ásættanleg niðurstaða fáist. Á þessum fundi kom fram meiri skiln- ingur á sérstöðu íslands. Það er ekki lengur verið að þrýsta á okkur með veiðiheimildir í staðinn fyrir aðgang að mörkuðum. Það gefur vonir án þess að ég segi neitt fyrirfram,“ sagði Þorsteinn Pálsson eftir EFTA-EB fundinn í Lúxemborg í gærkvöld. - Ert þú tilbúinn að veita einhverjar gagnkvæmar veiðiheimldir og gera tvíhliða samning við EB þar um? „Það hefur aldrei verið útilokað af okkar hálfu en EB hefur hins vegar ekki haft mikinn áhuga á því. Banda- lagið hefur verið með kröfur um ein- hliða 'æiðiheimildir en á þessum fundi \.það ekki að þrýsta á okkur með þær.“ Jaröskjálftar snemma í morgun: Mestu skjálftarnir á t i t t 35 ára búskaparferli - sagðiFinnbogiVikaraðHjallaíÖlfusi Armurinn á línuritinu tók stór stökk á jarðeðlisfræðideild Veðurstofunnar i morgun. Stóru skjálftarnir, sem mældust 3,1-4,0 og áttu upptök sín í Ölf- usi, fundust einnig á höfuðborgarsvæðinu. DV-mynd GVA „Maður sefur ekki fyrir þessu hérna - skjálftarnir vekja mann allt- af. Við erum búin að búa hér í 35 ár og ég held að þetta hafi verið það mesta sem hefur fundist hér á því tímabili. Það hafa orðið einir fimm skjálftar frá því í gærkvöldi. Þaö kom einn klukkan níu, annar um mið- nætti og síðan þrír í nótt og morgun. Við vöknuðum um hálfsjöleytið. Það hristist það mikið. Samt skemmdist ekkert því skjálftinn var það mjúk- ur,“ sagði Finnbogi Vikar, bóndi að Hjalla í Ölfusi, í morgun. Einmitt á þessum slóðum, skammt frá Ölfusá, er talið að tveir snarpir jarðskjálftar hafi átt upptök sín um klukkan hálf- sjö í morgun. Barði Þorkelsson hjá jarðeðlis- fræðideild Veðurstofunnar sagði við DV að jarðskjálftahrina heföi staðið yfir frá því aðfaranótt 17. júní - frá neðanverðu Ölfusi til norðausturs og upp fyrir Búrfell í Grímsnesi. Einn af fyrstu skjálftunum mældist þá 2,8 á Richterskvarða. „Skjálftarnir hafa fundist hjá mjög mörgum á svæðinu í morgun og allt til Reykjavikur. Ansi margt fólk sem vaknaði hefur veriö að hringja til okkar og láta vita,“ sagði Barði í morgun. Hann telur sennilegt að stærstu skjálftarnir séu gengnir yfir. íbúi á Selfossi sagði að kona hans og 4 börn heföu öll vaknað við skjálft- ann um hálfsjöleytið: „Þetta byrjaði eins og stór vörubíll væri á ferð fyrir utan húsið - síðan fór allt aö hrist- ast,“ sagði heimilisfaðirinn. Starfs- maður á Hótel Örk í Hveragerði sagði að tölvuskjárinn sinn hefði hrist í stærsta skjálftanum og glös hreyfst úr stað. „Það kom hvinur á undan. Ekkert færðist úr stað mér vitanlega en það hrikti töluvert í húsinu. Skjálftarnir eru hafa fundist undanfarna daga,“ sagöi Ingibjörg Eyþórsdóttir í Kald- aðarnesi í morgun. Sá bær er skammt frá Hjalla og á svæðinu þar sem upptök stóru skjálftanna voru. -ÓTT Veöriö á morgun: og bjart veður Á morgun verður hægviöri eða vestangola. Skýjað verður með köflum og sums staðar þokumóöa vestanlands. Þokubakkar verða á annesjum norðanlands en annars léttskýjað eða heiöskírt. Hiti verður á bilinu 10-20 stig, hlýjast í innsveitum. QtBlL ASrö A/ ÞRÚSTIIR 68-50*60 VANIR MENN t í t t t t t t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.