Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1991. Fréttir Tímaritið Visbending: Óvíst er að Landsbank eigi fyrir skuldum „Óvíst er að Landsbankinn stand- ist 5 prósent eiginfjárákvæöi laga þegar öll kurl koma til grafar og gæti jafnvel farið svo að hann ætti ekki fyrir skuldum," segir í nýút- komnu tímaritinu Vísbendingu sem Kaupþing gefur út. Þar er farið ofan í saumana á stöðu bankanna. Lög um banka og sparisjóði kveða á um að hlutfall eiginfjár af heildar- fjármunum fyrirtækisins, reiknað eftir vissum reglum, skuli vera að minnsta kosti 5 prósent. Hjá flestum bönkum og sparisjóðum er hlutfallið langt yfir þessu lágmarki en Lands- bankinn og Sparisjóðurinn í Keflavík standa tæpt. Eiginfjárhlutfall Lands- bankans er samkvæmt skilgreiningu laga 6,8 prósent. Ef frá eru dregin nokkur atriði, sem gefur réttari mynd, svo sem vantalin skuldbind- Arðsemi eiginfjár bankanna 1989-1990 Landsbankinn Búnaðarbankinn íslandsbanki SPRON Sparisj. vélstj. Sparisj. Hafnarfj. Sparisj. í Kefl. Meöaltai H 1990 I I 1989 — p . illii! - i 111111! 11111111111! imi 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16% Arður banka og sparisjóða af eigin fé. ing um eftirlaun, viðskiptavild vegna kaupa á Samvinnubankanum og söluverð hlutabréfa, sem ágreining- ur er um, að mati Vísbendingar, lækkar eigið fé bankans um rúman milljarð. Eiginfjárhlutfallið verður þá 5,5 prósent. Ný áföll Síðustu daga hefur komiö fram að fallvölt fyrirtæki, Álafoss, Síldar- verksmiðjur ríkisins og fiskeldisfyr- irtæki, skulda Landsbankanum á þriðja milljarð. Óvíst er, segir Vís- bending, hve mikið fé hefur verið lagt í dfekriftasjóð vegna þessara fyr- irtækja en vafalaust mun ganga á eigið fé bankans ef fyrirtækin falla. Vísbending segir einnig að Lands- bankinn hafi lánað langmest banka til fyrirtækja í sjávarútvegi en þau standa mörg hver tæpt. Með öam- vinnubankanum hafi Landsbankinn fengið mikið af lánum kaupfélaga en nokkur þeirra eru illa stödd. Visbending kemst því að þeirri nið- urstöðu, að óvíst sé að Landsbankinn standist 5 prósent eiginfiárákvæði og óvíst að hann eigi fyrir skuldum eins og sagt var að framan. Mönnum til hugarhægðar segir að sparifé í bank- anum sé ekki í hættu því að ríkið ábyrgist það. Ennfremur segir að í fyrra hafi bankinn getað lagt einn og hálfan milljarð í afskriftasjóð án þess að ganga í eigið fé og bendi það til þess að Landsbankinn gæti staðið undir allstórum áföllum á næstu árum meö fé úr eigin rekstri. -HH Nú stendur yfir sýning á verkum barna úr umhverfismenntun. Það eru leik- skólar og skóladagheimili Ríkisspitalanna sem standa að sýningunni sem er í anddyri K-byggingar Landspítalans. Hún stendur yfir til 23. júní næst- komandi. DV-mynd BG Bankamir verjast gjaldþrotunum: 5 milljarðar til að mæta töpuðum lánum - þar af tveir og hálfur milljarður í fyrra Bankarnir og sparisjóðirnir af- skrifuðu eða settu í afskriftasjóð tvo og hálfan milljarð króna í fyrra. Þetta er 50 prósent meira en árið áður á föstu verðlagi. Bankastofn- anir hafa nú alls sett um fimm milljarða króna í sjóði til aö mæta útlánum sem búist er við að tapist. Gjaldþrot hafa verið fleiri og stærri undanfarin misseri en dæmi hafa verið um áður. Annað sem skýrir mikið framlag í afskriftasjóðina er það að menn eru í uppgjöri sínu farnir að viður- kenna tap frá fyrri árum. Hlutfall afskriftasjóðs af heildar- eignum er hæst hjá íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Reykjavíkur. Ekkert lát er á gjaldþrotum. Bú- ast má við að tjón af þeirra völdum verði áfram mikið á næstunni. -HH I dag mælir Dagfari Var Leifur norskur? Ellefu nafnkunnir íslendingar hafa sent frá sér mótmælaskjal vegna þess uppátækis Norðmanna að tengja nafn Leifs Eiríkssonar við Noreg. í skjalinu segir meðal ann- ars: „Vegna þess skringilega og óprúttna tiltækis manna í Noregi að leggja upp í siglingu yfir Atlants- haf til Washington í Bandaríkjum Norður-Ameríku í því skyni að tengja nafn Leifs Eiríkssonar við Noreg viljum við sem ritum nöfn okkar hér undir mótmæla þessu uppátæki Norðmanna. Einnig mót- mælum við því bragði þeirra að tengja nafn Leifs við fyrirbærin vikinga og víkingaskip. Leifur Ei- ríksson var íslendingur og heföi borið íslenskt vegabréf ef slík skil- ríki heföu tíðkast á hans dögum. Leifur var íslenskur maður í landa- leit en ekki sjóræningi. Víkinga- heitiö er skandinavískur merkim- iði og aldrei ætlaður íslendingum. Það var og er sitt hvaö að vera ís- lendingur eða vera Skandinavi." Allt er þetta auðvitaö hárrétt hjá mönnunum. Norðmenn hafa ekk- ert með Leif að gera og við höfum ekkert með víkinga að gera. Hvað þá víkingaskip og þegar Gaia sighr hér inn á ytri höfnina í Reykjavík í minningu Leifs Eiríkssonar þá eigum við að snúa okkur undan eða gefa þessu skipi langt nef. Það er okkur algjörlega óviðkomandi. Norðmenn eru Norðmenn meðan þeir búa í Noregi en þegar þeir eru fluttir til íslands þá eru þeir íslend- ingar. Enda er ellefumenningunum fullkunnugt um að Leifur sótti um vegabréfsáritun hér á landi og hefði fengið íslenskt vegabréf ef slík skilríki hefðu verið til í þá daga. Leifi var hins vegar ekki kunnugt um að vegabréf væru ekki gefin út, svo hann sótti um en fékk ekki. En það var ekki honum að kenna heldur stjórnvöldum þess tíma, sem ekki höfðu vit á því að gefa út vegabréf til að Leifur gæti sannað þjóðerni sitt. Það er líka rétt hjá ellefumenn- ingunum að íslendingar hafi ekki verið víkingar. Það er söguleg stað- reynd aö þeir voru góðir menn og vænir og fóru aldrei í víking. Sög- urnar af Agli Skallagrímssyni og fleiri fornköppum eru mestallt lyg- ar og sögufölsun, enda var Egill ekki sjóræningi heldur íslendingur sem lagðist í ferðalög, nokkurs konar túristi síns tíma. Auk þess drápu íslendingar heiðarlega og drengilega ef þeir drápu annað fólk sem auðvitað kom fyrir þegar ann- að fólk varö á vegi þeirra í útlönd- um. Þeir pyntuðu ekki fólk eða særðu það heldur hjuggu af því höfuðið í einu höggi og lýstu svo viginu á hendur sér eins og sönnum íslendingum sæmir. Nei, þeir voru ekki víkingar heldur venjulegir ís- lendingar. Leifur heppni fann Vínland. Hann var fyrstur hvítra mann til að finna Ameríku og það var ein- mitt vegna þess aö hann kom frá íslandi. Hann hefði aldrei fundið Ameríku ef hann hefði komiö frá Noregi. Norðmenn voru flón og Norðmenn voru víkingar en ekki landleitarmenn eins og við íslend- ingar. Norðmenn fundu ekki ísland af því þeir voru landleitarmenn heldur af því að þeir voru víking- ar. En um leið og þeir fundu Island hættu þeir að vera víkingar og hættu að vera Norðmenn. Þá urðu þeir góðir íslendingar en ekki vondir Norðmenn. Þetta vitum við af sögunni og þó að sagan hafi ver- ið fölsuð þegar sagt var frá víking- unum þá er hún ekki fölsuö þegar sagt er frá Leifi heppna. Sérstak- lega er ellefumenningunum kunn- ugt um þetta, því þeir hafa lesið íslendingasögurnar og þeir voru sjálfir mættir á staðnum með Leifi þegar Leifur fann Ameríku. Þeir hefðu séð vegabréfið hans ef hann hefði haft með sér vegabréf. íslendingar eru hér með varaöir við að skrifa undir eða styrkja ferð- ir víkingaskipsins til Washington, vegna þess að þetta er billegt trikk hjá Norðmönnum til að eigna sér Leif heppna sem alls ekki var norskur og vildi aldrei vera norsk- ur. Annars hefði hann orðið eftir í Noregi eða farið aftur til Noregs. Leifur kom aldrei til Noregs. Þess vegna er hann kallaður Leifur heppni. Hans heppni var ekki fólg- in í því að finna Ameríku. Heppni hans var sú að koma aldrei til Nor- egs. Þess vegna er hann íslending- ur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.