Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991,
Fréttir
Stjómin hefur óskað eftir að búið verði tekið til gjaldþrotaskipta:
Styrkur Álafoss of metinn
og markaðsþróun vanmetin
- 2.400 milljóna króna fjárhagsfyrirgreiðsla ríkisins dugði ekki
Samkvæmt greinargerö starfs-
hóps úr þremur ráðuneytum nemur
fjárstuðningur úr opinberum sjóðum
við Álafoss hf. frá árinu 1987 um 2.400
milljónum króna. Hér er um að ræða
aðstoð veitta með lánum, ábyrgðum
og kaupum á eignum og hlutabréf-
um. Stjóm fyrirtækisins samþykkti
á fundi í gær að óska eftir því við
skiptaráðanda á Akureyri að Álafoss
hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Stjórnin hefur hins vegar mótmælt
staöhæfingum forsætisráðuneytisins
og starfshópsins um stöðuna og upp-
hæðir framlaga ríkisins.
Stjórn Álafoss gaf út yfirlýsingu
þar sem meðal annars kemur fram
að styrkur Álafossfyrirtækjanna hafi
verið ofmetinn og að þróun til verri
vegar á mörkuöum vanmetin eftir
að gamla Álafoss og ullariðnaður
Sambandsins voru sameinuð áriö
1987 - hún hafi reynst mun dýrari
og erfiðari en gert var ráð fyrir.
I sundurliðun starfshóps ráðuneyt-
anna þriggja kemur fram að Fram-
kvæmdasjóður íslands hefur frá
sameiningu fyrirtækjanna ráðstafað
til þeirra um 1.800 milljónum króna.
Þar af vegur mest tæplega 500 milljón
króna greiðsla frá 1. janúar 1988 til
15. júlí sama ár vegna neikvæörar
stöðu gamla Álafoss í árslok 1987 og
324 milljón króna lán árið 1990 vegna
húseignar í Mosfellsbæ. Hlutafjár--
sjóður, Atvinnutryggingasjóður og
ríkissjóður hafa fyrir tilstuðlan ríkis-
stjórnarinnar ráðstafað um 600 millj-
ón króna fjárhagsaðstoð til fyrir-
tækjanna. Þar af nemur loforð fyrir
skuldbreytingu Atvinnutrygginga-
sjóðs í fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu 300 milljónum króna en af því
hafa 240 milljónir verið greiddar.
Framlag Hlutaíjársjóðs í fjárhags-
legri endurskipulagningu árið 1990
nam um 100 milljónum króna.
Stjórn Álafoss segir samantektina
ranga - framlag Framkvæmdasjóðs
hafl verið 756 milljónir króna en ekki
1.800 - þar af stofnframlag 539 og
innborgað hlutafé 115 og 112 milljón-
ir króna. Þá segir stjórnin einnig að
opinber aðstoð til Alafoss nemi 505
milljónum króna - 111 milljónir frá
Hlutafjársjóði, 250 milljón króna lán
frá Atvinnutryggingasjóði, 130 millj-
óna víkjandi lán frá ríkissjóði og 17
milljónir vegna húsaleigu og fram-
lags vegna ullarþvottastöðvar.
Stjórn Álafoss segist harma að ekki
hafi tekist að koma í veg fyrir það
hagsmunatjón sem gjaldþrot veldur
lánardrottnum, bændum, viðskipta-
vinum og starfsmönnum. Þreifingar
eru þegar hafnar hjá ýmsum aðilum
á landinu um að reisa rekstur fyrir-
tækisins við að nýju með stofnun
annars hlutafélags.
-ÓTT
Perlan opnuð:
Hátíðarkvöld-
verður á
12.500 krónur
Útsýnis- og veitingahúsiö Perlan á
Öskjuhlíð verður formlega opnuð
annað kvöld. Þá verður formleg oþn-
unarathöfn og kvöldverður í boði
Hitaveitu Reykjavíkur sem látið hef-
ur reisa bygginguna.
Bygging Perlunnar hófst 1988. Hag-
virki sá um að steypa húsið upp og
þýskur verktaki sá síðan um að setja
perluþakið saman. Þá hafa SH-verk-
takar séð um lokafrágang eftir að
húsið varð fokhelt. Mikil skoðana-
skipti hafa átt sér stað um Perluna
vegna kostnaðar við byggingu henn-
ar en hún mun kosta yfir einn millj-
arð króna þegar upp er staðið.
Bjarni Árnason „í Brauöbæ" sér
um veitingarekstur í Perlunni. Perl-
an er fimm hæðir. Á veitingastaðn-
um á efstu hæð er pláss fyrir um 200
gesti en á hæðinni fyrir neðan um
100-150 manns.
Á laugardagskvöld verður hátíöar-
kvöldverður á vegum Perlunnar og
er þegar löngu uppselt. Miklar kræs-
ingar verða þá bomar á borð fyrir
gesti:
Kalkúnfrauð, appelsínugraflnn sil-
ungur, villibráðarseyði, humarfyllt-
ur lambahryggvöðvi og nautahrygg-
vöðvi og síðan sérstakur eftirréttur
Perlunnar sem koma á á óvart. Með
matnum eru meðal annars drukkin
Chílensk vín. Eftir matinn er slappaö
af yfir kaffi og konfekti og koníaki
eða líkjör. Reikningurinn: 12.500
krónur á manninn - með útsýni - en
gestir snúast í hringi efst undir
perluþakinu.
Á sunnudag verður loks opið fyrir
almenna matargesti en um miðjan
dag á laugardag og á sunnudag verð-
ur fjölskyldudagur eða opið hús í
Perlunni. -hlh
120-130 manns hafa unnið sleitulaust að lokafrágangi Perlunnar síðustu
vikurnar svo hægt yrði að opna nú í júní. Á myndinni sést aðalinngangur
Perlunnar. DV-mynd GVA
Lokadómur í Stóragerðismáli
Kveðinn hefur verið upp endanleg-
ur dómur í Hæstarétti yfir Guö-
mundi Helga Svavarssyni og Snorra
Snorrasyni vegna manndrápsins í
Stóragerði þann 25. apríl á síðasta
ári. Guðmundur Helgi hafði í Saka-
dómi Reykjavíkur verið dæmdur í
20 ára fangelsi en Snorri í 18 ára fang-
elsi. Hæstiréttur mildaði refsingar
mannanna í 17 og 16 ár. Guðmundur
Helgi hlaut strangari dóm þar eð
hann var einnig sakfelldur fyrir
fíkniefnabrot.
Hæstiréttur taldi sannað að menn-
imir hefðu báðir borið ábyrgð á
manndrápinu og hafi farið á bensín-
stöðina í þeim tilgangi aö ræna fjár-
munum og að þeir hafi í félagi veist
að afgreiðslumanninum og ráðið
honum bana. Hæstiréttur taldi á
hinn bóginn ósannað að áður en þeir
komu á staðinn hafi manndráp bein-
línis vakað fyrir þeim.
Sakborningamir voru dæmdir til að
greiða allan sakarkostnað í Sakadómi
Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. Máls-
vamarlaun veijenda fyrir báðum dóm-
um námu 600 þúsund krónum á hvom
sakboming. Saksóknaralaun námu:
samtals tæpri hálfri milljón. Sakbom-
ingunum ber einnig að greiða 253 þús-
und krónur óskipt til Vátryggingafé-
lagsíslands. -ÓTT
sept
til Álafoss hf. í milljónum kr.
— lán, ábyrgðir og kaup á eignum -
Framkvæmdasjóður kaupir fasteignir
og ióðir af Áiafossi hf.
Hlutabréf f (slenskum markaöi keypt.
táni til Álafoss breytt í hlutafé.
1988
20.
febr.
15.
júlí
fé í Áiafossi.
1989
2.
maí
1.
júlí
9.
nóv.
31.
des.
1990
á viðskiptakröfum gamla Alafoss.
Framkvæmdasjóður kaupir hiutabréf f
(si. markaði v/Álafoss.
aðgerða í Evrópu.
Ríkissjóður kaupir Hekluhúsið af Áiafossi
á Akureyri.
Aukning Framkvæmdasjóðs á hlutafé»
Álafossi.
Kaupverð og byggingarkosnaður v/
Vesturg. 2 og Tryggvag. endurmetið.
húsinu á árunuro 1990-1992.
stöðvar.
endurskipulagningu Aiafoss.
Skuidbreyting Atvinnutryggingarsj. f
Ríkissjóður veitir vfkjandi ián v/endur-
iðnaðarráðuneytið veitir Álafossi ásamt
Lán vegna fasteignar í Mosfeilsbse.
Framkvæmdasjóður gengst í ábyrgð
fyrir láni.
2.400 miHjónir
Eignfœrslur ríkisins
Fasteignir í Mosfellsbæ 153
Hlutabréf í íslenskum markaði 96
Vesturgata 2, Reykjavík 99
Húsaieiga og aðrar tekjur 18
Sala hlutafj. í gamla Álafossi 37
g Samtals