Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 20. JÚNl 1991.
Höfn í Homafirði:
Húsgagna-
verslun brann
ínótt
Mikið tjón varð í bruna er kviknaði
í Húsgagnaverslun J.S.G. á Höfn í
Hornafirði í nótt. Húsið stendur eitt
sér en stórir olíutankar standa þar
nærri og var því mikil mildi að ekki
fór verr.
Neðri hæð hússins brann að mestu
leyti. í efri hæð þess tókst að slökkva
en ekki varö komist hjá miklum
hita-og vatnsskemmdum. Vöru-
geymslur í kjallara hússins urðu
einnig fyrir miklu tjóni. Slökkvistarf
gekk greiðlega og var allt yfirstaðið
hálftíma eftir að eldsins varð vart.
Tjón skiptir milljónum að sögn lög-
reglu.
„Ég var á gangi úti þegar ég sá eld-
inn og barði á fyrstu dyr sem fyrir
mér uröu til að hringja í slökkviliðið.
Miðhæðin logaöi þá öll og gífurlegan
reyk lagði frá efri hæðinni," sagði
Vilberg Tryggvason sem fyrstur varð
eldsins var.
Mun þetta vera einn hættulegasti
staðurinn í bænum vegna nálægðar
viö olíutankana og er ekki leyfö bú-
seta þar. Ekki er ljóst hvað olli brun-
anum og mun rannsókn málsins fara
fram á næstu dögum. -tlt
Eyjólfur Konráö:
Samþykki ekkert
á þessu stigi
„Ég samþykki ekkert á þessu stigi.
Þetta er allt í mótun og svo lauslegar
hugmyndir ennþá,“ sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson, formaður utanrík-
ismálanefndar, um hugmyndir um
gagnkvæmar veiðiheimildir á milli
Islands og Evrópubandalagsins um
2.600 þorskígildi.
Hann sagðist ánægður með þann
árangur sem íslendingar náðu á ráö-
herrafundinum í Lúxemborg.
„Þetta gengur okkur allt í haginn.
Það eru þó ekki fullnaðarsigrar unn-
ir. Mér frnnst mjög ánægjulegt að það
gefst svigrúm til að vinna úr þessu
sem hefur verið í farvatninu."
Utanríkismálanefnd hélt fund í
morgun klukkan níu til að ræða ráð-
herrafundinn í Lúxemborg.
„Ég mun leggja fram tvær tillögur
á fundinum. Önnur verður um aö
við íslendingar höldum áfram samn-
ingum við Norðmenn um hafsbotns-
svæðið á milli Jan Mayen og Noregs
og íslands. Hin er um að við göngum
inn í málaferli Norðmanna og Dana
sem snúast um þaö hvort það eigi
að vera miðlína eða ekki miðlína á
milli Jan Mayen og Grænlands. Við
og Norðmenn viljum miðlínu en
Danir fyrir hönd Grænlendinga vilja
að 200 mílur gildi frá Grænlandi til
Jan Mayen." -JGH
Markús líka f or-
maður borgarráðs?
- frnim sátu hjá og einn var á móti að leitað væri út fyrir borgarfulltrúa
„Ég var ekki sátt viö að taka þá Nokkrar umræöur urðu um tillög- í borgarráð og kosinn formaður í því sambandi, nafn Árna Sigfús-
ákvörðun að velja mann utan úr unaogþegargengiðvartilatkvæða ráðsins. Nokkrar umræður hafa sonar og nafn Vilhjálms Þ. Vil-
bæ sem borgarstjóra, því sat ég hjá um hana var hún samþykkt með verið um hvort Iögum samkvæmt hjáimssonar.
við afgreíðslu tillögunnar," segir 13 atkvæðum, 5 sátu hjá og einn sé heimOt að maður, sem valinn Magnús Óskarsson borgarlög-
Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi. var á móti. Þegar tillagan haíði hefur verið borgarstjóri utan borg- maður sagði í samtah við DV aö
Nýr borgarstjóri var valinn í hópi veriö samþykkt stakk Davíö upp á arstjórnarflokksins, sé jafnframt hann teldi ekkert mæla á móti því
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- því að Markús Örn Antonsson út- formaðurborgarráðs. Séþaðheim- í lögum og samþykktum Reykja-
flokksins í gær. A fundinum bar varpsstóri yrði næsti borgarstjóri ilt mun Markús Örn einnig gegna víkurborgar að borgarstjóri yrði
borgarstjóri, Davíð Oddsson, fyrst og var sú tillaga samþykkt með þvi starfi. Komi upp einhver vafi kjörinn formaður borgarráðs.
frara þá tillögu að vahnn yrði mað- öllum greiddum atkvæðum borgar- verður að velja einhvern úr borg- -J.Mar
ur utan borgarstjórnarflokksins til fulitrúanna. arstjórnarmeirihluta Sjálfstæðis-
að gegna starfi borgarstjóra. Þarveröureinniggengiöfrákjöri flokksins. Tvönöfneruoftastnefnd
ísland hefur öllum aö óvörum breyst í hið besta sólarland I júnímánuði
og margir íslendingar orðnir Spánarbrúnir eins og sjá mátti í Vesturbæjar-
lauginni í gær. Sólskinsstundir í Reykjavík eru komnar vel yfir meðallag
og það stefnir i metmánuð. Hæðarhryggurinn, sem heldur sig blessunar-
lega yfir landinu, er ekkert á förum og spáö er áframhaldandi hægviðri,
bjartviðri og hita. DV-mynd GVA
Stórtækir strokufangar:
Stálu peninga-
skáp og ætluðu
af landibrott
Þrír af sex fongum, sem brutust
út úr Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg á laugardagskvöldið, eru
grunaðir um 4-5 innbrot í verslanir
og fyrirtæki, rán í söluturni við Síðu-
múla og stuld á bifreiö. Tveir af sex-
menningunum stálu annarri bifreið.
Sjötti fanginn gengur enn laus. Talið
er að hann haldi sig úti á landi og
má búast við því að bráðlega verði
lýst eftir honum með tilheyrandi
mynd- og nafnbirtingu.
Framangreindir þremenningar eru
grunaðir um að hafa brotist inn í
Baaderþjónustuna við Hafnarbraut í
Kópavogi aðfaranótt sunnudagsins
og tekið þar peningaskáp með hundr-
uðum þúsunda króna og haft hann á
brott með sér. Peningaskápurinn
fannst í kjarri á sumarbústaðalandi
viðElliðavatn síðdegis ígær. Skáp-
urinn hafði verið sprengdur upp. Til
að flytja skápinn notuðu fangarnir
bifreið sem þeir höfðu stolið. Fang-
arnir eru einnig taldir hafa ógnaö
afgreiðslustúlku í söluturni í Síðu-
múla um helgina og stolið 17 þúsund
krónum úr peningakassa.
Fangarnir eru auk þess grunaðir
um að hafa framið fjögur innbrot í
fyrirtæki í Mjódd í Breiðholti. Tveir
af sexmenningunum voru handtekn-
ir á Kópavogsbraut nóttina eftir að
þeir brutust út úr fangelsinu. Þeir
voru þá á stolinni bifreið.
Hinir þrír, sem grunaðir eru um
þjófnaðinn á peningaskápnum, voru
handteknir í flugafgreiðslunni á
Reykjavíkurflugvelli á mánudags-
morgun. Áætlun lá þá ekki fyrir en
annaðhvort átti að fara beint til Fær-
eyja eða fljúga austur á land og sigla
með Norrænu frá landinu. í fórum
mannanna á flugvellinum fundust á
annað hundrað þúsund krónur og er
talið fullvíst að þeim peningum hafi
verið stolið í innbrotunum.
-ÓTT
Island í 6. sæti á Irlandi
íslendingar eru í 6. sæti á Evrópu-
mótinu í brids sem nú stendur yfir í
Killarney á írland. í gær sigraði
sveitin Tyrki en tapaði fyrir Pólverj-
um. í dag verður spilað við Þjóðverja
og Austurríkismenn en alls eru
leiknar 25 umferðir. Svíar eru efstir
með 162 stig, Bretar hafa 156,5 og
Pólverjar 153 en íslendingar eru með
146 stig í 6. sætinu. -GRS
LOKI
Fannstekki einu sinni
jafnoki Markúsar meöal
borgarfulltrúanna?
Veöriðámorgun:
Bjart og
hlýtt áf ram
Á morgun verður fremur hæg
norðvestlæg átt norðanlarids og
vestan en suðaustlægari suðaust-
anlands. Bjart veður verður víð-
ast hvar og hiti á bihnu 9-20 stig
að deginum, hlýjast í innsveitum
sunnanlands.
ÞRðSTUR
68-50-60
VANIRMENN