Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991. fþróttir Sport- stúfar Hið árlega opna Bú- fisksmót í golfi fór fram á vegum Golf- klúbbs Hellu á Strand- arveli um síðastliðna helgi. Leiknar voru 18 holur með og án forgjafar og urðu úrslit þessi: An forgjafar 1. Úlfar Jónsson, GK......69 2. Sigutjón Amarsson, GR..70 3. Þorsteinn Hallgrímsson, GV..71 Með forgjöf 1. Hinrik Hilmarsson, GR..62 2. HermannBaldursson, GR..63 3. Þórir Bragason, GHR....63 Kubík tii Metz i Frakklandi Tékkneski landslið- maðurinn í knatt- spyrnu Lubos Kubik hefur skrifað undir þriggja ára saraning við franska 1. deildar liö Metz. Kubik, sem var einn besti maður Tékka gegn íslendingum á Laugardalsvelli á dögunum, kemur til franska liðs- ins frá Fiorentina á Ítalíu. Hlaup ársins í Frakklandi Þrír af spretthörðustu 100 metra hlaupurum heims, heimsmethaf- inn Leroy Burrell, ólympíumeistarinn Carl Lewis og Kandamaðurinn Ben Johnson munu allir keppa á Grand Prix móti í Lille i Frakklandi þann 1. júlí næstkomandi. Menn eru þeg- ar farnir að kalia þetta hlaup árs- ins. Burrell setti heimsmet i greininni um síðustu helgi þegar hann hljóp á 9,90 sekúndum og sló þar með met Lewis sem var 9,92 sekúndur. Þetta verður í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleik- unum í Seoul 1988 sem þeir Lew- is og Johnson efja kappi saman. Rangers kaupir Goram frá Hibernian Skosku meistararnir í knatt- spyru, Rangers, hafa keypt mark- vörðinn Andy Goram frá Hibem- ian á eina milljón punda. Andy Goram er landsliðsmarkvöröur Skota og fyrir hjá Rangers er enski landsliðsmarkvörðurinn Chris Woods. Líklegt er þó að Woods yfirgefi herbúðir Rangers og þá til einhvers liðs í Englandi. Danska landsliðfð fær harða dóma • Danska landsliðið í knatt- spyrnu reið ekki feitum hesti frá fjögurra landa mótinu sem haldið var í Svíþjóð í síðustu viku. Dan- ir höfnuðu í neðsta sæti og fengu haröa gagnrýni í dönsku press- unni. í síðasta leik mótsins töp- uðu Danir fyrir Svíum, 4-0, en þegar þessar þjóöir mætust í fyrra sigruðu Danir, 6-0. Þetta var fyrsti sigur Dana á Svíum í knattspyrnulandsleik í fimm ár. Átta landsleikir í handbolta framundan • íslenska iandsliðið í handknattleik leikur tvo opinbera landsleiki viö Dani i Bröndby í lok júní. 22. júlí heldur iandsliðið síðan utan til Bandaríkjanna og ieikur sex landsleiki gegn heima- mönnum. Leikimir er Iiður í undirbúningi líðsins fyrir B- heimsmeistarakeppninni sem verður í Austurríki í febrúar. Landsliðið er þessa daganna í æfingabúðum. Arsenal hefur augastað á Svía • Arsenal hefur augastað á sænska landsliðsmanninum Jon- as Them. Viðræður hafa veriö gangi en ekki veröur Ijóst fyrr en á næstum dögum hvort af samn- ingum verður. Fjölnir skellti besta Iranum - á atvinnmnannamóti í snóker á Englandi Fjölnir Þorgeirsson, annar tveggja atvinnumanna íslands, er er gera það gott í íþróttinni í Englandi. Fjöln- ir og Ath Már Bjarnason tóku um síðustu helgi þátt í Mercantile Credit mótinu sem fram fór í Aldershot. Fjölnir komst í þriðju umferð á mótinu og var nálægt því að komast í úrslit. í 1. umferð vann Fjölnir ír- ann Anthony O’Connor, 5-2. O’Con- nor þessi er besti snókerspilari á ír- landi og vakti sigur Fjölnis á honum mikla athygli. I 2. umferð sigraði Fjölnir Bretann John Dobson mjög örugglega, 5-1. Dobson er 40 ára gam- all og hefur lengi stundað íþróttina og er nýorðinn atvinnumaður. í þriðju umferð mætti Fjölnir Bretan- um Jayson Curdis. Eftir jafnan leik, þar sem staðan var jöfn í hléi, 2-2, seig Bretinn frammúr og sigraði, 5-2. Fjölnir var ekki á eitt sáttur við skipulag keppninnar en hann var látin leika tvo leiki í röð. „Eftir sigurinn gegn Dobson í 2. umferð ætlaði ég að halda heim og hvíla mig og koma þannig vel undir- búinn til leiks gegn Curdis. Þá var ég skyndilega kahaður upp og mér tilkynnt að ég ætti að hefja leik. Mér tókst vel upp í fyrri hlutanum en eft- ir hlé fór þreytan að segja til sín og í síðari hlutanum var ég orðinn mjög dasaður og sá vart kúlurnar á borð- inu. Annars er ég mjög ánægður með áranguinn á þessum mótum sem ég verið með í og hef öðlast gífurlega mikla reynslu,” sagði Fjölnir í sam- tali við DV. Atli Már Bjarnason náði loks að brjóta ísinn og vann sinn fyrsta sigur á atvinnumannamótunum þegar hann lagði Bretann Marran Caden- head, 5-4. í 2. umferð varð Atli að láta í minni pokann fyrir Englend- ingnum Cary Brunce, 5-2. Þeir Fjölnir og Atli Már hafa tekið þátt á 5 atvinnumannamótum í Eng- landi og ráðgera að keppa á fimm mótum til viðbótar. -GH • Fjölnir Þorgeirsson hefur verið að gera góða hluti á atvinnumannamótum í snóker á Englandi. Þríþrautarmót á Akranesi: Margrétog Einar sigruðu Þríþrautarmót fór fram á Akranesi á sunnudag. Keppt var í karla- og • Einar Jóhannsson. kvennaflokki og einnig í unglinga- flokki. Einar Jóhannsson sigraði í karla- flokki á tímanum 1.07.50, Sigurgeir Svavarsson varð annar á 1.14.50 og Ingólfur Gissurarson þriðji á 1.15.53. í kvennaflokki vann Margrét Bjamadóttir sigur á tímanum 1.29.43, Jana Sturlaugsdóttir varö önnur á 1.35.33 og Hildur Kristjánsdóttir þriðja á 1.44.42. í unglingaflokki var keppt í hálfri vegalengd sigraði Guðmundur Bjömsson á tímanum 50.36, Guö- mundur Þorsteinsson varð annar á 1.01.59 og í þriðja sæti varð Þórður Ármannsson á tímanum 1.06.27. í öldungaflokki sigraði Halldór Matthíasson á tímanum 1.15.43 en Gísh Gíslason varð annar á 1.18.39 og Gísli Ásgeirsson þriðji á 1.21.23. -RR • KR-ingurinn Bjarki Pétursson i færi og Heimir Hallgrimsson, ÍBV, fylgist spenn og eru áfram á toppi 1. deildar. Þetta var fyrsti heimasigur vesturbæjarliösins í I Islandsmótið -1. de Anæg meðstit - sagði Gunnar Oddsson eftir si KR sigraði ÍBV, 1-0, í rjómaveðri á heimavelli sínum við Frostaskjól í gær- kvöldi. Sigurinn var þó öruggari en töl- urnár gefa til kynna því KR var sterkari aðilinn mestan part leiksins og hefði átt að vinna stærri sigur. Vestmannaeying- ar áttu þó fyrsta færi leiksins þegar Frið- rik Sæbjörnsson sendi góða sendingu á Arnljót Davíðsson sem var kominn í góða skotstöðu en Atli Eðvaldsson kom í veg fyrir að eitthvað yrði úr sókn gest- anna með því að renna sér fyrir boltann og bjarga í horn. Á 19. minútu leiksins sendi KR-ingurinn Heimir Guðjónsson háan bolta fyrir markið þar sem Bjarki Pétursson kom aðvífandi og skallaði yfir Þorstein í markinu en varnarmenn IBV náðu að bjarga í horn. KR hélt áfram að pressa og Pétur Pétursson komst einn innfyrir vöm ÍBV um miðjan fyrri hálf- leik en Þorsteinn Gunnarsson, mark- vörður ÍBV, varði meistaralega. Stuttu seinna var Arnljótur Davíðsson, fram- herji ÍBV, kominn á auðan sjó fyrir framan KR-markið og ætlaði að vippa yfir Ólaf Gottskálksson í marki heima- manna en klikkaði illilega. Þegar hálf- tími var liðinn af leiknum átti Pétur Pétursson gullfallega sendingu á Bjarka bróður sinn sem komst einn innfyrir en Þorsteinn varði meistarlega enn einu sinni fyrir aðkomuliðið. Á 40. mínútu var Þorsteinn, markvörður ÍBV, vel staðsettur þegar hann varði firnafast skot Ragnars Margeirssonar. Þorsteinn markvörður kom þó engum vörnum við þegar KR fékk aukaspyrnu á 44. mínútu rétt fyrir utan teig. Pétur tók auka- spyrnu og lenti boltinn á kolli Atla Eð- valdssonar sem stýrði honum örugglega 1. deild Islandsmótsins í knattspymu: 5. umferð lýkur í kvöld Fimmtu umferð 1. deildar karla á inga ætli þeir sér að vera með í topp- íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur í baráttunni. Báðir leikimir hcfjast kvöld meö tveimur leikjum. klukkan 20. Á Akureyri leika KA og Valur. KA Ekkert verður leikið í 1. deildinni um er í hópi neðsta liða en Valsmenn eru helgina en strax á mánudag hefst 6. í toppbaráttunni. KA menn eru ávallt umfeðin. Þá leika Stjarnan og Viking- erfiðir heim að sækja og má fastlega ur. Á þriðjudag leika Valur-IBV, KA- búast við spennandi leik. Viðir og UBK-KR. Á miðvikudag lýkur Á Víkingsvelli í Fossvogi mætast sjöttu umfeðinni raeð leik Fram og FH Víkingur og Breíðablik. Blikamir hafa í Laugardalnum. komið mest á óvart á íslandsmótinu í l. deild kvenna er einn leikur í og em enn ósigraðir og eru i toppbar- kvöld. Þór tekur þá á móti KR á Akur- áttunni. Víkingar hafa sýnt góða takta, eyri og hefst leikurinn klukkan 20. hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur, -GH og því er sigur mikilvægur fyrir Vík-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.