Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991. 33 DV Fimmtíu listamenn heiðra minningu Ragnars í Smára Ragnar Jónsson i Smára ásamt Halldóri Laxness, en leiklesió verður úr verki eftir Laxness í Borgarleikhúsinu. Þrjátíu ár eru nú liðin siðan Ragn- ar í Smára gaf Alþýöusambandi ís- lands listaverkasafn sitt og lagði þar með grundvöllinn að stofnun Lista- . safns ASÍ, sem stofnað var 1961. í til- efni þessa hefur Listasafnið hvatt hin ýmsu listafélög til samstarfs um að minnast Ragnars í Smára og framlag hans til íslenskrar menningar. Ragnars verður minnst í Borgar- leikhúsinu á sunnudaginn með há- tíðardagskrá þar sem koma fram um fimmtíu listamenn. Má þar nefna: Tríó Reykjavíkur, Sigrúnu Eðvalds- dóttur, Þorstein Gauta Sigurðsson, flutt verða tónverk eftir Leif Þórar- insson, rithöfundar og fleiri rabba saman um Ragnar og Rúrik Haralds- son og Þorsteinn Gunnarsson leik- lesa úr verki eftir Halldór Laxness. Meðal þeirra rithöfunda sem munu koma saman upp á svið og rabba um Ragnar í Smára eru Thor Vilhjálms- son, Þorsteinn frá Hamri, Matthías Johannessen og Guðbergur Bergs- son. Kynnir verður Guðmundur Andri Thorsson. Ágóði rennur til byggingar tónlistarhúss. í júní, júli og ágúst eru haldin myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára. Fyrsta námskeiðinu er nýlokiö og var sýning á listmunum nemenda haldin í Tónskóla Eddu Borg að Hólmaseli 4-6. Wlátti þar sjá, eins og mynd- in sýnir, fjölbreytt myndverk barnanna sem voru undir handleiðslu Guðlaugar Halldórsdóttur, grafísks hönnuðar, og Helgu Jóhannesdóttur leirlistarkonu. Námskeiðin standa yfir í tvær vikur og eru tvær klukkustundir á dag, tutt- ugu klukkustundir í heild. DV-mynd BG Merming FIAT UNO TURBO IE ’88 til sölu, kom á götuna ’90 (er í ábyrgð). Topp- lúga, álfelgur, rafmagn í rúðum. Skipti ath. UPPLÝSINGAR í SÍMA 688850 ÍTALSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ Nemendurnir á lokaæfingunni i Egilsstaðakirkju. DV-mynd Sigrún Hljómleikar 1 Egilsstaöakirkju: Samspil 40 nema úr sex tónskólum á Austurlandi Sigrún Björvinsdóttir, DV, Egilsstödum: Sex tónskólar á Austurlandi héldu samleiksnámskeiö í Fellabæ fyrir skömmu og lauk þeim með hljómleikum í Egilsstaðakirkju. Þar lék 40 manna hljómsveit fjög- ur verk, Dóná svo blá, Star Wars, tvö stef úr árstíðunum, haust og vetur, og A hard days night. Stjórn- endur voru Gillian og Charles Ross, tónskóla Reyðarfjarðar, Kristrún Björnsdóttir, tónskóla Seyðisfjarö- ar, og Robert Birchall, tónskóia Egilsstaða. Einnig voru á dag- skránni 16 einleiks- og samleiks- verk. Þetta er í annað skipti sem skólarnir efna til sameiginlégra æfinga og tónleika og er vonast til að framhald verði hér á. Listahátíð 1 Hafnarfirði: Risaskúlptúrar setja svip á miðbæinn í Hafnarfirði, þar sem nú stendur yflr listahátíð, er boðið upp á sér- staka sýningu sem vakið hefur for- vitni og umtal. Er þetta skúlptúrsýn- ing á þrettán listaverkum. Verkin eru gerð úr stáh, zinkhúðuð og mál- uð. Stærsta verkið er fimm metra breitt og nærri fjögurra metra hátt og vegur um fimm tonn. Minnstu verkin eru rétt undir einu tonni en um sextíu tonn af stáh hafa farið í þessi listaverk. Kostnaöur við gerð hvers verks er nálægt hálfri milljón króna. Lista- mennirnir, sem taka þátt í sýning- unni, koma frá átta löndum og eru íslendingarnir flestir. Kjarninn í þessum hóp hefur hist tvisvar áður á álþjóðlegum vinnustofum skúlpt- úrlistamanna, síðast í Mexíkó í fyrrahaust. Talið er að verðmæti hstaverkanna sé eitthvað á þriöja hundrað mihjónir króna en þau eru ekki til sölu heldur hafa þau verið gefin Hafnarfjarðarbæ og verða þau uppistaðan í höggmyndagarði á Víði- Á myndinni sjáum, við rúmlega tveggja metra háan síma. Hann er afar skrautlega málaður og er eftir frönsku listakonuna Soniu Renard. Verkið er nú í miðbæ Hafnarfjarðar en fær siðan sinn sess í nýjum högg- myndagarði á Viðstaðatúni. staðatúni. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að leggja leið sína í hafnarfjörð og taka þátt í listahátíð með Hafnfirð- ingum en meðal þess sem boðið verð- ur upp á um næstu helgi eru tvennir tónleikar í Hafnarborg þar sem koma fram Óperusmiðjan og Sigrún Eö- valdsdóttir. fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða peningum. rft hringja verður færð á Það er gamla Þú hringir, við birtum og það ber árangur! smaauglysingar út í 'N - '> ^ hönd með beinhörðum < DV er opin; Virkn daga ; kl. 9.00-22.00 jardaga kl. 9.00-14.00 Sunnudoga kl. 18.00 22.00 Athugið: ’Auglýsing i holgarblað DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.