Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991.
11
Útlönd
Atli Dam, lögmaður Færeyja.
í kjölfar ráöherrafundar EFTA og EB:
Færeyingar
íhugi sín mál
- segir Atli Dam lögmaður
Atli Dam, lögmaður Færeyja, segir
ástæðu fyrir Færeyinga að íhuga sín
mál í kjölfar niðurstöðu ráðherra-
fundar EFTA, Fríverslunarsamtaka
Evrópu, og EB, Evrópubandalagsins,
þar sem rætt var um gagnkvæmar
veiðiheimildir.
Færeyingar ræða nú þessa dagana
um nýjan viðskiptasamning við EB.
í upphafi viðræðnanna settu Færey-
ingar það skilyrði að samningurinn
næði ekki til fiskveiða. Samningur-
inn er mjög mikilvægur fyrir Færey-
inga því meir en tveir þriðju hlutar
útflutnings þeirra fer til aðildarríkja
EB.
Hingað til hafa viðskipti Færeyja
og EB byggst á samkomulagi frá 1974
en það náðist er Danmörk varð aðild-
arríki EB en Færeyjar kusu að vera
utan bandalagsins. EB sagði samn-
ingnum upp 1988.
Viðræðurnar um nýtt samkomulag
hafa ekki gengið jafnvel og heima-
stjórnin í Færeyjum ímyndaði sér
haustið 1989 þegar fyrst var farið af
stað. Þá var reiknað með að nýr
samningur gæti tekið gildi þegar
1990.
Samkvæmt fyrri samningi Færeyja
og EB fengu Færeyjar tollfrjálsan
aðgang að Danmörku með allar sínar
vörur. Afar lítinn toll þurfti að greiða
í Bretlandi fyrir unnar sjávarafurðir
og í öðrum löndum var tollafsláttur-
inn 80 prósent.
Færeyingar hafa verið ánægðir
með þennan samning og sáu fram á
að geta þróað framleiðslu sína þar
sem tollar á óunnum sjávarafurðum
voru háir í samanburði við unnar
afurðir. Síðan hefur hafist fram-
leiðsla á afurðum sem samningurinn
náði ekki til og þess vegna var litið
á uppsögn EB á samningnum sem
kærkomið tækifæri til að reyna að
ná betri samningi.
Það sem helst hefur farið fyrir
brjóstið á EB er að Færeyingar skuli
ekki greiða toll af þeim vörum sem
þeir flytja til Danmerkur því það
brýtur gegn reglunum um að ekkert
ríki utan bandalagsins skuli hafa
frjálsan aðgang að markaði þess.
Danir benda hins vegar á að það sé
ekki hægt að setja upp tollamúra
milli tveggja hluta sama ríkis.
Nú vill EB veita tollaívilnanir fyrir
takmarkaðan fjölda afurða. Færey-
ingar hafa ekki notfært sér þau hag-
kvæmu útflutningsskilyrði fyrir
unnar sjávarafurðir sem þeir hafa
haft möguleika á og í staðinn flutt
út hálfunnar vörur. Og við það miðar
EB afstöðu sína í viðræðunum núna.
í upphafi viðræðnanna voru allir
stjórnmálaflokkar í Færeyjum sam-
mála um að aðild að Evrópubanda-
laginu væri ekki tímabær fyrir Fær-
eyjar en síðan hefur risið upp ágrein-
ingur um málið.
Ritzau
Allt að 30%
afsláttur af notuðum
LADA Sport
bifreiðum
Góð greiðslukjör.
Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-14
Suðurlandsbraut 14, simi 681200, bein lína 814060.
,?9S kycklíng, kotteiier «ski C8I p
kryddtegundir í
|Caj P.’s grill-og
I steikarolíunni
Þ
m
twttaupp
«.od»aí«í
egar þú grillar, steikir eða marinerar
skaltu nota Caj P.’s grill- og steikarolíuna.
P.’s inniheldur 39 ólíkar krydd-
tegundir og þegar þú finnur
kryddlyktina kemstu að raun
um, að Caj P.’s grill- og steik-
arolían er allt sem þarf til
að gera steikina bragðbetri
og bragðmeiri.
Slf.’s Stek- & Grilloli’
|^c|p>S»ek-4G
L nyddwof5*1*
q iVlaskan.
ÍW1630
4?
VÖRUMIÐSIÖÐ
»nimar, ,
0Msk^ömáUad veg. olia sova,
Innflutningur og dreifing
á góðum matvörum
S'
VINNINGSNUMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
-------- DreglB 17. |únf 1991 -
TOYOTA4 RUNNER 3000I: 24736
TOYOTA COROLLA 1600 GLI: 160610
TOYOTA COROLLA 1300 GL HB: 148907
BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI FYRIR 800.000 KRÖNUR: 153636
VINNINGAR Á KR. 125.000:
Vörur eöa þjónusta frá Feröamiöstööinni Veröld, GKS húsgagnaverslun,
Heimilistækjum, Húsasmiöjunni, IKEA eöa Miklagaröi.
31 15911 37249 79856 97147 103275 116808 138736 159154
279 16474 52974 83905 97850 104635 118473 146112 161465
869 20247 58212 87028 100675 108133 123427 149740
10475 26385 64935 87157 101072 111508 126013 153774
12114 28121 66061 93419 101355 114367 128031 154510
14448 31865 71003 96550 102623 115277 132523 156983
VINNINGAR Á KR. 75.000:
Vörur eöa þjónusta frá sömu aöilum.
1777 19733 40262 67676 97453 111009 126737 141118 166004
1883 22379 50155 73103 101131 111995 129660 142348 167076
9447 28668 51502 76426 105614 112873 132203 148179
15545 31848 57460 81200 106992 114157 134431 148459
18399 34164 57704 85756 109959 115576 139256 149974
19629 39991 61788 87219 110234 116504 139897 154875
Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
aö Skógarhlíð 8, sími 621414.
Krabbameinsfélagiö
þakkar landsmönnum
veittan stuöning.
Krabbameinsfélagið