Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991.
Hvers vegna
kvennahlaup?
Næsta laugardag, 22. júní, verður
sérstakt kyennahlaup haldið í
Garðabæ. Á vegum Garðabæjar
starfar nefnd sem vinnur að auk-
inni þátttöku kvenna í íþróttastarfi
og sér hún um undirbúning og
framkvæmd hlaupsins. Eins og
flestir vita var fyrsta kvennahlaup-
ið hér á landi haldið í Garðabæ
fyrir ári og var það hður í veglegri
íþróttahátíð íþróttasambands Is-
lands. ÍSÍ taldi ástæðu til að slíkt
hlaup yrði haldið öðru sinni þar
sem nokkur þúsund konur voru
þátttakendur í fyrra.
Fyrmefndri nefnd í Garðabæ var
því falið að annast undirbúning og
framkvæmd hlaupsins.
Fleiri staðir á landinu munu
standa fyrir kvennahlaupi á sama
tíma og eru það ýmis félagasamtök
og hópar sem standa að fram-
kvæmd á viðkomandi stað.
Gleði og ánægja
Kvennahlaupið, sem haldið var í
Garðabæ fyrir um ári, var stórkost-
leg upplifun. Þama mættu íþrótta-
konur sem æfa dag hvern og eru í
keppnisliði fyrir félag sitt, bæði í
boltagreinum ogeinstaklingsgrein-
um. Þarna voru einnig mættar
konur sem stunda sund, leikfimi,
göngur, skokk og þær konur sem
voru í keppni áður en hafá engu
gleymt. Ennig voru þarna konur
sem vinna í fiski, við búskap, í
verslun og banka en hafa ekki
stundaö sérstaka líkamsrækt en
ætluðu alveg örugglega að vera
KjaJlaiinn
Unnur Stefánsdóttir
formaður Landssambands
framsóknarkvenna.
kvenfélögunum sem voru komin
langan veg í rútu og létu sitt ekki
eftir liggja á þessum degi.
Hægt var að velja um 2 eða 5 km
vegalengd og ekkert var spurt um
það hve langan tíma tók að ljúka
hlaupinu.
Að lokinni þátttöku var boðið upp
á veitingar og ýmis dagskráratriði
sem allir kunnu vel að meta.
Hver þátttakandi fékk bol og gull-
pening og er mér minnisstætt að
ein húsmóðir á áttræðisaldri sagði
mér að þetta væri sinn fyrsti verð-
launapeningur og fyrsti möguleiki
sinn til þess að eignast slíkan
minjagrip.
Geta allir verið með?
Tilgangurinn með kvennahlaup-
inu er fyrst of fremst sá að fá kon-
ur til þess að taka þátt. Mikilvæg-
ast er að vera með, hvort sem geng-
ið er, skokkað eða hlaupið. Það að
njóta útivistar og þess að vera í
góðum félagsskap, þar sem allir
keppa að því sama, að vera með,
Margar konur eru vanar að
stunda líkamsrækt nokkrum sinn-
um í viku fyrir utan alla þá hreyf-
ingu sem reyndar er hægt að ölast
við heimilisstörf eða aðra vinnu
sem býður upp á líkamlega hreyf-
ingu.
Á vorin og sumrin er ennþá mik-
ilvægara en á öðrum árstímum að
vera úti og njóta hreina loftsins
sem við íslendingar eigum. Ástæð-
an fyrir því að kvennahlaupið er
haldið á þessum árstíma er sú að
vonast er til að það hjálpi mörgum
konum til þess að njóta þess að
vera úti, ganga eða skokka í góðum
félagsskap.
Mér er kunnugt um konur sem
tóku þátt í kvennahlaupi ÍSÍ sl. vor
og hafa í framhaldi hafið markvissa
útivist með tilheyrandi hreyfingu.
Það eru því engin aldursmörk og
engin þjálfunarmörk sem uppfylla
þarf til þess að vera með í Kvenna-
hlaupinu 1991 í Garðabæ á laugar-
dag kl. 12.00. Sjáumst hressar.
Unnur Stefánsdóttir
„Tilgangurinn með kvennahlaupinu er fyrst og fremst sá að fá konur til
þess að taka þátt.“
„Ástæöan fyrir því að kvennahlaupið
er haldið á þessum árstíma er sú að
vonast er til að það hjálpi mörgum
konum til þess að njóta þess að vera
úti, ganga eða skokka í góðum félags-
skap.“
með. Og ekki má gleyma heilu þá er tilganginum náð.
Andlát
Angantýr Elíasson, Kleifarhrauni la,
andaðist í Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja þriðjudaginn 18. júní.
Ólafur M. Magnússon húsgagna-
smíðameistari, Grænuhlíð 18,
Reykjavik, lést þriðjudaginn 18. júní
'sl.
Oddur Guðjónsson, fyrrverandi
sendiherra, Flókagötu 55, Reykjavík,
iést í Landakotsspítala mánudaginn
17. júní.
Jarðarfarir
Séra Emil Björnsson andaðist í
Reykjavík 17. júní. Útförin verður
gerð frá kirkju Óháða safnaðarins
föstudaginn 21. júní kl. 13.30.
Sigríður P. Pálsdóttir, Ljósheimum
6, Reykjavík, lést 10. júní. Jarðarfór-
in hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmundur Kristjánsson frá Arnar-
bæli, Grímsnesi, lést í Sjúkrahúsi
Suðurlands 15. júní. Útförin verður
gerö frá Stóru-Borg í Grímsnesi laug-
ardaginn 22. júní kl. 14.
Sigríður Guðmundsdóttir frá Indr-
iðastöðum er látin. Bálför hefur farið
fram.
Útfór Ásdísar Helgu Höskuldsdóttur,
Breiðási 10, Garðabæ, fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 21. júní
kl. 10.30.
Góðir skór á góðu verði
Ódýrara verður það ekki
Stærðir 36-46
fm Litur grár
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
KRINCLAN a-12 ■ SÍMI: 686062
tilboð
Myndgáta
©05?
evpor
•evi»í>i\—
Myndgátan hér að ofan
lýsir lýsingarorði.
Lausngátu nr. 56:
Segulband.
w
"Vvv
Helga Ingólfsdóttir, Hringbraut 63,
áöur til heimilis að Móabarði 12,
Hafnarfirði, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 21. júní
kl. 15.
Gyða Antoníusardóttir, Friðriks-
húsi, Hjalteyri, sem andaðist í Krist-
nesspítala 17. júní sl., verður jarð-
sungin að Möðruvöllum í Hörgárdal
mánudaginn 24. júní kl. 14.
Útfór Jóhönnu Gunnarsdóttur John-
sen, Hraunhólum 7, Garðabæ, fer
fram frá Garðakirkju fóstudaginn 21.
þ.m. kl. 13.30.
Dagný E. Auðuns, Ægisíðu 60,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag-
inn 21. júní kl. 13.30.
Kristín Guðbrandsdóttir, áður til
heimilis á Hverfisgötu 84, sem andað-
ist í Sjúkrahúsi Suðurlands 12. júní
sl., verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju í dag, fimmtudaginn 20. júní,
kl. 13.30.
Valgerður Bergþórsdóttir lést 13.
júní. Hún var fædd á Akureyri 26.
nóvember 1936, dóttir Olgu Olgeirs-
dóttur og Bergþórs Baldvinssonar.
Valgerður lauk námi frá Hjúkrunar-
kvennaskóla íslands árið 1960. Eftir-
lifandi eiginmaður hennar er Krist-
inn Guðmundsson. Þau hjónin eign-
uðust fiögur börn. Síöustu árin starf-
aði hún lengst af á öldrunardeildum
Borgarspítalans. Útför hennar verð-
ur gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15.
Tónleikar
Tónleikar á Púlsinum
Harry Jacobson frá New York, Björn’
Thoroddsen og Friðrik Karlsson gitar-
leikarar munu halda tónleika á Púlsinum
dagana 20., 21. og 22. júní. Munu þeir fé-
lagar flytja á tónleikum þessum jass,
rokk og blús eins og það gerist best. Þeim
til aðstoðar verða þeir Halldór Gunnlaug-
ur Hauksson á trommur og Bjarni Svein-
bjömsson á bassa.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Opiö hús í Risinu í dag, fimmtudag, kl.
13-17 bridge og frjáls spilamennska,
dansað frá kl. 20.30.25. júní kl. 10 verður
farið í gróðursetningarferð að Ölfusvatni
við Nesjavelli í samvinnu við Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur og Félagsmálastofn-
un Reykjavíkur. Nesti og vinnuvettling-
ar.
Heyrn og tal mælt
Móttaka verður á vegum Heyrnar- og
talmeinastöðvar íslands á: Þingeyri 27.
júní, Flateyri 28. júní, Bolungarvík 29.
júní, Suðureyri 30. júní og ísafirði 1. og
2. júlí. Þar fer fram greining heymar- og
talmeina og úthlutun heyrnartækja. Tek-
iö er á móti viðtalsbeiðnum hjá viðkom-
andi heilsugæslustöð.
Samvinnuháskólinn útskrifar
rekstrarfræðinga
Á skólahátíð Samvinnuskólans á Bifröst
25. maí sl. vom brautskráðir rekstrar-
fræðingar í annað sinn frá skólanum en
sl. skólaár var hið þriðja sem stofnunin
starfar á háskólastigi. Alls vom 37 nem-
endur brautskráðir með prófgráðuna
rekstarfræðingur eftir tveggja vetra nám
á háskólastigi en það em heldur íleiri en
sl. vor. Bestum námsárangri náði ívar
Ragnarsson en fast á hæla honum komu
Heigi F. Kristinsson og Stefán Ö. Valdi-
marsson. í ræðu rektors, sem flutt var
við þetta tækifæri, kom m.a. fram að
meiri festu gætti nú í starfi skólans en
undanfarin ár sem hafa verið ár breyt-
inga og tilrauna vegna hækkunar skól-
ans upp á háskólastig. Einnig kom fram
aö unnið hefur verið að þróunaráætlun
fyrir skólann. Einn liður í þeirri áætlun
er bygging nemendagarða og hefur þegar
verið sótt um lán til Húsnæðisstofnunar
ríkisins til þeirra framkvæmda. I áætlun-
inni kemur einnig fram að stefnt er að
þvi að stofnsetja framhaldsdeild við skól-
ann sem verði eins vetrar nám og veiti
námsgráðuna BBA (Bachelor of Business
Administration). Áætlað er að kennsla
við deildina hefjist haustiö 1994. Mikil
aðsókn er að skólanum eins og veriö hef-
ur undanfarin ár og umsækjendur mun
fleiri en hægt er að taka við.