Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991.
7
_____________________________________________Fréttir
Aðeins 5-6 þúsund manns mættu á rokktónleikana í Kaplakrika:
Starfsf ólk fær borgað
það sem upp var sett
- segir framkvæmdstjóri Rokks hf. og telur afkomu tónleikanna ágæta
dv Sandkom
Óarðbær
innflutningur
I Víkurblaðinu
húsviskacr
ncit uin það
livornigislensk .
íþróttafélög
lóta hlunnfara
sigviðhm-
flutningáer-
iondum körfu-
bolta-ogknatt-
spyrnumönn-
um.Umer-
lendu körtuboltamennina segir: „Er-
lendirkörfuboltamenn ó íslandi virð-
asthaldnir svo sjúklegri heimþró aö
þeir sem ekki flýja land eftir fyrsta
leik þykjast vera svo lélegir að þeir
eru sjálikrafa sendir úr landi.“ Um
knattspymumenninasegir: „Fyrir
nokkrum árum varalgengtað ráða
enska bensínafgreiðslumenn sem
þjálfara á fslandi Það gerist sem bet-
ur fer ekki lengur." Síðan segir frá
innflutningi knattspymumanna frá
A-Evrópusemblaöiökallar „há-
skólastúdenta sem leikíð hafi fótbolta
í frístundum ytra...“ Ogekki nóg
meö það, heldur séu Pólveij ar aö
hcimta greiðslur £Vrir þessa stúd-
enta.
Austfirska
Ádögunum
birtist Sjós-
mynd í DV af
lyftumerkingu
þarsemstóð
„Upp“og„Neð-
ur.“ Austfirsk-
urframburður
eroi't skcmmti-
legurfyrirþá
semnotahann
ekki.Þaðertil
að mynda sagt að feitir hrútar í Nes-
kaupstað séu kallaðir spekingar, en
oröið spikingur yflr feita hrúta er
aiþekkt. Mér hefur verið sagt að eft-
irfarandi vísa, ort eftir austfirskum
framburði, sé eftir Stefán heitinn
Jónsson alþingismann.
Svo þér líði sjálfum vel
og sért ei kvíða þrunginn.
Þú skalt ríöa þangað tel
þig fer að svíða í -eljarnar.
Rambóstælar
Lögreglaná
ísáfirðifær
heldurbeturá
baukinní
Vestfirska
fréttablaðinu
fyriraðreyna
aðstöðvaöku-
raann sem var
grunaðurum
ölvun.íblaðinu
segirsvofrá:
Hnífsdælingar vissu ekki h vaðan á
þá stóð veðrið í vorbliðunni á laugar-
daginn þegar tveir fólksbílar riðu inn
í þennan friðsæla bæ með fyrirgangi
og sírenuvæli. Sá síðari rey-ndist vera
lögreglubíll að elta hinn. Attu bæði
böm og fUllorðnir fótum fjör að launa
að verða ekki fyrir öðrum h voruni
bilnum.“ Síöán er lögreglan ávítuð
nokkuð fyrir þennan atburö sera höfð
er eftir sjónarvottum og síðan segir:
„Hítt er s vo annað mál hvenær rétt-
lætanlegt er aö stofna bæöi eltum
ökumönnum, sera fældir hafa verið
upp, og almennum vegfarendum og
bömum í hfshættu meö einhverjum
Rambóstælum.. “
Mikil ertrúþín,
systir
Billgömlu
nunhunnar .
varð bensín-
lausávcgii
miðjusveitar-
héraði.Húnfór
heimánæsta
bæogbað :
bónda um að
hjálpasérum
bensínsem
duga mundi að
næstu bensínstöð. Það var sjálfsagt
en þegar til átti að taka fannst ekkert
ílát undh' bensínið. Loks tók bóndi
næturgagn undan rúmi sínu, fyllti
það af bensíni og afhent nunnunni.
Þar sem hún s vo var að hella úr
koppnum á bíhnn sinu bar biskupinn
að. Hann stoppaði bO sinn, horfði á
nunnuna smástund og sagði svo. „Já,
mikil er trú þín, systir."
Umsjón: Sigurdór Sigurdorsson
„Ég samdi ekki við starfsfólkið um
borgun fyrir vinnu þeirra við upp-
setningu á hljómsveitarpallinum en
það fær örugglega borgað það sem
upp var sett. Þetta var mjög lítill
hópur sem stóð í ströngu en vann
mjög vel allan tímann. Það getur vel
verið að starfsfólkinu hafi verið lofað
1500 krónum á tímann síðustu nótt-
ina þar sem þá var kominn 17. júni
og verið var að rífa pallana niður.
Ef svo er fær það þá peninga. Sá sem
samdi við fólkið hafði til þess fullt
umboð,“ sagði Guðmundur Guð-
björnsson, framkvæmdastjóri Rokks
hf., í samtali við DV. Rokk hf. stóð
fyrir rokktónleikum á Kaplakrika-
velh í Hafnarfirði á sunnudag. Stóðu
tónleikarnir frá miðjum degi og fram
til miönættis og þar komu fjölmargar
hljómsveitir fram.
DV sagði á mánudag frá áhyggjum
eins starfsmanna tónleikanna þar
sem hann sagði að þeim hefði verið
lofað 500 krónum á tímann í upphafi
en síðan ekki nema 2500 krónum á
dag. Þá áttu starfsmenn að fá 1500
krónur á tímann síðustu nóttina við
að 'rífa niður pallana og ganga frá.
Sagðist viðmælandi blaðsins hafa
fulla ástæðu til að efast um að staðið
yrði við þessi loforð.
„Það fá allir það sem um var sam-
ið,“ sagði Guðmundur.
Milli 5 og 6 þúsund manns komu á
tónleikana, öllu færri en búist haföi
verið við. Þannig var haft eftir aö-
standendum tónleikanna fyrir helgi
aö líklega hefðu selst á áttunda þús-
und miðar og búist væri við 8-10
þúsund tónleikagestum.
Frægasta hljómsveitin, sem spila
átti á tónleikunum, Poison, mætti
ekki til leiks og þess vegna þurfti að
endurgreiða töluvert af miðum. Ef
miðað er við mat aðstandenda tón-
leikanna fyrir helgi og mat Guð-
mundar nú má áætla að um eitt þús-
und miðar hafi verið endurgreiddir.
Guðmundur sagði að taka bæri
þessum tölum öllum með fyrirvara
Strandir:
Flestar ær tvflembdar
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Heilsufar er gott í Árneshreppi.
Túnspretta hefur hins vegar verið
lítil vegna kulda. Hiti var lengi vel
alveg við frostmark, tveggja stiga
hiti í marga daga. Þann 18. júní var
hins vegar um 14 stiga hiti.
Sauðburður gekk vel hér á Strönd-
um enda besta veðrátta mestallan
maímánuð. 80% kinda eru tvílembd-
ar eins og venjulega hér. Hvergi eru
eins mörg lömb sem fara í stjörnu-
flokk og hjá Kaupfélagi Stranda-
manna í Norðurfirði enda er féð alið
upp á háfjallagrösum á sumrin og
fær grænt súrhey allan veturinn.
VeisluráStröndum
Regina Thorarensen, DV, Gjögii:
Þann 16. júní voru þrjú börn fermd
í Árneskirkju. Geysifiölmenni var í
kirkju og í veislum svo fólk varð að
standa úti í glaðasólskini og steikj-
andi hita.
Veislur voru miklar og má kalla
eina veisluna, sem haldin var í fé-
lagsheimilinu í Trékyllisvík, ferm-
ingaveislu ársins því 133 gestir
komu. Það voru hjónin Ragnheiður
Fossdal og Björn Torfason á Melum
sem héldu veisluna en þau voru að
láta ferma frumburð sinn og skíra
sitt fimmta barn í leiðinni.
þar sem endanlegt uppgjör lægi ekki
fyrir. Guömundur hélt áleiðis til
London í morgun vegna trygginga-
mála en Rokk hf. var tryggt gegn
óvæntum uppákomum, eins og fiar-
veru hljómsveitarinnar Poison, hjá
tryggingafélaginu Lloyds.
„Þó endanlegt uppgjör liggi ekki
fyrir get ég þó séð að við höfum kom-
iö ágætlega út úr tónleikunum fiár-
hagslega. Viö teljum okkur hafa stað-
ið mjög vel að undirbúningi þeirra
þar sem við tryggðum okkur fyrir
öllu sem hægt var að tryggja sig fyr-
ir. Viö gerðum okkar besta viö að
setja upp alvörurokktónleika á ís-
landi og teljum það hafa gengið bæri-
lega.“ -hlh
12 rúllur
salernis-
pappír,
Arlex
URVALS
GRILLKJÖT
BREKKUVAL
HJALLABREKKU 2 - KÓPAVOGI - SÍMI 43544
Opið: 9-20 mánudaga-föstudaga 10-19 laugardaga og sunnudaga.
EDDUFELLI 8 - REYKJAVÍK - SÍMI 71661
Opið: 9-18.30 mánudaga-fimmtudaga 9-19.30 föstudaga 10-14.00 iaugardaga