Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991. Fréttir Nató - skipin sem vantar 1 lista utanríkisráðuneytisins: Voru á íslandi í allt að fjóra sólarhringa - var sagt að gögnin væru í kössum í kjallara úti í bæ „Þegar ég fékk listann frá ráðn- neytinu sá ég að það vantaði í þennan Nató-flota sem kemur reglulega hingað. Þessi skip, sem vantar, eru einmitt í honum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennahstans, við DV. Ingibjörg hefur aö undanfömu gert tilraunir til að fá fullkominn lista frá utanríkisráðuneytinu yfir þau er- lendu herskip sem komið hafa í ís- lenskar hafnir síðastliðin 20-30 ár. Þessar tilraunir hafa ekki gengið sem skyldi. „Ég fékk þau svör að það væri flók- ið mál. Þetta væri í kössum niðri í kjallara og kössum úti í bæ. Þetta fannst mér ipjög skrýtið því ég hélt satt að segjá að ráðuneytið hefði full- komnar skrár til reiðu.“ Þegar Ingibjörg Sólrún fékk listann umrædda frá ráðuneytinu kom í ljós að á hann vantaði fjögur bandarísk herskip: McCloy, MacDonough, Luce og Dewey. Hins vegar eru öll þessi skip skráð í dagbækur hafnaryfir- Þessi Ijósrit úr dagbókum Reykjavikurhafnar staðfesta að öll hafa herskip- in, sem fundust ekki á lista utanríkisráðuneytisins, haft viðkomu hér. valda í Reykjavík. Þar fæst staðfest lands eins og sést á meðfylgjandi ljós- hvenær þau hafa komið hingað til ritum úr umræddum dagbókum. Þessi skip þau dvalið hér frá einum og upp í fjóra sólarhringa. Öll hafa þessi skip getu til að bera kjamavopn. Er talið fullvíst aö þrjú þeirra, MacDonough, Luce og Dew- ey, hafi verið með slík vopn innan- borðs er þau komu til íslenskra hafna: „Um það leyti sem þau komu hing- að til lands höfðu þau staðist skoðun kjamorkuvopnaeftirlits hersins og fengið áframhaldandi leyfi til að geyma kjamavopn um borð og nota þau í neyð,“ segir m.a. í ítrekunar- bréfi Ingibjargar Sólrúnar til utan- ríkisráðherra. „Skömmu áður en þau komu hingað tóku þau kjama- vopn um borð í bandarískum höfn- um og ekkert bendir til þess að þau hafi verið tekin frá borði aftur.“ Því má bæta við, að fyrrverandi aömíráll bandaríska flotans hefur staðfest að slík vopn hafi verið um borð í þessum skipum. -JSS DV Svör ráðuneytisins: Grípum í þetta afogtH „Það er kannski hægt að svara þessu bæði játandi og neitandi. Það má kannski segja að það sé verið að grípa í þetta af og til,“ maður utanrikisráðherra, þegar DV spurði hvort í ráðuneytinu væri verið að vinna aö tæmandi lista um komur herskipa hingað til lands. Ingibjörg Sólrún Gfsla- dóttir þingkona hefur beðið um slíkan lista. Jón Baldvin utanrikisráðherra er nú í sumarfríi. Þröstur var spurður að því hvort hvorki yrði tekinn saman nýr listi né svör viö spurningum sem Ingibjörg Sólr- ún hefði sent ráðherra varðandi umræddar herskipakomur meö- an ráðherra væri í frii. „Það er verið að skoða þetta mál. Það verður að segjast sem er aö það er mikið um sumarfrí hjá okkur núna og mannskapur- inn því í lágmarki. Þetta er sá tími sem er erfiðastur í allri vinnu. - Hvenær áttu von á þvi aö þing- konan fái svör frá ráðuneytinu viö erindi sínu? „Við getum ekkert fullyrt um það fyrr en eitthvað fer að koma af mannskap til baka. Það verður ekkert látið fara héðan meöan ráðherra er í fríi.“ - Eru komnar fram skýringar á því hvers vegna 4 erlend herskip eru skráð í dagbækur hafnarinn- ar en ekki hjá ráðuneytinu? „Éggetekkisvaraðþví." JSS Framkvæmdasfjóri Landssamtaka fiskeldis- og hafbeitarstööva: Hagsmunir sjóð- anna voru hafðir í f yrirrúmi - við úthlutun á sérstökum rekstrarlánum til fiskeldisins „Við erum mjög ósáttir við að gjaldþrota og endurreist fyrirtæki á borð við íslandslax og Læk skuh hafa fengið þessi sérstöku rekstrarl- án. Okkur hafði skilst, bæði á Davíð Oddssyni og Halldóri Blöndal að það væri ekki hugmyndin með þessum lánum. En í ljósi þessarar úthlutunar sjáum við að það hefði veriö réttast að lýsa öll fiskeldisfyrirtæki landsins gjaldþrota áður en til úthlutunar kom,“ segir Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Friðrik átelur mjög þau vinnu- brögð sem nefnd á vegum landbún- aðarráðherra beitti við úthlutun á 97 mUljónum í sérstök rekstrarlán í lok síðustu viku. Segir hann nefnd- ina nánast alfarið hafa haft að leiðar- ljósi hagsmuni Byggðasjóc^ og Fram- kvæmdasjóðs við úthlutunina. „Framkvæmdasjóður á verulega hagsmuni í því að íslandslax og Læk- ur haldi áfram rekstri. Sjóðurinn er í raun gjaldþrota en með áframhald- andi rekstri þessara fyrirtækja kemst hann hjá því að afskrifa eign sína í þeim. Ég tel setu Snorra Tóm- assonar, hagfræðings Framkvæmda- sjóðs, í raun mjög ámælisverða vegna þessa. Sama gildir um setu Ingimars Jóhannessonar í nefndinni. Auk starfs síns hjá stofnuninni, sem ætíð hefur gert sérstaklega vel við Silfurstjömuna, er hann líka starfs- maður þess fyrirtækis sem nú fékk enneittlánið." -kaa ■ Lögreglan í Neskaupstað hefúr í samráðí við fíkniefnadeild lögregl- unnar upplýst mál er tengist 30 grömmuxn af hassi. Fíkniefhadeild- in sendi tvo menn og fíkniefhahund austur um helgina til aðstoðar. Hassið fannst hjá bræðrum sem búsettir eru á Neskaupstað. Að sögn Bjöms Halldórssonar, yfir- manns ffkniefnadeildarinnar, telst þetta ekki mikið magn. Hins vegar telst þetta mikið á þetta litlum stað. Lögreglan í Neskaupstað hefur að raestu upplýst þetta mál. Umferðarteppa við HafnaHjörð Umferð gengur nú mjög hægt við núna í Garöabæ vegna þess að ver- Hafharfíörö að Reykjavik. Reykja- ið er aö leggja göngubraut undir nesbrautín nýja er lokuð og verður veginn. Bílar þurfa því að taka þar það tíi 19. júli. Því er Hafnartjaröar- á sig slaufu og umferðin gengur vegurinn gamli eina tengingin við mjög hægt. Reylqavík en hann er í sundur -pj Unnið hefur verið að viðgerðum í miðbæjarstöð Pósts og síma. Bilunin var enn ófundin þegar DV fór í prentun í morgun. DV-mynd JAK Fjármálaráðuneytið sker niður dagblaðakaup: Segir upp 500 áskriftuiii og sparar 40 milljónir Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur ákveðið að segja upp áskrift aö 500 eintökum af hverju dagblaði frá og með næstu mánaða- mótum. Um er að ræða áskriför að Morgunblaðinu, DV, Alþýðublaðinu, Tímanum, Þjóðviljanum og Degi. Með þessu hyggst ráðherrann spara ríkissjóði allt að 40 milijónir í útgjöld á ári og minnka fjárlagahalla þessa árs um hátt í 17 milijónir. Þær stofn- anir ríkisins, sem einkum verða fyrir þessari ráðstöfun, eru skólar, sjúkra- hús, sjúkrastofnanir og ráðuneytin. í frétt frá fjármálaráðuneytinu seg- ir aö eftir sem áður muni ráöuneytið kaupa áskrift að 250 eintökum hjá dagblöðunum fyrir hinar ýmsu stofnanir ríkisins. Muni það þýða nærri 20 milljónir í útgjöld ríkissjóðs á ári. Að auki muni einstakar stofn- anir ríkisins, sem vilja halda áskrift að ákveðnum blöðum áfram, geta gert það en þá á eigin kostnað og með útgjaldaspamaði á móti. Ekki eru liðnir nema örfáir mánuð- ir síðan blaðaáskrift fjármálaráðu- neytisins var aukin um þessi 500 ein- tök. Við samþykkt síðustu fjárlaga fékk Ólafur Ragnar Grímsson, þá- verandi íjármálaráðherra, heimild Alþingis til þessa, sem hann síðan nýttí sér þegar í ársbyijun. Heimildir DV herma að þessi ákvörðun Ólafs Ragnars hafi fyrst og fremst verið tekin til að létta und- ir með rekstri smáu dagblaðanna, en þau hafa öll átt í miklum rekstrar- örðugleikum. í raun hafi því fremur verið mn styrkveitingu til þeirra að ræða heldur en venjulega áskrift. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.