Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991.
Fréttir
Há óhappatíðni erlendra skipa, segir siglingamálastjóri:
Ráðherra vill koma
á tilkynningaskyldu
„Ég vakti athygli á því að sett verði
löggjöf sem skyldar leiðsögu er-
lendra skipa, sem sigla hér á milli
hafna, ásamt því að gera kröfu um
tilkynningaskyldu þeirra erlendu
skipa sem koma inn í íslenska land-
helgi,“ sagði Magnús Jóhannesson
siglingamálastjóri sem gekk á fund
Halldórs Blöndal samgönguráðherra
í vikunni, meðal annars vegna meng-
en tími ekki ákveðipn, segir Halldór Blöndal
unarslyssins á Ströndum.
Magnús sagði að óhappatíðni er-
lendra skipa hér viö land væri mjög
há, það er þau misstu úrgang í sjó-
inn, og því væri full ástáeða til að þau
tilkynntu sig.
Krafan kom í kjölfar lýsismengun-
arinnar á Ströndum en grunur leikur
á að erlent skip hafi valdið mengun-
inni.
Vandinn er hins vegar sá að erlend
skip hafa hingað til ekki verið skyld-
ug að tilkynna sig í íslenskri land-
helgi svo illmögulegt er að vita hvaða
skip átti hlut að máli.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagðist í samtali við DV vera
sammála því að erlend skip ættu að
tilkynna sig í íslenskri landhelgi en
bætti því við að nákvæmlega hvenær
eða hvernig hefði ekki verið að fullu
rætt á milli hans og siglingamála-
stjóra.
Halldór kemur til meö að taka
málið upp við Pál Hjartarson sem
fljótlega tekur viö starfi Magnúsar.
-ingo
Sjálfstæðismaður með vinstri mann 1 vinnu hjá sér:
Get ekki horft upp á að menn nagi neglur
- segir Haukur Sigurðsson, vinnuveitandi bæjarfulltrúans
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er erfitt að horfa upp á at-
vinnuleysi og ég get ekki horft upp
á það að menn gangi um á sumrin
og nagi neglurnar," segir Haukur
Sigurðsson, byggingameistari á Ól-
afsfirði, en það hefur vakið „nokkra
athygli" að meðal starfsmanna hans
í sumar er Guðbjörn Arngrímsson,
bæjarfulltrúi vinstri manna.
Sjálfur er Haukur sjálfstæðismað-
ur og skipaði 6. sæti á Usta Sjálfstæð-
isflokksins við síðustu bæjarstjórn-
arkosningar. Sem kunnugt er hefur
ýmislegt gengið á í bæjarmálunum á
Ólafsfirði að undanfömu og ekki
miklir kærleikar á yfirborðinu með
bæjarfulltrúum sjálfstæöismanna og
vinstri manna. Þess vegna eru menn
að gantast með það að Guðbjörn
starfi hjá Hauki og þeir gera sjálfir
grín að því sín á milli og við aðra.
„Menn mega alveg vita að ég borga
Hauki 25 krónur á tímann fyrir að
fá að vinna hjá honum,“ sagði Guð-
bjöm og Haukur bætti við: „Það má
nú ekki minna vera.“
Haukur Sigurðsson og Guðbjörn Arngrímsson gefa sér jafnan tima til þess að „gantast" í vinnunni.
DV-mynd gk
væévLi
Alþýðubandalag mótmælir:
skyldur
„Þingflokkur Alþýðubandalags
mótmælir eindregið að undir yf-
irskini erfiöleika í ríkisfiármál-
um sé veriö að stórauka skatt-
byrðina á öldmðum, öryrkjum
og barnaijölskyldum með sér-
stökum lyijagjöldum og áformum
um gjaldtöku vegna sjúkrahús-
vistar. Þessi nýja gjaldtaka er
ekkert annað en aukin skatt-
heimta," segir í ályktun sem
þingflokkurinn samþykkti í gær.
Að mati þingflokksins hefur
ríkisstjómin skert sérstaklega
fjárhag þeírra sem erfiöast eiga
og tekjuminnstir eru. Þannig
bendi upplýsingar til að yfir 50
prósent af viðbótargreiðslum
vegna lyflakaupa lendi á öldruö-
um og öryrkjum og um 20 prósent
til viðbótar á bamafjölskyldum.
Fullyrt er að þessar nýju álögur
geti numið tugum þúsunda hjá
fóUti í lægstu tekjuhópunum.
í lok ályktunarinnar segir að
ríkisstjómin hafi ótvírætt valið
leið hægrihyggjunar og stefni nú
inn á braut ójafnaðar og misrétt-
is. Það séu raikil tímamót þvi í
áratuga sögu uppbyggingar vel-
ferðarþjónustu hér á landi hafi
verið um það samstaða að allir
skyldu vera jafnir, án tillits til
efnahags. -kaa
Anna SH tilkynnti vélarbílun í
fyrrinótt vestur af Þormóðsskeri
í Faxaflóa. Jón E. Bergsveinsson
dró bátinn í land og var kominn
til Reykjavíkur nokkrum
klukkustundum síðar. Anna SH
er nýskráður bátur og var á leiö
frá Ölafsvík til Reykjavíkur.
I dag mælir Dagfari
Halli vegna geðbilunar?
Enn einu sinni er svo komið að
á morgnana þarf Dagfari að hella
í sig þremur bollum af lútsterku
kaffi áður en hann treystir sér til
að opna fyrir fréttir útvarps ellegar
taka dagblöðin til lestrar. Ótíðindin
dynja yfir hvert á fætur öðm. Fyrst
var fjárvöntun ríkisins talin nema
10 milljörðum eða svo og þótti þá
flestum nóg um. Eftir því sem fjár-
málaráðherra hefur gefið sér tíma
til að skoða í koppa og kirnur
hækkar mínusinn dag frá degi. Um
miðja síðustu viku var hann talinn
nema um 20 milljörðum en fyrir
helgina taldi Friðrik að vöntun rík-
isins á peningum væri ekki undir
25 milljörðum króna. Hver upp-
hæðin verður á morgun veit eng-
inn. Sumir hafa reynt að leita skýr-
inga á þessum gífurlegu peningum
sem týndust með einhveijum dul-
arfullum hætti. Doktor Benjamín
J. Eiríksson, sem er bæði lærður í
Sovét og Ameríku, tilgreinir
ákveðna ástæðu í grein í Morgun-
blaðinu á dögunum. Annars vegar
stafi þetta af því að kaupgjald í
landinu sé alltof hátt. Hins vegar
er orsökin sú að Steingrímur Her-
mannsson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, hafi haft tvo efnahags-
ráðgjafa. Annar þeirra sé ruglaður
og hinn geðbilaður. Þetta er
kannski ekki verri skýring en hver
önnur. Nú hlýtur sú spurning að
vakna hvernig hinn venjulegi dag-
launamaður, sem hefur ekki dokt-
orsvottorð upp á aö vera ruglaður
eða geðbilaður, getur reynt að veij-
ast þeim 25 milljarða reikningi sem
honum er réttur og kann þess
vegna að vera orðinn 50 milljarðar
eftir viku. Það fer allt eftir því
hversu margar skúffur eru enn
óopnaðar í fjármálaráðuneytinu.
Eins og Dagfari hefur bent á áður
ætlar ríkisstjórnin ekki að hækka
skatta svo almenningi verði ekki
gert að borga reikriing geðsjúklinga
Steingríms með þeim hætti. Þess
vegna verða gjöldin bara hækkuð
í staðinn. Gamla konan, sem áður
greiddi 200 krónur fyrir lyf gegn
hægðatregðu, borgar nú 1200 krón-
ur í anda umhyggju kratanna fyrir
smælingjunum. Um þetta allt hefur
mátt lesa í blöðunum sem aldrei
setja sig úr færi að bera ótíðindi á
borð fyrir lesendur sína. Dagfari
sá í hendi sér að nú ætti enn einu
sinni að herða hina margfrægu ól
þjóðarinnar og bauð sér og fjöl-
skyldu sinni upp á pitsu. Þetta átti
að vera nokkurs konar síðasta
kvöldmáltíðin enda óvíst hvort efni
gæfust til þess síðar. Til þess dugði
ekki veitingastaður með hógvær-
ara heiti en Furstinn og er til húsa
í nágrenni Valhallar. Þar voru veit-
ingar góðar og þjónusta öU tU fyrir-
myndar. í miðri máltíöinni er hins
vegar opnað fyrir útvarpsfréttir og
þar lemja hlustir þau tíöindi að rík-
iö hafi ákveðið að minnka stórlega
kaup á dagblöðum til dreifingar um
sjúkrahús og elhheimiU og aðrar
þær stofnanir sem sjúkir og aldrað-
ir hafa aðgang að. Hins vegar muni
Alþingi áfram fá dagblöð á kostnað
ríkisins svo og erlend sendiráð sem
og ráðuneytin ef rétt var tekið eftir
í fréttunum. Það má vel vera að
þarna takist að rétta verulega úr
þessum tugmiUjarða haUa sem er
að sporðreisa þjóðfélagiö. Enda er
það kannski iUa gert að neyða
flokksmálgögn upp á þá sem
minnst mega sín og verða sökum
elh eða sjúkleika að dvelja á opin-
berum stofnunum. Nóg sé þeirra
þjáning þó ekki sé á hana bætt með
þríflokkablöðunum. Hins vegar er
þaö nú svo að margt af þessu fólki
vill gjarnan fylgjast með þjóðmála-
umræðunni og hafa einhverja af-
þreyingu af því að glúgga í blöð.
Fjármálaráðherra hefur hins vegar
komist að þeirri niðurstöðu að það
geri Ult eitt að hleypa þessu fólki í
blööin. Þetta er sennUega alveg rétt
og kemur örugglega til með að
lækka lyfjakostinn á þessum stofn-
unum því sjúklingarnir verða mun
rólegri eftir að búið er að taka af
þeim fréttir blaða um fiárlagahalla
og aðra óáran. Svo ekki sé nú
minnst á fréttir af þeim áformum
að rukka þau ómenni sem halda til
á spítulum vegna slysa eða sjúk-
dóma um legugjald líkt og hótel
rukka feröamenn sem fá þar inni.
Hins vegar væri rétt að taka þá Uka
fyrir útvarps- og sjónvarpssending-
ar á þessum stöðum því vissulega
koma ýmis ótíðindi einnig fram
þar. Mitt í aUri vandamálaumræð-
unni var því gleðilegt að lesa bak-
síðufrétt Moggans í gær. Þar segir:
„Þýskur fuglafræðinugur var
handtekinn aðfaranótt laugardags
þar sem hann var að gægjast á
glugga í háhýsunum við Hátún."
Það eina sem vantaöi í fréttina var
hversu hár í loftinu þessi fugla-
fræðingur er.
Dagfari