Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991. Útlönd Biskupar deila um samkynhneigð Biskupar bandarísku biskupakirkjunnar komu sér undan því aö taka endanlega ákvöröun í raiklu deiluraáli kirkjunnar um samkynhneigð meö þvi aö lýsa þvf yfir aö ákveðin kyn væru einungis nauðsynleg til að kirkjan legði blessun sína yfir bjónabönd. Engar tillögur voru lagðar fram á fundi biskupanna um að banna vígslu sa,nkynhneigöra presta en það hefur verið mikiö hitamál innan kirkjunn- ar. Biskuparnir komust þó að því samkomulagi að seija ætti nefnd til að rannsaka ósamræmið sem er milli raunveruleikans þar sem samkyn- hneigð er algeng og á kenningum kirkjunnar um hjónaband og samlíf karla og kvenna. „Með þessu hefur það verið staðfest að biskupakirkjan mun ekki banna biskupum að vígja presta sem eru lesbíur eða hommar," sagði Frank Allan, biskup frá Atlanta. „Ég tel ekki að þessi lausn sé sigur fyrir annan hvorn hópinn og en það er einnig stór hópur innan kirkjunnar sem ekki tekur afstöðu. Ég held ekki að fundin veröi einhver endanleg lausn á þessu vandamáli, hvorki á þremur né þrjátíu árum,“ sagði Allan við blaðamenn. George Bush Bandaríkjaforseti blandaði sér í málið þegar deilur risu vegna vígslu lesbísks prest í Washington í síðasta mánuði. „Það getur vel veriö að ég sé gamaldags en ég er ekki alveg tilbúinn til að sam- þykkja þetta," sagði forsetinn. Sprengja springur í Aþenu Tyrkneskir sendiráðsmenn slösuðust í sprengjutílræði í gær. Simamynd Reuter Öflug sprengja særöi tvo tyrkneska sendiráðsmenn í Aþenu í gær. Lögreglan sagði aö sendiráðsmennimir hefðu veriö akandi í sendiráðs- bii ásamt ökumanni sínum i óthverfi Aþenu þegar sprengjan sprakk. Sendiráðsbillinn er mikið skemmdur en sprengjan var falin í kyrrstæðum bil og stjórnað meö fjarstýringu. Annar mannanna var tyrkneski konsólhnn í Aþenu, Deniz Bolukbasi. Hann var fluttur á sjókrahós alvarlega særður. Þessi sprenging verður aðeins tveimur dögum áður en áætlað er að Bush Bandaríkjaforseti heimsæki Aþenu. Síðan er áætlað að Bush fari til tyrknesku höfuðborgarinnar Ankara þar sem ræöa á samskipti Grikk- lands og Tyrklands sem hafa átt í langvinnum deilum um yfirráð á eyj- unni Kýpur. Enn hefór enginn lýst ábyrgð á hendur sér vegna tilræöisins en talið er öfgasinnaði skæruliðahópurinn 17. nóvember eigi einhvern hlut i máli. Skæruliðamir, sem eru öfgasinnaðir vinstrimenn, hafa notað svip- aða aðferð, þ.e. fjarstýröar sprengjur, í öllum sínum árásum sem valdið hafa dauöa 16 Grikkja og Bandaríkjamanna. Ranglega sökuð um morð Lindy Chamberlain, sem barist hefur hatrammri baráttu við að hreinsa nafh sitt eftir aö hafa verið ásökuð ranglega um að drepa bam sitt, fékk í gær opinberar bætur upp á tæpa milljón ísl. króna. Þetta mál er eitt af skrýtnustu sakamálum Ástralíu og hefur vakið gifur- lega athygli um allan heim. Fró Chamberlain var dæmd fyrir hið svokall- aða Azaria morö árið 1982 og fékk lífstíöarfangelsisdóm. Eiginmaöur hennar var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir yfirhylmingu. Chamberlain hélt þvi fram aö ástralskur villihundur hefði dregið dóttur hennar, Azariu, ót ór tjaldi, sem fjölskyldan dvaldist í viö Ayers Rock í Ástralíu, og drepiö hana. Lík barnsins fannst aldrei. Þaö var ekki fyrr en árið 1987 að Chamberlain var sleppt úr haldi eftir að jakki barnsins fannst í grennd við staðinn sem hón hvarf á. Henni var síðan veitt sakaruppgjöf þar sem miklar efasemdir spruttu upp um hvort hón væri raunverulega sek. Lögmaöur hjónanna hefur gert kröfu um mun hærri bætur til handa hjónunum vegna mistaka yfirvalda en þær kröfur munu verða teknar sérstaklega fyrir. Rússneska þinginu tekst ekki aðkjósasérlorseta Róssneska þinginu mistókst í gær í fimmta skiptiö að ná sam- stöðu um hver skuli gegna stöðu þingforseta. Harðlínukommónistinn Sergei Baburin fékk meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu í þinginu. Hann fékk 458 atkvæði á móti 414 at- kvæðum umbótasinnanns Ruslan Khasbulatov. Þessar tölur eru lítið breyttar ff á fyrri atkvæðagreiöslu. Kosning eftirmanns Boris Yelts- mann Boris Yeitsin á rússneska in, sem í slðustu viku sór embætti- þlnginu. sTmamynd Reuter seið sem fyrsti forseti Róss- lands kosinn i almennum kosningum, skiptir miklu máli þar sem aðeins þingforsetinn getur vahð frambjóðendur fyrir stjórnarskrárdómstól lýð- veldisins. Dómstóll þessi veröur eina apparatið sem hefur lögformlegt eftirht með störfum Yeltsin. Pattstaðan, sem komin er upp í þinginu, er sökum óeiningar meðal umbótasinna sem hafa nauman meirihluta á þinginu sem skipað er 1060 þingmönnum. Umbótasinnamir eru ónægðir með Khasbulatov, frambjóð- anda sinn. Sumum finnst hann of yfirgangsamur og öðrum finnst ekki viö hæfi að hann verði þingforseti þar sem hann er ekki Róssi. Reuter DV Fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims: Gorbatsjov hittir leiðtogana í dag - landnámi á hemumdu svæðum í sraels verði hætt Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, kom til London í gær en hann mun í dag eiga fund með leið- togum sjöveldanna. Hann ætlar að leggja umbótaáætlun sína fyrir fund- inn og beiðast hjálpar til að rétta sovéskt efnahagshf við. Leiðtogarnir, sem ljóka sínum ár- lega þriggja daga fundi í dag, eru ákveönir í að rétta Mikhail Gorbat- sjov hjálparhönd. „Hann fer ekki tómhentur héðan,“ sagði utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, James Ba- ker. Samstaða virðist þó hafa náöst um að bjóða Sovétforsetanum ekki beina peningaaðstoð th að hjálpa til við hagkerfisbreytingar landsins á leið sinni frá kommónisma til kapítal- isma. Svo virðist sem só aðstoð sem iðn- ríkin ætla að bjóöa Gorbatsjov felist aðallega í aukinni verslun og við- skiptum við landiö. Aðalatriðið í þessari hjálp felst í því að veita Sovét- ríkjunum aðgang að Alþjóðagjald- eyrissjóðnum sem er nokkurs konar ótvörður fyrir hiö iðnvædda hag- kerfi heimsins. Gorbatsjov sagði í bréfi, sem hann Gorbatsjov Sovétforseti og kona hans, Raisa, við komuna til London í gaer. Simamynd Reuter Bush var ekki nógu vel að sér í siðareglum kóngafólksins þegar leiðtogarn- ir sjö hittu Elísabetu Bretadrottningu í gær. Hann settist niður til myndatöku áður en drottningin settist. Þegar hann áttaði sig á mistökum sinum spratt hann upp úr stólnum og bauð drottningunni að setjast á undan eins og lög gera ráð fyrir. Simamynd Reuter sendi fundinum rétt fyrir komu sína að hann byndi miklar vonir við fund sinn með leiðtogunum. „Þeir efna- hagserfiðleikar sem framundan eru fyrir sovésku þjóðina auk félagslegra deilna gætu stofnað hinum lýðræðis- legu umbreytingum í hættu,“ sagði Gorbatsjov. Umbótaáætlun hans gerir ráð fyrir mikilli einkavæðingu verksmiðja og þjónustufyrirtækja. Forsetinn sagði að aðstoð væri bráðnauðsynleg til að minnka skuldir landsins og til að gera sovésku rúbluna að stöðugum og áreiöanlegum gjaldmiðh. Líklegt er að forsetarnir tveir, Bush og Gorbatsjov, leysi á hádegis- verðarfundi í dag þann litla ágrein- ing sem enn stendur í vegi fyrir að samkomulag um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna verði undir- ritað. í kjölfarið má bóast við leið- togafundi forsetanna í lok mánaðar- ins þar sem START samningurinn verður undirritaður. Stjórnmálaleg yfirlýsing fundar leiðtoga sjöveldanna tekur til fjölda alþjóðlegra mála. í uppkasti að hinni sameiginlegu yfirlýsingu leiðtog- anna er að finna fjölda ályktana um aðalmál fundarins: Sovétríkin. Aö auki lýsa leiðtogarnir yfir stuöningi sínum við friðarráðstefnu um málefni ísraels og Palestínu. Þeir hvetja araba til að aflétta viðskipta- hömlum sínum á ísrael og vilja að ísraelar hætti þegar í stað fólksflutn- ingum sínum til herteknu svæðanna. Leiðtogarnir hvetja til þess að Sam- einuðu þjóðirnar verði styrktar og verði leiðandi í alþjóðlegri friðar- gæslu auk þess sem bæta þurfi neyð- arhjálp SÞ. Fundurinn samþykkti að refsiaðgerðum gegn írak yrði fram haldið þar til yfirvöld þar í landi færu í einu og öhu eftir friðarsamn- ingum og gæfu SÞ fullnægjandi upp- lýsingar um kjarnorkuvopnafram- leiðslu sína. í yfirlýsingunni er að auki tæpt á fjöldann allan af öðrum málum. Með- al annars er hvatt til þess að látið verði af hemaðaraðgerðum í Jógó- slavíu og að Suður-Afríku verði veitt aðstoð til að koma efnahagslífi lands- ins á rekspöl. Reuter Herteknu svæöin: Shamir neitar að stöðva landnámið Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, hafnaði í gær thmælum leið- toga sjö helstu iðnríkja heims um aö stöðva landnám gyðinga á herteknu svæðunum. „Vandamál landnámsins eru mjög flókin og þau tilheyra þeim flokki vandamála sem verða tekin upp og rædd þegar samningaviðræður Isra- els og arabaríkjanna hefjast," sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu Shamirs. ísraelsmenn eru að bóa sig undir aukinn þrýsting af hálfu Bandaríkja- manna þegar James Baker utanrík- isráðherra fer aftur til Mið-Austur- landa í vikunni til að reyna aö koma á friðarviðræöum deiluaðfia. Baker stakk upp á því fljótlega eft- ir að hann hóf friðarumleitanir eftir lok Persaflóastríðsins að ísraels- menn hættu við frekara landnám og að arabar hættu í staðinn að snið- ganga fyrirtæki sem eiga viðskipti við Israel. Báðir aðilar höfnuðu hug- myndinni. Bandaríkin hafa ítrekað sagt að landnám á vesturbakkanum og Gazaströndinni, sem ísraelsmenn hertóku frá Jórdaníu og Egyptalandi í stríöinu 1967, væru hindrun í vegi friðar. Um eitt hundrað þósund gyð- ingar bóa í víggirtum þorpum á her- teknu svæðunum á meðal tæpra tveggja miUjóna Palestinumanna. ísraelskur embættismaður skýrði frá því í gær að ísraelsmenn kynnu að láta af andstöðu sinni við að Sam- einuðu þjóðirnar gegni málamynda- hlutverki í friðarviðræðum í Mið- Austurlöndum ef þaö væri eina hindrunin í vegi beinna viðræðna við Sýrlendinga. ísraelsmenn gætu breytt afstöðu sinni þegar Baker heimsækir þá á sunnudag ef það eina sem þyrfti til að hrinda hugmyndum Bandaríkja- manna um friðarviöræður í fram- kvæmd væri að leyfa Sameinuðu þjóöunum að hafa þöglan áheymar- fuUtróa, sagði þessi embættismaður. Ekki var þó ljóst hvort ísraelsmenn væru að mUdast í afstöðu sinni eða hvort klofningur er innan harðUnu- stjórnar Shamirs. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.