Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991.
Útlönd
Winnie Mandela og Nelson, eigínmaöur hennar, brostu breitt í gær
þegar Winnie fékk leyfi til aó áfrýju f angelsisdómi. Simamynd Reuter
Winnie Mandela fékk leyfi til þess i gær að áfrýja sex ára fangelsisdómi
fyrir mannrán og samsekt í líkamsárás. Winnie og eiginmaður hennar,
Nelson Mandela, forseti Atriska þjóðarráðsins, brostu útundir eyru þegar
dómari í Jóhannesarborg tók beiðni Winnie og tveggja annarra til greina.
George Bizos, lögfræðingur Mandela, sagði aö liðið gætu átján mánuðir
áöur en mál hennar yrði tekið fyrir 1 áfrýjunardómstóli.
Saksóknarar voru þvl andvígir að Winnie fengi að áfrýja dómnum þar
sem ekki væru likur á að æðri dómstóll mundi hnekkja fyrri dóminum.
Dómarinn, sem heimilaði áfrýjunina, reyndar sami dómarinn og kallaði
Winnie „óforskammaðan lygara“ áður en hann dæmdi hana fyrir tveim*
ur mánuðum, var ekki sama sinnis. Hann sagði ekki útilokað að hægt
yrði að sannfæra annan dómstól um að vafi léki á sekt Mandela og tveggja
meðsakbominga hennar.
Rfthöftmduriitit haldi sig á mottunni
Franska ríkisstjórnin hefur varað marokkóskan rithöfund, sem hún
vísaði úr landi til Gabons í síðasta mánuði, við og skipað honum að halda
sig á mottunni ella verði honum vísaö úr landi á ný.
Abdelmoumen Díouri, sem hafði skriíaö bók þar sem fram kom hörð
gagnrýni á Hassan Marokkókóng, var leyft að koma aftur til Frakklands
í gær eftir aö dómstóll ógilti brottvísun hans. Diouri hefur verið i útlegö
í Frakklandi i sautján ár en eftir aö honum var vísað úr landi 20. júní
var hann undir lögregluvernd 1 næstum fjórar vikur í Libreville, höfuð-
borg Gabons.
Franska sfjórnin réttlætti aðgerðir sínar með því að Diouri heföi haft
tengsl við Líbýu og írak á meðan hann var i Frakklandi og hefði þvi
brotið skilyrði fyrir pólitísku hæli. Mannréttindahópar segja hins vegar
að raunverulega ástæðan sé óbirt bók Diouris, „Hver á Marokkó?“ þar
sem sagt er frá auöæfum Hassans konungs. Konungur er náinn banda-
maöur Frakka.
Feitir borgihærri tryggingar
Feitt fólk ætti aö borga hærri sjúkratryggingar en fólk af eðlilegri lik-
amsþyngd þar sem meiri hætta er á að hinir feitu veikist.
Þetta er álit Karstens Vilmars, formanns læknafélags Þýskalands. „Ég
fæ ekki séð hvers vegna sumt fólk getur hagað sér óskynsamlega án þess
aö hugsa um afleiöingamar og þær byrðar sem það leggur á samfélag-
ið,“ sagði hann í útvarpsviötali í gær.
Hann stakk upp á þvi að feitt fólk borgaði ákveðið á hvert kiló sem er
umfram eðlilega þyngd viðkomandi. Vilmar sagði að menn ættu að leiða
hugann að því að skattleggja sælgæti, tóbak og áfengi sérstaklega til þess
að draga úr neyslu og til aö borga fyrir afleiðingarnar sem ofneysla þessa
varnings hefur í fór með sér.
Sendimaður skoðar gosskemmdir
Richard Armitage, sérlegur
sendimaður Bandarikjastjórnar,
flaug til Clarkflugstöðvarinnar og
flotastöövarinnar i Subicflóa á
Filippseyjum í gær til aö kanna
skemmdirnar sem eldgosið í
Pinatubofjalli olli. Hann hólt síöan
áfram viðræöum sínum riö stjórn-
völd Filippseyja um framtíð tveggja
stærstu herstöðva Bandaríkjanna í
Asíu.
Armitage varaði við því í gær að
bandarísk stjórnvöld kynnu að yf-
irgefa Clarkstöðina fyrir fullt og
allt þar sem vafi léki á um framtíð
hennar vegna stööugrar eldvirkni
í Pinatubo sem er 20 kílómctra fyr-
■ uuiiaiu niiidiayD, öví ir vestan stöðina.
maður Bandaríkjasljórnar, virðir Lokaákvörðun um Clarkstöðina
fyrir sér skemmdirnar sem urðu á verður hugsanlega tekin í viðræð-
Clarkflugstöðinni á Filippseyjum í unum sem fara nú fram í Manila
gosínu i Pínatuboeldfjalli. og sagði Armitage að Bandaríkja-
simamynd Reuter menn væru fremur svartsýnir á
framhaldið.
Raul Manglapus, utanríkisráðherra Fiiippseyja, sagði á mánudag að
aöilar væru nálægt því að komast að samkomulagi um nýjan herstöðva-
samning. Hann sagöi að Bandaríkjamenn mundu borga minna en þær
825 milljónir dollara á ári sem stjórnvöld á Filippseyjum fóru fram á
vegna áætlananna um aö fara frá Clark.
Saksóknarar mótmæla lausn morðingja
Sjö saksóknarar Suður-Afríku hafa sakað stjómvöld um að draga úr
trú manna á réttarkerfinu með því aö láta ótínda glæpamenn lausa með
pólitískum föngum.
Tæplega 60 þúsund fangar haia verið látnir lausir af ýmsum ástæöum
frá í desember en færri en tvö þúsund þeirra voru pólitískir fangar.
Menn óttast að þessar aðgerðir stjórnvalda hafi orðiö 10 þess að glæpir
hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú,
Rfkissfjómin segist hafa verið aö leysa mikil þrengsli í fangelsum lands-
ins og aö hún hafi viljað vera sanngjöm við venjulega glæpamenn þegar
verið var að leysa pólitíska misgjörðarmenn úr haldi. Reuter
Friðarhorfur auk-
ast í Kambódíu
Norodom Sihanouk, prins úr
Kambódíu, sagði í morgun að hann
væri „mjög ánægður" eftir að stríð-
andi fylkingar í Kambódíu, sem sitja
á fundi í Peking, höfuðborg Kína,
komust fljótt að samkomulagi um að
halda lífinu í friðaráætlun Samein-
uðu þjóðanna.
Sihanouk er gestgjafi tveggja daga
fundar Þjóðarráðs Kambódíu þar
sem eiga sæti fulltrúar stjórnarinnar
í Phnom Penh, Rauðu kmerarnir,
helstu andstæðingar hennar, og tveir
aðrir minni skæruliðahópar.
„Ég er mjög ánægður með árangur-
inn,“ sagði Sihanouk við fréttamenn
þegar hann var spurður hvernig
hefði miðað á fyrsta fundardeginum
i gær.
Þjóðarráðið er þungamiðjan í frið-
aráætlun Sameinuðu þjóðanna til að
binda enda á tólf ára styrjöld milli
stjórnarinnar í Phnom Penh, sem
nýtur stuðnings Víetnama, og upp-
reisnarmanna sem Rauðu kmeramir
fara fyrir, en þeir eru studdir af Kín-
Norodom Sihanouk prins var hæst-
ánægður eftir fund striðandi fylkinga
í Kambódíu í gær. Símamynd Reuter
verjum. Samkvæmt áætluninni
mundu Sameinuðu þjóðirnar í raun
stjórna landinu fram að kosningum
og á meðan vopnaðar sveitir legðu
niður vopn sín. Þjóðarráðið mundi
vera fulltrúi fullveldis Kambódíu.
Á fundinum í gær var ákveðið að
Þjóðarráðið kæmi formlega saman í
Bangkok, höfuðborg Tælands, dag-
ana 26.-28. ágúst. Einnig var sam-
þykkt að frá nóvembermánuði yrðu
allir fundir Þjóðarráðsins haldnir í
Phnom Penh.
Sihanouk sagði einnig að fylking-
arnar hefðu náð samkomulagi um
skipan sendinefndar á væntanlegan
fund allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna. Sihanouk mun leiða sendi-
nefndina og í henni verða einnig Hun
Sen forsætisráðherra, Khieu Samp-
an, leiðtogi Rauðu kmeranna, og Son
Sann, léiðtogi minnsta skæruliða-
hópsins, Frelsisfylkingar kmerþjóð-
arinnar.
Reuter
Vamarmálaráðherra Líbanons:
Ásakar PLO um að af henda ekki vopn
Vamamálaráðherra Líbanon
ásakaði Uðsmenn Frelsissamtaka
Palestínu, PLO, í gær um að fela
stærsta hluta vopnabirgða sinna í
stað þess að láta þau af hendi við
yfirvöld í Líbanon.
Ráðherrann varaði PLO við og
sagði að stjórnarherinn myndi við-
halda hörðu eftirliti við flóttamanna-
búöir Palestínumanna í Suður-
Líbanon þar til skæruliðar aihentu
öll vopn sín. „Sannleikurinn er sá
að í bækistöðvunum em ennþá bæði
þungavopn og milliþung vopn. Þeir
(Palestínumenn) hafa ekki látið af
hendi helming vopna sinna," sagði
varnamálaráðherrann, Michel al-
Murr í gær.
„Þessi gæsla í kringum flótta-
mannabúðirnar er eingöngu til þess
aö fá skæruliðana til að afhenda okk-
ur vopn sín. Þegar það hefur verið
gert þá munum við hætta þessu
stranga eftirliti," sagði al-Murr eftir
viðræður sínar við sendimann Sam-
einuðu þjóðanna, Marrack Goulding,
í Beirút í gær.
PLO segist þegar hafa afhent yfir-
völdum öll þungavopn sín og milli-
þung vopn sem voru í flóttamanna-
búðunum þremur nálægt hafnar-
borginni Tyre. Skæruliðunum leyfist
hins vegar að geyma riffla sína og
önnur létt vopn inni í flóttamanna-
búðunum en þar búa um 40 þúsund
flóttamenn.
Sendimaður Sameinuðu þjóðanna,
Goulding, er í Líbanon til að ræða
um endurnýjun umboðs friðar-
gæslusveita SÞ sem hafa verið í Suð-
ur-Líbanon síðan 1978. ísraelsher,
sem heldur um 15 kílómetra öryggis-
svæði syðst í Líbanon, hefur komið
í veg fyrir að sveitir SÞ næðu að
norðurlandamærum ísraels. Reuter
Assad Sýrlandsforseti:
Kænn raunsæismaður
með stóra drauma
Hafez al-Assad Sýrlandsforseti hef-
ur sýnt það og sannað með samþykki
sínu á friðartillögum Bush Banda-
ríkjaforseta að hann er kænasti leið-
togi Mið-Austurlanda. Assad talaði
þvert ofan í það sem hann hafði áður
sagt þegar hann kallaði tillögurnar
jákvæðar og sanngjarnar í bréfi til
Bush um helgina.
Með því að falla, að því er virðist,
frá fyrri skilyrðum sínum fyrir bein-
um viðræðum við ísrael stillti Assad
Shamir, forsætisráðherra ísraels,
ekki einasta upp við vegg. Hann
ávann sér í leiðinni hrós vesturveld-
anna sem allt þar til nýlega litu ekki
við honum og sökuðu hann um að
styðja hryðjuverkamenn.
Assad, sem af ýmsum er talinn
vera meinlætasamur hugsjónamað-
ur, hefur lengi haldið Sýrlandi á lofti
sem burðarási arabalandanna. Hann
var jafnframt fyrstur leiðtoga Mið-
Austurlanda til að skilja þýðingu
þeirra breytinga sem steyptu gömlu
valdaklíkunum af stóli í Sovétríkjun-
um og Austur-Evrópu. í desember
1989 varaði Assad við því að Araba-
ríkin yrðu að vera fljót að laga sig
að breyttu valdajafnvægi í heimin-
um.
Á sama tíma og áhrif hefðbundinna
stuðningsmanna hans, Sovétmanna,
fóru þverrandi hóf Assad aö færa
Sýrland varfærnislega nær Vestur-
löndum sem var um leiö viðurkenn-
ing á mikilvægu hlutverki Banda-
Hafez al-Assad Sýrlandsforseti þykir
hafa komið ár sinni vel fyrir borð
með því að fallast á friðartillögur
Bush Bandaríkjaforseta.
Teikning Lurie
ríkjanna í málefnum Mið-Austur-
landa. Þær þreifmgar náðu hámarki
þegar Sýrlendingar, ásamt Egyptum,
sendu hersveitir til að berjast við
hlið bandamanna í Persaflóastríðinu
fyrr á þessu ári.
Assad náði þrennu fram með þess-
ari stefnu sinni.
Persaflóastríðið braut upp vald ír-
aka sem höfðu lengi verið helstu
keppinautar Sýrlands meðal araba-
landanna.
Assad gat hert tak sitt á Líbanon
með samningi sem festi sýrlenskar
hersveitir í landinu í sessi.
Tengsl Sýrlands við Vesturlönd
fengu einnig byr undir báða vængi
og urðu til þess að Bush lagði lykkju
á leið sína til að hitta Assad í Genf á
meðan á Persaflóastríðinu stóð. Það
var fyrsti fundur bandarísks forseta
með Assad í meira en tíu ár.
Heima fyrir hefur vinnuþjarkur-
inn Assad, sem hvorki reykir né
drekkur, stjórnað með harðri hendi.
Hann hefur ekki hikað við að bæla
niður andóf með skriðdrek'um eða
varpa hundruðum, ef til vill þúsund-
um, í fangelsi. Hann hefur staðið af
sér efnahagskreppu, valdabaráttu
innan stjórnarflokksins og alþjóð-
lega einangrun fyrir stuðning sinn
við skæruliðahópa. Samt hefur mik-
ill stöðugleiki ríkt í Sýrlandi, ólíkt
því sem hefur gerst í mörgum öðrum
ríkjum á svæðinu, frá því að Assad
tók völdin í blóðsúthellingalausri
stjórnarbyltingu árið 1970.
Assad þykir maður kurteis og
harður í samningum og gestir eins
og James Baker, utanríkisráöherra
Bandaríkjanna, hafa þurft að hlusta
á lærða fyrirlestra um forna frægð
lands hans og staðfestu hans að end-
urreisa hana.
Reuter